Ísafold - 17.10.1924, Blaðsíða 1
Ritst jórar:
Jón Kjartansson
Táltýr 8tefánsson.
Simi
498.
Anglýsingasími
700.
ISAFOLD
Verð 8 kr. nm árit
6 kr.frá apr.sl. til nnsta
áramóta, — Grjalddagi
þessa árs er 81. des.
n. k. Afgreiðsla og
innheimta í Anstnr-
stræti i — Sími
500.
DAGBLAÐ MORGUNBLAÐÍD.
49. árg. 30. tbl.
FöstMriagmn 17. oktáber IS24.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Frá Grænlanði.
Ferðalag- flugmannanna.
Veiðiskapur Norðmanna og Eskimóamir.
Viftal við sjóliðskaptein West skipsforingja á .Jslands Falk.“
Fyrir nokkru kom „Islands
Falk“ hingað til Rvíkur frá Græn-
land:. Hefir hann verið við strand-
gæslu þar í sumar, frá því í júní-;
mánuði Pareð hann var mjög rið-
inn við ferðalag flugmannanna, en
greinlegar fregnir hafa aldrei kom-1
ið hingað fyrri um það, hvernig
þeim farnaðist þar vestra, hefir i
ísaf. átt tal við West, skipsfor-
ingjann á Fálkanum og spurt
hann frjetta.
Pá þykir og í frásögur færandi
um viðureign dönsku strandgæslu-
mannanna, við norsku sjómenn'na
þar við Vesturströndina. Hafa
bæði norsk og dönsk hlöð flutt (
frásagnir um það efni.
West kapteinn segir svo frá!
Frá flugmönnunum.
Eins og menn muna, var það
áformið, að flugmennirnir ame- j
rísku flygju frá Rvík til Ang-
magsalik, og þaðan til Ivigtut á
vesturströnd Grænttands.En íshroð-
inn sem sífelt var á sveimi við
Angmagsalik, gerði ókleyft, að
hafa þar viðkomustað. En aftur
á móti, þótti ómögulegt, að ætla
þeim að fljúga í einu, til Ivigtut,
því hætt var við, að þeir yrðu
uppiskroppa með bensín, áður en
þangað kæmi, enda þótt þeir
tækju hjer alt það bensín er
þeir með nokkru móti gátu 'haft
meðferðis. Var þá eigi annar kojst-
ur, en þeir beindu flugi sínu á
næstu höfn, sem hægt var að kom-
ast að á vesturströndinni. Fred-
riksdal er syðsta þorpið á vest-
urströndinni. Um 200 sálir liafast
þar við. Höfn er þar ljeleg, fyrir
opnu hafi, og íshroði þar ofast
nær, þó vel sje þar skipgengt. um
þetta leý-ti árs.
Amerísku herskipin sem voru
þarna vestra, og tekið höfðu sjer
stöðu við Ivigtut, voru látin bíða
flugmannanna þar, en „Islands
Falk“ fór suður til Fredi-iksdal,
til þess að taka á móti flugmönn- j
unum, segja þeim til veðurs þaðan
og undirbúa komu þeirra.
pokan.
I
pegar flugmennirnir fóru hjeð- j
un, að morgni dags þ. 21. ágúst
hafði verið vonsku veður kvöldið j
áður í Fredriksdal, en kyrði er á j
nóttina leið. En um kl. 11 f. m ,j
var skollin á sótsvarta þoka, svo j
•eigi var með nokkru móti ratljóstj
meðfram ströndinni. Sendi kapt. j
West þá skeyti til herskipanna
sem vorn á leið flugvjelanna, og j
ítaf þeirn til kynna, u rjettast ^
væri að afstýra því, að flugmenn-!
irnir hjeldu þangað, því litlar lík- ’
ur væru tái þess að þeir rötuðu'
nokkuð fyr’r þokunni. En það var
þá orðið um seinan, herskip'n
höfðu líka fengið þoku og gátu
því engar bendingar gefið. Var nú
kapt. West beðinn að reyna að
gefa þeim til kynna hvar hann
væri niður kom:nn, með því að
hleypa út úr gufupípum skipsins
og skjóta. úr byssunum. Var svo
til ætlast, að hinni hvítleitu gufu,
sem ka:mi úr gufupípum skipsins
og af skotunum, myndi leggja
upp. úr þokunn’. Og svo varð. Er
flugmennina bar þarna yfir, sáu
þeir bóla á hvítum gufustrókum
upp úr þokunni, lækkuðu sig á
fiuginu, og fundu Fálkann.
Locatelli.
