Ísafold - 15.07.1925, Side 4
ÍSAFOLD
r 4
Fi akklandi, pýskalandi og Belgíu
aukist. petta hefir auðvitað verið
Bretum hið mesta áhyggjuefni og
íillum er nú Ijóst, hvað í veði er.
Mac Donald ætlaði sjer að bæta
úr atvinnuleysisbölinu í hendings-
kasti, en svo illkynjuðu þjóðar-
meini verður ekki vísað á bug
með orðum einum. Baldwin setti
sjer sama mark og fyrirrennari
3ians, en atvinnuleysið í Englandi
liefir aukist stórkostlega frá því
hann tók við. Ekki alls fyrir löngu
veittist verkamannaflokkurinn að
stjórninni fyrir aðgerðarleysi
hennar í þessu vandamáli. Mac
Donald bar fram vantraustsyfir-
lýsingu á Baldwinsstjórnina, en
vantraustsyfirlýsingin var feld,
enda lítið vit að veitast að stjórn-
inni fyrir þessar sakir. Baldwin
er í engum efa um, að þetta er
velferðarmál, sem snertir alla þjóð
ina, og hann mun eflaust gera
það sem í hans valdi stendur til
að fyrra landið vandræðum þeim,
sem geta leitt af þessu. Málið er
margbrotið. T.d. er fyrirkomulag-
ið á námunum og vinsluaðferðin
úrelt og ótímabær. Námurnar eru
eign hinna miklu jarðeigenda, sem
leigja þær einst. mönnum og fjel.
peir, sem hafa þær á leigu, hafa
vanrækt að koma nýtísku sniði á
aðferðirnar; þeir sáu í kostnað
hins líðandi dags, notuðu gamlar
vjelar og áhöld sem lengst, þótt
þetta væri í rauninni þeim sjálf-
um í óhag og stórhnekkir fyrir
framleiðsluna yfirleitt. Nú kemur
þetta þeim sjálfum í koll.
Yfirleitt virðist England eiga
erfiða daga í vændum á öðrum
sviðum atvinnuvega sinna. Járn-
brautirnar eiga erfitt með að bera
sig. — Pjöldi skipasmíðastöðva
'standa auðar. Pantanirnar hafa
upp á síðkastið lent í vösum
þýskra skipasmíðastöðvaeigenda.
Ýmsar iðnaðargreinir búa við
þröngan kost. Þrátt fyrir skrif-
leg loforð hafa bolsjevikar breytt
út kenningar sínar í Englandi og
gert verkamenn óþjálli viður-
eignar en annars mundi hafa ver-
ið. Tilfinningar margra þeirra
fyrir þjóðarheildinni hefir sljófg-
ast. Og utan landsins eru að ger-
ast atburðir, sem Bretar verða að
hafa vakandi auga á. Kína vill
hrinda útlendingum af sjer. Tak-
ist Kínverjum þetta að meira eða
minna leyti, mun verða órótt sum-
staðar annarstaðar, þar sem Eng-
lendingar eiga ítök.
T. S.
Silfurframleiðslan.
Mexikó er það ríki, sem fram-
leiðir mest af silfri í veröldinni. Ár
ið 1923 voru framleiddar 90 milj.
unsur (unsa er 31,1 gramm). Er
það mesta framleiðslan, sem ver-
ið hefir frá því 1911. Næst Mexi-
ko eru það Bandaríkin, sem hafa
mesta silfurframleiðslu. Nam hún
þar 65 milj. unsum 1923. par næst
kom Kanada með 17 milj.; öll
önnur ríki til samans höfðu 40
milj. unsur. Öll silfurframleiðslan
í veröldinni var því 1923 212
miljónir unsur, eða 65,932 kíló.
Árið 1911 hafði silfurframleiðslan
komist hæst; þá var hún 226 milj.
unsur, eða 70.286 kg. — Vegna
þessarar miklu silfurframleiðslu
1923, hefir verðið á silfrinu lækk-
að allmikið síðustu tvö árin.
Kússar, sem í landflótta eru, hafa
í hyggju að taka höndum saman
móti bolsastjóminni.
Símað er frá París, að ráðgert
sje, að mynda þar rússneskt þing,
er 3 milj. Rússa, er landflótta eru,
sendi fulltrúa á. Ennfremur er í
ráði að mynda herforingjaráð á
meðal þeirra Rússa, er búa í París,
undir forystu Nikolai stórfursta.
