Ísafold - 26.10.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.10.1921, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD * • T Yondjarfur, vaskur, vinur starfs og dáða, hnýsinn um samtíðar hagkvæm j ljós- Stórliuga og sterkur stóð í sóknarbrjósti og framtaks blysin bar að Kjós. j Stóð hann við stýri, stýrði héraðskneri, . handstyrkur d'ável um hálfa öld; árvakur, ötull, eldinn fús að sækja, e" yki landsins ljósahöld. Mætast því margir , mannahugir þýðir höfðingja sliks við heimanför. Hvaðeina hverfur. , Hvert miindi haldið? Því gjálda vonir geðþekk svör. Blíðar með blævi berast uiðja kveðjur , sunnan og vestan um f jöll og flóð. ^ Máttlitlu máli | má ei fóstrin þakka. því betur kveður hugsun hljóð. , Jak. Thor. fiinn bErsyndugi, Skáldsaga eftir Jón Bjömsson. -0~~ Frá útlöndum. Efri-Schlesíu skift. Svo sem kunnugt er gat æðsta ráð bandamanna eigi orðið ásátt um skifting Efri-Schlesíu milli Pólverja og Þjóðverja í sumar. Hretar og Frakkar voru þar á öndverðum meið, og drógu Frakk- ar taum Pólverja en Bretar héldu fram málstað Þjóðverja. Bretar hefðu getað knúð fram þá skift- ingu, er þeir vildu vera láta, á fundinum, því ítalir og Japanar fylgdu þeim aö málum, en það hefði orðið til þess. að rjúfa banda lag Frakka og Englendinga, því Frakkar hefðu ekki undir neinum kringumstæðum unað við þau úr- slit. Því tók Lloyd (Jeorge til þess bragðs, er í óefni var komið, að leggja til að málinu yrði vísaö til alþjóðasamhandsráðsins í Grenf. ■— Þar var enn togast á um hríð, en um miðjan þennan mánuð voru til- lögurnar um skiftinguna fullgerð- •ar og sendar til æðsta ráðsins í París. Samkvæmt þeim verður skiftingin þannig, að landamærin iiggja fyrir austan Leibnitz og Beuthen og um Kattowitz og það- an til suðvesturs að Oder skamt fyrir sunnau Ratibor. Pá Þjóð- verjar allar þessar borgir, en bæ- irnir Tarnowitz og Köiiigshiitte verða eign Pólverja. Þegar þessi tiðindi spurðust urðu Þjóðverjar hinir ræiðustu og þýskt fólk í Efri-Schlesíu tók sig upp þúsund- um saman og hélt til Þýskalands. Pólskir uppvöðsluseggir réðust einnig með her manns inn í Efri- Sehlesíu, er úrslitin urðu kunn, en voru hraktir þaðan aftur, og stjórnin í Varsjá lofaði að gæta allrar reglu af Pólverja hálfu. Úr- slitin eru sigur fyrir Pólverja og Frakka, en eigi aö síður hafa Eng- lendingar fallist skilmálalaust á tillögurnar, 0g eru þær nú sam- þyktar formlega af öllum hlutað- eigendum. Er þegar farið að merkja landamærin og landskifta- nefnd Pólverja og Þjóðverja tekin til starfa. Er þess tæplega að vænta «ð róstur og óeirðir verði út af þessum málalokum. Hins vegar hafa úrslitin dregið .annan dilk á eftir sér, er orðið Og smámsaman barst Skarphéðni það til eyrna, hver væri farinn að vinna á móti honum. Hann brosti, ei honum var sagt þetta. En undir niðri fyltist hann ókyrð og kvíða. Hann mintist viljastyrksins og heift- arinnar, sem bjó í brúnum og augum þess- arar konu. Og hann vissi það, þegar móð- urinni flnst hún þurfa að hefna einhvers fyrir barn sitt, hrynja fjöllin í rústir, ef hún býður svo. Móðurástin gat líka vefið tví- eggjað sverð. En Skarphéðinn treysti á vinsældir sinar, á starfið, sem hann hafði unnið í þarfir sveit arinnar, á frækornin, sem hann hafði sáð í sálir barnanna. Og dagarnir liðu. Sunnudag einn varð Skarphéðni reikað niður að sjó með