Ísafold - 03.08.1921, Blaðsíða 4

Ísafold - 03.08.1921, Blaðsíða 4
r - -1«. TW •> * ÍSAFOLD Áskorun. Samkvæmt lögum nr. 72, 27. júní 1921, er hér með skorað á alla þá, er telja sig eiga hlutbundin réttindi yfir fasteignum i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, — þar á meðal róttindi yfir húsum, sem standa kunna á landi annars manns eða lóð, — svo og rétt- indi yfir skipum, sjálfsvörsluveði í lausafé eða önnur réttindi, sem þinglýsa þarf og bókuð eru í afsals- og veðmálabækur, að tilkynna þau innan 18 mánaða frá útkomudegi þess eintaks Lögbirtinga- blaðsins, sem flytur áskorun þessa í fyrsta skifti, hér á skrifstof- unni og skila hingað skjölum þeim, sem heimiia réttindin, enda hafi þau skjöl ekki verið afhent á skrifstofu sýslunnar eftir 12. nóvember 1920. Sönnun fyrir eignarrétti skal færa með afsalsbréfi eða öðrum skjölum, sem í stað þess koma, eða vottorði sýslumanns um það að eignin sé vitanleg eign aðilja. Sé hvorugra þessara gagna kostur er aðilja rétt að leita eignardóms að eigninni. Takmörkuð hlutbundin róttindi yfir fasteign skal sanna með frumriti skjals þess, sem réttindin eru skráð á, ef grundvallar- reglur tilsk. 9. febr. 1798 og laga nr. 18, 4. nóv. 1887, 7. gr., taka til þess. Ef réttindin hafa verið skráð á skjal annars eðlis, má sanna þau með staðfestu eftirriti, en sé skjalið glatað, er rétt að leita ógildingardóms. Jafnframt er skorað á alla þá, sem hafa í vörslum sínum gildandi skrár eða önnur gildandi gögn, þar sem ákveðin eru landa- merki milli jarða í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, að skila þeim á skrifstofu sýslunnar innan 18 mánaða frestsins, sem áður er nefndur. Skrif8tofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 26. júlí 1921, G. Björnsson. ROYAL gerduft Hið nafnfsKí'ga ameríska Boyal Baking PovÆer, búið til úr Kremor- tártar, framl'eiddu úr TÍnberjum. Notað á öliuin bestu heimilum um víða veröld til þess að búa til góðar kökur, kex o. s. frv. öer- ir fæðuna auðmelta, Ijúffenga og heilnæma. Að eins selt í dósum og missir aldrei styrkleik sinn né ferskleik. Selt í heildverzlun Garðars Gislasonar og flestum matvOTUvemunum. „IXION“ Cabin Biscuits (skipsbrauð) er búið til af mörg- ncn mismunandi tegundam sérstaklega hentugt fyrir íslendinga. í Englandi er „IXION“ braað aðalfæðan um borð i fiski- skipum. Fæst i öllum helztu verzlunum. Aðgætið að nafnið „IXION“ sé á hverri köku. Vörnmerkið „IXION“ í kexi er trygging fyrir hollri og góðri fæðu. „IXION* Lunch og „IXION“ Snowflake Biscnits ósætt er óviðjafnanlegt með kaffi og te. KvennaskóUnn á Blönduósi starfar eins og að undanförnu. Kensla byrjar 15. október og stend- ur til 14. maí. Inntökuskilyrði á skólann eru þessi: a. Að umsækjandi sé ekki yngri en 14 ára, undanþágu má þó veita, ef sérstök atvik mœla með. b. Að hann hafi engan næman sjúkdóm. c. Að hann hafi vottorð um góða hegðun. d. Að helmingur af skólagjaldi og fæðisgjaldi sé greitt við inn- töku, og ábyrgð sett fyrir eftirstöðvum. e. Að umsækjandi sanni með vottorði, að hann haíi tekið fulln- aðarpróf, samkv. fræðslulögunum, ella