Ísafold - 16.08.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.08.1921, Blaðsíða 3
 J svo óhöndnlegar og kákkendar, aö mikils gat ómögnlega verið af þeim að vænta hér að lútandi, enda ber búnaðaisaga okkar, bæði skrifnð og óskrifnð, þess ljósastan vottinn. IV. »Sú þjóð, er veit sitt hlutverk er helgast afl um heim, eins hátt og lágt má falla fyrir kraftinum þeim«. Víð höfum nú fengið hið sár- þráða stjórnaifaislega sjálfstæði okk- ar viðurkent. Og út af fyrir sig er auðvitað gott eitt um það að segja. En vandi fylgir vegsemd hverri. Og til þess, að pappírssjálf- stæði okkar verði nú annað og meira en tildur eitt og hégómi, þá verðuí jafnframt því, sem það er i heiðri haldið, að vaka yfir efnalegu sjálfstæði einstaklingsins og þjóðar- innar í heild sinni, þess sjálfstæðis- ins, sem heill og hagsæld hvers þjóðfélags fyrst og fremst byggist á. Bændur og samverkamenn I Biðjum þess af alhug, að fóður- skorturinn þurfi nú aldrei framar að koma yfir land okkar og þjóð, aldrei meir aB baka okkur og niðj- um okkar það tjón, sem svo oft hefir komið fyrir að undanförnu. Treystum aldrei oftar á óvissu veð- ráttufarsins, sem oft reynist tál. Búumst heldur við hinu lakara, því hið góða skaðar ekki. Og þá þurf- um við heldur ekki að óttast hinar mörgu og skelfilggu afleiðingar harð- indanna og fóðurskortsins og get- um sofið rólegir í norðanhríðunum, »þá úti herðir frost og kyngir snjóc. En þegar svo að bóndinn rekur búskap sinn með allri þeirri forsjá og fyrirhyggju, sem eðli íslenskrar náttúru krefur, þá fyrst má vænta þess af honum, að hann verði efna- lega sjálfstæður og þjóð sinni veru- lega nýtur sonur. Og þegar þannig er orðið ástatt alment fyrir okkur islensku bændunum, rætist það von- andi, sem skáldið kveður: »Þá mun sá Guð, sem veitti frægð til forna, fósturjörð vora reisa endurborna, þá munu bætast harmasár þess horfna, hugsjónir rætast. Þá mun aftur morna*. Svinhóli, i apríl 1921. t Jóhannes Olajsson. ------0------ Uti um heim. Þýskaland. Þjóðverjum hafa verið lagðar á 'herðar risavarnari kvaðir en nokk- ur þjóð i heiminum hetír gengist undir áður. Stóð Iengi á þvi, að stjórnin yrði við hinum geysimiklu kröfum bandamanna, og fyrverandi utanríkisráðherra þeirra reyndi á all- ar lundir að fá tilslakanir og að draga málið á langinn, þangað til bandamönnum leiddist þófið og settu Þjóðverjum úrslitakosti. Stjórnin þýska sagði af sér og Wirth, núver- andi rikiskanslari, myndaði nýja stjórn, sem gekk að kröfunum og lofaði að uppfylla þær. Frá skuld- bindingum þessum, skaðabótagreiðsl- unum hafir áður verið sagt og það skal þvi ekki endurtekið hér. En nú er mest um talað, hvort Þjóðverjar geti fullnægt þessum skuldbinding- um, sem þjóðin hefir tekið á sig. Viljann virðist ekki vanta hjá nýju stjórninni, en ef það tekst að rísa undir þyngstu byiðinni, sem Iögð hefir verið á herðar nokkurri þjóð ÍSAPOLD 8 | fiinn bersyndugi. Skáldsaga eftir Jón Björnsson. II. ■»Mun e% unna nokkurri konu hér?