Ísafold - 26.07.1921, Blaðsíða 4

Ísafold - 26.07.1921, Blaðsíða 4
ÍSAFOLD 1 1 I •'« ups og dvölda þar við kaffidrykkja, ræðahöld og söng fram eftir mið- nætti. Föstadagsmorgun 24. júai var aftur settur fundur, en áður sálmur sunginn og bæa flatt af biskupi. Prófessor Sig. P. Sivertsen flatti ágætan og ítarlegan fyrirlestur: Bæn- arlíf Jesú og kenning um bænina. Siðan var gerð grein fyrir starfi Prestafélagsins af formanni þess, Magnúsi dócent Jónssyni, og rædd ýmis mál þess fram að hádegi. Var sérstaklega rætt um útgáfu Prestafé- lagsritsins, er á næstliðnu ári hefði fengið svo góðar viðtökur að mætti heita uppselt. Kl. 41/* var aftur gengið til fundar. Þá flutti rithöfandurinn danski, Aage Meyer Benedictsen, ágætt erindi á dönsku: »Islams Sejer og Fald« og var besti rómur gerður að þvi einkar fróðlega erindi og hinni óvenja miklu mælsku flytjanda þess. Þá gerði biskup grein fyrir sam- skotunum til Vídallnsvarðans og skýrði frá framkvæmdutn siuum i þvi efni. Samskotin hefðu gengið fremur vel, en úr mörgum presta- köllum hefðu enn ekki borist nein samskot, enda vantaði enn talsvert fé til þess að koma varðanum upp, því að kostnaðurinn reyndist tölu- vert meiri, en búist hefði verið við i fyrstu. Hvatti hann presta til þess að halda áfram fjársöfnunum svo að varðinn kæmist sem iyrst upp, og tóku fundarmenn mjög vel í það mál. Eftir stutt fundarhlé var tekið fyr- ir næsta mál á dagskrá: Kristindóms- fræðslan. Reifði biskup málið með langri inngangsræðu, en með þvi að liðið var mjög á fandartimann var umræðunum frestað til næsta dags. Kl. 81/, flutti séra Bjarni Jónsson ágætan fyrirlestur i fundarsalnum fyrir fjölda fólks: »Hvað hefir kirkjan að bjóða?« Laugardagsmorgun 25. júní kl. 9 var aftur settur fundur eftir að sung- inn hafði verið sálmur og bæn flutt af biskupi. Þá flutti biskup erindi nm Hans Egede, Grænlendingapostula, i minn- ing þess að liðnar voru tvær aldir síðan er hann hóf trúboð sitt á Grænlandi. Rakti hann jafnframt svo sem í inngangsorða stað sögu hinnar eldri grænlensku krisfni. Að því erindi loknu hófust fjör- ugar umræður um kristindóms- fræðslumálið. Stóðu þær fram að hádegi og var enn haldið áfram kl. 1. Engin ályktun var gerð i málinu, en prestastefnan fól séra Bjarna Jónssyni að mæta sem full- trúa sínum og prestastéttarinnar á fundum milliþinganefndarinnar i fræðslumálum, sem nú starfaði milli þinga. Þá mintist biskup nokkrum orð- um á samband vort við þjóðkirkju Norðurlanda, skýrði frá störfum hinnar dansk-íslensku kirkjunefndar, frá komu dr. theol. Skat Hoff- meyers á næstliðnu hausti og dvöl hér i bæ. Boð hefðu boiist frá Dansk Præstekonvent um að senda isl. fulltrúa á fund þess við Ny- borg Strand i maímánuði, en ekki verið hægt að taka þvi boði. Aftur hefði séra Friðrik Friðriksson farið utan sem fulltrúi islensku kirkjunn- ar, til þess að taka þátt i aldar- minningarhátíð >Danska trúboðs- félagsins«, sem boðið hefði biskupi að koma sjálfum eða senda fulltrúa 1 sinn stað. Jafnframt stæði til að séra Friðrík mætti sem fulltrúi ís- lands á norrænu þingi, sem haldið yrði i byrjun júlí til þess að ræða um uppeldismál. Loks las biskup upp mjög hlýlegt bréf frá biskup- inum í Niðarósi um nánari sam- vinnu með norsku og islensku kirkjunni. Að lokum las biskup upp frum- varp til laga um embættislega að- stöðu presta þjóðkirkjunnar, sem