Ísafold - 19.07.1924, Side 4
ÍSAFOLD
teljast þeginn sveitarstyrkur. —
Ennfremur greiddu bæjar- og
«veitarsjóðir ársgjöld þurfalinga
sinna. Með þessu móti þyrfti enga
að undanþyggja, og samt myndi
h ð opinbera græða, þegar hin
g.jðldin fjellu niður, sem nú ganga
til sjúkdómskostnaðar þurfalinga
og annara. Síst af öllu væri á-
stæða til að undanskilja meðlimi
sjúkrasamlaganna, því að með
almennri tryggingu fyrir meiri-
hittar sjúkdómsáföllum, myndi á-
hættuisvið sjúkrasamlaganna þreng-
jast stórum og iðgjöld þeirra þess
V'jgna lækka, sjálfsagt ekki um
jninni upphæð en iðgjaldið til
hins alm. sjúkrasjóðs myndi nema.
Verk sjúkrasamlaganna yrði þá
sumpart það, að vera viðauka-
trygging fyrir þá, sem þjnrftu og
vildu tryggja sig fyrir minni
sjúkdómsáföllum en þeim, sem
hinn almenni sjúkrasjóður myndi
bæta, sumpart hitt, að tryggja
meðlimum sínum kaup fyrir legu-
’dága, því að slíkt gæti hinn al-
menni sjúkrasjóður með engu inóti
fengist við. En að sjálfsögðu
rnundu lög sjúkrasamlaga verða
að breytast gagngert þegar al-
mennri skyldusjúkratryggingu
væri komið á.
-------o------
FrjettiP'
Landhelgisgæsla. Frá 15. júlí til 15.
sept. hefir islenska ríkisstjórnin tvö
gosluskip á landhelgissvæðinu, pór
(skipstjóri Jóhann P. Jónsson) og
líermóð (skipstjóri Guðmundur Krist-
jánsson). Fallbýssu hefir nú verið
komið fyrir iá framstafni pórs og
vænta menn þess, að það beri tals-
rerðan árangur.
„Nýpan,“ færeyskur togari strand-
aði 24. þ. m. við Skagarif nyrðra.
Hafði skipinu verið siglt í kjölfar
togarans „íslendingur", en risti ekki
eins djúpt. Mannbjörg varð. Síðari
fiegnir herma, að skipið hafi sokkið.
Síldveiðar. Samkvæmt símskeyti frá
Siglufirði 15. þ. m. lágu 92 síldveiða-
Vip þá á Siglufirði. Fjöldi útlendra
•skipa (norskra), var kominn á fiski-
miðin. Daginn eftir er símað, að síld-
araflinn sje . að glæðast.
Flugmennirnir amerísku, sem hing-
að er von á í sumar, sbr. sjerstaka
grein í blaðinu, voru væntanlegir til
Englands 16. þ. m. og hingað snemma
í ágúst. Lenda þeir í Homafirði og
fljúga svo til Reykjavíkur eða Kópa-
vogs fyrst.
Um Flateyj aijhjerað sækir Katrín
Thoroddsen læknir og aðrir ekki .
Norskir ungmennafjelagar, sem ver-
ið hafa hjer á ferðinni, hafa ferðast
um Borgarfjörð, pingvelli og prasta-
skóg og verið á vegum U. M. F.
Sambands Kjalarnessþings. Láta þeir
hið besta yfir veru sinni hjer.
Norsku söngvaramir. Frægt norskt
karlakór frá Osló, kom hingað 24.
þ. m. og hjeldu þeir samsöng fjórum
sinnum í Reykjavík fyrir fullu húsi.
Voru þeir gestir bæjarins og bauð
bæjarstjórn þeim til pingvalla. Mikið
þótti til söngs þeirra koma. Aður en
þeir fóru afhentu þeir borgarstjóra
og biskupi sínar þúsund krónurnar
hvorum til úthlutunar í góðgerðar-
skyni. Ljetu þeir hið besta yfir för
sinni, en voru þó miður hepnir með
veður, þareð súld var á lengstum, er
þeir dvöldu hjer. Kvöldið sem þeir
fóra, sungu þeir úti fyrir framan
Mentaskólann og var svo mikill mann-
fjöldi saman kominn þar, að einsdæmi
mega heita.
Mannalát. pórarinn B. porláksson
listmálari andaðist í sumarbústað sín-
um í Laugardal 11. þ. m. Hann var
fæddur 14. febr. 1867 að Undirfelli
í Vatnsdal. pórarinn heitinn var al-
kunnur dugnaðar og hæfileikamaður.