Stefnan auðvitað andstæð stjórn-
inni.
Rússa-bolsar óánægðir með
Bretann.
Símað er frá Berlín, að sím-
fregnir hafi borist þangað frá
Moskwa, að slíti England stjórn-
málasambandi við Rússland og
láti Bretar ekki Rússa afekifta-
lausa í Kína, þá sje hætta á að
lendi í styrjöld milli þessara
ríkja.
• I
1
Horfir til vandræða fyrir
Frökkum í Marokkó.
Símað er frá Parrs, að ástandið
í Marokkó sje ákaflega alvarlegt.
Liautey hershöfðingi krefst stór-
kostlegs liðsauka. Stjórnin hefir
útnefnt nýjan yfirhershöfðingja
yfir Marofckóhernum, þar sem
Liautey verði að annast stjórn
landsins inn á við og út á við.
Geti hann ekki lengur annast
yfirherstjórnina að auki. Spánver-
jar og Frakkar ætla að leggja
siglingabaam á Marokkóstrendur.
Abdel Krim veit þetta og berst
þess vegna ákaflega nú.
í
Viðsjár með pjóðverjum
og Pólverjum.
Símað er frá Berlín, að það hafi
leitt af tollstríði milli Póllands
og pýskalands, að Pólverjar hafi
gert 27,000 pjóðverja landræka úr
Efri-Schlesíu. pjóðverjar hafa
goldið í sömu mynt með því að
reka 7000 Pólverja úr pýskalandi.
Amundsen kominn til Osló.
Mikill fagnaður.
Símað er frá Osló, að Amund-
sen hafi verið tekið með miklum
fögnuði. Mikill hluti borgarbúa
var staddur úti, þegar flugvjelin
bar yfir borgina, og kváðu þá við
dynjandi fagnaðaróp fjöldans. —
Síðar fóru fram ræðuhöld og söng-
ur Amundsen til heiðurs. — 1
kvöld situr hann konungsveislu.
(
Segja Kínverjar Bretum stríð
á hendur?
Símað er frá Berlín, að fregn-
ir hafi borist um það, frá Peking,
að kínverska stjórnin hafi í huga
að segja Englandi stríð á hendur.
Norska stjómin völt.
Símað er frá Osló, að ráðuneyti
Mowinckels sje nú aftur í hættu
statt, vegna frumvarps um hækk-
un skatta.
\
Veiðar Norðmanna við
Grænland.
Símað er frá Osló, að í veiði-
för Davidssunds hafi 30 skip tekið
þátt. Geysileg uppgrip af stór-
þorski. Skipin eru seglskip með
hjálparvjelum; tvö gufuskip eru
þar einnig. Fóru þau með salt.
Forvextir lækka í Frakklandi.
Símað er frá París, að þjóð-
bankinn hafi lækkað forvexti úr
7% niður í 6%.
Síldveiðin að byrja fyrir
Norðurlandi.
Góðar horfur.
ísafold átti tal við frjettamann
sinn á Siglufirði 10. þ. mán. Segir
hann síldveiði í byrjun og horfur
góðar. Alla leið frá Langanesi
vestur að Horni, verða menn var-
ir við síld, en hún er stygg, og
hefir hún ekki enn náðst í herpi-
nætur, svo teljandi sje. Eitt skip
hefir komið til Hjalteyrar með
300 tn. En talsvert hefir veiðst af
síld í reknet. Fá bátar þetta 1
tn. í net, og þykir það gott á
þessum tíma árs. 1 fyrrinótt munu
hafa komið um 3—400 tn. af rek-
netasíld til Siglufjarðar.
Verðlag á síldinni er nú á Siglu-
firði um 11 kr. fyrir ísaltaða tn.,
eða 17 kr. fyrir málið. Síld er
seld verksmiðjum til bræðslu fyr-
ir 12 kr. málið.
Yfirleitt er mjög mikill undir-
búningur undir útgerð frá Siglu-
firði í ár. Hefir fremur verið ekla
á fiskimönnum til skipanna, en
nægilegur vinnukraftur mun vera
þangað kominn að salta og ynna
af hendi nauðsynlega vinnu í
landi.
Síldarverksmiðjan á Flateyri
hefir 2 „barka“ liggjandi á Siglu-
firði, til þess að flytja á þeim síld
vestur, er keypt verður þar handá
verksmiðjunni.
