Ísafold - 15.06.1925, Page 4

Ísafold - 15.06.1925, Page 4
4 ISAFOLD f jármálaráðherra efldiSt er á leið fundinn. Tjáðu fundarmenn hon- nm innilegar þakkir fyrir kom- ■una, alveg án tillits til flokka- skiftinga. Fundarstjóri var fram- an af fundinum Asmundur Guð- mundsson skólastjóri á Eiðum, en seinni hlutann Páll Hermanns- son bússtjóri á Eiðum. Fundur- inn hófst klukkan 2 síðdegis og stóð með tveimur stuttum hvíld- «m til klukkan 2 eftir miðnætti. Eimskipafjelag íslands. Árið 1924. Aðalreikningur fjelagsins var lagðirr fram 13. þ.m. Hefir hagur þess batnað á árinu. Arður á ár- inu 'hefir orðið kr. 291.972.73. — Hefir stjórnin ákveðið að af þeirri upphæð verði kr. 280.478.13 varið til frádráttar á bókuðu eignar- verðí fjelagsins, þannig skift nið- ur: Af verði &ullfoss kr. 41.896.25, Goðafoss kr, 100.000.00, Lagarfoss kr. 100.000.00, húseign fjelagsins við Pósthússtræti kr. 23.801.65, vörugeymsluhúsi við Tryggva- götu kr. 10.202.46, skrifstofugögn- um kr. 4.577,77. Hreinn arður verður því kr. 11.494.60, auk þess sem yfirfært gar frá fyrra ári, kr. 44,570.38. ' Helstu útgjaldaliðir á aðal- reikningnum eru þessir: TJtgjöld í Rví'k: (skr if stof ukostnaður o. fl.) kr. 143.136.73, skrifstofan í Höfn kr. 47.859.20, skrifsofan í Hull kr. 17.302.08. — Vextir af lánum umfram vexti af útistand- atídi fjáreign um 103 þús. kr. og tap á geiígismun rúmar 52 þús. kr. Helstu tekjurnar eru þessar: Ágóði af rekstri Gullfoss_ talið í þ>ús. kr.) 149 þús. kr., Goðafoss 100 þús. kr., Lagarfoss 175 þús. kr.; tekjur af húseignum f je- lagsins 57 þús. kr.; fyrir útgerð- arstjórn ríkiss'kipanna hefir verið goldið 36 þús. kr. — Eignir fjelagsins eru nú bók- færðar með þessu verði: Gullfoss 290 þús. kr, Goðafoss 1 milj. 250 þús. kr., Lagarfoss 370 þús. kr. Eimskipafjelagshúsið 700 þús. kr., vörugeymsluhúsið við Tryggva- götu 25 þús. kr., skrifstofugögr, og önnur áhöld 27 þús. kr. — Við áramót átti fjelagið kol o. fl. til skipanna fyrir nál. 30 þús. kr., hafði greitt vátryggingu fyrir- fram með nál. 25 þús. kr., átti útistandandi hjá skuldunautum um 127 þús. ‘kr. — Varasjóður fjelagsins er kr. 66.632.44. — Taflmenn vestra. í taflsamkeppni, er háð var í Winnipeg, vann íslenskur tafl- flokkur, A-flokkur taflfjelagsins „Iceland", fyrstu verðlaun. í taflflokknum voru þeir Kristinn Pjetursson, Agnar R. Magnússon, Gilbert Árnason, Karl Thorláks- son, Ólafur J. Ólafsson, sjera Hjörtur Leó og Guðjón Kristjáns- son. — 1 samkeppni innan tafl- fjelagsins „Iceland“ vann Agnar svo kallaðan „Halldórssons bikar“ og gullpening; Karl Thorláksson silfurpening og Jón Bergmann eirpening. — Yfirleitt er taflá- hngi landa vestra að glæðást. — Hafa þeir altaf átt marga tafl menn og góða, einstöku afburða- góða. .. , ... l! v INNLENDAR FRJETTIR. Frá Akureyri. Akureyri, 10. júrií. FB. Afli, beituskortur. 