Lagði hann stund á bókband á yngri
árum, en fór svo að gefa sig að mál-
aralistinni. Hafði hann mikið orð á
sjer sem listfengur málari. Síðustu
árin-hafði hann og pappírs og bóka-
verslun. pórarinn var vinsæll maður
og er að honum hin mesta eftirsjá.
Bókafregnir. Ljóðaþýðingar Stein-
gríms Thorsteinsson er verið að gefa
út. Er það mikið safn og gott. Útgef-
andi er Axel sonur hans. Fyrsta heftið
er nú komið út, með mynd þýðandans.
Askriftum hefir verið safnað að bók-
inni allri og má benda á, að safnið
fæst nokkra ódýrara með því móti.
Utanáskrift útgefanda er pósthólf 106
Reykjavík. Hvert hefti kostar þrjár
krónur og kr. 3,50 (á betri pappír)
og fæst bókin og hjá bóksölum.
Annar flokkur, af hinu merka Pjóð-
sagnasafni Sigfúsar Sigfússonar, er
nýkominn út. Útsölumáður hans er
Ben. S. pórarinsson kaupm. í Rvík.
,,Snói“. Sigurður fógeti í Vest-
mannaeyjum tók þann 17. enskan tog-
ara í landhelgi, fullan af fiski, tveim-
ur stundum fyrir heimferð. Skipstjór-
inn er gamall kunningi þeirra Eyjar-
manna og kalla þeir hann Snóa.
,,Botnía‘ ‘ hitti togara að ólöglegum
veiðum í landhelgi í seinustu för sinni
ti'i Islands og náði númeri skipsins.
Stórstúkuþing var haldið á Akur-
eyri í byrjun þessa mánaðar. Samþykt
var áskorun til stjórnarinnar um, að
birta Spánarsamninginn og mótmælt
Siglufjarðaráfengissölunni. Kosning
embættismanna fór fram og eru allir
hinir nýju embættismenn búsettir
nyrðra, nema Indriði Einarsson.
Ólafía Jóhannsdóttir, trúboði, al-
kunn fyrir mannúðarstarfsemi sína
hjer, og í Noregi, andaðist í Krist-
janíu í þessum mánuði. Líkið var
flutt heim og jarðsett 19. þ. m. —
Kveðjuathöfn fór fram í Noregi, áður
en líkið var borið á skipsfjöl.
Hannes Thorarensen, framkvæmdar-
stjóri Sláturfjelagsins, tekur að sjer
áfengissöluna í Reykjavík og rekur
hana framvegis fyrir eigin reikning.
Guðmundur Bárðarson, jarðfræðing-
ur, hefir skrifað ritgerð um jarðfræði
íslands, er Vísindafjelagið danska
tekur til birtingar í ritum sínum.
-----------------o--------
Frá Uestur-Islendingum
Vilhjálmur Stefánsson. Samkv.
amerískum blöðum fer dr. Vil-
hjálmur Stefánsson bráðlega í
rannsóknarför sína um Ástralíu
og Afríku. Ætlar hann að ferðast
um svæði, sem talin hafa verið
óbyggileg.
Brynjólfur porláksson, fyrv.
organisti hjer í Reykjavík, dvel-
ur nú í Árbörg, Man. Hann hefir
myndað þar söngflokk. Gefur
Brynjólfur sig mjög við söng-
mentarmálum, og hefir skapað
mikinn áhuga í þá átt þar vestra.
,,The Viking Heart“. Skáldsaga
þessi er nú uppseld. Önnur útg.
er í prentun. Frú Lára Goodman,
höf. skáldsögunnar, hefir samið
aðra skáldsögu til, er kemur út
bráðlega.
Mannalát. Nýlátinn er í Nýja-
íslandi Jón bóndi porsteinsson,
ættaður úr Eyjafirði. Var dugnað-
arbóndi og mætur maður.
Vjer erum kaupendur að fiski fullverkuðum, hálfverkuðum og
upp úr salti á öllum útskipunarhöfnum í kringum landið.
GJÖRIÐ OSS TILBOÐ.
Útvegum með stuttum fyrirvara heila kolafarma með lægsta,
verði hvert sem er á landinu.
Bræöurnir Proppé
Reykjavík.
Heimsflugið.
Crumrine liðsforingi úr flugher
Bandaríkjanna, sá sem hjer var
á ferð í haust, kom hingað nýlega
með Esju austan frá Hornafirði,
en til Austurlandsins kom hann
með Goðafossi um mánaðamótin.
