Ísafold - 15.07.1925, Page 2
r2
V
• ' ^
ÍSATOLD
á? þar færn tveir karlmenn í spá-
nýjum fötum. „Sælir piltar!“ segi
jeg og Ikasta á þá kveðju. I sama
ísvip sje jeg andlitin og þetta eru þá
2 ungar stúlkur, í þessum nýmóð-
ins reiðfötum, sem eru líkari föt-
«m karlmanna en kvenna. Jeg sá
að þær brostu að kveðju minni,
um leið og þær gengu út. Mjer
var sagt, að stúlkur þessar væru
borgfirskar og væru á sumarferða-
lagi alla leið austur í Múlasýslur.
'Höfðu þær tjald með sjer nesti og
jallar nauðsynjar, bugsuðu sjálfar
umhestasína, lögðu á, tjölduðu og
sáu sjálfar um alt. Jeg mætti þeim
á veginum um morguninn eftir
með hesta sina og farangur.
„Sælar stúlkur!“ segi jeg. „Gát-
uð þið nú sjálfar lagt á hestana?“
„Jeg held nú það“, sögðu stúlk-
tnnár og voru á háðum buxunum.
„pið ikomið aldrei aftur úr
þéssu ferðalagi“, segi jeg. „Pilt-
»mir í sveitunum taka ykkur!“
petta er í fyrsta skifti, sem
jeg hefi sjeð ísl. stúlkur á svipuðu
sumarferðalagi og jeg hefi oft
sjeð í útl. Mjer þykir ekki ólík-
legt, að fleiri kynnu eftir að fara
og að þetta sje upphaf að nýrri
hreyfingu hjá unga fólkinu. pað
er engu síður holt og heilsusam-
legt, að ferðast þannig að sumar-
laginu en að liggja á heilsuhælum
eða undir „fjallasólum“ lækn-
ánna. Svo bætist við sá fróðleik-
jur og margviísleg ánægja, sem oft-
ast fylgir því að kanna ókunna
stigu, sjá fögur hjeruð og fólkið
þar. Eftirtektarvert er, að stúlkur
þessar höfðu dvalið lengi í út-
löndum og lært þar hjúkrunar-
fræði, áð því er mjer var sagt.
pétta ferðalag þeirra er þá lík-
lega af útlendum rótum runnið,
én það er jafngott fyrir því.
J?að *var einusinni sú tíðin að
kaupafólk ferðaðist í stórhópum
yfir Sand og Kaldadal norður á
land og sömu leið suður á haust-
in. pessar ferðir voru mjög skemti
legar, ef veður var gott, og ólíkar
ferðalögunum nú á strandskipum,
þar sem fjöldi fólks liggur magn-
þrota og sinnulaust af sjóveiki.
Nýju reiðfötin. En hvað skal þá
lega byrgt sem best meðfvam
þvottapottinum. Reykurinn fær þá
aðallega afrás út um hlóða-opið
og leggur auðvitað að konunni,
sem. stendur við ullarþvottiun.
nema vindstaðan sje því hent-
ugri. Reykjarsvælan, sem leggur
framan í mann, getur orðið -svo
mikil, að engu betri sje en í reyk-
sælu eldhúsi.
pessi gamli umbúnaður er auð-
vitað illur og óhentugur. Hlóðun-
um þarf að fylgja reykháfur, svo
hár, að hann nái nokkru hærra
en hæð þess, sem stendur við
þvottinn.
Jeg gerði tilraun með þetta hjá
Páli bróður mínum. Hlóð jeg
neðst einfalda pipu úr óhöggnu
grjóti aftan hlóðanna, með víðu
opi inn í þær, og skorðaði síðan
væna ofnpípu í henni. Yar þetta
klasturssmíði þjettað síðan eftir
föngum með mold og torfi. pessi
umbúnaður nægði til þess, að
losna að mestu við reykinn. Að
sjálfsögðu þyrfti hann að vera
miklu betri og neðsti hluti reyk-
háfsins gerður úr steinsteypu. —
Líklega nægði sement fyrir 1—2
krónur til þessa, svo ekki ætti;
það að vera ókleift að gera slíkar i
útihlóðir á hverjum bæ. Vera má,!
að mönnum þyki ekki þetta lítil-
ræði í frásögur færandi, en jeg
tel alt, sem til þæginda horfir og
þrifnaðar fyrir allan almenning
góðra gjalda vert.