nokkurum drengjum, sem hann kendi. Hanu notaði tækifærið og fór að segja þeim frá sævargróðrinum, lifnaðar- háttum fiskanna og ýmsu fleiru. Á eftir kom hann þeim í glímu og leiki, tók sjálfur þátt í öllu, Hann varð léttur og kvikur innan um þessa lífsglt^ðu unglinga, og hress í skapi. Þegar hann skildi við þá, var haun svo ánægður, að hann gat ekki fengið af sér að fara undir þak, heldur settist á stór- an stein í fiæðarmálinu og dró að sér sval- andi hafblæinn. Og margbreyltár hugsanir leituðu á hann. í raun og veru var þetta líf undursamlegt, dásamlegt! Hér sat hann og Iét hafið svala sér; himininn hvelfdist yfir honum, jörðin breiddi sig krÍDgum hann, hvít og hrein. Glaðir unglingar höfðu nýskeð þyrpst um hann, hver með upphaf ókominna örlaga í sál sinni. Ekkert var eins gaman að rann saka eins og óráðinn æskumann. Ef til vill vegna þess, að svo erfitt var að rannsaka Þar voru ótal djúp, sem enginn gatsagtum, hvort nokkurn tíma yrðu brúuð. Þar lágu þúsund möguleikar, sem engirm gat sagt, hvort yrðu notaðir. En þetta var samt dýr- legt. Og svo hann sjálfur. Já, hvað var um hann? Leið honum ekki vel? Var hann ekki ánægður? í samræmi við það sterkasta og besta í sjálfum sér? Og þó hann væri það ekki. Var samræmið best? Lygnan? Ládeyðan? Var ekki meira um vert ána, sem féll i fossum og strengjum en þá, sem alstaðar var hljóð, straumlaus, dauðaleg? Það var alt saman gott, alt saman bless- að og gott! Það eitt að draga að sér and ann, var guðdómlegt, finna að brjóstið þand- ist út, hjartað sló, augað sá og eyrað heyrði Og svo að fá einstöku sinnum tækifæri að strá Ijósi yfir mennina, gefa þeim, hita þeim, vekja þá, sýna þeim mikilleika og auðlegð lífsius. Þeir, sem gátu það, voru lánsmenn. Skarphéðinn lét hugann fara allra sinna ferða, taumlausan og frjálsan. Hann var undarlega ánægður í dag, sál hans hrein og glöð. Alt varð bjart og glæsilegt, sem hann leit á. Þetta kom honum til að hugsa um and- stæðurnar í sálarlífi sínu. Fyrir nokkurum vikum hafði verið tómlegt og autt i hug hans. Nú var þar óvenjulega auðugt. Var hann þá festulaus, reikandi í rásinni, skap- lyndið hvarflandi? Svo hlaut það að vera. Það var nærri því, að honum þætti við sjálfan sig og að hann skammaðist sín fyrir þennan skaplöst. Þetta var festuleysi Þetta var einkenni þeirra, sem lítinn persónuleik höfðu að geyma. Þeir grétu i dag en hlógu á morgun. En — Var þetta ekki líka dásamlegt? Var þetta ekki ein af svalalindum lífsins, náðargáfa manneðlisins? Að geta grátið og hlegið i sömu andránni, fallið til jarðar og flogið á næsta augnabliki, beðið ósigur og verið sig- urvegari jafnskjótt? Honum ijanst það. Og ósjálfrátt þakkaði hann máttarvöldum lífsins alt, sem þau gæfu, alt, sem þau tækju og alt, sem þau legðu í manuseðiið. Hann sat um stund á steininum. Þá varð honum litið upp til bæjanna. Þeir stóðu lágir og hnípnir í vetrarsnjónum, klestir nið- ur á milli hóla og framan í fjallið sumstaðar eins og voldug hönd hefði stráð þeim þarna af haridahófi. Og mennirnir, sem lifðu þarna, fæddust, ólust upp og dóu á sömu þúfunni, höfðu flestir aldrei séð út fyrir takmörk sýslu sinna'r, aldrei horfst í augu við annað en sömu fjöllin, sömu náttúru-einkennin, sama fólkið ár eftir ár. Þeir höfðu aldrei heyrt súginn af vængjaþyt stórra hugsjóna, aldrei heyrt land sitt titra við af