Ísafold - 01.12.1921, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.12.1921, Blaðsíða 2
f ÍSAFOLD iiin sóttvarnir, en veit ekkert dæmi til þess að krafist sé fratnfærslu fvrir menn, sem bönnuð er lands- vist vegna smitandi sjúkdóma. Pólitisk ofsókn. Hið fyrsta sem Ól. Fr. sagði við mig, er eg mintist á þessi vandræði við hann, var það, að þetta væri að eins pólitisk ofsókn gegn sér. Að svo miklu leyti sem mér er kunnugt nær þefta engri átt að minsta kosti datt mér ekkert slíkt í hug. Um Andrjes Fjeldsted er mér kunnugt, að hann hefir talið veikina alvarlega og brýna nauðsyn fyrir oss að verjast henni eftir mætti. Slysni Ól. Fr. Eg trúi því fús- lega, að Ól. Fr. gangi gott eitt til þess er hann gerir, en í þetta sinn virðist mér að honum hafi tekist ó- viturlega og ógiptusamlegll og jafn- vel að hann hafi spillt stórum mál- stað flokks síns. Eg get skilið það og afsakað, þó gripið vs?ri til einhverra örþrifaráða út úr atvinnuleysi, neyð hjá almenningi og öðrum alvörumál- um. Hitt er áreiðanlega óviturlegt,að leggja ofurkapp og flokksfylgi á það að fá hér nýjan sjúkdóm inn í landið sem einmitt legstáfátœkaoghúsnæðis litla, en svo mun því miður vera um marga fiokksmeffn Ól. Fr. Er það ekki undarlegt þó mótstöðumenn Ól. Fr. segðu, að honum nægði ekki að gera flokksmenn sína-andlega blinda, heldur vildi hann einnig sjá um að og lögleysu-kenningar sínar. Þriðja daginn cr það aftur or-ðjð' jafn- aðarmaniiablað og hefir nú verið það tvo síðastliðna daga. Þetta er nú gott og þlessað, ef búast mætti þá við því, að þær skoðanir, sem blaðið nú telur sín- _ar, entust því eitthvað framvegis. Það er rétt hjá því, að lög- regluhjálparliðið hefir verið kvatt saman vegna þess, að menn höfðu ástæðu til þess að ætla, af fram- komu Alþýðublaðsins, að stjóm Alþýðuflokksns og ef til vill meiri hluti hans, stæði að baki Ól. Fr. Ff flokksstjórnin hefði þegar í upphafi, er Ól. Fr. skýrði frá því í blaðinu, að hann ætlaði að rísa upp gegn lögum landsins, hvað sem það kostaði, tekið í taumana og svift hann ritstjórninni, þá hefði ekkert lögregluhjálparlið þurft að draga saman. En í stað þess lætur hún hann dag eftir dag hafa hótanir og ógnanir í frammi í blaðinu og beinlínis hampa því, að Alþýðuflokkurinn fylgi sér að málum. Sem betur fór, sá hún þó að sér og fann til skyldu . sinnar og ábyrgðar, áður en í óvænt efni var komið, og því ber einnig fúslega að játa það, að hún á sinn þátt í því, að vand- ræðunum varð afstýrt. þeir mistu líkamlegu sjónina. Guðm. Hannesson. Bráðabirgðalög ----o--- Stjórn FHMauflDkksins svohljóðandi hefir konungur stað- fest 16. þ. m. um lækkun á að- flutningsgjaldi af kolum og salti: og FHþýðublaðiQ. Alþ.bl. segir á laugard. að yfir- leitt megi segja, að æsingar þær, sem orðið hafa út af máli Ól. Fr. stafi allar af því, að andstæðing- ar Atþýðnflokksins hafi nú um langan aldur verið dauðliræddir við stjórnarbyltingu af flokksins hálfu, og það þótt vitanlegt sé, að hér séu mjög fáir bolsjevikar, og jafnvel þeir fáu, sem kunni að vera, hafi alls ekki ætlað sér að gera byltingu. En hverjum er úm að kenna, ef menn hafa óttast hér byltingar- .tilraun að ástæðulausu? Stjom Alþýðuflokksins á sökina og eng- inn annar. Hún hefir gefið út blað, sem látlaust hefir prédikað byltingakenningar. Það