Ísafold - 26.07.1921, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.07.1921, Blaðsíða 2
t ÍSAFOLD i flótta þegar i stað og var símað til Peking eftir hjáiparliði. I Mukden, skamt fyrir austan Peking, sat hér- aðsstjórinn voldugi, sem kveðst hafa 300 þúsundir manna undir vopnum og lætur rikissjóðinn borga sér mála fyrir þá. Og í Peking og .lágrenni er 200 þúsund manna her, sem héraðsstjórinn þar, Tsao Kun, teknr mála fyrir hjá ríkinu. Þegar hjálp- arbeiðnin kom til þessara tveggja landvarnarmanna, var hvorugur þeirra fáanlegnr til að fara með lið til Urga heldur vísiði hvor til ar.nars, en stjórnin í at ekkert aðhafst. Þess- ir 6000 byltingamenn urðu ofjarlar kinverska hersins mikla og gátu boð- ið stjórninni byrginn. Nokkru síðar lýstu uppreistnar- mennirnir yfir fullu sjálfstæði Mon- golíu. Og rússneskar hersveitir sóttu fram austur á bóginn og kom- ust alla leið austur að landamæra- héruðum við Kalgan, en þaðan er ekki nema 5—7 klukkustunda járn- brautarferð til Peking, og stafar Kinverjum hin mesta hætra af þeim Þannig hafa atburðirnir i Urga, sem stjóminni hefði átt að veitast létt að afstýra, ef ráð hefði veiið í tíma tekið, orðið til þess að skapa sjáif stæði rikisins nýja og stórfeida hættu auk þess að viðlent landflæmi hefir orðið viðskila við ríkið. Þannig hefir norðurhluti hins víð- lenda kinverska rikis nú liðast frá og orðið sjálfstætt riki í orði kveðnu. En þá er að lita á annan hluta Kínaveldis, miðhiuta Asíu, Tibet. Þar er litlu betur ástatt. Snemma í vetur fóru að birtast fregnir af óeirðum í Tíbet. Kinverska hérað- ið sem liggur að Tíbet að austan- verðu heitir Sinkiang. Réðust Tibet- búar iun í þetta hérað með her mamja í janúar i vetur og ráku Kín- verja á flótta. Þeir sendu til Peking og beiddust bjálpar, en stjórnin gat ekkert liðsinni veitt þeim. Tíbetbúar halda áfram sókn sinni austur á bóg- inn, og þegar síðast fréttist var hér- aðinu Szechuan farið að stafa hætta af framsókn þeirra. Hafa þeir tekið ýmsa kinverska bæi og náð ýmsum stöðum, sem hafa mikla hernaðar- lega þýðingu, og er talið að erfitt muni veitast að ná þeim aftur. Þeir sem kunnugir eru málum, fullyrða, að það séu Mongólar sem æst hafa Tíbetbúa til ófriðar gegn móðurland- inu. Og að Rússar rói undir á bak við. Fjármál Kínverja eru i svo mik- illi óreiðu, að margir furða sig á, að ekki skuli komið í algert þrot fyrir iöngu. Á reikningum ríkisins eru útgjöldin yfirgnæfandi en tekjur- að kalla engar og alt hefir því ver- ið gert með lánum á undanförnnm árum. Verkleg fyrirtæki, sem hið opinbera hefir rekið, hafa orðið að hætta vegna fjárskorts. Og vilji einstaklingar byrja á einhverju nýju, er stjórnin oftast fljót til að finna lagabókstafi fyrir því, að krefjast megi svo mikilla skatta af þeim, að þau hætta von bráðar. Seinni hluta ársins 1917, og árið 1918 og 1919 tók stjórnin afarmikil lán erlndis. Stjórnin tók lán þessi sjálf og um- boðsmenn stjórnarinnar, sem voru á hverju strái, tóku lán, hermálafull- trúar héraðanna tóku lán — alt í umboði stjórnarinnar — og þá veltu aliir sér í peningum. Mest af lán- um þessum var tekið í Japan, og voru til skams tima: eins, tveggja °g þriggja ára. í ár eiga Kínverjar að endurgreiða mikið af þessum lán- um. En hvar á að taka peningana? Tekjur ríkisins eru áætlaðar 600 milj. en af þeim ganga 480 milj., til hersins. Svo koma öll önnur útgjöld og afborganir af eldri lánum í Evrópu og Ameriku, áður en röð- in kemur að afborgun nýju lánanna. Af þeim eiga þeir t. d. að 'greiða J pönum einum iéo miljón krónur í ár. Svo eifitt mun veitast a.