gangi undir inntöku- próf þegar hann kemur í skólann. Skólagjald er 75 krónur yfir námstímann. Fæðisgjald var síðastl. ár um 70 kr. á mánuði fyrir hvern nemanda, en fyrir næsta skólaár er enn þá óákveðið um fæðis- gjaldið, en jafnan hefir það verið sett svo lágt sem unt er. Ef nemendur vilja, geta þeir haft matarfélag og verður alt undirbúið til þess. Skólinn leggur námsmeyjum til rúmstæði með dýnum og púð- um. Annan sængurfatnað verða þærjað leggja sér til. Umsóknir um inntöku á skólann sendist formanni skólastjórn- arinnar, alþm. Þórarni Jónssyni á Hjaitabakka, fyrir miðjan sept. n. k. I* Það tilkynnist vandamönnum og vinum að móðir mín elskuleg, Margrét Guðmundsdóttir frá Lang- holti í Flóa, andaðist að heimili okkar Sveðjustöðum í Vestur- Húnavatnsýslu 3. júlí þ. á. og var jarðsungin að Melstað 20. s. m. Steinunn Benediktsdóttir. síðari fregnir segja þó, að bæði i Japan og Kína þyki þetta fundar- ha!d viðsjárvert. Grikkir og Tyrkír. Ofriðurinn milli Grikkja og Tyrkja i Litlu-Asiu hefir nú staðið í meira en tvö ái, eða síðan 14. mai 1919. En eigi hefir enn verið kveðinn npp úrslitadómur um það, hvor hafi átt upptökin. Grikkjir halda því fram, að ófriðurinn hafi byrjað með því, að tyrkneskir ræningjaflokkar hafi að ástæðulausu ráðist á friðsamt grískt setulið, en Tyrkir fullyrða, að stríð- ið hefði ekki byrjað, ef Grikkir hefðu ekki, einmitt þennan sama dag, helt út blóði saklausra Tyrkja á götunni i Smyrna. Segja þeir að þetta ódæði hafi knúð Tyrki til ófriðar og eflt svo hatur þeirra til »grísku böðh anna* að þeir hafi gripið til vopna til þess að reka þá úr Asíu, En það er ekkert aðalatriði á hvern hátt friðslitin urðu. Það var fyrir- sjáanlegt að þau hlutu að koma fyr eða síðar. Tyrkir álíta, eins og áð- nr er sagt, ómögulegt að komast af í landi því, sem' þeim hefir verið fengið i hendur með Sevrés-samn- ingunum og munu ekki hætta bar- áttunni fyrir meira landrými meðan aokkur vopnfær maður stendur þar uppi. Þó Tyrkir séu nægjusamir menn þá geta þeir ekki lifað á þeirri eyðimörk, sem hið núverandi land þeirra i Asiu er, og þeir leitast því sí og æ við að vinna undir sig strandhéruðin, sem eru miklu frjó- samari. Þetta er ástæðan til ófrið- arins tyrkneska gegn Frökknm í Kilikíu og Grikkjum i vesturhluta Litlu-Asíu. Þeir álita það dauðadóm sinn ef þeir fái ekki meira land, og því er barátta þeirra nú barátta fyr- ir lífi og tilveru þjóðarinnar. Og þeir neita allra vopna sem bjóðast og taka fengins hendi allri hjálp, hvaðan sem hún býðst. En þeim hefir ekki boðist hjálp viða að. Og meira að segja, það er ekki öll tyrkneska þjóðin sem fylgist að. Stjórnin í Konstantín- opel situr aðgerðalaus hjá. Úr einni átt hefir Tyrkjum borist hjálp í bar- áttHnni: frá Bolsjevikmn. Það mun ófaætt að þakka þeirri hjálp það, að her Mustafa Kemal hefir getað haml- að upp á móti Grikkjum alt síðasta ár og að stjórnin á Angora hefir setið við völd fram að þessu. Her- ian hefir haft mest af vopnum sin- nm og hergögnum frá Bolsjevikum. Lenin sá sér leik á borði, þar sem var ófriðurinn í Vestur-Asiu. Ef honum tækist