* Þegar Skarphéðinn yar háttaður um kvöld- ið og hljótt var orðið í bænum, lagði hann bókina frá sér, sem hann hafði verið að lesa í, slökti Ijósið og hugsaði lengi. Hann var þreyttur eftir langa göngu en undarlega vel vakandi. Hríðinni var létt af. Þegar hann leit út í gluggann, sá hann fult tunglið sigla milli stórra skýjaflóka, kafa inn i þá, hverfa og koma fram á ný. Stundum var koldimt í húsinu, stundum hálfbjart af þessu undar- lega, draumföla æfintýraljósi, sem tunglið stráir út frá sér. Veslings máninn, hugsaði Skarphéðinn? það er ömurlegt fyrir hann að vera fylgifisk- ur jafn Htilfjörlegs hnattar og jarðarinnar, sveima í þessum eilífu skorðum, fjötraður^ ósjálfbjarga. En vorum við ekki allir fylgihnettir ann- ara eða einhvers? Hann staðnæmdist alt í einu í hugsuninni eins og snurða hefði kom- ið á þráðinn. Hvers fylgihnöttur var hann? Þvi var hann kominn til Norðurlands alt í einu? Frá vinum, ættingjum og æskustöðvum? — Hefði ekki verið skynsamlegra fyrir hann að beita kröftunum þar, sem hann þekti allar aðstæð- ur, menn og málefni? Hann gat, eftilvildi, verið fallinn hér niður meðal varga. Hér var máske hver höndin upp á móti annari. Börnin heárusk og illa siðuð. Hinir fullorðnu þröngsýnir, lokaðir inni í aldagömlum venj- um eins og sumir dalirnir hérna á millí fjall- anna. Já, hverjum hafði hann fylgt? Þessi spum- ing leitaði á hann, krafðist svars. Æfintýra- lönguninni, tilbreytnis-þránni, hvötinni til að kanna og nema ný umhverfi, horfa af sem flestum sjónarhólum út yfir sem allra marg- breytilegust lífssvið. Tunglið kom rétt í þessu fram undan þykku skýi. Skarphéðní fanst það glotta að sér, fáráðlingnum, sem elti æfintýra-löngunina norður í land til allra ókunnugra. Ýms atvik úr lífi hans rifjuðust upp fyrir honum. Æskuárin, lærdómsárin, kennaraár- in. Skuggar og skin, grátur og hlátur lið- inna ára vöfðust saman í margbreyttan, fár- ánlegan vef, er óteljandi blæbrigðum sló á. Svo staðnæmdist hugurinn enn á ný við þetta: Hvað biður mín hér?* Hverju fæ eg áorkað? Geti eg ekki látið neitt gróa upp af starfi mínu, þá er alt unnið fyrir gig. Gróðrarmátturinn i starfi manns er það eina, sem gerir starfið þolandi. Sjái maður ekki þúsundir frækorna þar sem hundrað var sáð þá er stritið plága. Og svo kastaðist hann aftur frá þessu og til umhugsunar um hið fyrra — liðin ár, Og þá skaut upp nýjum myndum og spurn- ingum. Hvað lét hann eftir sig á Suðurlandi? Nokkurra ára starf við barnakenslu. Hver vissi, hvað það var ávaxtaríkt. Honum hafði, ef til vill, ekki tekist að lyfta undir flugþrota hæfileika nokkurs manns. Hann vissi þetta ekki. Það gat verið öðruvísi. Bestu frækornin gróa stundum i leyni svo enginn tekur eftir þeim fyr en þau eru orð- in að gnæfandi meiðum. Meðan hann var að hugsa um þetta kom ný tilfinning fram. Hann saknaði. Hann fann tóm eftir alt, sem hann hafði slitið sig frá. Hann hafði unnað svo mörgu: náttúru, heimahögum, ættingjum, konum — mörgum konum. Ef til vill hafði hann engri unnað. Alt hafði það minsta kosti fölnað og fallið undarlega fljótt. En við það hafði hann kynst og fengið útsýni yfir sum verstu og bestu einkenni kveneðlisins. Og það hafði aukið honum lífsreynslu, það fann hann. Því ekkert vissi hann jafn lærdómsríkt eins og að kynnast konum. Þær voru ótæmandi. Sálarlíf þeirra varð aldrei þurausið. Með hverri konu kom nýtt til sögunnar. Alt í einu kom sú spurning eins og leiftur: Mundi hann unna nokkurri konu hér? Skarp- héðinn hló. Hann hefði eflaust skelli-hlegið, ef ekki hefði verið hánótt. Hann reyndi að hrynda þessari hugsun á burtu. En hún varð þvi áleitnari. Og það var eitthvað lokkandi við hana. Og áður en hann vissi af, var hann kominn á vald hennar, búinn að kasta öllu hinu frá Bér og farinn að velta þessju fyrir sér: mun eg unna nokkurri stúlku hér? Og smám saman rýmkaði hann sviðið og spurði: mun nokk- ur kona hér unna mér? Út frá þessum hugsunum sofnaði hann með