Ísafold - 28.12.1921, Blaðsíða 4

Ísafold - 28.12.1921, Blaðsíða 4
« ÍSAFOLD þyrstur og móðir hans svo döpur í bragði“. „Mér er ekkert um drengi gef- ið“, sagði svalan. „í fyrrasumar, . V . . er eg dvaldi við fljótið, voru tveir ddælir drengir, synir malarans, alt af að kasta að mér steinum. Þeir træfðu mig vitanlega aldrei. Við svölumar fljúgum of vel til þess, og eg er auk þess af þeirri ætt, sem fræg er fyrir leikni sína. En vottur nm virðingarleysi var það samt sem áður“. En kongssonurinn sæli var svo fenugginn, að svalan viknaði. „Það er afar kalt hérna“, sagði hún, „en eg skai dvelja hér eina nótt og vera boðberi þinn“. „Þökk fyrir, svala litla“, sagði kongssonurinn. Og svalan kroppaði stóra roða- steininn úr sverði kongssonarins og flaug með hann í nefinu yfir liús borgarinnar. Hún flaug fram 'hjá kirkju- turninum, þar sem hvítu marmara englarnir voru. Hún fór fram hjá hðllinni og heyrði óminn af dans- inum. Út á svalimar kom yndis- leg' stúlka með unnusta sínum. ,dlve dásamlegar eru stjÖmum- ar“, sagði hann við hana, „oghve dásamlegur máttur ástarinnar“. „Eg vona að kjóllinn minn verði tilbúinn fyrir ríkisdansinn“, svar- aði hún. „Eg bað um ísaumuð munablóm á hann; en saumakon- an er svo löt“. Hún flaug yfir fljótið og sá Ijós- kerin, er héngu á siglutrjám skip- anna. Hún fór fram hjá Gyðinga- hverfinu, og sá Gyðingana gera kaup sín og vega peninga á kopar- vpgurn. Að lokum kom hún að fá- tæklega húsinu og leit inn. Dreng- urinn bylti sér órólega í rúminu og móðir hans hafði sofnað. Hún var svo þreytt. Svalan trítlaði inn og íagði stóra roðasteininn á borðið hjá flngurbjörg konunnar. Svo flögr- aði hún hægt umhverfis rúmið og kældi enni drengsins með vængjun- um. „En hvaS mér finst svalt“, ságði drengurinn, „mér hlýtur að vera að batna‘ ‘; og hann féll í vær- an blund. Svalan flaug aftur til konungs- sönarins sœla og sagði honuin hvað hún hafði aðhafst. „pað er undar- Legt“, bætti hún við, „bvað heitt mér er, þrátt fyrir kuldann“. „Það er af því að þú hefir gert góðverk“, sagði konungssonurinn. Og svalan litla fór að hugsa. Svo sofnaði hiin. Hún varð altaf syfj- uð af að liugsa. Þegar dagaði flaug lnin niður að fljótinu og laugaði sig. „Undarlegt fyrirbrigði“ sagði prófessorinn í fuglafrœði, er gekk yfir brúna. — „Svala að vetrarlagi“. Og hann skrifaði langa grein um það í dag- biaðið, og allir vitnuðu í hana. Hún var auðug af orðum, sem enginn skildi. „í kvöld fer eg til Egyptalands“, sagði svalan, og var himinlifandi af tilhlökkun. Hún heimsótti öll opin- ber minnismerki, og sát lengi efst uppi á kirkjuturninum. Hvar sem hún fór, heyrði hún spörfuglana segja: „Þetta er tiginn gestur“. Og hún skemti sér þannig forkunnarvel pegar tunglið kom upp, flaug hún aftur til konungssonarins sæla. „Á eg að annast nokkuð fyrir þig í Egyptalandi“, hrópaði hún. „Eg er alveg að leggja af stað“. „Svala,-Svala, litla Svala“, sagði konungssonurinn; „viltu ekki dvelja hjá mér eina nótt enn“. i „Það er beðið eftir mér í Egypta- laudi“, sagði svalan. „Á inorgun fljúga vinir mínir upp að fossi. Flóð hestarnir liggja þar í sefinu, og Me- mon guð situr þar í stóru granit- liásæti. Hann starir á stjörnurnar liðlanga nóttina, og er morgvin- stjarnan rís, lýstur hann upp einu gleðiópi. Svo þegir hann. Um hádegi koma gul ljónin niður að vatninu til þess að drekka. Augu þeirra eru sem grænir steinar og öskur þeii-ra er hærra en beljið í fossinum“ . „Svala, Svala, litla svala“, sagði konungssonurinn, „langt, langt inni í borginni sé eg ungan mann í þak- herbergi. Hann grúfir sig yfir skrif- borðið, sem er þakið blöðum, og í glasi við hliðina á lionum er fölnað- ur fjóluvöndur. Hár lians er jarpt og hrokkið, varirnar i’auðaí sem epli, augun stór og dreymandi. Hann er að reyna að ljúka við leikrit handa leikhússtjóranum, en honum c-r svo kalt, að liann getur ekki skrif- að. Það er enginn eldur á arninum og hann er aðframkominn af hungri' ‘. „Eg skal dvelja hjá þér eina nótt enn“, sagði svalan, sem var í raun- inni einkar brjóstgóð. „Á eg líka að færa honum roðastein V ‘ „Æ, eg á engan roðastein eftir“, sagði konungssonurinn, „augun eru aleiga mín. Þau eru úr sjaldgæfum safírum, sem fluttust hingað frá Indlandi fyrir þúsund árum. Taktu annað þeirra og færðu honum það. Hann selur gimsteinasalanum það, og kaupir sér mat og eldivið, og getur lokið við leikritið sitt“. „Góði konungssonur“, sagði Sval- an; „það get eg ekki gert“. Og hún fór að gráta. „Svala, Svala, litla Svala“, sagði kouungssonurinn, „gerðu eins og eg segi þér“. pá kroppaði svalan augað úr kon- ungssyninum og flaug til skáldsins í þakherberginu. Það var auð-velt aö komast inn, því að gat var á þak- inu. ITún skautst inn um það og inn í herbergið. Ungi maðurinn sat með andlitið hulið í höndum sér og heyrði þess vegna ekki flögrið; en þegar hann leit upp, fann hann sa- fírinn fagra, sem lá á fölnuðum f jól- unum. „Eg er farinn að fá viður- kenningu“ hrópaði hann; „þetta er frá einhverjum sem dáist mikið að méi. Nú get eg lokið við leikritið mitt“. Og hann ljómaði af gleði Daginn eftir flaug svalan niður að höfninni. Hún settist á siglutréð á stóru skipi og horfði á sjómenn- ina, sem drógu stórar kistur með kaðli upp úr farmrúminu. ,Hiv-ohoj‘ kölluðu þeir við hverja kistu, sein upp kom. „Eg er að fara til Egypta- lands“, hrópaði svalan, en því var enginn gaumur gefmn. Og þegar tunglið kom upp, flaug hún aftur til konungssonarins sœla. „Eg er komin til þess að kveðja þig‘ ‘ hrópaði hún. „Svala, Svala, litla Svala“, sagði konungssonurinn, „viltu ekki dvelja hjá mér eina nótt enn‘ ‘. „pað er kominn vetur“,sagði sval- an, „og bráðum fer að fenna. í Egyptalandi vermir sólin grænan pálmaviðinn, og krókódílarnir liggja í leðjunni og svipast letilega um. Félagar mínir eru að búa hreiður í Balbekmusterinu, og gulu og hvítu dúfurnar horfa á þá og kvaka hver við aðra. Góði konungssonur, eg verð að fara frá þér, en eg mun aldrei gleyma þér, og að vori ætla eg að færa þér tvo yndislega gimsteina, í stað þeirra, sem þú hefir gefið. Roða steinninn skal vera rauðari en rós,og safírinn blár sem liið mikla haf“. „Á torginu hérna fyrir neðan“, sagði konungssonurinn sæli, „stend- ur lítil stúlka, sem selur eldspýtur. Ilún hefir mist eldspýturnar ofan í holræsið, og þær eru allar ónýtar. Faðir hennar ber hana, ef hún kem- ur peningalaus lieim, og hún er að gráta. Hún á hvorki skó né sokka, og hún er berhöfðuð. Taktu hitt augað mitt, og gefðu lienni. Þá mun íaðir hennar ekki berja hana“. „Eg skal dvelja hjá þér eina nótt enn“, sagði svalan, ,,en eg get ekki tekið úr þér augað. þií yrðir þá al- veg blindur". „Svala, Svaia, litla Svala“, sagði konungssonurinn, „gerðu eins og eg segi þér“. Þá kroppaði svalan hitt augað úr konungssyninum og skautst með það niður. Hún laut að stúlkunni litlu og læcldi gimsteininum í lófa hennar. „En livað þetta er fallegt glerbrot' ‘, hrópaði stúlkan litla, og hún hljóp hlæjandi heim. En Svalan flaug aftur til kon- imgssonarins. „Nú ertu blindur,“ sagði hún, „og þess vegna ætla eg altaf að vera hjá þér.