lagt yrði að likindum fyrir næsta alþingi, en umræður gátu engar orðið um málið, þar á fundiaum, þvi að nú var komið fast að fundar lokum. Að endingu ávarpaði biskup fundar- menn nokkurum orðum, þakkaði þeim góða fundarsókn og óskaði þeim öllum góðrar heimferðar og heimkomu og náðar drottins í starfi þeirra. Var þá sunginn sálmurinn »Ó þá náð að eiga Jesúm« og siðan fundi slitið. Uti um heim. 0 Khöfn 22. júli. Irlandsmálin. Öll blöð fnllyrða, að Lloyd George hafi boðið Suður-Irlandi fullkomna heimastjórn, með Uku sniði og Canada, Astralíu og Suður-Afriku. Til tryggingar hinum sérstöku áhuga- málum Ulstermanna verður Saður- Irland að gangast undir ýmsar skuld- bindingar, en hinsvegar mun hið nýja lýðriki fá ýmsar mikilsverðar tilslakanir í fjármálum. Valera er mjög ánægður með til- boðið og fer nú tJ Dublin til þess að leggja það fyrir írska þingið, Dail Eirann. Öll blöð, nema íhaldsblöðin eru glöð yfir sáttaboðinu. Enska blaðið »Daily Chronichle* segir, að bæði Ulstermönnum og Suður-írum hafi verið boðin heima- stjórn, með sama sniði og er í Suður-Afríku. Þó eiga vígi að vera undir eftirliti Breta. I * Ofriðurinn i Liilu-Asiu. Frá Aþenu er símað, að hermála- fróðir menn telji ófriðinn milli Grikkja og Tyrkja á enda kljáðann. Eftir að hafa unnið Eskishehr stend- ur Grikkjum leiðin opin til Kon- stantinopel og Angora, en þangað er aðeins 2so kílómetra leið. Mustafa Kemal viðurkennir ósigur sinu og hefir dregið lið sitt til baka til stöðva, sem hann hafði undirbú- ið sér áður. Khöfn, 23. júlí. Simað er frá Aþenuborg: Grikkir sækja fram austur á bóginn eftir her Tyrkja, sem flýr undan í skyndi, áleiðis til Angora. Er nú eigi nema 150 kilómetra leið austur þangað. Því er haldið . fram í fréttum frá Konstantínopel, að Tyrkjaher hafi snúist til mótvarnar og verði vel ágengt. Khöfn, 24. júli. Frá Aþenu er símað: í siðustu orustunni við Tyrki hafa Grikkir tekið ss þúsund fanga, þar á meðal foringja hinna tyrknesku »national- ista«, Mustafa Kemal pasha og for- ingja herforingjaráðs hans. Hernaðargæfan hefir verið fljót að snúast gegn Tyrkjaher í Litluaslu. Fyrir hálfum mánuði voru allar horfur á þvi, að Kemalistar mundu taka Konstantlnopel, her þeirra var kominn vestur að Hellusundi og bandamenn höfðu sent herskipaflota til borgarinnar til að verja hana. Grikkir höfðu þá mist hvern bæinn á fætur öðrum og orðið fyrir ýmsu skakkafalli, en stórveldin dauíheyrð- ust við liðsbón þeirra og sögðu að þeirjyrðu að bera einir ábyrgðina á hernaði sinum í Litlu-Asíu. Grikkja- konungur fór sjálfur til vigstöðv- anna og herinn var aukinn að mun. Litur svo^út, sem þessi breyting á herstjórninni hafi orðið til þess, að nú snerist i nýtt horf, því siðan hafa Grikkir unnið hvern sigurinn eftir annan, og nú að síðustu náð á sitt vald æðsta manni Tyrkja í Asiu. Eru allar horfur á, að úti sé um veldi Mustafa Kemals og að Grikkir muni taka stjórnarsetur hans, Ángora áður en varir. Nema þáað enn snúist gæfuhjólið jafn skyndi- lega og áður. Ef Grikkir vinna fullnaðarsigur i Litlu-Asiu geta af því hlotist ýms vandræði og deilur. Það mun breyta að mun aðstöðu stórveldanna i Vestur-Asíu og koma í bága við fyrirætlanir þeirra þar, ef Grikkir setja Kemalistum friðarkosti. Þeir hafa unnið sigurinn einir, og munu vilja ráða einir hver sigurlaun þeir tdki. Khöfn, 23. júli. Þófid i