Hann dvaldi nokkra daga íHoma
firði, til þess að athuga þar fyrir-
hugaðan lendingarstað flugmanna
í Hornafjarðarós, og telur hann
vera allgóðan. Hefir staðurinn
verið merktur með baujum, og
auk þess verða kynt 10 bál á
ströndinni í kring, þegar búast
má við flugmönnunum. Sennilegt
telur Crumrine liðsforingi að flug-
vjelamar komi ekki við í Færeyj-
um, heldur fljúgi beina leið frá
Scapa Flow í Orkneyjum til
Hornafjarðar. — Þar gerir hann
ráð fyrir nálægt tveggja daga við.
stöðu, og næst verður haldið til
Reyk j avílcur. Lendingarstaðurinn
verður hjer annaðhvort ytri höfn-
in eða inni í Sundum, og eru þeir
taldir ágætir. Ef ferðalagið gengur
að óskum, verður viðkoman hjer
sennilega nálægt 15.—-20. ágúst. —
Hjer verður staðið við alt að viku
og allur undirbúningur gerður und
ir erfiðasta áfangann, sem er á allri
leiðinni: flugið til Angmagsalik.
Þangað verður danska skipið „Ger-
trud Rask“ sent með vistir og vara
hluti handa flugmönnunum og ligg-
ur skipið í Angmagsalik þangað til
vjelarnar hafa farið þaðan. Skipið
hefir loftskeytatæki og á aS geta
sent hingað fregnir af veðráttu og
ísalögum, þannig, að hægt sje að
grípa hentugasta tækifæri, þegar
farið er hjeðan.
GRAETZ OLÍUGASVJELARNAR
þarf hvert heimili að eignast. Auk
þess að vera hraðvirk suðutæki,
sjóðhita þær hvert herbergi á
stuttum tíma. Kosta 21 krónu.
HANNES JÓNSSON,
Laugaveg 28. Reykjavík.
Flugvjelarnar eru aðeins þrjár;
sú fjórða brotnaði í Alaska strax
í byrjun ferðalagsins. Var það sú,
sem fararstjórinn, Major Martin,
stýrði. Komst hann af og sneri aft-
ur til Bandaríkjanna, en Smitk
liðsforingi er nú formaður ferðar-
innar. Seinast þegar frjettist tiL
flugmannanna, voru þeir komnir til
Calcutta; var það 26. f. m. Þar
munu þeir hafa staðið við í nokkra-
daga og vera í Vestur-Indlandi.
Kaflinn þaðan og til Englands er
einna auðveldasti partur leiðarinn-
ar, því þar eru flugvellir víðast
hvar, góð áhöld til að gera við bil—
anir og veSrátta hagstæðari en þar
sem flogið er nærri úthöfunum.
Eins og kunnugt er, hefir bæjar-
stjórn ákveðið að bjóða flugmönn-
unum að verða gestir bæjarins meö
an þeir standa hjer við. Er það
sjálfsögð kurteisisskylda, að sýna.
þann sóma mönnúm þeim, sem.
fyrstir verða til þess að gera til-
raun til að fljúga milli íslands og
annara landa. Munu flestir íslend-
ingar fylgja för þessari með áhugft
og ósk um, að hún takist giftusam-
lega og’ slysalaust. Gert er ráð fyr-
ir, að flugið frá Seapa Flow tit
Hornafjarðar taki um 7 klukku-
stundir. Verða það hröðustu sam-
göngur, sem ísland hefir liaft við'
umheiminn.
Eftir Jón Bjömsson.
H.
Byíurinn getur haldist dögum
'Saman — heila viku. Aldrei rofar
milli bæja. Landið breytir ásýnd.
Hvert gil, hver laut og lækjar-
spræna fyllist. Stormurinn öskrar
og hríðin blindar þá, sem út úr
húsum fara. En út verður að fara.
Fjeð hefir ef til vill verið í haga.
pað þarf að ná því í hús. Og sje
það í húsum, þarf áð gefa því.
Fjármenn lemjast móti bylnum,
sjá ekki faðmslengd frá sjer, en
þreifa sig áfram. pað frýs fyrir
augun og alt andlitið verður svell-
skorpa. En enginn æðrast. petta
er veturinn — gamall gestur.
Fólkið þekkir hann. — Fjármenn-
irnir komast í húsin, gefa, standa
ef til vill lengi dags við að kenna
lömbum átið. Pau eru böm og
kunna ekki til matar síns.
Margt þarf að annast. Brynna
skepnunum. Bera vatn til heimilis-
notkunar. Vatnsæðin liggur ekki
inn í eldhúsið. pað þarf að bera
«ða aka heim eldivið. Menn geta
ekki hringt í símann og beðið að
senda sjer nauðsynjamar. Fálið-
uð heitmili verða áð framkvæma
alt sjálf.
i Og bylurinn helst. Grimd veð-
ursins eykst. En menn geta ekki
sest í híði; það þarf að fara milli
bæja, sækja lækni eða lyf eða ljós-
móðúr. Einn eða tveir mennleggja
út í rofalausa stórhríðina. Fátt er
mælt — en hugsað því fleira —
öllum skilvitum haldið opnum, at-
hugulum. pað getur verið um
mannslíf að tefla, örlög heillar
fjölskyldu. En bylurinn lemur
mennina, fyllir föt þeirra snjó,
steypir utanum þá svellbrynju.