ð láta tekjur og gjöld vega sa’t, nema með nýjum lánum. Shantumr-rai\ið er eitt af vand- ræðamálum Klnverja á þessum vand- ræðanna tímum. Japönum leikur hugur á að ná yfirráðum yfir þessu landi og hafa haft allar klær úti til þess. Leiðin sem þeir telja hag- vænlegasta tíl þess að ná tökum á Kínverjum er sú, að láaa þeim fé og gera þá fjárhagslega háða sér, og bera hinar öru lánveitingar þeirra á síðustu árum vott um, að þeir eru byrjaðir á þessari aðferð. Treysta þeir sér til að koma vel ár sinni fyrir borð hjá Kinverjum, ef stór- veldin láti þá.afskiftalausa. Þessvegna fóru þeir fram á það í fyrrahaust, að fá að gera einir út um Shan- tung-málið við Kínverja, en stór- veldin neituðu. Nú vill einn mesti dugmaður Kínverja í utanríkismálum dr. Wellington Koo leggja Shantung- málið fyrir alþjóðasambandsráðið til úrslita. En stjórnin í Peking verð- ur að samþykkja, að svo verði gert. Og sumir draga í efa, að hún þori það. Japönum er meinilla við, að Sbantung-málið komistfyrir Alþjóða- sambandið og þykir Iítil von til að koma fram vilja sinum, ef það eigi að f]alla um málið. En kínverska stjórnin er hrædd víð Japana eins og mús við kött, og vill sist af öilu móðga þá nú, um sama leyti sem þessar 160 milj. eru að falla I gjald- daga. Úr fjárhagsógöngunum stendur Klnverjum að vlsu ein leið opin. Hinn 15. okt. gerðu amerikanskir, enskir, franskir og japanskir bankar samning með sér um að veita kín- versku stjórninni eða stjórnunum alla þá fjárhagshjálp, sem með þyrfti frá öðrum löndum. Þetta banka- samband, sem gengur undir nafainu »The China Banking Consortium* ræður yfir svo miklu fé, að það getur veitt alla þá fjárhagslegu að- stoð, sem Kinverjar þurfa. En Japan á einna mestan þátt í þessum fé- lagsskap, og grunar marga hvar fisk ur liggi undir steini, og að þetta sé einn liðurinn í tilraunum Japana til þess, að Kínverjar missi fyrir fult og alt fjárhagslegt sjálfstæði sitt. Enda eru þegar farnar að berast fréttir af ráðagerðum um, að fjár- málastjórn Kinverja verði sett undir eftirlit stórþjóðanna. Af öllu því sem hér hefir verið sagt, virðist mega ráða, að þreng* ingartimar séu nú i Kína, og ýms dauðamerki á »himneska ríkinu«. Og Iikurnar til þess að það gliðni i sundur eru óneitanlega miklar. Geta áhrifin orðið vlðtæk og þýð- ingarmikil fyrir allan heim, ekki sist fyrir Japana, B.mdarikjamenn og Rússa. Kina er auðugt land og í- búarnir á 4. hundrað milj. Mundu margar gráðugar hendar vilja seil^st eftir feng úr dánarbúinu ef til skifta kæmi. -0 Lán Þjóðverja. Símað er frá Berlín, að rikisbank- inn þýski hafi fengið 50 milj. gull- marka lán i Hollandi auk þess sem áður er fengið, og er verið að semja um fleiri Ún. Honungskveð ja. Ferðapistlai*. Kvœði þetta er frumort á latínu af Páli skólakennara Sveins- syni og var ætlast til að það yrði flutt konungi I almennum