Efri-Schlesiu. Frá Berlin er símað, að stjórnin hafi neitað því að flytja franskan liðsauka yfir landið til Efri-Schlesiu, nema Englendingar og ítalir styðji kröfuna um að svo verði gert. Bretar og Helgoland. Orðrómur gengur um það í Ham- borg, að Englendingum leiki hugur á að eignast Helgoland á ný. Danir og Rússlands- verslunin. Dönsk sendinefnd er lögð á stað til Stokkhólms, til þess að semja um verslunarviðskifti við umboðs mann Sovjetstjórnarinnar, sem stadd- ur er þar í borginni. Bolshevikar og friðarþing Hardings. Frá Washington er símað, að Bolshevikar kvarti undan þvi, að hafa ekki verið boðnir á friðarþing- ið, og benda þeir á, að ófriðarhætt- an aukist við þetta. ■0- Kuldi óvenja mikill hefir verið á Norður- og Vesturlandi undanfarna daga. Víða hefir snjóað alveg niður í bygð. í Borgarfirði efra var aðeins tveggja stiga hiti á sunnudaginn. Mannslát. Nýlega er látin hér í bænum frú Kristjana Jónsdóttir, kona Kristins Magnússonar skipstjóra, sem er nú starfsmaður Dausverslunar. Björqunarskipið Geir fór í gær- morgun suður og austur á Sanda til þess að reyna að ná út botn- vörpuskipi, sem strandaði í vor snemma. Það er sagt að likindi séu til þess að skipið náist út. Það kvað vera litið sem ekkert skemt. „IXION“ Cabin Biscuits (skipsbrauð) er búið til af mörg- um mismunandi tegundum sérstaklega hentugt fyrir íslendinga. í Englandi er „IXION“ brauð aðalfæðan um borð i fiski- skipum. Fæst í öllum helztu verzlunum. Aðgætið að nafnið „IXION“ sé á hverri köku. Vörumerkiö „IXION“ á kexi er trygging fyrir hollri og góðri fæðu. „IXION“ Lunch og „IXION“ Snowflake Biscuits ósætt er óviðjafnanlegt með kaffi og te. ROYAL Gerduft Langbesta efni sem nútíminn þekkir til þess að geta búið til góðar kökur og kex. Með því að nota það verður heimabökun hæg og ódýr. Að- eins selt í dósum, er ætíð ferskt og heldur full um krafti. ^ 2 Selt í heildverzlun Gsrðars Gíslasonar Hið nafnfræga ameríska. I og í flestum matvöruverzlunum. Ekta demantsbrýni — bestu Ijábrýnín — era nú komin aftar í Þingholtsstrseti 16 St. Runólfsson. Brúkuð islensk og út- lend frimerki kaupir Jakob B. Bjarnason Holtastaðakoti, Húnavatnssýslu. Kveldúdjsto^ararnir allir fjórir fara bráðlega norður á síldveiðar. „OðinnC( er sendur öllum skuldlausum kaupendum, en ætl- ast til að aðrir borgi skuldir sín- ar við blaðið um leið og þeir fá árgangÍDn 1920. — í honum er, auk margs annars, alt leikritið »Dansinn í Hruna«, eftir Indriða Einarsson, talið besta leikrit, sem út hefur komið á íslensku, og kostar í bókaverslunum 10 kr. Ný skáldsaga, eftir Jón Björnsson byrjar í næsta mánuði að koma út hér í blaðinu. Gjalddagi þessa blaðs var 1. júlí, og eru menn vinsamlega mintir á, að greiða andvirðið. Það tilkynnist hér með fjar- verandi frændum og vinum, að móðir mín, Ragnhildur Þorsteins- dóttir, létst að Einarshöfn 9. þ. m., tæpra 100 ára gömul. Var hún bústýra á Simbakoti meiri hluta æfinnar, þar til kraftar hennar þrutu, en þá tóku þau hana heið- urshjónin Jakob og Ragnheiður í Einarshöfn og önnuðust hana með sérstakri nærgætni til dauðadags. Við jarðarförina var fjöldi fólks. Hjónunum í Einarshöfn og börn- ura þeirra færi eg alúðarþakkir, og eins öllum þeim, er sýndu mér samúð við útför hennar. Staddur á Eyrarbakka 21. júlí 1921 Bjarni Magnússon.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.