fölvan, blaktandi tunglskinsbjarma á andlit- inu. III. Augun. Eftir nokkurt þref og þjark kom bænd- unum í kirkjusókninni saman um, á hvaða bæ byrja skyldi að kenna. Þá voru vanalega valin til þess stærstu heimilin, sem gátu séð af einhverju húsrúmi fyrir kennara og börn að hafast við í meðan kenslustundir stóðu yfir. Að þeim loknum gengu þau börnin heim til sin, sem ekki áttu heima á kenslu- staðnum. Kennaranum var vanalega holað niður á sama bænum. Þó kom það fyrir, að hann kendi á einum, borðaði á öðrum og svaf á þeim þriðja, væri þéttbýlt. Og þarna var hver bærinn við annan. Túnin lágu saman og mátti tala saman milli sumra bæj- anna. Þegar bændunum eða húsfreyjunum sinnaðist — og það kom oft fyrir — þá stóð hver heima á sinu bæjarhlaði og lét skamm- irnar dynja þaðan yfir óvininn. Það var ólíkt öruggara að standa á sinni lóð. Og það var afsakanlegt, þó raustin væri í hærra 1 lagi, þegar senda þurfti tóninn heila bæjar- ! leið. Og þá var heldur ekki svo dauðhættu- legt, þó orðin væru i hvassara lagi. Það gaf sjálfstraust að skammast á þennan hátt. Skarphéðinn byrjaði að kenna á Hvoli. éað var fjölmennt heimili og var tvíbýli. Lék sá orðrómur á, að ekki væri þar altaf frið- samlegt innan veggja. En þó höfðu engin stórslys orðið að. Kennarinn fékk afhús við norðurstafn bað- stofunnar til afnota. 14 börn hafði hann eft- ir vikutima. Friðrik í Holti var eitt þeirra. Nokkur börn voru af heimilinu. Þar á meðal sonur ekkjunnar á hinu búinu, Pét- ur. Hann var jafnaldri Friðriks. Voru þeir mestu mátar. Friðrik skaraði fram úr í and- legri atgervi, hinn í líkamlegri. Þeir bættu hvor annan upp og voru sjálfkjörnir foringjar sinn á hvoru sviði, og höfðu öll undirtökin á skólasystkynunum. — Hálfum mánuði eftir að kensla byrjaði, var það einn dag, að Skarphéðinn var að kenna börnunum landafræði. Hann var óvanalega vel fyrirkallaður, útskýrði svo greinilega, lýsti svo nákvæm- lega og tók svo lifandi dæmi, að börnin hlustuðu með brennandi athygli. Hann var að lýsa skógum heitu landanna og lýsti með eigin orðum, sneyddi hjá þvi, sem stóð I kenslubókinni. Það vissu börnin, þau þurftu að fá nýjan lit og lífsblæ vfir þurra frásögnina. Hann byrjaði á morgnin- um í hinum miklu frumskógum, þegar fyrsti dagsbjarminn væri að seitla yfir myrkviðinn eins og strjálir blóðdropar. Eftir næturþögn- ina miklu, ómaði við og við eitt fuglskvak frá trjágreinunum eða dýrsöskur innan úr 8kógarþykninu. Skógurinn væri að vakna, smá fyllast lífi. Og þegar sólin væri stigin upp yfir sjóndeildarhringinn og fram á dag- inn kæmi, þá væri þetta orðið að undursam- legri, margbreytilegri veröld, þrunginni af lifshvötum, sigrum og ósigrum lifandi vera. Þarna væru dýr, sem ekkert mannsauga hefði ef til vill litið. Þetta væri ókannaður heim- ur. Og þegar fram á daginn kæmi, stæðu hlynirnir, stofngildir og gnæfandi, í sólbaði, greinarnar titruðu í glóðheitu loftinu alsettar viltum ávöxtum. En fuglasöngurinn ómaði yfir og í þessari miklu skógkirkju eins og lofsöngskór. En ö’ðruhvoru kvæði við villidýrs- öskur svo ægilegt, að hver skepna hrykki við og alt hljóðnaði á augabragði. En ekki nema stutta stund, lifsmerkin kæmu óðara aftur. Og sólin skini, fuglarnir syngju, grein- arnar byðu ávextina, laufið drykki sólargeisl- ana án afláts — án afláts. Þetta var sagt með svo miklu lífi, að börnin, störðu með glampandi augum á kenn- arann. Sum fölnuðu af hræðslu, önnur blóð- roðnuðu af fögnuði og enn önnur hrópuðu