Húsmóðirin kendi mjer eina
list við þetta tækifæri, sem jeg
ekki kunni: að þjetta má með.
eldfærum með blöndu af matar- J
salti og ösku (taðösku). Er tekinn
einn þriðji af ösku og tveir þriðju
af salti og vatn sett í, svo að úr!
þessu verði þykkur grautur. Yið
hita og þurk verður hann nálega
steinharður. pessi efni eru til á
hverjum bæ, og mætti því nota
þau í viðlögum. pó eru þau ekki
allskostar hentug vegna þess að
vatn þola þau illa, og járn vill
ryðga undan saltinu.
G. H.
------««.»--------
Iðnsýningin við Þjórsárbrú.
segja um þessi nýju reiðföt, hvað
um að nota hnakk en ekki söðul.
Jeg get ekki neitað því, að ekki
kann jeg allskostar við það, en
engu að síður virðist mjer þessi
tíska miklu skynsamlegri en flest-
ar aðrar. pessi nýi búningur er
auðsjáanlega hentugri á ferðalög-
um en pilsin og fer ungum stúlk-
um fullvel. Hnakkurinn hlýtur að
vera þægilegri og stöðugri að sitja
í en söðullinn, svo líklega horfir
þetta einnig til framfara, — þó
gömlu mönnunum sýnist það lítt
kvenlegt. pó er jeg hræddur um,
að nýju reiðfötin fari ekki sem
best á gömlum konum eða van-
færum. Jeg býst við að þær haldi
sjer við pilsin, söðulinn og gamla
móðinn.
G. H.
Úitihlóðir og ullarþvottur.
íslenskar konur hafa lengst af
lifað í reykjarsvælu í Ijelegum
eldhúsum. petta hlýtur að vera
iB, æfi, óþrifaleg og reyna mjög
á augun. Sem betur fer hefir mikil
breyting orðið á þessu síðan eld-
stór með reykháfum komu ná-
lega á hvert heimili. Þó lifir gamli
siðurinn enn, t. d. með ullarþvott.
'Einfaldar hlóðir eru þá gerðar úti,
þar sem ullin er þvegin, og venju-
Ritstjórn „lsafoldar“ hefir
beðið mig , að skýra lesendum
blaðsins frá iðnsýningu þeirri, er
ungmennafjelögin hjer um Árnes-
og Rangárvallasýslu komu á við
Þjórsárbrú, í sambandi við hið ár-
lega hjeraðsmót sitt, nú fyrir fá-
um dögum. Mjer er ánægjuefni
að gera þetta, og því fremur, sem
jeg tel U.M.F. hjer hafa stígið
mikið framfaraspor og unnið nyt-
samt verk .
Sýning þessi er hin fyrsta slík,
er haldin hefir verið fyrir Árnes-
og Rangárvallasýslur sameigin-
lega, og jafnframt stærsta iðnsýn-
ingin „austan fjalls“. Áður hafa
aðeins verið hjer smásýningar fyr-
ir einstakar sveitir. Var því á lít-
illi reynslu að reisa, bæði fyrir
forgöngumenn sýningarinnar og
allan almenning.
Hjeraðssambandið „Skarphjeð-
inn“ stóð fyrir sýningunni og sá
um héildarundirbúning, en ung-
mennafjelögin söfnuðu til hennar
munum, hvert í sinni sveit. Ýms
þeirra hjeldu smásýningar heima
fyrir, og sendu úrval frá þeim að
pjórsárbrú. Stærst mun hafa ver-
ið sýningin á Eyrarbakka 16. til
18. maí, 460 munir. Smásýning-
arnar hafa án efa haft mikla þýð-
För „víkingaskipsins“ frá Færeyjum til Noregs
og víðar.
Lesendur „ísaf oldar‘ ‘ minnast
þess sjálfsagt, að frá því var sagt
í erlendum skeytum fyrir nobkru,
að tveir Færeyingar ætluðu að
fara frá pórshöfn til Noregs í
opnum bát, einskonar víkinga-
skipi, og sýna með því, að dugur
og dáð væri enn í þeim, sem Fær-
eyjar byggja.
