Ísafold - 16.08.1921, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.08.1921, Blaðsíða 2
 I ISAFOLD er samband við, sé framliðinn af jörðu hér eða ekki. Seinna segir hvernig það má verða, að sá sem var liðið lík á jörðu hér, komi fram sem íbúi atínarar stjörnu, og þá að vísu sém líkamleg vera, en ekki sem líkama- laus andi. Og það er einmitt aðal- árangurinn af starfi minu þetta ár, að eg veit nú miklu betur en þeg- ar eg samdi ritgerðina »Hið mikla samband* (Nýall s. i —112), áhvern hátt lífið heldur áfram. Eg hefi feng- ið þá þekkingu mest fyrir saman- burð á athugunum, sem aðrir, betur settir, höfðu gert, en ekki skilið eða unnið úr eins og gera má, ef menn hafa mikla æfingu í vísindalegum samanburði. Segir nú fyrst nokkuð af því sem læra mátti af orðum telpunnar fyrir miðilsmunn, um lifið á öðrum stjörn- um. VIII. Sitthvað sagði hún okkur af sam- bandi þeirra þar við aðrar stjörnur Á sama tíma sem hún hafði sam- band við oss hér á jörðu, var hún einnig i sambandi við enn aðrsr stjömur. Hún sagði oss af sam- bandi sínu við mannfélag sem væd miklu lengra komið en það sem hún var i, þó að miklar dásemdir væri þaðan að segja. Það var mjög greinilegt, að hún var að reyna að segja frá mannfélagi sem er komið vel á veg að verða að því sem eg hefi kallað hyperzóon eða superorg- anismus. En það er lifheild, er sýnir framhald þeirrar viðleitni sem úr miljörðum af einstaklingum er svar- a til prótistans, fyrstlingsins, hefir skapað ;þá lifheild sem nefnd er metazóon, eða veru slíka sem maður- inn er. Hún sagði menn ganga þar fram eins og í bláum loga, og hreyf- ingarnar í þessum bláa ljóshjúp sem væri yfir hverjum manni, sagði hún færi allar saman. Þetta, að hreyf- ingarnarnar fari allar saman, eru henn- ar eigin orð. Og vel kemur þetta heim við rannsóknir Kilners, á bjarma þeim eða móðu, sem stendur af mannslíkamanum. Kilner fann, að hjúpur þessi var grár á lit hjá kven- manni sem hafði miður en meðal- vit og þroska. En alblár var hjúp- urinn hjá konu sem fjör hafði og vit, fram yfir það sem algengt er, og auk þess náði hann lengra út fri líkamanum. Mannfélagið sem telpan er í, hef- ir fögur sambönd upp á við. En það kom einnig i ljós, að sambönd geta þar orðið niður á við, og það við miklu verri staði en jörð vor er. Eitt sinn veinaði miðillinn og grét og leið auðsjáanlega hörmulega. Og þegar hún fór að tala, fengum vér að vita, að telpan hafði fengið þaanig samband við konu, sem var i dimmum stað og illum, og hörmu- lega á sig komin, að henni fanst hún vera orðin að pessari konu. (sbr. paranoial), Virðist þar vera að ræða um eitthvert myrkraiíki, slíkt sem skýrt hefir verið frá i ritgerðinni »Hið mikla sambaad*. Kom þarna fram, að þó að sælustaður sé, slikur se n telpan er i, þá eru menn þar elki óhultir, heldur eiga þeir á hættu að fá þátt i vansælu þeirra, sem þjáðir eru og í illum stöðum. Þessir illu staðir, staðirnir þar s?m stefna hinnar vaxandi þjáningar ræður, stöðva framför heimsins. Þar eyðist i þjáning sú orka, sem stefnt er til að skapa heiminn óskeiknlt áfram alla þá leið sem liggur til að verða sjálfur hin æðsta vera. Slíkir staðir eru eins og útjaðar, þar sem altaf mistekst tilraunin til að hefja hið líflausa efni til sigrandi lifs. Þar er sú firna fyrirstaða, sem jafn- vel. hinn æðsti kraftur sligast um stund við að ryðja úr vegi hinnar óendanlegu framfarar. Og orsökin er sú, að þar yfirgefur hinn æðsti kraftur sitt eigið eðli og gerir sjálf- an sig likan þeirri eymd, sem eyða skal. En að þessu víkur aftur, síðar i sögu vorri. IX, Frá öðru sambandi sa ði telpan oss, sem að vísu var ekki upp á við frá þeim þar, en þó til góðs staðar. A annari stjörnu var það, en þar sem hún á heima. Það var eftir- tektarvett mjög hversu glöð teípan var yfir því að geta sagt oss þenn- an stjörnufróðleik, sem var svo eðl- islikur því sem