Peir sjá ekkert, fálma sig áfram,
en finna að þeir era á rjettri leið.
Einn hóll, sem þeir þekkja, ber
ennþá hærra en umhverfið. peir
átta sig á vindstöðu, vegalengd,
mishæðum jarðarinnar undir fót-
um sínum. Undir kvöldið koma
þeir heim, svellaðir, þreyttir, fá-
talaðir og æðrulausir, — en með
afloknu erindi.
Enginn veit, sem ekki reynir,
hve oft íslenskir sveitamenn, eink-
um á norðurhluta landsins, kom-
ast í hann krappan í. vetrarbvlj-
unum, jafnt konur sem karlar.
Ef til vill kemur þar skýrast í
ljós karlmenska, seigja og rólyndi
þjóðarinnar — karlmenskan í því
að etja kappi við náttúrana, þeg-
ar hpn er í berserksham, seigjan
að halda út. gefast ekki upp fyr
en markinu er náð og rólyndið,
skapstyrkurinn, að láta ekki hug-
fallast, þó alt sýnist tapað. Engin
dæmi hafa verið nefnd í línum
þessum. En eitt ætti ekki að saka,
því hjer á það við.
prír eða fjórir menn sækja
Ijósmóðúr — í blindbyl. Hvergi
sjest á dökkan díl. Ekkert til að
átti sig á nema vindstaðan. Yfir
breiðar flatneskjur er að fara.
Mennirn'r villast með konuna á
flatneskjunni, halda þó áfram, en
geta ekki áttað sig. Frostgrimd
er og ægi-veður. Líf þeirra allra
er í veði og jóðsjúkrar konu og
afkvæmisins. peir rekast á kalda-
vermslulind. Geta samt ekki átt-
að sig. pá skilja þeir Ijósmóður-
ina eftir við lindina og fara hver
í sína áttina til þess að leita að
einhverju vegmerki, einhverjum
leiðbeiningarvotti um rjetta átt.
Konan stendur ein við lindina —
! í ösku-stórhríð og frostgrimd. Hún
gat átt það á hættu, að menn-
irnir kæmu aldrei aftur — að
þeir viltust. Hún veit, að ein
hefir hún sig aldrei til bæja. En
hún samþykkir orðalaust. Mund.i
ekki einhver bæjarstúlkan hafa
j skelfst! Mist móðinn og hlaupið
frá lindinni eitthvað út í busk-
ann? En gamla konan stóð róleg
og hugrökk, þokaðist aldrei frá
lindinni, þó allar feiknir vetrar-
bylsins ljeku um hana. Hún beið.
Mennirnir komu aftur, höfðu
fundið rjettan veg og alt fór vel.
1 En til þessa þarf skapstyrk og
sjálfstjórn.
m.
En enginn bylur er endalaus.
Lobs rofar í sortann og greiðist
úr kólgubakkanum. En þá mætir
kuldaleg, harðneskjuleg sjón aug-
unum. Alt er hvítt, autt og dauða-
legt — og þögult. Norðrið sjálft
blasir við. Bæirnir era sobknir í
snjó. Bylurinn hefir hengt skafla
1 uppi um burstir og mænira allra
húsa, lætt snjókrumlu sinni inn
um smugur og rifur og gert níst-
ingskalt í bústöðum manna og
slcepna.
Ef til vill væri það ekki undar-
legt, þó sveitafólkið misti móðinn,
er það lítur yfir land sitt um há-
vetur í hörkugaddi. Og sennileg-
ast gerði það það, ef þvíværiekki
runnin í merg og blóð seigjan,
þolinmæðin, útheldnin. Kynslóð
fram af kynslóð hefir alist upp
við þessa sömu hörku, þetta sama
vetrarríki. pað hefir blásið* 1 gusti
sínum jafnt á vöggurnar og graf-
irnar. pað hefir ef til vill kúgað
marga, gert þá að andlegum krypl
ingum, slökt alla lífsþrá þeirra,
kalið þá á hjarta og sál. En það
hefir stælt fleiri, hert þá til dáða
og tamið þá við mannraunir, sem
fáar þjóðir hafa af að segja. pað
er auðskilið mál hversvegna ís-
lenskir landnemar í Vesturheimi
reynast að jafnaði þrautseigari
og þolbetri en aðrir innflytjendur.
pað eru íslensku veturnir, sem
hafa treyst taugar þeirra, gert
þá skapfasta, gert þá afburða'
menn. —
Framh.