Ferðinni er að vísu heitið
lengra en til Noregs, þó þar sje
fvrsti áfangastaðurinn. Hyggja
þeir fjelagar að fara einnig til
Svíþjóðar, Dannierkur, og ef til
vill til Englands, og jafnvel til
Frakklands, ef báturinn reynist
vel, og tími verður til.
pessir tveir „víkingar“, sem nú
ætla að gera strandhögg á Norð-
urlöndum, eru Ole Svendsen,
skipstjórinn, gamall, færeyskur
sjógarpur, 65 ára að aldri; hinn
er dýralæknir, Bech að nafni. —
Sjást þeir hjer á annari mynd-
inni. Dýralæknirinn heldur á húf-
unni í hendinni.
Hin myndin er af skipinu. pað
er 24 feta langt og 6 feta breitt,
o g hefir 6 hestafla vjel til
hjálpar í mótvindi.
[Eftir því sem þeim fjelögum
segist frá, er ferðin ekki gerð í
íþrótta augnamiði, heldur aðal-
lega til þess að kynna sem víðast
bátalag Færeyinga og allan út-
búnað þeirra á segli og árum. Og
ekki er ósennilegt, að einmitt
þessi för þeirra verði til þess að
vekja athygli á bátum Færeyiuga,
en þá má telja að mörgu leyti
góða og vel bygða.
pegar til Noregs var komið,
ætlaði „Tusk“ — en svo heitir
báturinn -— að fara suður með
ströndinni; koma fyrst til Bergen
og fara síðan til Haugasunds,
Stavanger, Arendal, og fika sig
þannig áfram alla leið til Oslóar.
paðan fara þeir til Stokkhólms.
Á heimleiðinni koma þeir við á
Borgundarhólmi og í Málmey, en
síðan er ferðinni heitið til Kaup-
mannahafnar. Og verði þá bátur
og vjel í góðu lagi, halda þeir til
Englands og ef til vill til Frakk-
iands.
Fullyrt er, að ekki hafi opinn
bátur farið milli Færeyja og Nor-
egs síðan í fornöld þar til nú, að
þessir tveir Færeyingar ætla að
sýna, að það, sem forfeður vorir
gátu, það geti þeir líka. En þó
þeír komist klaklaust yfir hafið,
báðar leiðir, þá ber þó þess að
gæta, að ólík er afstaða manna
nú á tímum að sigla milli landa,
eða var á 10. og 11. öld. Nú hafa
sjófarendur öll nútíðarinnar tæki,
sem óþekt voru, þegar Skallagrím
ur, Helgi magri og aðrir land-
námsmenn sigldu opnum skipum
sínum yfir Atlantshafið.
ingu í þá átt að efla áhuga á að-
alsýningunni og vandað val til
hennar.
Á sýninguna við pjórsárbrú
komu samtals 532 munir, af flest-
um tegundum heimilisiðnaðar. —
Mátti heita að þeir væru allir
prýðilega unnir og sumir afbragðs
vel. Langsamlega mest var þetta
kvennavinna, og lofar það ekki
iðni og ástundun karlmanna hjer
eystra. Langmest bar á þrenns
konar iðnaði: Vefnaði, prjónlesi
og útsaumi. Er það gleðilegt ,tákn
tímanna', að útsaumur taldi hjer
ekki flesta muni, eins og oft vill
brenna við á sýningum. pað er
vert þess, að því sje á lofti haldið,
að hjer voru:
146 munir ofnir,
135 munir prjónaðir, og
127 munir saumaðir.
pessi sigur vefnaðarins má vera
hverjum manni ánægjuefni, og
ekki síst okkur ungmennafjelög-
um, Hjer sást mjög glögglega á-
rangur af styrk þeim, er Hjeraðs-
sambandið „Skarphjeðinn“ veitti
5 stúlkum (75 kr. hverri), til þess
að sækja vefnaðarnámsskeið Heim
ilisiðnaðarfjelagsins í Rvík í fyrra
Einnig sannaði sýningin það, að
gamall vefnaður hefir jafnan ver-
ið og er enn við lýði í hjeraðinu,
einkum í Rangárvallasýslu. Yefn-
aður frú Herdísar Jakobsdóttur
og nemenda hennar á Eyrarbakka,
frá s. 1. vetri, vakti mikla eftir-
tekt, einkum fyrir smekkvíslega
litablöndun og fögur munstur. Af
einstökum ofnum munum þótti
mest koma til blárrar einskeftu
frá Múlakoti í Fljótshlíð, bekk-
ábreiðu, með sauðarlitum, sjerlega
vel blönduðum, frá Torfastöðum
í sömu sveit, og flossessu frá Eyr-
arbakka.