langferðamenn segja af ókunnum álfum, og svo frábær- lega futðulegur, einmitt vegna þess. Og ánægja hennar var skiljanleg. Því að þetta var í fyrsta skifti sem á miðilfundi tókst að kenna siikan fróðleik. í fyrsta skifti tókst að koma fram, yfir um geimdjúpið, með tilstyrk miðils, óblandaðii náttúru- fræði og landafræði. í fyrsta skifti tókst að koma fram slíku gegnum geimdjúpið, á svo lágu tilverustigi sem vér erum á jörðu hér, þar sem menn rétt fyrir skömmu, að heita má, haía uppgötvað stjörnurnar, en þekking á náttúrunni er annars svo skamt komin, að menn þekkja hvorki tilgang né framhald lífsins, eða það sem helst mætti kalla undirstöðulög- mál tilverunnar, og þar sem aðeins örlítill minnihluti er byrjaður að skilja, að það þýði nokkuð að vera að sækjast eftir fróðleik. Þó að lit- ið virðistum að vera, þá var það heims- viðburður sem þarna gerðist í lítilli stofu í einni af jarðarinnat minstu höf- uðborgum, og bæði miðill og sam- fundarmenn eiga skilið, að eg láti í Ijós aðdáun mina á þeim fyrir það að þó skyldi takast það sem tókst. Telpan kvaðst sjálf sjá það sem hún sagði frá, og yrði það með þeim hætti, að maður á þeirri stjörnu fengi henni þátt í sinni meðvitund. Og ef betur hefði til hagað, þá hefð- nm við ðll, sem þarna vorum, getað fengið þátt i þeirri sömu meðvitund, og séð sjálf það sem af var sagt. Aðnr 'angt er um liðið frá þvi menn fara af aivöra að reyna til að skilja mig, verða þesskonar sýningar mik- ið tiðkaðar á jörðu hér. Og seint munu þeir vitmenn þykja, sem ekki láta sér skiljast, að valda muni mikl- breytingum á högum og horfum mannkyns vors, þegar kostur verð- ur mikils og áreiðanlegs fróðleiks um fegra lif og fullkomnara, og það jafnvel þó að ekki fylgdi þessu sam- bandi bein aukning vitsku og þrótt- ar, eins og að vísu mun verða þeg- ar margra samhugur er til móts. Og hversu sem nautskir neita og nautskast enn um stund, þá hika eg þó ekki við að segja, að þá fyrst mun ísland verða oss öllum fagurt og farsælda frón, þegar nýtur hinna nýju vísinda* sem eg nefni epagógík og hér hafa orðið upptök hinnar betri samstillingar við hið fullkomna sem í sannleika er lífsnauðsyn á. Og þá mun rísa hér og gnæfa með meir eu morgunroðafegurð ein og önnur höll hin háva, i líkingu við þá sem nú skal nokkuð af sagt. X. Samkomu sagði telpan oss af, sem haldin væri í sal einum mikl- um og fögrnm, sem hún lýsti að nokkru. Hús það er reist á fjalls- tindi háum, og þó svo mikið, að um 100,000 manns sagði hún vera þar á samkomunni. Hús þetta er ætlað til að laka á móti gestum frá öðrum stjörnum, og getum vér þá vel skilið vegna hvers það er reist á svo himingnæfandi stað. Dýrðleg- ur gestar sagði hún væri þar fram kominn á samkomunni, frá mann- félagi sem miklu lengra væri komið, og ekki sagði hún að þeir hefðu þar aðrar guðsþjónustur en slíka fundi. Hér á jörðu, þar sem enn- þá ræður hin illa stefna, getum vér ekki ímyndað oss, hversu gott muni vera að sækja slíka fundi, þar sem menn eru samstiltir betur en þeir annars eiga kost á, og þar sem get- ur streymt í þá æðri kraftur en áð- ur, einmitt vegna hinnar bættu sam- stiliingar. Auknir að Hkamsorku og vitmagni, auknir að lífsgleði, fara menn af slíkum fundi, og færari en áður til að sækja fram hina réttu braut, og Hkjast meir og meir mann- félagi því hinu dýrðlega sem þeir höfðu hlotið svo fagurt samband við. XI. Spurt var á hvern hátt þeir sem sækta þessa fundi, kæmust þarna upp. í flugvélum, var svarað. Og vér fengum að vita, að í þeim flug- vélum heyrðist ekkert, og að það lýsti af þeim á fluginu. Einnig fengum vér að vita, ég heid oss öllum til nokkurrar undrunar, að flugvélarnar væru geymdar i loftinu meðan, á fundinum væri verið. Menn hefðu þar smávél sem Hktist úri, og með henni gætu þeir ákveðið flugvélunum stað í loftinu, og laðað þær til sin, þegar á þeim þyrfti að halda. Þetta