Ísafold - 21.07.1925, Side 3

Ísafold - 21.07.1925, Side 3
ÍSAFOLD Verkfall á Siglufirði. Síldarsöltunarstúlkur rjúfa samninga og heimta kaup- hækkun. Leggja að öðrum kosíi niður vinnu. Útgerðarmenn neyðast til að láta að kröfum þeirra. (Einkaskeyti til ísaf.) Siglufirði, sunnudag 19. júlí, kl. 7 e. h. — Síldarútgerðarmönnum hjer l)arst í gærkvöldi (laugardag) Undirskrifað skjal frá 375 síldar- stúlkum, þar sem þær boða verk- fall kl. 12 í dag (sunnudag), ef ]?ær eigi fái 1 krónu fyrir að salta funnuna. Útgerðarmenn hjeldu fund með sjer og kusu 5 manna samninganefnd og er Ásgeir Pjet- ursson formaður hennar. Bjóða út- gerðamenn 85 aura fyrir að salta tunnuna, en samningar ákváðu 75 aura. 400 síldarstúlkur halda nú fund og ræða málið. Getur þetta haft hinar alvarlegustu afleiðing- ar, ef eigi næst samkomulag bráð- lega. í dag er engin síld. A. — n. Óspektir og hark. — Á þriðja hundrað verkakvenna bægja verkfúsum stúlkum frá vinnu. Bærinn í uppnámi í fyrrinótt. (Eftir símtali í gærkvöldi). í fyrradag varð ekkert útgert ium söltunarkaupið. Útgerðarmenn voru tilleiðanlegir með að hækka það upp í 85—90 aura á tunnu, og við það sat. í fyrrinótt komu nokkur skip fnn með síld. Eitt af skipum S. úroos kom inn með 500 tunnur. Btúlkur þær, sem hjá honum voru ráðnar mættu allar á staðnum til vinnunnar. Lofaði hann þá að þeim yfði goldið það kaup sem ulment yrði komið sjer saman um, þegar nýir samningar kæmust á. En þetta þótti stallsystrum þeirra ekki nóg. Fjölmentu þær á söltunarplássið og fengu íiokkra karlmenn sjer til aðstoð- ^r. Þær aðvífandi voru um 200. Gerðist nú hark mikið og gaura- gangur, hróp og köll. Yar meðal annars æpt hástöfum: Niður með auðvaldið“, og annað í þeim tón. Með ofheldi var söltunarstúlk- um varnað að salta. Sumar sátu svo fast við sinn lteip að vinna varð þeim ekki vörnuð fyrr en þær voru teknar með valdi og þær bornar burtu. Gekk í þessu þjarki mikinn hluta nætur. í gær komu 15—1600 tunnur af síld til Siglufjarðar. Fjekst söltun á þeim öllum. En það mun hafa orðið með því móti að útgerðar- menn hafa búist við að gengið yrði að kaupkröfunni að gjalda eina krónu fyrir söltun tunnunn- ar. Samningsrofin á Siglufirði. I gærkvöldi, rjett áður en sím- ■ ;anum var lokað, sannfrjetti fsaf. það, að allir síldarútgerðarmenn a Siglufirði myndu framvegis greiða eina krónu fyrir tunnuna við söltun síldar. Undanfarin ár hefir sii vinna ’Verið borguð með 75 aurum. Hjer skal enginn dómur á það úgður hvort 75 aura kaupið var ásanngjarnlega lágt. En fremur 'virðist manni það vera sæmileg borgun, þareð hanðfljótar og van- ^r stúlkur fá með því kaupi um °g yfir 3 lrrónur á klst. Eins og fregnir frá Siglufirði ^erma, og prentaðar eru á öðrum stað hjer í blaðinu, sáu stúlk- hrnar sjer ekki fært. að vinna fyrir það kaup. — Fjórar til fimm ^rónur þurfa þær hjeðan í frá að b- á klukkustund fyrir að vinna síldarsöltun. Og síldarútgerðarmenn hafa ^eQgið að því eða ætla að ganga því, að greiða þetta, kaup. Hvort 75 aurarnir eða 1 króna ej> hið sanngjarna kaup fyrir síld- ^rsöltunina, er ekki aðalatriðið