“ „Nei, Svala litla“, sagði vesl- ings kommgssonurinn, „þú verður að fara til Egyptalands“. ”Eg vil altaf vera lijá þér“,. sagði Svalan, og hún sofnaði við fætur konungssonarins. Allan næsta dag sat hún á öxl konungssonarins og sagði honurn sögur af því sem hún hafði séð í framandi löndum. Hún sagði hon- um frá íbisfuglunum, sem standa í löngum röðum á bökkum Nílár og veiða gullfiska með nefinu; frá sfinxinum, sem er jafngamall sjálfri veröldinni og býr í óbygð- um og veit alt; frá kaupmönnun- um, sem ganga í hægðum sínum við lilið úlfaldanna og bera raf- perlur í höndum sér; frá kon- ungi Mánafja’llanna, sem er svart- ur eins og ibenviður og tilbiður stóran krystal; frá stóru, grænu nöðrunni, sem sefur í pálmaviðar- krónu og tuttugu prestar ala á hunangsköbum; frá dvergunum, sem sigla yfir stórt vatn á breið- um, flötum blöðum, og eiga stöð- ugt í höggi við fiðrildin. „Elsku, litla Svala“, sagði kon- ungssonurinn, „þú hefir sagt mér * margt furðulegt, en furðulegra en alt annað er þó þjáning mann- anna. Fljúgðu yfir borg mína, Svala litla, og segðu mér hvað þú sérð“. Og Svalan flaug yfir hina miklu borg og sá auðmennina njóta lífs- ins í skrauthýsum sínum, en bein- ingamennnina sitja við hliðin. Hún flaug inn í dimma, þrönga götu, og sá föl andlit barna, er voru aðfram komin af hungri og horfðu sljó út á myrk strætin. Undir bogagöngunum á brú einni lágu tveir litlir drengir í faðmlögum til þess að halda á sér hita. „Ó, hvað við erum svangir“, sögðu þeir. „Þið megið ekki liggja hérna“, hvæsti vörðurinn og rak þá út í rigninguna. Og Svalan flaug aftur til kon- ungssonarins og sagði honum hvað hún hefði séð. „Eg er þakiim skýru gulli“, sagði konungssonurinn. „Þú verð- ur að taka það, blað fyrir blað, og færa fátæklingunum mínum. Mennimir halda altaf, að gullið geti gert þá sæla“. Svalan reitti hvert gullblaðið á Yfirlýsing. Það viðurkennist hér með, að öll ósæmileg orð, sem eg liefi við haft um hreppstjóra Stokkseyrarhrepps og aðstoðarmenn hans, kláðaskoðunarmenn, baðstjóra og kláðaeftirlitsmenn, út af Idáða- ráðstöfunum hjá mér á þessu ári skulu öll dauð og ómerk, því þau eru tilhæfulaus með öllu. Heimilt er hreppstjóranum að auglýsa þetta á þann hátt er honum þykir henta. Yottar: pf. Stokkseyri 25. nóvomber 1921. Jónas Jónsson. Jón Guðmundsson Gunnar Bjamason. bóndi á Oddagörðum. fætur öðru af konungssyninum uns hann stóð eftir tættur og tötra- legur, og hvert blaðið eftir ann- að færði hún fátæklingunum, og börnin urðu blómlegri og hlógu og léku sér á götunum. „Yið höfum nóg að borða“, hrópuðu þau. En svo kom snjórinn og á eftir snjónum kom frostið. Göturnar voru eins og úr silfri, þær voru svo bjartar og glitrandi og langar ísnálar héngu eins og krystal- spjót niður af þakskeggjum hús- anna. Menn gengu um í loðfeldum ogdrenghnokkarnir voru með rauð- ar húfur og rendu sér á skautmn á ísnum. Veslings litlu svölunni varð æ kaldara og kaldara, en hún vildi ekki yfirge'fa konungssoninn, Henni þótti of vænt um hann til þess. Hún tíndi upp brauðmola fyrir framan dyr bakarans, þog- ar hann sá það ekki, og reyndi að halda á sér hita með því að slá vængjunum. En að lokum fann hún dauða sinn nálgast. Hún 'hafði aðeins mátt til þess að fljúga upp á öxl konungssonarins einu sinni enn. „Yertu sæll, elsku konungssonur“, sagði hún í hálfum hljóðum, „Yi’ltu 'lofa mér að 'kyssa hönd þína“. „Mer þykir vænt um að þú skulir vera að fara til Egypta- lands, svalan litla“, sagði konungs- sonurinn, „þú hefir dvalið hér o? lengi, en þú verður að kyssa mig á munninn af því að eg elska þig.