Ísafold - 21.07.1925, Síða 1
~mim
EITSTJÓEAB:
J6n Kjartansson.
Valtýr Stefánsson.
Sími 498.
Anglýsingasími
700.
ISAFOL
Árgangnrinn
kostar 5 krónnr.
Gjalddagi 1. júlí.
Afgreiðsla og
innheimta
í Austnrstræti 3
Simi 500.
DAGBLAÐ MORGUNBLAÐIÐ.
50. ápg. 36. tbl.
Þriðjudaginn 21. júli 1925.
ísafoldarprentsmiðia h f.
Kaupfjelögin og menningin.
Jónas frá Hriflu ferðast um land-
ið og' segir sögur.
í 29v tbl. „Varðar“, er út kom
11. þ. m., er meðal annars frásögn
af fundahöldum Jónasar frá Hriflu
í Skagafifði. Er þar sagt frá litlu
atviki, sem menn við fljótan yfir-
lestur gefa lítinn gaum, en atvik
þetta er þess eðlis, að rjett er að
það sje athugað nánar. Atvik
þetta, þótt lítið sje, sýnir einkar
vel innræti Hriflu-Jónasar —þess
manns, sem fulltrúar samvinnu-
manna hjer á landi liafa falið að
stýra samvinnumálunum að hætti
rússneskra byltingamanna, og þess
manns, sem Pramsókn hefir valið
til þess að tala máli sínu meðal
íslenskra hænda.
A fundi þeim, er Jónas hjelt að
Lýtingsstöðum í Skagafirði, hafði
hann viljað gera greinarmun á
menningarástandinu í þeim sveit-
Qia landsins, sem kaupf jelög atörf
uðu, og hinum þar sem engin kaup
fjelög væru til. Þarf engum getum
að því að leiða, hve miklu betra
menningarástandið var, í augum
Jónasar, í þeim sveitum sem kaup-
fjelögin eru. Og Jónas var eigi
í neinum vandræðum með sannan-
ir fyrir máli sínu; hann hafði
Gróu á Leiti með sjer, og ljet
hana segja frá.
1 þetta skifti sagði Leitis-Gróa
Jónasar sögu austan úr Hvol-
hreppi í Rangárvallasýslu. Jónasi
hefir sjálfsagt fundist hann vera
kominn nógu langt frá Hvol-
hreppsbúum, og álitið að Gróa
mætti nú fá lausan tauminn. Ef
það ætti nokkurntíma fyrir Jónasi
að liggja, að heimsækja Hvol-
hreppabúa aftur, eftir viðtökurn-
ar er Gróa hans fjekk þar 1923,
geta Skagfirðingar reitt sig á, að
saga, lík þeirri er sögð var að
Lýtingsstöðum, verður sögð þar.
En þá verður dæmið tekið úr
Skagafirði, eða úr einhverjum
öðrum stað nægilega langt frá
Hvolhreppsbúum. Er þetta aðferð
Leitis-Gróu.
Sagan, sem Jónas sagði á Lýt-
ingssstaðafundinum, var höfð eft-
ir lækniskonu, er nýlega hafði
flutst úr Hvolhreppi til Rvíkur.
Sem vænta mátti átti lækniskonan
margar vinkonur í hreppnum, og
langaði til að kveðja þær áður en
hún flutti burt úr sveitinni. En
menningarástand vinkonanna var
hágborið, að sögn Jónasar. Svo
hágborið var það, að lækniskonan
Þurfti sjálf að taka með sjer kaffi,
sykur og kaffibrauð, þegar hún
fór að kveðja vinkonurnar, til
Þess að þær svo gætu gefið henni
ukaffi og með því.“ — Þannig
var sagan, sem Jónas sagði Skag-
firðingum á fundinum að Lýtings-
®töðum; og ástæðan til þess, að
jjiuenningarástandið' * í Hvol-
hvcPpi var svona bágborið, var,
sögn. Jónasar, sú, að ekkert
var til í hreppnum.
Það skiftir í rauninni engu máli,
hvort sagan um lækniskonuna,
kaffið og kaffibrauðið er sönn,
eða ein af Gróu-sögum Hriflu-
'Jónasar. Þótt sagan sje sönn, dett-
ur víst engum í hug, öðrum en
Jónasi, að setja hana í samband
við menningarástand hjeraðsins.
Skiljanlegt ætti það að vera flest-
um, að það hefir verið vegna fá-
tæktar vinkonanna, að lækniskon-
an hefir tekið með sjer að heim-
an kaffi og kaffibrauð. Læknis-
konuna hefir langað til að gleðja
vinkonur sínar með þessu. En að
fátækt beri vott um menningar-
skort dettur víst engum í hug að
halda fram, öðrum en Hriflu-Jón-
asi. —
Hvort, íbúar Hvolhrepps hefðu
verið betur efnum búnir, ef þar
hefði starfað kaupfjelag, skal ó-
sagt látið. Það hefði að sjálfsögðu
farið eftir því, hver og hvernig
því fjelagi hefði verið* stjórnað.