neyðarópum kúg aðs lýðs, aldrei horft út yfir herskara elds- móðsmannanna. Og þó áttu þessir menn og konur, sem þarna ólu aldur sinn, neista af sama eldinum. Þeir, sem gerðu aldrei ann- að en hirða fjárhúsin, áttu hugsjónir eins og hinir, sem kallaðir voru stórmenni. Þeir fundu almætti8kraftinn fylla alla tilveruna, eins og þeir, sem drukku af vísdóms og lista bfunnum. Það þurfti ekki nein sérstök lifs- skilyrði til að vera rnaður, til þess að leggja stein í byggingu lífsins, til þess að fylla sitt rúm og skilja eftir spor. Þessir kotbændur og þögulu húsmæður báru líka faðminn full- an af frækornum fyrir ókomna tíma — eins og þeir, sem alt höfðu séð, alt heyrt og alt þóttust vita, ef til vill fleiri. Skarphéðinn hefði óefað setið þarna langa stund, ef hann hefði haft frið. En rétt í þessu sá hann mann koma sunnan fjöruna. Hann þekti hann ekki fyrst í stað. Emþeg- ar hann kom nær, sá hann, að það var Ár- mann. Kennaranum brá ónotalega við þetta. Hór var hann í svo mikilli ró, að hann vildi alt til vinna að fá að vera einn. En það var hugboð hans, að hér mundi ekki verða neitt friðsamlegt. Þegar Ármann kom til hans, staðnæmdist hann og heilsaði. Skarphéðinn heyrði og sá óðara, að hann var ölvaður. Hann tók kveðj- unni vingjarnlega. »Það var gott, að fundum okkar bar hér saman«, sagði Ármann og horfði kaldrana- lega á kennarann. »Eg hefi alt af ætlað mér að tala fáein orð í fullri alvöru við »Þá er tækifæri til þess núna«, sagði Skaiphéðinn. Nú fyrst tók hann eftir Ár- manni. Hann var lágur vexti en samanrek- inn, auðsjáanlega hraustmenni. Kennaran- um fanst hann hvorki friður né ófríður, sumt var fallegt á andliti hans, sumt ekki. Yfir öllum manninum var furðulegt ósam- ræmi, hann gat verið alt: góðmenni, ill- menni, heimskur, gáfaður, glaðlyndur og þung- lyndur. Skarphéðinn gat ekki áttað sig á honum í bráðina. Hann beið léngi eftir þvi, að Ármann segði eitthvað. Hann var auðsjáanlega að sækja i sig veðrið. Loks sagði hann og kendi reiði í röddinni: »Þú ert mesta mannhrakið, sem eg hefi þekt á æfinni*. Skarphéðinn brosti. Hann gat ekki tekið þetta alvarlega. »Það er óneitanlega ófögur lýsing*, sagði hann hinn rólegasti. »Og hvað hafðir þú til marks um það?« Rósemi Skarphéðins kveikti í Ármánni. Ekkert svíður reiðum manni eins og ró þess, sem reiðinni er stefnt að. »Þú hefur tælt frá mér unnustu rnína*. Ármann skirpti þessu út á milli samanbit- inna tannanna. getur fyrirboði mikilla tíðinda, en það er » Stjórnarskifti í Þýskalandi. Wirth ríkiskanslari hefir fyrir þremur dögum beiðst lausnar fyr- ir sig og alt ráðuneyti sitt. Fær- ir hann þá ástæðu fyrir lausnar- beiðninni, að skifting Ffri-Schlesíu hafi verið gerð Þjóðverjum mjög í óhag, 0g þeir rændir miklu af iðnaðarhéruðum þeim, sem þe'ir gerðu tilkall til og höfðu gert ráð fyrir að fá, 0g þv{ geti stjórr.in ekki haldið áfram að sitja við völd því að stefna sú, er hún haf> haft, hafi éinungis veriö tekir í von um, að Þjóðverjar fengju iönaðar- hjeruðin í Efri-Sehlesiu. Wirth hefir oft lýst því yfit- áður, að stjórnin mundi segja af sér, ef úrlausnSchlesíu-málanna yrði ekk. á þá leið, sem Bretar höfðu h.ildið fram í París í sumar, og að Þjóð- verjum væri því aðeins unt að fuU- nægja skuldbindingum síiium um skaðabætur til bandamanna, að þeir fengju iðnhéruðin í Efri- Schlesíu. En nú