1 gær fengu bátar, er gátu róið með nýja beitu, góðan afla, frá 5000 til 10.000 pund. Annars mjög rýr afli undanfarið, vegna beitu- leysis, oftast undir 1000 pund á bát. Slæmar horfur eru á því, að síld veiðist til beitu hjer á inn- firðinum, vegna móryllu úr ánum. Vatnavextir. Óvenjulegir vatnavextir eru í ám hjer nyrðra, einkum Eyja- fjarðará; hólmarnir allir í kafi, og er stórt stöðuvatn að líta frá þjóðveginum að vestan, austur undir fjallarætur; brúin og risið á kofunum á Kaupangsbakka, hið eina, sem stendur upp úr. Skemdir af skriðúhlaupi. Skriðuhlaup urðu allvíða um miðbik vikunnar í Saurbæjar- hreppi. Á tveimur bæjum, Hleið- argarði og Skáldstöðum, urðu miklar skemdir á túnum og engi. Talsverðar skemdir urðu einnig á engjum á Kolgrímustöðum, Hól- um og Vatnsenda. Dagana á und- an var rigning og leysingar. Úr Skagafirði. Á þriðjudaginn var hljóp afar- mikill vöxtur í Hjeraðsvötnin og hjelst þangað til á fimtudag. Ann- að eins flóð hefir aldrei komið í 35 ár. Ferja varð skepnur allar af Eylendinu, frá Borg og víðar, og flytja þær á þá fáu hóla, sem upp úr stóðu, eða upp af flatlendinu alvég. Skemdir urðu þó ekki á bæj- um. — Æðarvörpin gerspiltust á nokkrum bæjum, svo sem Lóni, Hellulandi, Hafsteinsstöðum og Borg. Verið er að smíða brú á vestari ós Hjeraðsvatna. Flóðið tók „ramm- búkka“ þaðan með öllu er honum fylgdi, og flutti hann út á fjörð. Afspyrnurok var af suðri. Gufu- skipið Bisp var statt á Sauðárkróki. Var því siglt á eftir „rammbúkkan- um“ og náðist hann á móts við Hofsós með tilstyrk frá mótorbátn- um Garðari. Uppslættir skemdust nokkuð við brúarsmíðina. Veiðimenn við Drangey töpuðu allmiklu af veiðarfæinm í rokinu. Afli er enginn á Skagafirði nú. Þjóðmálafund boða þeir á Hólum seint í þessum mánuði Jónasarnir Þorbergsson og Hríflu. Þingmálafundir Magnúsar Guð- mundssonar eru nú úti. Hjelt hann fjóra fundi. Fór frá Sauðárkróki í gærmorg- un með Bisp til ísafjarðar og kem- ur með Díönu þaðan. Hætti við að koma landveg. Úr Borgarnesi. Grasspertta er ágæt í Borgar- firðinum og útlit fyrir að slátt- ur byrji snemma. Laxveiði hefir verið ágæt í Hvítá undanfarið, en minni síðustu dagana vegna vatnavaxta. Fiskiganga mikil gekk inn á Isafjarðardjúp um hvítasunnu- leytið. Og er svo sagt að vestan, að hlaðafli sje á báta, er nú róa við Djúpið. Kvað vera langt síð- an jafn góður afli hefir verið þar og nú. HEILBRIGÐISFRJETTIR. vikuna 31. maí til 6. júní. Kvefsóttin er allmögnuð enn í Reykjavlík. Sumir af læknunum telja hana í rjenun. Aðrir neita því. Veikin legst nú aðallega á börn. Hafa sum þeirra fengið lungnabólgu og nokkur dáið. — Annars gott heilsnfar í bænum, og sama er að segja úr öðrum hjeruðum þar sem til hefir spurst. Mislingar ganga nú á Aust- fjörðum, en fara hægt yfir, þeir hafa og gengið að undanförnu fyrir vestan, í Reykhólahjeraði, ðg má vera víðar. G. B. Útlendir ferðamenn eru all- margir hjer 'í bænum xun þessar mundir, og von á mörgum með Islandi næst. Meðal þeirra eru tveir pjóðverjar, Sonnemann, for- stjóri frá Bremen, og myndatöku- maður frá Berlín, Schonger að nafni. Eru þeir hjer á vegum Kon- ráðs Konráðssonar læknis. Sonne- mann er náttúrufræðingur og hef- ir einkum lagt stund á fuglafræði. Ferðaðist hann hjer um land árið 1908 og ritaði þá ítarlega ferða- sögu er heim kom. Schonger er hjer í þeim erindum að taka lif- andi myndir. Bogí J?