Allmikið hefir borið á því und-
anfarna daga að rekistefnur hafi
orðið út af ólöglegum innflutn-
ingi til Siglufjarðar á tunnum og
salti, matvælum og jafnvel á-
fcngi, með flutningaskipum þeim,
sem þangað hafa komið.
Fiskikaup.
Vjer erum kaupendur að fiski fullverkuðum, hálfverkuðum o#
mpp úr salti á Bllum útskipunarhöfnum í kringum landið.
GJÖRIÐ OSS TILBOÐ.
Útvegum með stuttum fyrirvara heila kolafarma meS lægst#
verði hvert sem er & landinu.
Bræöurnir Proppé
Reykjavik.
Sóknarbörnin færðu honum skraut
ritað ávarp og gullúr og festi, sem
viðurkenningu fyrir hið ágæta
starf hans í þágu safnaðarins.
Frá ísafirði.
ísafirði 7. júlí. FB.
Aflafrjettir o. fl.
Vorvertíð lokið á Vestfjörðum.
Afli á stærri vjelbáta í tæpu með-
allagi. Fróði, skipstjóri porsteinn
Eyfirðingur, hæstur með 250000
pund. Smærri vjelbátar fiskað stór
illa, en árabátar ágætlega. Togar-
arnir ísfirsku eru nú hættir að
i
sinni. Ha'fsteinn hefir aflað 866
föt, en Hávarður ísfirðingur 776.
— Leiðarþing hjelt þingmaðurinn
1 gærkvöldi.
Síldveiðin.
Hrönn kom hingað í dag. með
400 tunnur og Gissur hvíti með
500 tunnur til Hesteyrar. Er þetta
fyrsta herpinótaveiðin. Skipin
voru að veiðum á Reykjarfjarðar-
ál.
Frá Akureyri.
10. þ. m.
Aflafrjettir.
Síldveiðin byrjuð, og er búist
við að flest skip verði komin á
veiðar upp úr helginni. Tregða á
að fá fiskimenn. Fiskafli ágætur á
útmiðum.
Maður slasast til bana,
Maður varð nýlega undir mótor-
bát á Húsavík. Kramdist til bana.
Hjet Jón Jónsson frá Tröllakoti.
Lætur eftir sig fjögur ungbörn.
Hann var ekkjumaður.
25 ára prestsafmæli sjera Geirs
Sæmundssonar vígslubiskups.
Sjera Geir Sæmundsson átti 25
ára prestsafmæli í Akureyrar-
prestakalli síðastl. sunnudag. —
Austurrískur óðalsbóndi. Með
Gullfossi síðast kom austurrískur
íslandsvinur, óðalseigandi Egger
frá Kárnthen í Steiermark hing-
að í kynnisför. Ætlar hann að
ferðast hjer um Suðurlandsundir-
lendi og Borgarfjörð til að kynn-
ast staðháttum og landbúnaði. —
Hann er besti vinur Jadens-hjóna.
Gefa þau honum meðmæli sín hing
að til ýmsra kunningja sinna og
ei það full sönnun þess, að hjer
ber góðan gest að garði.
„Einokunarverslun Dana á ís-
landi 1602—1787,“ bók Jóns Að-
ils próf., á nú að þýða á dönsku.
Er það dansk-íslenska fjelagið, er
ætlar að gefa bókina út, en kaup-
mannafjelagið danska, sambands-
sjóðurinn, og dans-íslenska fjelag-
ið veita fje til útgáfunnar. Frið-
rik Ásmundsson Brekkan rithöf-
undur sjer um útgáfuna.
Sveinbjöm Högnason frá Hvoli
í Mýrdal hefir nýlega lokið guð-
fræðisprófi við Hafnarháskóla með
hárri 1. einkunn. Sveinbjörn las
aðallega fræði gamla testamentis-
ins og í því sambitadi gömlu mál-
in. Sveinbjörn var meðal farþega
á Gullfossi síðast. — Hann hugsar
sjer að dvelja í pýskalandi næsta
ár til framhaldsnáms.
Landlæknir-fór með Esju síðast
áleiðis norður til Akureyrar. Guð-
jón Samúelsson fór norður með
Botníu. Verður nú gert út um
hvar heilsuhæli Norðurlands á að
vera. Helst talað um Hrafnagil.