í 'Pessu máli. bað er önnur hlið á þessu . aÚ, sem lremur öllum almenn- Jei við, og hverju einasta manns- atlú í þessu landi: ^ Á Siglufirði eru ráðin nokkur hndruð kvenmanna. Gerðir eru ^iningar um ákveðið ltaup. — y.lldir það einu hvort hátt er eða Báðir aðilar hafa gengið að r^ningunum. Enginn veit annað en verkakonur sjeu ánægðar með það kaup, sem ákveðið er. Enginn hefir hugmynd um að nokkur óá- •nægja eða vandræði sjeu í aðsígi. Síldarútgerðin á Siglufirði er með allra mesta móti. Hafa út- gerðarmenn lagt sig fram til þess ó alla lund að láta síldina ekki ganga úr greipum sjer í ár. Þeir hafa lagt mikið í hættu til þess að afla stúlkunum atvinnu, er í landi bíða og samið hafa um 75 aura kaup fyrir söltun tunnunnar. Verkakonurnar híða átekta með dagpeninga sína. Enginn bærir á sjer. Alt í einu er von á því, að síld fari að veiðast í stórum stíl og út- gerðarmenn fái eitthvað sem um munar upp í þann kostnað, sem þeir hafa lagt fram — í iitgerð, dagpeninga og annað. En þá skjóta stúlkurnar á fundi, þá samþykkja þær að salta enga tunnu fyrir umsamið kaup — samþykkja í einu hljóði að ( ganga á gerða samninga, ganga á gefin loforð, og snerta ekki á þvíj verki, sem þær eru ráðnar til að; vinna. Það getur engin tilviljun verið að þær samþyktu það á laugar- daginn. Allir vissu að von var þá á síld, og yrði hún ekki sölt- uð jafnóðum og hún kom í land, þá yrði hún útgerðarmönnum að miklu leyti ónýt. Sainningnum — loforðum kasta þær góðu verkakonur fyrir horð, og nota sjer augnabliks nauðsyn vinnuveitenda á þann lúalegasta hátt. Það er þessi aðferð, þetta fram- ferði, sem kemur almenningi við, hvar á landi sem er. Afleiðingarnar eru svo augljós- ar. Enginn maður, með þetta fynr augum, getur treyst á verkamann sinn. Þó menn ráði til sín fólk fyrir ákveðið kaup til ákveðinnar vinnu, þá geta menn hjeðan af búist við því, að verkafólkið hh.upi frá gerðum samninguio, hvenær sem því þóknast. Og eftir fordæmi Siglfirðinga að dæma, þá vaknar tilhneigingin tll samningsrofa, einmitt þegar svó stendur á, að vinnuveitendur eru varnarlausir. Ánægjustund er það í herbúð- um Bolsa, er þeir sjá slíkan ávöxt af boðskap sínum. Glaður verður Hallbjörn og Olafur og alt þeirra lið. — Þeir liafa sannarlega ástæðu til þess. Þeir fengu því að vísu ekki íramgengt í ár, að Samband ísl. samvinnufjelaga styrkti blað þeirra. í ár verður peningum bænda eigi varið til þess að út- breiða boðskapinn um „hágöfugt“ hlutverk samningsrofanna. Ennþá geta þeir ekki sýnt það svart á hvítu að fje hændanna sje notað til þess að grafa allan grundvöll undan verltafólkshaldi í landinu. En aðferð þeirra hefir fest ræt- ur í sjóplássunum. Hún er notuð á Siglufirði nú. Og hver veit hve lengj íslenskir bændur geta treyst því, að verkafólkið svíki þá ekki þegar mest á ríður. Ennþá er mikill meiri hluti ís- lensks verkafólks og íslenskrar alþýðu öðruvísi sinnaður en Sigl- firðingarnir. i S En alt tekur sinn tíma. Og hver veit hvenær Bolsar ráða í sveitun- um. Hefir einn helsti frumherji jafnaðarmanna hjer á landi og samherji Ólafs Friðrikssonar, Jó- nas