hafi þetta farið á annan veg og því hefir stjórnin sagt af sér. LítiU vafi leikur þó á því, að ýmislegt annað veldur stjórnar- skiftunum. Samruni þjóðræðis- flokksins og jafnaðarmannaflokks- ins, sem sagt var frá í síðasta blaði, hlaut óhjákvæmilega að leiða til einhverra breytinga á stjórninni og var jafnvel talað um, að þessir nýju bandalags- flokkar mundu steypa stjórninni og setja Stegerwald forsætisráð- herra í Prússlandi til valda. Að- staða Wirths var orðin verri en áður. Þar við bættist, að stefna stjórnnrinnar virtist orðin býsna hæpin, og þeim mönnum fjölgaði daglega, sem töldu Þjóðverjum ókleift að rísa til lengdar undir skuldbindingum þeim, sem Wirth hafði tekið á sig, og að ekki yrði1 hjá því komist, að reyna að kom- ast að betri kjörum við banda- menn. Er mjög sennilegt, að ó- mögulegt verði að fá nokkurn mann til þess að mynda stjórn í Þýskalandi og taka á sig skuld- bindingar hins fyrra ráðuneytis. Er því líklegt að ráðuneytisskift- in verði til þess að flýta fyrir nýj- um samningum milli Þjóðverja og bandamanna um afslátt á skaða- bótunum og kemur þá nýtt mis- klíðarefni milii Þjóðverja og Frakka á dagskrá. frlandsmáUn. Eigi hefir ern orðið neinn árang ur af samningunum í London milli Griffith fulltrúa Sinn-Fema og ensku stjómarinnar. 1 Irlandi hefir ófriðast með Ulstermönnum og Sinn-Feinum og hafa hinir fyr- nefndu ákveðið að vígbúa sjálf- boðaliðsher sinn, til þess að vera viðbúnir ef á þá verði ráðist, Eru óeirðir miklar í Belfast, höfuð- borg Ulstermanna, og víg unnin daglega. Frést hefir, að á ráð- stefnunni hafi svo alvarleg deilu- atriði komið fram, að búast megi við að samningum verði slitið þá og þegar. Stjómarbylting í Portúgal. Síðastliðinn föstudag varð stjórn- arbylting í Lissabon. Eru það her- menn úr sjó- og landhemum, sem fyrir henni standa og heitir for- inginn Manuel Opelle. Var stjóm- in tekin höndum og henni varpað í fangelsi, og segja síðustu fregn- ir, að sumir ráðherramir hafi ver- ið teknir af lífi. Eru uppreisnar- foringjarnir allir lýðveldissinnar. Bretar hafa sent herskip til Portu- gal, tíl þess að vernda breska þegna þar syðra, ef á þarf að halda, og gæta hagsmuna Bret- lands á annan hátt. BurgenlandsdeUan. Þau tíðindi hafa orðið í Ung- verjalandi, að Karl fyrverandi konungur Ungverja og keisari Austurríkismanna er kominn tU Odenburg í Ungverjalandi, og lið það sem Ungverjar höfðu á þeim slóðum er gengið á' hönd konungi. í Ödenburg átti að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það, hvort borgin og héraðið umhverfis vildi fylgja Ungverjalandi eða Austurríki framvegis. Var sundr- ung hin mesta og flokkadrættir í héraðinu, og því hefir Karl kon- ungur, sem ekki hefir látið sér segjast við sneypuför þá, er hann fór til Ungverjalands um pásk- ana í fyrravor, séð sér leik á borði. Kom hann til Ödenburg í flugvél og tók herinn honum tveim höndT um. Fullyrða sumir, að stjóminni í Budapest hafi verið kunnugt um þessa fyrirætlun hans og sömuleið- is Frökkum. En bandamenn sendu stjórn Ungverjalands þegar í stað kröfu um það, að Karli yrði vísað úr landi, og „Litla bandalagið“ — Tékkoslóvakía, Jugoslavía og Rúmenía, sem ónýtti öðmm frem- ur áform keisarans í vor, hefir einnig hótað Ungverjum öllu illu og ennfremur Italir. Stjóm Ung-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.