upp yfir sig af undrun. Þeim fanst þau horfa á málverk og sjá litskrúðið, eða heyra þyt- inn í þéttlaufguðum krónunum, fuglasönginn og villidýraðskrin, og finna sterkan trjáilminn leggja um húsið. Nú fyrst skildu þau hvað frumskógar voru. Það var steinhljóð. Ekk- ert olbogaskot, ekkert hvískur, ekkert riss á borðin. i heiminutn, þá hafa Þjóðveijar unn- ið meiri sigur en bandamenn, og f®rt sönnur á, að þeit séu mikil- hxfasta þjóðin undir sólinni. Og Hkurnar eru miklar fyrir því, að þeim takist að gera þetta krafía- verk. Þeir hafa fengið hagkvæm lán og hafa trygt sér fé fyrir afborgun- um á þessu ári. En hitt er þó meira nm vert, að atvinnuvegir þjóðarinn- ar eru koœnir i óírúlega gott lag eftir strlðið. Ræðnr þar nokkru um, að ófriðurinn var að mestu háður fyrir utan landamærin, en þó meiru hinn aðdáanlegi dugnaður og skipu- lagsgáfa þjóðarinnar. Breytingarnar, sem orðið hafa á síðustu tv«im ár- um eru undraverðar. Um það farast Philip Gibbs ritstjóra tlmaritsins »Rewiew of Rewiewsc þannig orð: »Þegar eg kom til Þýskalands i fyrsta skifti eftir að vopnahlé var komið á, virtist þjóðin vera forviða á þvi, sem skeð haíði. Trúin á fram- tíðina hafði farið forgörðum um leið og herinn leystist upp, menn voru hræddir við byltingu og vonlausir. Margir, einkum konur og börn, liðu þjáningar eftir langvarandi sult, mat- væli, fatnaður og aðrar nauðsynjar voru dýrari en svo, að verkafólk gæti keypt, hermennirnir voru ekki farnir að sætta sig við friðsamleg störf aftur og aldarandinn beygður og örvæntingarfullur. — En nú er fólkið, sem maður sér í Berlín, ekki aumingjalegt heldur glaðlegt, ekki niðurbeygt heldur hressilegt og von- gott. Maður sér ekki hópa af sila- legum atvinnuleysingjum fyrir utan vistráðningaskrifstofurnar eða fólk, sem réttir ðlmusuhönd að þeim, sem fram hjá ganga. En maður sér hópa hvatlegra manna, sem augsýni- lega hafa nóg fyrir stafni, vel klædda og vel útlítandi, vinnuhæfa og vel launaða. A gistihúsunum eru þeir i hópum að tala við kaupsýslugesti, með töskur í hendinni, taka upp skjöl, sýnishom og verðlista. Þeir eru ekki þarna til þess að drepa timann. Þeir koma i verslunarerind- um — taka á móti pöntunum. . . . Það sést greinilega að miðlungsstétt- in í Berlín vinnur ekki aðeins fyrir nægu til hnifs og skeiðar, heldur hefir dálltið aflögn til þess að skemta sér fyrir. Eitt kvöldið fór eg í »Lunapark«, sem er skemtigarður i Berlin. Kringum sviðið, þar sem hljóðfæraflokkur leikur og flugelda- sýningar eru þegar dimma tekur, eru veitisgaborð undir beru lofti, í hvirfing, og geta setið þar um 50 þúsund manna. Kvöldið sem eg kom þangað var bókstaflega hver bekkur setinn og var þó ekkert sér- stakt á seyði; fólkið drakk létt öl, gosdrykki og kaffi og át is. Þatna voru skrifarar, búðarstúlkur, foreldr- ar með bðrnum sinum, og við að athuga hve miklu fólkið, sem sat á næstu borðunum við mig, eyddi, komst eg að þeirri niðurstöðu, að það myndi vera 5—15 mörk á mann, sem borgunin næmi. Sumir eyddu meiru í aukaskemtanir og tombólur. Allir hegðuðu sér kurteislega, voru glaðir og snyrtilegir og góðlátlegir í framgöngu. Við þann söfnuð var ekkert að athugac. Þó eru vinnulaunin lág í Þýska- landi. En Þjóðverjar eru manna hag- sýnastir og þurfa ótrúlega litið til heimilisþarfa, og á.striðsáiunum hafa þeir vanist enn meiri sparneytni en áður var. En borgarbúum þar þyk- ir ómissandi að koma á almanna-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.