frá Hriflu, ekki ferðast um sveitirnar nií undanfarið á kostn- að bænda? Er hann ekki enn í bændaflokknum 1 Jú, sannarlega. Þeir Ólafur Friðriksson og Hall- björn og allir þeirra fjelagar geta átt sjer bjartar framtíðarvonir, ef íslenskir verkamenn svæfa hjá sjer alt velsæmi og sómatilfinn- ingu og feta í fótspor Siglfirð- inganna. Dánarfregn. Afli landsins frá 1. janúar til 15. júlí 1925. Samkvæmt skýrslu frá „Fiskifjelagi íslands“ Stórfiskur Smáfiskur Ýsa Ufsi Samtals SUÐURLAND: 122.700 28.691 697 31.879 183.967 VESTURLAND: 18.941 9.252 613 2.222 31.028 NORÐURLAND : 5.417 2.280 152 24 7.873 AUSTURLAND: 6.579 4.553 932 52 12.116 Skpd. 153.637 44.776 2394 34.177 234.984 Aths. Skeyti frá Austfjörðum ókomið. Þann 9. þ. m. andaðist austur á landi, á Þverhamri í Breiðdal, Ari Brynjólfsson fyrrum alþingis- maður, fullra 76 ára. Hafði Ari búið á Þverhamri síðan 1891, þar tii fyrir fáum árum að hann brá búi, en var þar þó til æfiloka, ásamt konu sinni, Ingibjörgu Högnadóttur, sem enn er á lífi, hjá dóttur sinni Önnu og tengda- syni sínum, Þorsteini Stefánssyni búfræðingi. Er Þorsteinn bróðir Halldórs Stefánssonar á Torfastöð um alþingismanns og þeirra syst- kina. Ekki er jeg svo ættfróður, að jeg geti rakið ætt Ara nje lconu hans, enda mun saga þeirra verða síðar skráð nánar en hjer verður gert. Ekki veit jeg heldur neitt grelnilega um æfiferil þeirra fyr en eftir að þau fluttu að Þver- hamri vorið 1891, eins og áður er sagt, þá frá Heyklifi, sem þá einnig ásamt Öllum Stöðvarfirði taldist í Breiðdalshreppi, en það man jeg, að þá þegar var Ari einn af mestu skörungum og virð- ingamönnum Austanlands og kunn ur orðinn fyrir dugnað sinn og áhuga á landsmálum, enda orðinn forustumaður í sveita- og sýslu- málum. Oddviti var hann þá orð- inn í Breiðdalshreppi hinum forna og hjelt því starfi áfram í Breið- dalshreppi í mörg ár, eftir að hreppnum var skift í tvö sveit- arfjelög. Jafnframt lengi sýslu- nefndarmaður. Ari ólst upp á Ósi í Breiðdal, hjá sjera Jóni Hávarðssyni, er þar settist að, þegar hann misti sjónina og varð að hætta prest- skap í Heydölum. Á æskuárum Ara var það ekki venja að halda unglingum mikið til náms, umfram kristindóms- fræðsluna, þeim sem ekki áttu að ganga „skólaveginn“, en Ari var snemma framgjarn og námfús. Færði hann sjer það því vel í nyt að vera uppalinn við góðan bóka- kost mjá velmentuðum fræðimanni svo sem fóstri hans var. Varð hann því betur að sjer en flestir jafnaldrar hans óskólagengnir, og las alt fram á síðasta ár allar bestu fræðibækur, sem gefnar voru úi; á íslenska tungu. Ari var maður stórhuga og fram kvæmdásamur. í Stöðvarfirði stundaði hann sjávanitveg, og var þar framkvæmdarstjóri fyrir út- gerðarfjelagi bænda úr Breiðdal og Stöðvarfirði. Um eitt skeið var hann verslunarstjóri fyrir útibúi frá verslun C. D. Tuliniusar kon- 'súls og kaupm. á Eskifirði. Full- trúi Gránufjelagsins frá því jeg /man, og þar til það fjelag lagð- ist niður. Smíðar — einkum trje- smíði — stundaði hann og allmik- ið með búskapnum og var sjálfnr sá fyrsti maður, þar um slóðir, sem