mann- fagnaði, en af einhverri ástæðu komst það ekki á »prógrammið«. Var konungi þá fengið kvæðið af ritara hans (hr. J. Svb.), skrifað af höfundi sjálfum og í vandaðri kápu. Þakkaði konungur höf- undi kvæðið í veislu, er hann hélt honum og fleirum í höll sinni (Mentaskólanum) þ. 3. júlí. Þýðingin, sem hér birtist, er eftir eitt af elstu og merkustu skáldum landsins (V. B.). Er hún í tvennu lagi; önnur er í Morgun- blaðinu að mestu með sama bragarhætti og frumkvæðíð, (sem er ort við »hexameter« og »pentameter« á víxl). 1. Þrumaði Norðri og þungan stundi úfin aida’, er sló agndofa jörð. Var þá sem upp um vetur leysir snæ með haglhryðjum og hvössum vindum. 2. Hvað er nú, ísafoldl Ert þú skjálfandi? Er það af ótta eða gleði? Eða’ er það eldur, er innra brennur ? Eða öldufall, er æðir við strönd? 3. Ekkert er að óttast, íslendingur! Hlær mild móðir við mögum sinum. Fagnar hún frelsi, er nú fengið er, eftir aldir sex, aftur að nýju. 4. Fagnið nú, fjöll og fannatindar, björg og brekkur og blálækir! Samfagnið allir Islands synir! þakkið gefna gjöf góðu heilli! 5. Heilsið höfðingja, þeim er heill til bar til lykt?.’ að leiða langvinna þrau.t, þá er áður afi’ og faðir höfðu unnið að ágætlega I 6. Göfugur konungur, Kristján níundi, fyrstur konunga sá vort föðurland. »Faðir föðurlands« færandi hendi kom með góða gjöf, þá er gladdi mengi. 7. Síðar arfi hans og eftirmaður sömu leið lagði að landi voru. Hafði hug til vor sem höfðingja sómdi Friðrik öðlingur hinn áttundi. 8. En þú, Kristjáni ert hian þriðji fylkir, hér er stigur á ströndu vora. Heill með drotningu hingað kominn I Heill einnig með horskum sonu'm! 9. Óskum vér allir á ísahauðri: »Stig heilum fæti á helgan völl!« Oft er eldur und isi köldum; hlýjar eru vorar heillaóskir! 10. Leystir þú læðing, þann er lengi batt; en aftur annan batst enn traustari. Tvö voru löndin tengd með lögum: Bindur þau nú bróðerni og buðlungs gifta. 11. Ráð nú þjóðum þeim, er þau lönd byggja, vísir hinn vínsælil vel og lengi. Yfir ýmisleg örlög manna leiddu þjóðir þær þeim til heilla! 12. Mikill er haldinn herkonungur, sá hernað hefur hugutnprúður. Meiri mun þó sá, er mörgum getur varist óvinum veglundaður. 13. Mestur mun þó sá, er megnað fær ófriði’ að afstýra ógurlegum; öllum til heilla, en einkum sínum, og þá sjálfum sé til sæmdar stórrar. 14. Hafðu þakkir þá, þengill göfgil fyrir það, að forðað gatstu bræðrum og þeguum við blóðugu, ægilegu alþjóða striði. 15. Kristjdn tíundil þig kalla má friðarhetju, — og þitt frægðarnafn lengi mun ljóma, og lofstir þinn eigi mun hverfa, þótt aldir liði. 16. Helgu starfi stýr þú lengi, með guðs hjálp og góðra manna, oss til heilla sem áður fyr, og þér til sæmdar sjálfum, gylfi! 17. Auðnist það aftur, að öðru sinni fósturland vort þú fáir litiði Auðnist það einnig ágætum niðjum, hingað að koma heilli góðu! 18. Heifl þér hilmisætt Hatninqjubor^ar, hér er rikt hefir œeira’ en hálfa öld! Eins og Haminqja afa’ og föður fylgdi jafnan, svo fylgi’ hún þér I 19. Lif þú, Kristjánl lengi og vel, kostakranzi krýndur fögrum. Lifi nafn þitt lengi og vel, heiðri krýnt i konungaröð! 