órðarson frá Lágafelli er byrjaður að láta byggja hús við Frakkastóg. Er í ráði að þar verði settar upp tóvinnuvjelar. Danskur dýrafræðingur ,Pfaff að nafni, er nú lijer á ferð, og ætlar að fást hjer við rannsóknir i sumar. Matthías pórðarson pjóðminja- vörður, fór með Gullfossi síðast áleiðis til Finnlands, til þess að sitja fornfræðingafund í Helsing- fors. Guðmundur Björnson landlækn- i.' og Guðjón Samúelsson húsa- meistari. fóru vesfcur á ísafjörð með „Esju“ síðast. Erindi húsa- meistara er að taka út hið nýja, veglega sjúkrahús, sem nú hefir verið reist á ísafirði, og erindi landlæknis að skoða sjúkrahúsið og síðar að opna það 17. júní n. k. Er ætlun ísfirðinga að hafa mikla viðhöfn þegar sjúkrahúsið verður opnað. Aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufjelaga var lokið þann 10. þessa- mánaðar. Form. Sam- bandsins var kosinn Ingólfur Bjarnason, bóndi í Fjósátungu í stað Ólafs heit. Briem. Fundur- inn ákvað að Sambandið gæfi út hin svo nefndu „samvinnu“ -blöð framvegis. Hey er nú flutt til bæjarins austan úr Fljótshlíð. Svo mun fara þegar samgöngurnar batna, að betra þyki að nota innlenda heyið, en að kaupa hey frá út- löndum. Á annað þúsund lítrar af mjólk koma daglega hingað til bæjarins úr Ölfusinu. Rjómi er sendur hingað annan hvern dag, austan a Skeiðum. Um 100 manns vinna nú að við- haldi og endurbótum á aðalvegun- um austur yfir Hellisheiði, Mos- fellsheiði og austur um Árness- og Rangárvallasýslur. 10 bílar eru við keyrslu í vegina. 1 sumar Fiskikaisp. Vjer erum kaupendur að fiski fullverkuðum, hálfverkuðum o® ' ipp úr salti á ðllum útskipunarhöfnum í kringum landið. GJÖRIÐ OSS TILBOÐ. Útvegum með stuttum fyrirvara heila kolafarma með lægst* verði hvert sem er á landinu. Bræöurnir Proppé Reykjavfk. verður meðal annars gert við veg- inn milli Baldurshaga og Hólms Unnið er þessa daga að viðgerð á Holtaveginum þar sem hann er verstur yfirferðar. ÆSK AN Barnablað með myndum. Elsta' stærsta, útbreiddasta og ódýrasta barnablaðið á landinu. Afgreiðsla Þórsgötu 4 Talsími 504. P. O. Box 12 Guðlastmálið hefir nú verið dæmt 1 undirrjetti. Yar ákærði, Brynjólfur Bjarnason, dæmdur í 30 daga einfalt fangelsi, en dóm- urinn var skilorðsbundinn, þann- ig að refsingin fellur niður að 5 árum liðnum, verði skilorðinu full- nægt. Sláturfjelag Suðurlands. Aðal- fundi þess var lokið 13. þ. mán. Gerðist þar fátt markvert. Stjórn- in var endurkosin, nema 'kvað Kolbeinn Högnason í Kollafirði var kosinn í stað Boga pórðar- sonar. Yfirleitt hefir fjelaginu vegnað vel undanfarið ár. Elís Jónsson fyrverandi versl- unarstjóri á Djúpavogi og kona hans, Guðlaug Einíksdóttir, fluttu nú í fardögum með fjölskyldu að Skildinganesi við Skerjafjörð. — Hafa þau tekið Skildinganes á Teigu og ætla að stunda búskap þar. Með þeim er faðir frú Guð- laugar, Eiríkur hreppstjóri frá Brú á Jökuldal, alþektur sæmd- armaður. 