reisti sjer timburhús til íbúð- ar i staðinn fyrir baðstofu. Þrátt fyrir dugnað sinn og fram takssemi varð Ari aldrei efnaður inaður. Hann var ör á fje, greið- vikinn og gestrisinn með afbrigð- um, og fljótur til fjárframlaga, þegar um framfarafyrirtæki eða góðgjörðastarfsemi var að ræða. í stjórnmálum fylgdi liann fast Benedikt; Sveinssyni sýslumanni, meðan hann var flokksforingi, en síðan Heimastjórnarmönnum fram á árið 1908, en millilandafrumv. líkaði honum ekki, svo að hann studdi sjálfstæðismenn úr því, þar til þeirri deilu lauk, en um þær mundir sleit samvistum okk- ar, svo mjer er ekki vel kunnugt um, hvernig hann nú á síðustu árum hefir litið á deilumál íhalds- og Framsóknarffokksins. Til að fylgja andlátsfregn þessa 'mæta merkismanns vit um bvgðir landsins, læt jeg þessi fáu minn- ingarorð nægja, því jeg veit, að saga hans og konu hans verður síðar nánar skrifuð. B. R. St. Fiskiveiðar við Newfoundland. Símskeyti frá Montreal 11. jvilí segir, að lítill afli sje við suður- strendur Newfoundlands. Neta- fiskveiðar fyrir suðurströndinni árangurslausar. Fyrir norður- ströndinn lítil veiði. Engin ný tíðindi frá Labrador. ís enn land- fastur við norðurströndina. Búist við, að fiskveiðar fari að glæðast bráðlega. n Mokafli í Davissundi. Loftskeyti til „Berlingske Tid.“ frá Kai R. Dahl blaðamanni, sem er á færeyskum fiskikúttera á Grænlandsmiðum er svohljóðandi: Geysimikið þorskfiskirí í Davis- sundi. Þar iiir og grúir af fiski- skútum, botnvörpungum, línubát- um, fiskgeymslu og saltskipum. — Sjerstaklega hafa færaveiðar hor- ið góðan árangur. Á „Agnesi“ drógu þeir í gær 400 stórþorska, en á „Vesthavet“ á fjórum dögum 500. Fari svo fram sem nú horfir við, munu skipin öll fullferma á hálfum mánuði. tr- Bretar fá sömu rjettindi og Norðmenn í Austur-Grænlandi. Danska utanríkisráðuneytið og breski konsúllinn hafa skifst á orðsendingum, er hafa leitt það af sjer, að breskir ríkisborgarar, fje- lög og skip fá að njóta bestu kjara í Austur-Grænlandi, að frá- skildum þeim rjettindum, er Dan- mörk hefir veitt eða kann að veita íslandi. Samkomulag þetta, sem er- uppsegjanlegt með árs fyrir- vara er skrásett hjá Alþjóða- bandalaginu. Af þessu leiðir, að þau skilyrði sem norskir ríkis- borgarar, skip og fjelög hlutu, samkvæmt samningum frá 9. júlí 1924 við Noreg, gilda einnig fyrst um sinn fyrir breska ríkisborgara, sbr. lið 7 í tilk. Grænlandsstjórn- arinnar frá 5. júlí 1924. Kirkjufundur í Osló. Símað er frá Osló, að evangilisk lúterskur kirkjufundur, er sóttur verði af mönnum úr öllum lönd- um heims, verði haldinn þar í september. Ereska stjórnin lætur til sín takaj í kolanámu-málinu. Símað er frá London, að stjórn- i hafi ákveðið að taka í taumana1 í kolanániumálinu. Lætur hún lík- lega setja á stofn rannsóknardóm- stól. Verðlaun fyrir björgun. peir Árni J. Johnsen5 Vest- mannaeyjum og Grímur Sigurðs- son, Jökulsá, Flateyjardal í S.- Þing., hafa fengið verðlaun úr Carnegiesjóðnum fyrir vaskleika. við bjarganir, Árni 400 kr., en. Crímur 600.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.