að snúa þjóðunum þar til fylgis við sig, gat hann kom- ið í veg fvrir fyrirætlanir Breta og Frakka í Asíu og yfirráðum Breta i Indlandi var hætta búin. Þessari fyrirætlun til eflingar var austurlanda- þingið í Baku haldið í fyrrahaust, en árangur þess varð ekki eins mikill eins og búast hafði mátt við. Kemalistar börðust gegn yfirráðum Evrópuríkjanna eins og Bolsjevik- ar og þvi var bandalagið sjálfsagt. Ófriðurinn í Litlu-Asíu hefir þvi verið ófriður við Bolsjevika ekki síður en Kemalista. Og það hafa Grikkir óspart látið klingja, þegar þeir hafa verið að leita á náðir Breta og Frakka um hjálp. Bretar hafa ekki viljað láta það uppi opinberlega að þeir fylgdu Grikkjum að málum, en þó munu þeir þeim samhuga. Öðru máli er að gegna nm Frakka. Þeir draga í raun og veru taum Tyrkja og vilja láta þá haldast við lýði austur þar, enda ganga þeir að því vísu, að Bretar mundu hafa mestan hagnaðinn af því, að ríki þeirra liði undir lok. Þannig eru verstu fjandmenn Bolsjevika í Ev- rópu, Frakkar, í raun og veru sam- herjar þeirra í Litlu-Asín. Er það eitt dæmi þess hversn margþætt og flókin hagsmnnaböndin eru í stjórn- mákm stórveldanna, Goðafoss. »Berlingske Tidene« segja fri reynsluför Goðafoss hins nýja, sem farin var á dögunum. Segir blaðið að skipið hafi reynst vel í alla staði og fari nú að byrja ferðir sinar, milli íslands og Danmerkur. Goða- foss er flutninga- og farþegaskip, vélin hefir 1200 hestöfl og hraði skipsins 12 mílur á vöku. Fyrsta farrými er miðskipa og er þar rúm fyrir 44 farþega. Á miðþilfari er stór og skrautlegur borðsalur en smekklegur reykskáli á efra þilfarinu. Alt fyrsta þilfar er mjög vandað að öllum frágangi, eins og á öðrum far- þegaskipum. Afturskipa er annað far- rími og er þar rúm fyrir 27 farþega Raflýsing er á öllu skipinu og loft- skeytaútbúnaður. Állur frágangur er eins og á 1. fl. farþegaskipum. / « - "" 0--------- Prestkosning hefir farið fram á Akranesi og hlaut kosningu séra Þorsteinn Briem á Mosfelli í Gríms- nesi með 403 atkv. Ráðherrarnir tveir ern nú á ferð á Norðurlandi, Pétur Jónsson í Þing- eyjarsýslu og Magnús Guðmnndsson i Skagafjarðarsýslu. 7/ ára ajmœli átti Eiríkur prófess- 01 Briem 17. f. m. og var honum til minniugar um það haldið sam- sæti af mörgum vinum hans. Jón Jacobson landsbókavörður flutti að- alræðuna, en G. B. landlæknir kvæði. Brúkuð íslensk og út» lend frimerki kaupir Jakob B. BJarnason Holtastaðakoti, Húnavatnssýslu. C. Venn Pilcher, ameriski prestur- inn sem þýtt hefir Passíusálma Hallgr. Péturssonar á ensku, er nú kominn í kynnisför hingað til lands, einkum til þess að kynna sér dval- arstöðvar H. P. Itarlegt úrval hefir komið út af þýðing hans á Passiu- sálmunum og hún hefir fengið lof hjá þeim, sem hafa kynt sér hana. Minnisvarði Jóns Sigurðssonar for- seta v^r afhjúpaðnr i Winnipeg 17. júni í vor. Er það afsteypa af lík- neskinu eftir Einar Jónsson, sem hér var reist á 100 ára afmæli J. S. og hefir varði Vestur-íslendinga ver- ið reistur á veglegum stað, á fleti við þinghús Manitobafylkis.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.