9400 símskeyti voru afgreidd hjeðan af landssímastöðinni í maí mánuði. Eru það fleiri skeyti, en í nokkrum öðrum einum mánuði áður. Ferðamannabækling um ísland er Helgi Zoega nýlega búinn að gefa út. Háskólinn. Munnlegt embættis- próf stendur nú yfir í háskólan- um í guðfræðis- og læknadeild, og er bráðum lokið. Fjórir stúd- entar ganga undir próf í guð- fræðisdeild og fjórir í læknadeild. Munnlega prófinu í lagadeild hef- ir verið frestað til 23. þ. mán. Prófessorarnir hafa verið bundn- ir í Hæstarjetti og þessvegna hef- ir orðið að fresta prófunum. Mentaskólinn. — Stúdentspróf stendur þar yfir; er skriflega prófinu lokið og munnlega prófið byrjað. 41 ganga undir stúdents- próf í ár, þar af eru 15 utan- skóla. — Gagnfræðapróf stendur einnig yfir, eru það milli 50 og 60, sem undir það próf ganga, þar af 13 utan skóla. — Um inn- töku í 1. bekk hafa sótt 62 ný- sveinar, en prófum þar er ekki lo'kið, svo eitthvað kann að slitna iir lestinni. — Bekkjarprófum í Mentaskólanum er lokið. Landsmálafundir. Fjármálaráðherra og Árni Jóns- son frá Múla, fóru báðir með „Esju“ til Austurlands um síð- astliðin mánaðarmót. Hjeldu þeir fund á Eskifirði þann 4. þ. m., eins og fyr er getið; fóru þaðan að Egilsstöðum. Frjettastofuskeyti um Egilsstaða fundinn birtist á öðrum stað hjer í blaðinu. Frá Egilsstöðum fóru þeir til Seyðis' fjarðar og hjeldu þar fund. Hjelt fjármálaráðherra síðan norður. — Næsta fund lijelt hann á Húsa- vík þ. 12. pá á Breiðumýri þ. 13. Og 'í dag (15. júní), er þing- málafundur á Akureyri, og situr fjármálaráðherra þann fund. Árni frá Múla er enn austur í N.-Múlasýslu. Of langt mál yrði, að skýra frá umræðum á fundum þessum. Frá hendi íhaldsþingmanna hnigu þær allar mjög í þá áttr að skýra meðferð þingmála, a£- stöðu flo'kks og stjórnar til dag- skrármála þjóðarinnar. En við þá frásögn eykst best fylgi kjósenda við fhaldsflokkinn og stefnu hans- pví betur sem kjósendur kynnast stefnu flokksins og 'helstu mönn- um hans, því öruggara verður fylgi flokksins. Einlsum er þetta þó svo, þar sem gætnir bændur eiga í hlut. ' Leiðarþing í Skagafjarðarsýslu hjeldu þeir þingmenn kjördæmis- ins nýlega. Jónas frá Ilriflu boðaði til fund ar í Borgarnesi 12. þ. mán. Pjetuf pórðarson setti fundinn og skýrði þingmálin frá Sínu sjónarsviði. pví næst talaði Jónas mikið og lengi, cnda hugsaði hann sjer gott til glóðarinnar, því andstæðingar hans höfðu lítið Skeytt, um að sækja fund þenna. En Jónas nýt- ur sín hvergi nema þar sem eng' inn þingmaður er til þess að reka vitleysurnar ofan í hann. par leik- ur liugmyndaflug hans lausua1 hala. í Borgarnesi talaði hann miki* um ,Ræktunar- og landnámssjóðs ' frumvarp sitt. pegar honum teksf upp við það, þá er hann í essim1 sínu. Skal á frumvarp það minst' hjer innan skams. Frá Borgarnesi hjelt Jónas vest' ur í Dali. Þar mun hann rnæta Bjarna frá Vogi. Væntanlega feí" hann þaðan til Norðurlands. i Fólk deyr úr hita í Ameríku. Símað er frá Wa^hington, a® 350 manneskjur hafi dáið af völd' um hitans. Allir spítalar eru fu^' ir af fólki, sem veikst hafa völdum hans. Hitabylgjan er nú um garð gengin, hvarf hún j skyndilega og hún kom, og þá til kulda. Leit að Amundsen talin ómögule^ Símað er frá New York, a Wilbur flotamálaráðherra Banda ríkjanna hafi sagt, að ógerningu15 sje, að senda loftskip og A'mundsens eins og sakir stan —*——*—

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.