eina, sem valdið hefir því, að menn hafa eí'ast um að biaðið væri sannur spegill af vilja Alþýðuflokksins, er, að menn hafa ekki getað trú- að því á íslenska alþýðnmenn, að þeir. gætu látið eggjast og æsast til annarar eins heimsku og þeirr- ar, að leggja út í borgarastyrj- öld með því markmiði, að koma hér á bolsjevikastjóm. Stjórn Alþýðuflakksins hefir ekkert gei’t til þess að leiðrétta skoðanir mann á þessu máli, og hverjum mundi þó hafa borið skylda til þess, ef ekki henni? Hún hefir einmitt látið það í veðri vaka með útgáfu blaðs síns, að Alþýðuflokkurinn væri bylt- ingaflokkur, bolsjevikaflokkur. Og hún hefir alt fram til þessa hvarfl að til beggja hliða, eins og reyr af vindi skekinn. Einn daginn af- neitar hxxn Ól. Fr. og bolsjevika- stefnu hans, og tekur af honum ritstjórn blaðsins. En nsesta dag ex hún komin í bolsjevikaham og blaðið prédikar aftur byltinga- 1. gr. „Yöflutningsgjald af kohxrn skal vera 5 ki’ónxxr á smálest o„ aðflutningsgjald af salti 3 krónur af smálest. Að öðrix leyti eru regl- urnar uixi gjöld þessi óbreyttar. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda frá og xneð 12. þ. m. Greinnrgerð fyrir lögunum er svohljóðaixdi: . Fjármálaráðherranil hefír tjáð Oss, að vegna þess lxversu sjávar- útvegurinn stendur höllum fæti sakir dýrtíðar, virðist nauðsynlegt að létta undir með honum, með því að lækka innflutningsgjald á þeim útiendum vörxxm, sem liann notar xnest af, en vörur þessar eru kol og salt. Ilinn núverandi kola- tollur og salttollur er stórum hæri nxi eix annars er ætlast til, og er ástæðan til þess sú, að tilætlunin var að vinna með tollum þessum upp halla þann er varð af sölu kola og salts undir verði á styrjaldartímunum. En einmitt þess vegna eru tollar þess- ir alltilfinnanlegir eins og nú er komið, þegar saman er borið verð sjávarafxxrða og verð þess, sem til framleiðslunnar þarf og verka- laun hins vegar þykir ekki ger- legt að greina milli aðflutnings- gjalds af vörum þessum eftir því ti) hvers þær vei’ða notaðar og verðxxr því gjald þetta að vera hið sarna til hvers sem varan er ætluð. „Borgir“ á sænsku. — „Borgir“ skáldsaga Jón Trausta er nýkomin ú' í vandaðri útgáfu, með mynd höf. framan við: Þýðingin er eftir Rolf Nerdenstreng, sem liér er áður kunn- xr og hefir skrifað ýmislegt um ís- lensk mál og íslenskar bókmentir. Hann dvaldi hér í Reykjavík einn vetur fyrir nál. 20 árum og er vel að Aðalsteinn Kristjánsson kaupmaður á Húsavík. Með klökkunx hug’ á veg xneð þér eg vendi, er veðrabi’igðni draga fölva á sól, og býð þér fylgd í dísa og draurna lendi frá dagsetrinu, er laufin falla í skjól. Eg býð þer fylgd, en veit þó enga vegi, — ér verjxxlaus í hvei’jum jeljagang, en þráin horfir þó á móti degi og þyrstir í að taka sól í fang. Er þig jeg kveð með þessu erfiljóði, er þrek mitt eins-og veðurbarið lauf, sem haustið skilar móðurmoldar sjóði, er mjöll og bylur skógarfriðinn rauf. G. F. Eg rétti hönd, en orkxx og elju minni vr ekki fært að leiða þig á braxxt, sem festú og visku fékst í arfleifð þinni. Þær fýlgja þér í móðurjarðar skaut. Frá minningum, sem ti’austum blæjum tjalda, en tíbrá ljómar þó við sorgar hné eg fer með þér á stöðvar allra alda, þó enga geti eg látið f y 1 g d í té. Eg geng með þér unx góðra vona leiðir. og