minti auðvit- að á þráðlausa rafstjórn á mannlaus- um bátum eins og menn nú kunna að hafa á jörðu hér. En það var ekki fyr en eftir að eg faafði þetta heyit, sem eg vissi, að einnig hér á jörðu eru menn farnir að hafa þráðlausa stjórn á mannlausum flug- vélum, þó að skemmra sé komin sú þekking hér, en á stjörnunni sem telpan var að segja okkur af. Þá var spurt hvort kafskip væru ekki miklu lengra komin, og kaf- siglingar, en á jörðu hér. Við feng- um það óvænta svar, að slikt tiðk- aðist ekki þar, en þá iþrótt kynnu þeir að ganga á sjávarbotni. Þeir hefðu útbúnað, sem stæði af þann- ig geislan að sjóiinn héldist frá þeim, og gengið væri fram eins og i hvelfingu, sem þeir flyttu með sér. Turna sagðist hún sjá, háa mjög og með undrafögrum útbúnaði efst. Sagði hún að þar væri náð efnum úr loftinu, og búin til úr ýmiskon- ar holl og ljúfleng fæða. Einnig væri sjávarvatnið þannig notað. Þetta sem nú var sagt, minnir á hina frægu og fögru aðferð þeirra Birkelands og Eyde, til þess að ná til notkunar köfnunarefni loftsins. Og það kynni að vera eftirtektarvert, að það var William Crookes, sem fyrst lét í ljós, að slikt mundi mega gera. En þessi mikli efnafræðingur var einnig brautryðjandi rannsóknari á ýmsum þeim fyrirburðum, sem stafa af sambandi við aðrar stjörnur. En aldrei skildi Crookes það, jafnvel þótt einn af mestu vísindamönnum væri, og hann gerði ekki þær álykt- anir, sem nú eru orðnar óumflýjan- anlegar hverjum þeim sem greind og mentun hefir 1 góðu lagi, og vaknar svo við þessu í sannleika mikla máli, að hann reyni af nokk- urri alvöru til að fá skiining á því. [Meira.] Hdgi Pjeturss. FEllishasttan og búfjártryggingin. (Útdráttur úr fyririestri um búfjártryggingarmálið, sem höf. greinar þassarar hélt á bændanámskeiði i Hjarðar- holti i Dölum 7. april þ. á.) III. Ni. Nú í vetur hefir Búnaðarfélag ís- lands sent öllum sveitarstjórnum á landinu frumvaip nm stofnun efiir- lits og fóðurbirgðafélags, er ætlast er til að þær hafi lagt eða leggi fyrir búendur, hver í sinni sveit, til ihugunar, og eru bændur með frum- varpi þe;su kvattir til að koma á hjá sér slíkum eamtökum um trygg- ingu búfjár gegn harðindum, sem þar um ræðir, er í höfuðatriðunum séu bygð á þessu frumvarpi Lands- búnaðarfélagsins. Tilgangur þessa frumvarps frá Búnaðarfélaginu er sá: 1. Að koma í veg fyrir fóður- skort. 2. Að vinna að því, að fóðrun búpenings verði sem haganlegust. 3. Að koma á samvinnu með kaup eða framleiðslu á kjarnfóðri. Um frumvarpið í heild sinni er einungis gott eitt að segja. Og vel væri, ef við bændurnir bærum nú gæfu til þess alment, að koma á hjá okkur þessum umrædau samtök- um um búfjártiygginguna. Og sann- arlega verður það prófsteinn á menn- ingarþroska fslensku bændanna yfir- leitt, hvernig þeir nú taka þessari góðu og lofsverðu viðleitni og fyr- irgöngu Búnaðarfélagsins um þetta mikilsverða búnaðarmil okkar. Eg hefi nú heyrt talsvert mis- jafna dóma um þetta ágæta frum- varp. Einkum virðist mönnum vaxa mjög í augum árlega tillagið í hinn almenna fjártryggingarsjóð. En vissu- lega er hér um mikið íhugunarleysi að ræða hjá þessum mönnum. All- ar tryggingar kosta nokkurt fé. Ehg- inn vátryggir skip sitt eða hús, inn- anstokksmuni eða líf sitt, að ekki hafi það kostnað í för með sér. Þetta er þó iðulega gert og þykir langsamlega tilvinnandi. Enda forða hinar margvíslegu tryggingar ein- staklingnum frá örbirgð, og eru að því leyti einn stærsti og sterkasti liðurinn í hagsmunamálefnum hverr- ar þjóðar. Og hví skyldi ekki vera nauð- synlegt, að líftryggja búfénaðinn fyr- ir eyðileggingu harðindanna og fóð- urskortsins? En nú er því svo varið, að engin ábyrgðarfélög eru til, sem myndu vilja taka búféð okkar í ábyrgð fyr- ir fóðurskortinum, eins og t. d. skip, hús o. s. frv. Við bændurnir verðum því sjálfir að mynda með okkur félagsskap búfénu til