Nú spyrja þeir Falkamenn flug-
mennina, hvar Locatelli muni vera
niður kominn. En þe’r amerísku
töldu hann tvímælalaust vera
kominn langt á undan sjer, því
hann hefði hraðfleygari vjel.
Leit var síðan hafin að Loea-
telli, en mest ’hugsað um að leita
að honum norður með ströndum
beggja vegna við Hvarf, minna
hirt um að huga að honum úti á
hafi, uns leitin þótti grunsamlega
árangurslaus með ströndum.
Óhapp Locatelli vildi þannig til,
að mótor hans bilaði lítillega, svo
hann varð að setjast, til þess að
gera við hann. Gekk það mjög
greiðlega. En á meðan þeir feng-
ust við þá aðgerð, bilaði flotholt
vjelarinnar. Sjór var úfinn þar, er
þeir settust, og laskaðist flotholt
vjelarinnar svo, að sjór 'hljóp í
það. Við það þyngdist vjelin svo
mikið, að hún gat ekki hafið sig
t'l flugs.
Um veiðiskap Norðmaima
við Grænland gaf kapt. West blað-
inu ýnisar upplýsingar. Býst hann
við, að hert verði á eftirliti á er-
lendum veiðimönnum framvegis.
Norðmenn reka allmikinn veiði-
skap þar vestra, einkum hvalveið-
ar. Hafa þeir stór, skip til bræðslu
og ein tvö þrjú livalveiðask:p ineð
hverju bræðsluskipi. Allur þessi
veiðiskapur er utan við landhelg-
ina, og hafa þeir Norðmenn engin
erindi inn á firðina eða inn að
ströndinn nema helst til þess,
að fá vatn. — En svo er fyrir-
skipað, að engin megi sækja sjer
vatn til Grænlands, nema í ítrustu
neyð, þegar drykkjarvatn þrýtur;
og þá ekki nema til nokkurra
ákveðinna staða. En Norðmönnum
mislíkar stórúm, að mega ekki
ganga á land þar sem þeim þóikm-
ast, sjer til ánægju og dægra-
styttingar. peir hafa stór orð um
að Grænland sje gömul norsk ný-
Myndir frá Grænlandi.
lenda og enginn geti bannað þeim
landgöngu þar sem þeim sýnist,
Kirkjugöngur Norðmanna.
t bygðum þeim, þar sem dansk-
'r embættismenn eru bús'ettir geta
þeir þó ekki komist upp með að
ganga á land hvað eftir annað.
En þá spyrja þeir upp þá staði, |
þar sem engir Danir hafa aðsetur |
og leita þangað er þeim þykir henta j
að ganga á land sjer til gamans.;
Grænlend ngarnir eru svo mein-'
lausir að þeir koma sjer ekki fjTrir i
með að reka rembileitann Norð- j
mann af höndum sjer. Koma Norð-
mennirnir þá venjulga í land á
sunnudögum, og eru við kirkju hjá j
Eskimóunum. Guðsþjónustan fer
fram á grænlenSku svo Norðmenn-!
'rnir skilja ekki aukatekið orð.
En svo mikið geta þeir gert sig
slciljanlega að þeir geta „fengið
sjer snúning" með þeim græn-
lensku eftir messuna. pó yfirvald-
ið á staðnum sendi hraðboða í
kajak til næsta yfirboðara síns
um landgönguna, eru Norðmenn-
.irnir venjulega allir á burt þeg-
ar á að taka mál þeirra til með-
ferðár, og enn þá lengra eru þeir
komnir út í buskann þegar varð-
skipið frjettir um þá seint og
síðarmeir.
En hvaða óskunda gera Norð-
mennirnir með landgöngum sínum
spyrjum vjer kapt. West.
Verslunin.
pó þeir haf': lítilsháttar rerelun
við Grænlendingana, kemur það
ekki að meiriháttar sök. pað er
að vísu óleyfilegt með öllu, og
kæmi sjer mjög illa ef mikil brögð
yrðu að því. pví verðlag alt í
grænlensku verslun:nni er langt
ncðan við sannvirði. Pykir það
hentugra að Eskimóarnir hafi ekki
miklar fjárhæðir mill: handa, og
fá þeir því allar nauðsynjar úr
versluninni fyrir afarlágt verð,
jafnframt því sem ákveðið verð-
lag er á afurðum þeirra. T. d.
keypti jeg’oft kaffi sykur og skon-
rok handa öllum íbúðum í þorpun- j
um þar sem v'ð komum. Slíkar
góðgerðir handa svo sem 150 ^
manns, er allir höfðu bestu lyst,
kostaði einar 10 krónur. j
i
Sýkingarhættan.