Vart mun það vera álit manna,
að meðlimir Kaupfjelags Reykja-
víkur — fjelagi því, er JMilu-
Jónas stjórnaði — hafi efnast
mjög af veru sinni þar, og svo
mun, því iniður, víða annarstaðar
vera. Vera má, að konurnar í
Iívolhreppnum hefðu getað borið
meira af krásum með kaffinu,
ef fjelag Jónasar, eða Guðbrand-
ar í Hallgeirsey, hefðu fengið að
láta ljós sitt skína þar, því sá er
há'tur liiimra kaupfjelaga, að
iialda að mönnum nokkuð ört
kaupum á ýmsum miður nauðsyn-
legum vörum. En hvort skuldirn-
ar hefðu orðið minni er best fyrir
konurnar sjálfar að ráða við sig.
En það telur Jónas menning-
arvott, að ausa út krásum í allar
áttir, enda þótt enginn eyri sje
greiddur fyrir, og alt standi í
skuld.
Sá, sem bundinn er á skulda-
klafann, er líka orðinn ósjálfstæð-
ur maður, og þegar farið er að
reka kaupfjelög landsins með
rússneskri fyrirmynd, er eigi lítið
unnið við það, að fá menn bundna
á þann klafa. Rússland er fyrir-
myndin.. — Þangað á að sækja
menninguna!
BYLTINGIN
í GRIKKLANDI,
og tildrög hennar.
Það þykir jafnan tíðindum sæta,
þegar stjórnarbylting verður í ein-
hverju landi, en það mun þó eng-
inn kippa sjer upp við, þótt þess
háttar komi fyrir í Grikklandi.
Þar hefir hver stjórnarbyltingin
rekið aðra síðustu árin. Hinn
stærsti viðburður í stjórnmálalífi
Grikklands á síðari tímum, skeði
1924, þá er þjóðin vjek konungi
sínum frá og stofnaði lýðveldi. —
Stjórn sú, er setið hefir að völd-
um frá í fyrra undir forustu Mic-
halakopolus, hefir ekki átt sjö
dagana sæla. Fyrst og fremst eru
fjármál ríkisins komin í hina
Erlend sorprit.
Myndin sýnir leið Amundsens og fjelaga hans norður í höf. —
Sjást flugvjelarnar á uppdrættinúm; eru þær tvær á leiðinni norð-
ur, en aðeins önnur leiðina til baka aftur.
mestu óreglu, en hitt hefir þó jafn
vel reynst erfiðara að skiftast
þegnum á við Tyrki. Hundruð
þúsunda grískra þegna hafa síð-
ustu árin horfið heim til föður-
landsins, og má nærri geta, hversu
erfitt hefir verið að útvega öllum
þessum mannfjölda liúsnæði og at-
vinnu. Ráðuneytið átti í hálfgerð-
um erjum við Tyrki í tilefni af,
að Tyrkir ráku gríska yfirbisk-
upinn á brott frá Konstantínópel
og fóru halloka í því máli. Enn-
fremur hefir Grikkland og Jugó-
slavía verið að semja um járn-
brautarsambandið frá Júgóslavíu
til Saloniki*í Grikklandi. Júgósla-
vía hefir sáralítinn aðgang að haf-
inu síðan Italía að mestu fjekk
yfirráðin yfir Fiume, og stjórnin
liefir því lagt ofkapp á að komast
að samningum við Grikki um að-
gang að Salonikihöfninni. Síð-
ustu mánuðina hafa stjórnir
nefndra ríkja rætt mál þetta á
milli sín, en árangurslaust. í
Grikklandi jókst óánægjan yfir
þróttleysi stjórnarinnar inn á við
og iit á við. Einn góðan veður-
dag eigi als fyrir löngu, komu
herforingjar nokkrir í Saloniki
sjer saman um að reka gömlu
stjórnina og taka sjálfir í taum-
ana. Flotastjórnin studdi þá að
máli, og var því ekki annað fyrir
stjórnina að gera, en að láta und-
an síga. Sagt er, að atburðurinn
hafi farið fram á mjög friðsam-
legan hátt. Takmörk nýju stjórn-
arinnar er einbeittari framkoma
bæði í innanríkis- og utanríkis-
málum, fjárhagsleg endurreisn
ríkisins og efling álits þess út á
við. Vonandi fer stjómin sjer
ekki eins geyst eins og hún lætur
í veðri vaka. Fari hún að sperra
sig um of svo til fjandskapar leiði
annað hvort við Júgóslavíu eða
Tyrkland, er Grikkland illa farið
því Grikkir eiga sjer fáa vini sem
stendur. Atburðir síðustu ára
landinu og framkoma Grikkja
•útanríkisstjórnmálum hafa gert
þetta gamla glæsilega menningar-
land einmana.