líftrygg- ingar i harðindum, er þá einkum grundvallaðirt á gætilegum ásetningi, þar sem ábyrgðarsjóðurinn væri al- mennar heyfirningar, eftir öll góð ár, og fóðurforðabúr ásamt fjártrygg- ingarsjóði, eins og áður er um get- ið. Og nú höfuan við fyrirmyndina að stofnun þvilíks félagsskapar, þar sem er frumvarp Búnaðarfélags fs- lands. En ef nú svo ólíklega skyldi tak- ast til, að bændur nokkuð alment vildu ekki sinna neitt þessum félags- skap, — ja, þá er heldur ekki um annað að ræða i þessu máli, en að stjórnarvöldin -— alþingi og lands- stjórn — taki enn til sinna riða og semji upp úr allri búfjártryggingar- löggjöfinni ein allsherjar lög um 1 tryggingu búfjár gegn harðindum, hvar aðal-áherslan væri þá lögð á gætilegan heyásetning og fóðurforða- búr, og siðan valdboðum beitt, til þess að öllum cauðsynlegum og búfjártrygginguna mikilsvarðandi á- kvæðum væri hlífðarlaust hlýtt af almenningi. En jafnframt ætti svo rikissjóður að leggja fram að minsta kosti helminginn af því fé, á móti sveitarsjóðunum. sem á þyrfti að halda til lögskipaðra hallærisvarna í landinu, eftir lögum þessum. Mér er nú, sem eg heyri og sjái suma menn, ef um slíkar varnir gegn fóðurskortinum værf alment að ræða. Því margir halda þvi fram, að fyrst og fremst komi nú iöggjaf- arvaldinu það ekki lifandi vitund við, hvernig bændur fóðri búfé sitt, eða hvað þeir ætli því mikið fóður o. s. frv. í annan stað ségja menn, að hörð og ströng lagafyrirmæli i þessu efni gangi of nærri einstak- lingsfrelsinu og hafi auk þess svæf- andi áhrif á metnað og ábyrgðartil- finningu bænda yfirleitt. Að vísu er nú persónufrelsi manna einkum fólgið i því, að hver einstaklingur fii sem mest sjálfur að ráða yfir sér og athöfnum sínum. En ávalt er því þannig háttað, að undantekningarnar eru ærið misjafn- ar, bæði að hyggindum, siðferði og efnalegu sjálfstæði og samviskusemi. Þess vegna þurfa líka margir á lið- sinni og leiðbeiningu þeirra manna að halda, sem betur eru þessum kostum búnir en aðrir. Og hvar, sem menn lifa saman í lögskipuðu þjóðfélagi, et algert sjálfræði einstak- lingsins takmarkað að meiru eða minna leyti, og ýms ákvæði sett um það með lögum, hvernig menn skuli hegða sér, svo að lifnaðarmáti þeirra samsvari sem best því, er bæði sjálfum þeim og öðrum er fyrir bestu. Og að því er metnað og ábyrgð- artilfinningu bænda viðkemur, og með sérstöku tilliti til búfjártrygg- ingarmálsins, þá hefir hingað til farið fremur lítið fyrir þeim dygðum hjá almenningi. En það sýnir best und- anfarandi reynsla i þeim efnum. Liklega má fyllyrða, að í öllum löndum séu einstaklingarnir og þjóð- félögin i heild sinni undirorpin ýms- um aðvifandi árásum og margskyns hættum, ýmist af völdum náttúr- unnar eða fyrir yfirgang og drotn- unargirni nágrannaþjóðanna, nema að hvort tveggja sé. Hins vegar telja stjórnarvöldin i hverju menn- mgarlandi það skýlausa skyldu sina, að vernda bæði einstaklinginn og þjóðina í heild sinni fyrir þesskon- ar árásum og hættum, og taka þá einstaklingarnir venjulega sjálfir tals- verðan þátt i þessum landvörnum, en undir eftirliti og leiðsögu stjórn- arvaldanna, svo sem lög hverrar þjóðar þar að lútandi mæla fyrir um. Nú er einn si óvinur, sem að undanförnu hefir svo oft sótt hér að landinu og gert þvi meira tjón en flest, eða alt annað. Þessi óvin- ur er haflsinn — landsins, »forni fjandi*, eins og Mattias kveður. í meir en þúsund ár virðist ís- lendingum hafa veitt mjög örðugt að verjast binum miklu og skaðvænlegu árásum þessa hins grimma og stór- hættulega óvinar. Þeir hafa sýni- lega verið altof sundraðir og sam- takalausir með tilliti til uauðsynlegra landvarna í þessu efni. Og alþingi og landstjórn eiga hér líka stóra vanrækslusynd á baki sér. AUar ráðstafanir af hálfu stjórnarvaldanna um þessi mál, hafa frá byrjua verið

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.