“ „Eg er ekki að fara til Egypta- lands“, sagði svalan. „Eg er að fara yfir í höll dauöans. Dauð- inn er bróðir svefnsins, er það ekki?“ Og hún kysti konungsson- inn sæla á munninn og féll svo dauð við fætur hans. í því bili heyrðist undar egt hljóð inni í líkneskinu, eins og eitthvað hefði brostið. Sannleikur- inn var sá, að blýhjartað hafði klofnað í tvent. Þvílíkur gaddur! Snemma morguninn eftir fó; borgarstjórinn, ásamt bæjarstjírn- irtni um torgið fyrir neðan. Fr hann fór fram hjá súlunni leit hann upp á líkneskið. „Guð miun góður! hvað konungssonurinn sæli er tötralegur!‘ ‘ sagði hann. „Já, en hvað hann er tötraleg- ur“, sagði bæjarstjómin, sem alt- af var á sama máli og borgar- stjórinn; og þeir fóru upp til þess að skoöa hann. „Roðasteinninn er dottinn úr sverði hans, augun eru horfin og hann er ekki lengur gyltur, sagði borgarstjórinn. „Satt að segja er hann engu betri en beiningamað- ur.“ „Engu betri en beiningamaður“ sagði bæjarstjórnin. „Og hér er þar að auki dauður fugl við fætur hans“ hélt borg- arstjórinn áfram. Við verðum að gefa út tilkynningu Um að fugl- um sé bannað að deyja hér.“ Og ritari borgarinnar skrifaði ihjá sér uppástunguna. Svo rifu þeir niður líkneski kon- ungssonarins sæla. „Þar sem hann er ekki lengur fagur er hann ekki lengur nytsamur“ sagði prófess- orinn í listum við háskó’lann. Svo bræddu þeir líkneskið í ofni og borgarstjórinn hélt fund með bæjarstjórninni til þess að raðstafa málminum. „Við verðum auðvitað að fá annað líkneski“, sagði hann, „og það á að vera a£ mér“. „Af mér“, sagði sérhver af bæj- arstjórunum, og þeir fóru að ríf- ast. Og þegar eg heyrði til þeirra siðast voru þeir ennþá að rífast. „Þetta er undarlegt“, sagði verkstjóri steypusmiðjunnar. „Blý- hjartað klofna bráðnar alls ekki í ofninum. Við verðum að kasta því út“. Og þeir köstuðu því út á sorphaug, þar sem svalan dauða lá fyrir. „Færðu mér tvo dýrmætustu hlutina í borginni“, sagði guð við einn af englum sínum; og engill- iun færSi honum blýhjartað og fuglinn dauða. „Þú hefir valið rétt“, sagði guð,. „því að fuglinn litli á að syngja í Paradísargarði mínuin um alla eiíífð, og konungssonurinn sœli á að vegsama nafn mitt í gullnu borginni minni“. S. G. -0- Dánarfregn. 29. f. m. lést hér í bæ Jón Bjömsson fclæðskeri. Bar dauða hans mjög brátt að. Veikt- ist hann í hálsi, var fluttur á franska spítalann og andaðist þar eftir mjög stutta legu. — Jón heitinn stundaði klæðsberaiðn hér í bæ og hafði framast vel í henni, bæði utanlands og innan, og rak hana. upp á eigin spítur og fam- aðist vel. — Jón var dugnaðar- maður, samviskusamur og dreng- ur hinn besti, og var hvers manns hugljúfi þeim er kyntust honum. Kann var jarðaður hér í Reykja- vík og komu 2 bræður hans og faðir norðan úr NúpsdalstungU í Húnavatnssýslu og voru viðstadd- ir jarðarförina. ------0------ Leiðrétting. 1 49. tbl. Lögr.,. 2. nóv. þ. á., stóð undir dánartil- tilkynningu í blaðinu: Ragnheið- ur Bjömsson, Syðstumörk, en þetta var prentvilla, og átti að standa þar: Ragnheiður Bjöms- dóttir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.