T. S.
Dýrt frímerki.
Á uppboði einu, sem nýlega var
haldið í London, var m. a. eitt
fiímerki frá „British Guyana
1856“ — 1 cents frímerki, rautt
að lit, — og var það keypt fyrir
30.000 dollara. Var það ameríku-
maður, Mr. Hind frá TJtica, sem
keypti frímerkið. Er sagt að frí-
merki þetta sje hið eina, sem til
er ií allri veröldinni af þessari
tegund, enda þetta langsamlega
hæsta verð, sem nokkurntíma hef-
ir fengist fyrir eitt frímerki. —
Frímerki þetta var í safni austur-
rísks greifa, von Ferraris, en
Frakkar náðu því í ófriðnum
mikla.
Fyrir 50 árum var verð þessa
frímerkis 6 shillings — og hefir
stöðugt hækkað síðan; en þetta
hefir það komist hæst.
Þjðð vor hefir jafnan þótt bók-
hneigð, og undrast þeir útlending-
ar, sem þekkja til á íslandi, hve
mikið kemur þar út af bókum á
I ári hverju — og hve mikið er les-
ið af íslenskri alþýðu. En það mun
og mála sannast, að margt af því
sem lesið er, sje hinn mesti óhroði.
Enda er það svo, að bókmenta- og
mál-bragð almennings má ekki
lakara vera, ef vjer skulum mega1
kallast sannmentuð þjóð. Hafa og
fleiri og fleiri sjeð það, að bók-
mentum vorum og menningu
stendur af þessu hinn mesti voðí.
Vjer erum svo fáir, Islendingar,
að vjer megum ekki við því, að
mikill hluti þjóðarinnar verði ó-
mentaður bæjaskríll — en svo erj
það með öðrum þjóðum.
Áður var það þannig, að lestur
bóka var svo að segja hin ein-
asta skemtun alþýðumanna. Bóka-
kostur var fremur lítill. Sumt af
bókunum voru úrvals rit, erþrosk
uðu menn og göfguðu. Nokkurj
hluti þeirra hafði lítið bókmentá-
gildi, en jók þekkingu lesenda á'
íslensku máli og fornum fræðum.
Mátti því ^vo heita, að alt, seni
lesið var, væri til viðhalds fornri'
og styrkri þjóðmenningu vorri.
Smátt og smátt breyttust aðstæð-
ur allar. Erlendar bækur voru
gefnar út á íslensku máli, og fleiri
og fleiri lærðu danska tungu. —*
Bókmentabragð alþýðu var ein-
hæft mjög, hið erlenda var ný-
stárlegt og svalaði fróðleiksfýsn
manna, er gjarna vildu heyra um
erlent þjóðlíf og erlenda stað-
háttu. Bókastraumurinn jókst með
ári hverju, og engar skorður vorii
reistar við hinu andlega óheil-
næmi. Verður alþýðu alls ekki
kent um það, hversu komið er,
heldur þeim, sem átt hafa að sjá
menningu vorri farborða. Og ekki
batnar við það, þó að menn berji
sjer á brjóst og rífi hár sitt. Það
hafa þeir gert áratugum saman,
en jafnan hefir ástandið farið
versnandi.
Á seinustu árum hafa heyrst
raddir örfárra manna, er ekki
hafa látið sjer nægja að býsnast’
yfir vonsku tímans og menningar-
innar, heldur hafa reynt að komá
með tillögur til umbóta. Má þar
fyrstan telja prófessor Sigurð
Nordal, og nægir að benda á rit-
gerð hans, „Þýðingar“ í Skírni
og ,Ritdóma‘ í Eimreiðinni. Ef til-
lögur hans næðu fram að gangá,
mundu menn raunar nokkru nær,
en þær eru ekki einhlýtar. Það
þarf hjer ennþá öflugri ráð. Fjöldi
manna mun, eins og nú er komið,
kaupa sorpritin erlendu, þó að
þeir eigi kost góðra bóka. Jeg sje
að Margeir Jónsson, Skagfirðing-
ur, hefir skrifað langa grein umi;
þetta efni í „Vörð“. Er þar margt
vel sagt og sumt ágætlega. Jeg
hefi ekki enn sjeð seinasta hlut-
ann af grein hans, og tek jeg haná'
því ekkí til athugunar að þessu