Úr Eyjafirði var símað nýlega,
að þar væri nú mjög lítill þorsk-
afli, þó næg væri beita. Hefir vor-
vertíð brugðist að mestu leyti
norður þar, svo að til vandræða
horfir með vjelbátaútgerð, bæti
síldveiðin ekki úr, eða fiskafli síð-
ar í haust. Mjög fáir bátar munu
vera farnir að láta reka með net
ennþá að staðaldri.
Gunnar Gunnarsson hreppstjóri
á Ljótsstöðum í Vopnafirði, faðir
Gunnars skálds, er um þessar
mundir í Danmörku í heimsókn
hjá syni sínum.
Forberg landssímastjóri er ný-
kominn heim frá Vestfjörðum. —
Tvær nýjar stöðvar verða opnaðar
þessa daga, Laugaból og Núpur í
Dýrafirði.
Bók Amundsens um pólflugið
kemur út í haust. Gyldendal gef-
ur hana út.
Önnur pflagrímsför Norður-
landabúa hefst frá Khöfn þann 9.
sept. Óvíst hvort hinir kaþólsku
biskupar Norðurlanda verða með
í förinni. Tilhögun ferðarinnar
verður mjög svipuð og hún var
í fyrstu förinni í vor.
Friðrik Ásmundsson Brekkan,
íslensika skáldið, sem skrifað hefir
smásögur á dönsku, og nu síðast
skáldsöguna „TJlveungernes Bro-
der“, er nýgiftur. Kona hans
heitir Estrid Fallberg.
ÆSK AN
Barnablað með mvndum. Elsta®
etærsta, útbreiddaeta. og ódýrasta
barnablaðið á landinu.
Afgreiðsla Þórsgötu 4
Talsími 504. P. O Box 12
plllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
= Þeir
= sem ætla að gerast kaup-
endur ==
= ÍSAFOLDAR H!
r== geri svo vel og tilkynni . —■
= afgreiðslunni það hið fyrsta
IHI Isafold kostar eln-
1 ar 5 kr. árgangurinn :
Gjafir til landsspítalasjóðsins:
Greitt af Sig. Baldvinssyni, Seyð-
isfirði, kr. 187,70; ágóði af skemt-
un á Akranesi 19. júní, kr. 195,00 J
safnað á Flateyri kr. 265,00. —>
Söngflokkur stúdentafjelagsins
danska kom hingað með Gullfossi
síðast og dvaldi hjer í höfuðstaðm
um tæpa viku. Alls voru um 40
söngmenn í förinni. Hjeldu þeir,
hjer eina 5 samsöngva og auk
þess einn úti. Bæjarstjórn Reykja-
víkur bauð þeim til Þingvalla einn
daginn. Stúdentafjelagið íslenská-
hjelt þeim samsæti fyrsta daginu
sem þeir voru hjer. Allan tímann.;
voru þeir gestir bæjarbúa.
■Söngur þeirra vakti almenná
aðdáun. Þeir fóru með Goðafossi
norður um land lieimleiðis.
Flokkur þýskra mentaskólanem-
enda og stúdenta, 11 talsins, undir
forustu teiknikennari hr. Behm,
kom hingað í gærmorgun með e.s.
Lyra frá Noregi. Ætla þeir að
ferðast fótgangandi um landið. —*
Eru þeir ágætlega útbúnir; hafá
svefnpoka, tjöld og nesti til!
margra daga.
Fimleikaflokkar tveir frá íþróttá
fjelagi Reykjavíkur — 8 karl-
menn og 8 stúlkur — fóru í byrj-
un þessa mánaðar í ferð kringunf
landið. Sýndu flofekarnir fimleiká
á ísafirði, Akureyri, Húsavík,
Seyðisfirði og ef til vill víðar.
Fengu þeir alstaðar ágætar við-
tökur og þótti þeim takast mjög
vel sýningarnar. Stúlkurnar komá
hingað með Esju næst, en karl-
mennirnir sýna enn á nokkruih
stöðum á Austurlandi.
Dánarfregn. 2. þ. m. andaðist
að 'heimili dóttur sinnar hjer í
bænum, sjera Brynjólfur Jónsson
frá Ólafsvöllum. Hann kom til
bæjarins laust fyrir prestastefn-
una og ætlaði að sitja hana. Hon-
um varð kalt á leiðinni hingað og
lagðist skömmu eftir að hann kom
í lungnabólgu, er dróg hann tií
dauða.
9. þ. m. andaðist að Þverhamrí
í Breiðdal, Ari Brynjólfsson, fyrv-
alþingismaður.