geislum stráðar, vestur fyrir sól, á morgun, þegar himin sjálfan heiðir og Ixilla tekxxr undir næstu jól. sér í íslensku. Mun iþýðingin vera í besta lagi, og framan við bókina er ritgerð eftir þýðandann um rit- storf höf. Þýðandinn þakkar Finni Jónssyni prófesSor í Khöfn fyrir að hafa litið .vfir þýðinguna og gefið góðar leiðbeiningar. Éinnig fylgir þarna frá þýðandanum stutt greinar- gerð fyrir íslenskum framburði. Út- gefandinn er C. W. K. Gleerups För- lag í Lundi. Titill sænsku útgáfunn- ar er: Guðmundur Magnússon: Borg- ar. Gammansaga frán Grundfjord. Oversátning Frán islandskan av Rolf Nordensti’eng. ------0------ jTíminn*. ii. Eftir að eg skrifaði 1. kafla þessara greina, sem ætlaðar voru Tímanxxm, hafa gerst svo óvenju- legir atburðir, að þeir hafa dregið að sér athygli manna óskifta. Hef eg því ekki hirt um framhaldið fyr en nú. Skal eg þá fyrst þakka Hriflumanninum fyrir" langt bréf í Tímanum á laugard., og byrja þar sem hann endar. Hann kveðst aldrei hafa talað til mín aukatek- ið orð, og á það að merkja, að hann hafi aldrei skrifað skammir xim mig. Það nfixn rétt vera, að hann hafi ekki beint ráðist á mig með nafni. En það, sem beint er til i’itstjóra Morgunbl. og Lögr., tek eg til mín, og mxxn gera svo framvegis. J.J. verður því að sætta sig við’ það, að hann eigi upptök- in að deilum okkar í milli, hvort sem þær verða lengri eða skemri, og mun hann geta fxxndið það með iðni sinni og eftirgrenslan í göml- um blöðxxm, að svo er einnig um þá menn alla, sem hann talar um að eg hafi áður átt útistöður við. Líka gæti hann fundið það, að gegn þeim mörgu málsóknum, sem haxxn talar um að eg hafi einu sinni átt að mæta, hafði eg þó miklu fleiri á blað stefnandans, og að dómar hafa gengið um þau mál, er gerðu þvx margfaldar sekt- ir við mig. Líkt mundi nú fara fyrir þeim J. J. og Tínxanum, og skora eg á hann, að reyna þann le.ik, eða þá að gera sig ánægðan með að orð hans þar að lútandi verði skoðxxð sem marklaust hjal. Hann hefir eflaust fundið það, að sökin var hjá honum, er hann gekk á fund eins af hluthöfum Mbl. og óskaði aðstoðar hans til þess að fá sáttum komið á xnilli blaðanna, unx það bil sem hótun- argrein hans var að koma út í Tímanum, nú fyrir skömmu, og skal eg ekki frekar minnast á þá sögu nú, svo frægileg' sem hún þi er fyrir manninn, en geri það ef til vill síðar. Þvkir mér drengi- legra að ætla honunx þær hvatir til sáttaumleitananna en hitt, að geta þess til, að valdið hafi skelk- ur við það, að koma mundi um hann sjálfan í Morgunbl. mein- laus gamangrein í sania tón og greinin um ritstj. Tímans. Eða var það x raun og veru skelkur við þetta, Jónas sæll, sem rak yður á fund vina yðar, útg. Mbl., með sáttaboðin? Eg á bágt með að trúa því, jafn vígamannlega og þér berið yður að jafnaði í Tímanum. En ef þér í raun og veru eruð svona viðkvæmur og meyr inni fyi'ir, þá ættuð. þér sannaílega efeki aö haga yður í blaðinu eins og þér hafið gert. Þau látalæti yðar. að þér hafið ætlað að standa þar sem vörður saxnvinnuforkólfanna, ná engri átt, þvi að það hefir aldrei komið til oi’ða að skrifa í þetta greina- .