1 prjónlesinu kendi margra
grasa, alt frá grófum vetrarpeys-
rim upp í hárfín langsjöl og tog-
sjöl. Einna mest var tekið eftir
sokkum, sem Skúli læknir í Skál-
holti hafði prjónað, og þóttu best
lagaðir sokkar á sýningunni, og
sjerlega fallegum vetlingum eftir
Ólínu Andrjesdóttur skáldkonu.
pá varð og mörgum starsýnt »
togsokka frá Selfossi, næfurþunna
og gljáandi. Verður ekki betnr
sjeð, en að þeir sjeu sjerlega vel
til fallnir að koma í stað aðfluttra
ísgarnssokka og silkisokka. Mikið
þótti og varið í prjónanærföt
frá bankastjórafrúnni á Selfossi-
Sýndu þau glögglega, að heima-
gerð nærföt úr íslenskri ull, geta
verið engu síður mjúk, þunn og
voðfeld, en aðkeypt ,normal‘-fÖt-
1 útsaumunum kom í ljós stór-
mikil listfengi, og var unun að
horfa á mörg sessuborðin, vegg-
tjöldin og veggmyndirnar. Lang-
mesta aðdáun vakti þó mynd af
Múlakoti, er ung stúlka þar, Ás-
gerður Guðmundsdóttir, hafði
saumað með íslensku bandi. Mikla
eftirtekt vakti einnig svart kirkju-
sjal með ísaumi eftir frú Guðrúnu
Bjarnadóttur í Laugardælum, og
veggtjald eftir Katrínu Jónsdótt-
ur á Stokkseyri.
Margt var á sýningunni prýði-
legt, fleira en það, sem ofið var,
prjónað og saumað. T. d. er vert
að geta þeirra undra, að besta
band, sem þar var, var eft-
ir kornunga ’ kaupstaðarstúlkw,
f
pórunni Gróu Ingvarsdóttur *
Eyrarbakka. Af öðrum sjerstak-
lega eftirtektarverðum munum vil
jeg aðeins nefna: Ríkisskjaldar-
merki íslands, skorið í trje, eftir
Gunnar Bjarnason, unglingspilt af
Eyrarbabka; silfursrníði eftir Oód
Oddsson á Eyrarbalcka, og sýnis-
horn af handavinnu stúlkna og
drengja úr Barnaskóla Eyrar-
bakka.
pess er áður getið, að U. M. F*
söfnuðu munum til sýningarinnar,
hvert á sínu fjelagssvæði. Vil je£
til fróðleiks nefna 5 fjelög, sem
flesta muni sendu:
U. M. F. Eyrarbakka 130 muni-
U. M. F. Sandvíkurhrepps 5°
miini.
U. M. F. Biskupstungna 49
muni.
U. M. F. Dagsbrún, Austur-
Landeyjum 44 muni.
U. M. F. Ilvöt, Grímsnesi 29
muni.
Aðeins eitt fjelag sendi ekkert-
Húsrúm það, er sýningin hafði
til afnota, salurinn á pjótanda,
var altof lítið til þess að sýning'
armunirnir gætu notið sín sem
skyldi. Varð þar að þjappa ölltf
saman. Var þó öllu prýðilega fyr'
ir komið, enda var sýningarnefnd'
in ágætlega valin og naut forstöðn
og leiðbeininga frú Herdísar Jak'
obsdóttur handavinnukennara.
í sambandi við sýninguna sýndn
þau Haraldur Árnason kaupmað'
ut og frú Valgerður Gísladóttn*
prjónavjel og sýnishorn af prý®1'
legu vjelprjóni. Einnig sýnJ’*
klæðaverksmiðjurnar „Álafoss
og „Gefjun“ þar framleiðslu sina,
og fanst mönnum mikið til nríl’
sem von er, hversu fögur og .
gæt fataefni vinna má úr íslenskm
ull.
3
Sýningin var opin dagana •’
4. og 5. jiilí. Sóttu hana nm seX
hundruð gestir. Er það v0°
margra, að hún veki nýja
sterka áhugaöldu S iðnaðarmálnm
„austan fjalls.“ Væri þá vel.
A. S-
i
w
1