1
Eu það er sýkingarhættan, sem j
stafar af landgöngum sjómanna,'
er við verðum að koma í vegfyrir, j
Sjaldnast eru heilbrigðisskírteini
slíkra sk'pshafna í því lagi, sem!
þarf til þess að landganga yrði
þeim með nokkru móti heimil i j
Gramlandi. Við lítum svo á, að
á okkur hvíli skylda að varðveita
þenna kynstofn Eskimóa á Græn-
landsströnd. Ná: venjulegir al-!
gengir sjúkdómar tökum á Eski- j
móunum, þá strádrepast þeir, og
úeyja vit innan skamms.
Til dæmis um afleiðingar j
af samneyti v'ð útlendinga er það,i
að í sumar komu tveir sjómennl
á land í Sukkertoppen. Skömmu!
síðar kom upp kíghósti í bygðinni. J
pegar við komum þangað nokkruj
síðar voru 19 börn dáin af 30, sem
voru á fyrsta ári, og læknirinn
sem þar var þóttist viss um að
þau dæju öll þrjátíu.
Fyrir tveim árum báru sjómenn
kynsjvikdóm með sjer til Fred-
rikshaab. Hver einn og einasti
Eskinv'ói bygðarinnar smitaðist.1
Varð að halda bygðinni í sóttkví
í iy2 ár, og setja þangað sjer-
! stakan lækni pessa nauðsyn ein-
| angrunarinnar þykjast Norðmenn
aldrei skilja, eða vilja eklti skilja
hana. Og ætti þó að vera auðvelt
að leiða mönnum fyrir sjónir
i hverjar afleiðingar af því verða,
; að Eskimóar fái ótakmarkað sam-
neyti við Evrópumenn. Á Aust-
; urströnd Ameríku beint á móti
Grænlandsströndinni, eru allir
; Eskimóar þá og þegar útdauðir
! með öllu. Jeg veit ekki betur en
eftir sjeu ein:r 800. Og þeir flytja
nvv sem óðast í nyrstu bygðir
Grænlands, Thule, og þar um
slóðir.
Framtíð fiskiveiðanna.
En hvað er um fiskiyeiðar og
hvalveiðar erlendra, þar vestra?
Er líklegt að þær verði stundaðar
me’ra framvegis en hingað til?
Fiskiveiðar og hvalveiðar, sem
stundaðar eru utan landhelgis við
Graavland, geta aldrei orðið til
neins óhagræðis fyrir Eskimóana
sjálfa, því veiðiskapur þeirra er
aðeins inni á fjörðunum. Jeg get
ekki betur sjeð, en ógrynni auð-
æfa sje í hafinu þar vestra, sem
vert er að gefa gaum — ekki síst
fyrir íslendinga sem eiga hægast
með að stunda þar veiðar vegna
þess, hve þeir eru nálægt.
Veiðirjettindi Norðmanna á aust-
urstaröndinn. Grænlendingar voru
ekki spurðir álite.
Öðru máli er að gegna um veiði-
rjettindi Norðmanna á Austur
ströndinni. Eru Graenlendingar á
ftinu máli með það, að veiðar
Norðmanna, selveiðar og bjam-
dýraveiðar, snerti mjög atvinmi
þeirra og afkomu. Eru þeir því
mjög gramir yf’r þeim málalokum.
Lít* þeir svo á að samningurinn
við Norðmenn hafi verið gerður
í óþökk þeirra þeim að forspurð-
um og að það hafi verið sjálf-
sögðu rjettlætiskrafa, að málið
hefði verið borið undir Grænlend-
inga sjálfa, áður en það var til
lykt* leitt. peir líta svo á, aS
málið hefði aldrei verið leitt til
lykte, þvert ofan í skýlausan vilja
Grænlendinga sjálfra, hefðu þeir
á annað borð verið spurðir um
álit sitt.
En nú er það komið sem komið
er, ag úr þessu er það ekki nema
sjálfsögð skyld okkar sem höfum
yfirráðin í Grænlandi að sjá um
að wlendir sjómenn gerspilli ekki
heilsu og* hugarfari Grænlendinga
svo þeir líði nndir lok áður en
varir.
Bjargræöistíminn.
Á þýfðu, órótuðu túninu stend-
vvr íslenski bóndinn sumar eftir
sumar. Og þegar túnið er hirt,
verður lvanu að sækja annan hey-
feng út um víðlendar snöggslægj-
vvr vitengjanna. Meðan eigi fæst
stórfje til jarðræktar hjer á
landi, sligast alt framtalc bónd-