«fn xxm nokkurn þeirra annan en yður. Og þér áttuð ekki einu sinni að hafa þann heiður, að koma næst á eftir Tr. Þ. Þar átti að koma nxaður, senx vegna atvika hlýtur að.' ganga frá, og hans vegna er það, sem framhald þess- ara greina heíir ekki birtst, en tilgátur yðar um það ei’u tómar ímyndanir. Það var talað um, að þér yrðuð nr. 3. Og ef þér hafið eitthvað um þetta mál heyrt, get- ur það ékki verið annað en þetta, senx hér er sagt. Sjálfhæfliin í greinnm yðar hef- ir mér oft þótt ósmekkleg. Aftur á móti geðjast mér vel að sjálf- hæðni yðar í bi’éfinu til mín, þar sem þér snúið máli yðar að sann- leikanum og sjálfum yður. Það er bæði fyndni og látlaus gaman- semi í 'þeim kafla bréfsins, eitt- hvað líkt og þegar gamli Jón í’ummungur var að segja í spaugi sögurnar af frómleik sínum. Þynst finst mér það aftur á móti vera, sem þér hafið eftir „greinda“ manninum. Eg hygg, að þér megið vera þess fullviss, að ef hann hefir talað þetta við yður, þá hafi hann gert það með þeim ásetningi einum, að hugn- ast yður, og það er lítil „kom- plíment" fyrir yðxxr. að „sá greindi" hafi litið svo á, að þér þyrftið huggun og kjassnxæli, þótt skrifuð væri um yðnr smágrein í blað, sem ekki var tómt hrós. Annars er dómur yðar í heild um grein rnína altof viðvaningslegur til þess að standa í grein eftir vanan blaðaniann. Viðvaningar í rxtstörfum segja altaf þetta sama og þéx- nú uxn það, sem þeir ætla að svara, gætandi ekki þess, að með því að kveða fyrst upp þann clóm, að þetta, seni þeir' eiga nú við að fást, sé sú mesta heimska, sem nokkru sinni hafi á prent komið, fella þeir einnig í gildi svar sitt. Ef þér ætlist til að menn trúi því, að þér lítið á greinina eins og þér sjálfur segið frá, hljót- ið þér við nánari athugun að sjá, að næs't mundi mönnum þá verða að spyrja: Því er hann þá að skrifa þrefalt lengra mál, til þess að svara? Einmitt það, að þetta ritbusamark skyldi fyrir koma í bréfi ýðar, ber órækan vott um, ao þér hafið ekki haft vald yfir skapsmunum yðar, þegar þér vor- uð að skrifa, þótt þér annars ger- ið fnUkoiiilega virðingarverðar til- raunii' til að dylja þetta. Tilboð yðar um uppprentanir ii" göinlum blöðum finst mér eitt- hvað svo barnalegt, að eg nenni ekki að ansa því neinu. Mér dett- ur ekki í hug, að nein helgi sé a því, sem eg hefi áður skrifað um rnenn eða málefni, og ef þér viljið nota eitthvað af því til upp- fyllingar í Tínxanum, get eg að líkindum ekki hindrað það og sé ekki hé'ldur að svo komnu neina ástæðu til þess. En að gera yður sömu skil og fara að prenta upp gamlar greinar eftir yður í MbL og Lögr. (— það geri eg ekki. Þ. G. Frá útlöndum. Ráðstefnan í Washington. Síðustu vikuna hefir í’áðstefu- an í Washington einkum haft til meðferðar takmörkun vígbúnaðar á landi. Hefir frumvarp um þetta verið lagt fyrir ráðstefnxxna, en eigi hafa boi’ist hingað neinar ákveðnar fréttir af innihaldi þess. Þó má sjá af skeytum, að gert er ráð fyrir að herlið þjóðanna verði hverfandi hjá' því, sem verið hefir. Briand forsætisráðherra hefir lýst yfir því fyrir hönd Frakka, að þeim væri lífsnauðsyn að hafa ávalt mikinn herafla. — Ræður hræðslan við Þjóðverja auðvitað miklu xxm álit þeirra. — Bretar og ítalir hafa fallist á kröfxx Frakka og eru uxnræður miklar um her- málin, en eigi hafa nein xxrslit fengist enn. Ameríkumenn vilja fyrir hvenx mun láta Þjóðverja taka þátt í þessxxm umræðum og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.