20. »Líf og lengi, þú hin lofsæla / drottin^ dýr 1« Svo dróttir kveða. Lifi’ og lengi lofðungs synir, göfgir synlr af góðri ætt! Eftip Bjarna Sæmundsson. Niðurl. Nú var loks tími og tækifæri til að hugsa um miðdagsmatinn og settust eius margir við borðið og rúm frekast leyfði — ertur og flesk á boðstólum — á betra var ekki að kjósa. Svo stóðum við upp, svo kom annar hringur, mest kvenfólk, og svo þriðji hringur, eintómar kerl- ingar, uns allir farþegar voru mettir. Þetta hafði eg reiknað út, þegar eg bað bryta að fresta máltiðinni, en hann ekki, og held eg að hann hafi ekki verið mér neitt þakklátur fyrir, hve mikið gekk upp af fleskinu, en mér fanst eg hafa gert góðverk. Eg vil benda strandferðaskipstjórum vor- um á Hornafjörð, sem ágætan stað til að skreppa inn á, þó að þeir eigi ekki beint að koma þar við, svo að farþegar geti einu sinni feng- ið sér máltíð i næði. Eg hafði aldrei verið inni á Horna- firði fyr og var nú svo heppinn, að veðrið var inndælt. Fjallasýnin var mér kunnug áður, en fjörðinn sjálf- ann, nesin, Hólmana og eyjarnar hafði eg ekki séð nema tflsýndar í einni bendu, úr ósnum. Fjörðurinn er lón, afarmikið flæmi, ekki sist ef Skarðsfjörður er talinn með, kolmó- rauður af leirnum úr »fljótunum«, Hornafjarðarfljótum, og á fyrir sér að fyllast og verða að flæðilandi, svona einhverntíma í framtíðinni. Eyjarnar og hólmarnir sýnast fljóta, sum allhá og algræn, á straumýfðum firðinum, sem eins vel má kalla vatn, þvi saltur er hann varla svo langt frá ósnum, en Nesin teygja tanga og hóla út á milli þeirra, og þar stendur kaup- túmð Höfn, að vísu ekki enn nema á landi, en kemst liklega bráðum út i eyjarnar og verður þá Venezia íslands. Borgin er ekki stór ennþá, en hefir nú snögglega þokast stórt skref áfram, og tekið stakkaskiftum þar sem hún er orðin mótorbáta- verstöð fyrir Austfirðinga og heima- menn, er stunda þaðan þorskveiðar, með lóð og netum á vetrarvertíð, rétt fvrir austan ósinn. Um vetur- inn höfðu gengið þaðan 3°—4° bátar, fáeinir af þeim þar til heim- ilis. Væri óskandi, að Hornafjörður gæti eflst sem fiskistöð, því að af- staðan er ágæt, en staðhættir i ýmsu tilliti erfiðir: ósinn, isrek og grynn- ingar í firðinum. En alt mætti það laga ef nóg væri fé. Eg var alt kvöldið í landi og gat skoðað mig dálitið um, þvi að við- sýni er töluvert af hólum kringum þorpið, heilsað upp á lækninn úti á hæsta höfðanum og þakkað hon- um fyrir samveruna austur, á Ster- Iing; hann talar öll heimsins tungu- mál og syngur eins og engill. Svo var eg hjá Þórhalli kaupm. Daniels- syni. Hann kom með skipinu frá Seyðisfirði, var með á bílnum til Egilsstaða, eins og áður er vikið að, og var hrókur alls fagnaðar um borð, sá sem mest reyndi að halda »hú- mörinu* uppi í farþegum og svo, var hann hugulsamur, að hann kom með dálítið af skógi ofan af Héraði og gróðursetti hann á Suðurlandi, og vökvaði með sjó (ný aðferð sem eg vil benda Kofoed á) svo að við, sem ekki vorurn efra, gátum notið skógarins um borð. — Þar hitti eg ungan enskan jarðfræðing, Mr. Hawkes frá Newcastle. Hann hafði komið fótgangandi, einn sins liðs, með hest í taumi, alla leið frá Rvík, og ætlaði til Seyðisfjarðar, hafði vað- ið ýmsar ár og klifrað upp um Hornafjarðarfjöllin. Þó var hann

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.