Ísafold - 03.11.1925, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.11.1925, Blaðsíða 2
2 ÍSAFOLD - „K v æ ð i“ Guðm. Friðjónssonar. L Höfundur þessarar bókar bef- ir margt skrifað um dagana, frá því fyrst að hann hóf ritstörf. Hann hefir gefið út ljóðabók, „Ltr heimahögum“, skrifað skáldsögu, samið fjöldamargar smásögur og dreift í blöð og tímarit lands- ins grúa af greinum um ólíkustu efni. — Sumt af þessu hefir fallið dautt til jarðar eftir fyrsta lestur og gleymst. — Bumt, líklega meiri hlutinn, lifir, ©g mun lifa, bæði af ljóðum hans og sögum. Því G. Fr. hefir oft sagt það, sem jafn bókelsk þjóð og skáldhneigð og íslendingar eru, gleymir ekki. — En í þessari Ijóðabók hans hygg jeg vera það, sem hann hefir besf sagt og snjallast, og sem lifa mun lengst a'lra hans verka. Hann er, eins óg rnenn munu hafa tekið eftir, meira ' ióðskáld en söguskálu. En þarna' <-ru hans ágætustu og eftixminni- legustu kvæði — mannlýsinga- kvæði hans mörg og eftirmæli. Guðmundur Friðjónsson. II Það er gaman að bera saman ,Úr heimahögum1 og þessi ,Kvæði‘ Guðmundar. Á milli þeirra liggur langur tími. Munurinn er líka mikill. Þó eru sömu persónuein- kennin, sama röddin, sami merg- urinn og mátturinn í máli. En alt ev orðið fágaðra, hugsanirnar skýr ari, myndirnar sannari, málmur málsins enn skygðari og yrkisefn- ir. stærri og fjölbreyttari. „Úr heimahögum“ orti maður, sem bar í sjer frumleikann, leitaði að honum og lenti oft í öfgum. En „Kvæði“ yrkir sá, sem frumleik- inn, persónuleikinn er sprunginn út í í fullum glæsileik. Nú þarf ekki að leita hans. Hann er orð- inn hið ráðandi afl, mótið, sem gefur kvæðunum svip, yfirbragð, ættarmerkið. Það er óþarfi að fara nokkrum sjerstökum lýsingarorðum um þann svip, sem er yfir kvæðum G. Fr. Alþjóð veit, að þau eru engin tilfinningaleiftur, engir eldslogar augnablikshughrifa. Þau eru eins og mikil, breið, djúp og tíguleg vatnsföll, sem velta fram með sterkum straumi, og stundum m.iklum og þungum gný, svo land- ið og loftið umhverfis skelfur við. Það er máttur málsins, þróttur hugsananna og sterkar og litauð- ugar myndir, sem gefa þeim þenn- an svip. Gnðm. Friðjónsson er meira en íslenskt skáld. Hann er norrænn Bragi. Hann yrkir jafn vel um efni frá fornöld Norðmanna og um íslensk efni. Norrænn andi er furðulega lifandi í honum. Og þetta er merkilegt, þegar þess er gætt, að hann er takmarkað skáld — á ekki landnám listar sinnar nema á fremur þröngu sviði. En þar er hann líka afburða snjall oft. m. pau kvæðin, sem bera af í þess- ari bók, eru mannlýsingakvæðin. kvæði Guðm. Friðjónssonar, er hann yrkir um sjerkennilega, stór- brotna menn, annaðhvort lífs eða liðna; þar er hann í essinu sínu. Hjer er ekki rúm til að draga fram nema örfá atriði þessu til sönnunar. Eru og mörg þessi kvæði hans kunn. í kvæðinu um Kristján Jóhanns- son ferjumann, segir hann meðal annars: Veigadrotni vann hann eiða, var hans þegn til efsta dags. Hlína ljet í hugskotinu hlátra-guð til sólarlags, — eldaði mafgan aftanroða öldungi með snjóhvítt fax. Jeg skil ekki í öðru en þessi vísa lærist hverjum, sem hana les, jafnvel þó stækur andbanningur sje, svo frumleg og ljós er mynd- in, sem hún bregður upp af mann- inum, bæði af útliti og skapgerð.* x'a er og sama snildarbragðið á eftirmælunum um Þórarinn Jóns- son á Halldórsstöðum, Jóhann Sig- urjónsson og ýmsa fleiri. Um Þór- arinn segir hann: Ernir falla, hníga haukar, hrynja í valinn ættarlaukar. Þar fór sá, er hærra horfði heldur en dægurflugna mer’ð; allajafna einn á ferð, eldibröndum skjóta þorði, vitring stóð í speki á sporði, spentur andans megingerð. Síðasta erindið í kvæðinu um Jóhann er þannig: Með lotningu lýt jegVjer föllnum, uns legst jeg í sex feta þró, sem arnsúginn dróst frá Oræfa- tind til Alpanna, og lengra þó, — sem fluttir orðstír vors fátæka lands, en flugríka, margri þjóð, sem hafðir í tungurót Hávagull, á hraðbergi andans glóð. Snjalt kvæði og mikilúðugt er Hrærekur blindi. Þar sjest mál- kyngi Guðmundar, órðauðgi og þróttur líkinganna. Sama er að segja um „Grettisbæli í Oxarnúp* og „Dettifoss“, bæði ort undir lirynhendu hætti. pað er skeið- jvöllur, sem skáldfákur Guðmund- j ar fer með mestum kostum á. I En það eru fleiri góð kvæði í bókinni en mannlýsingakvæðin, t. d. „Tunglskinsnótt“, „Lóur“, {„Haustmerki“ og fjöldi annara. „Helsingjar“ sýna afburða vel , rímfimi höfundar. Egill kvað ekki altaf Sonatorrek eða Höfuðlausn. Mestu máli skift- ir, að í þessari bók hefir Guðm. reist sjer óbrotgjarnastan minnis- varða. par hefir hann lagt í bók- * mentasjóð þjóðarinnar sitt mesta verk. J. B. -o—0O0—o- um Berha. Samanburður á þeim og íslendingum til forna. Eftir dr. Jón Stefánsson. Vitaskuld er það, að ekki eru öll kvæðin í þessari bók jafn goð. Sum hefðu sjálfsagt mátt eftir liggja, án þess að bókin hefði minkað að listgildi eða lífsgildi. En svo er um hvern afreksmann, að hann gerir ekki altaf jafn vel. Menn hafa forvitnast um Ber- ba og viljað vita meira um þá. j Höfðingjavald og þingvald er líkt hjá þeim og var hjá íslendingum fyrir 1262. Ættbornir menn, sem hafa áunnið sjer hylli manna fyrir afburða vit eða hreysti, hafa öll mannaforráð. Þeir ráða úrslitum : 4 þingum. Þing þeirra og þinghá, þ. e. umdæmi hvers þings, kallast „djemaa“. Nú er sann^ð, að rúss- | neska orðið „dúma“ er komið úr í norrænu. Á elstu forn-ensku, á | undan víkinga-öldinni, eru lög kölluð „dómas“ (dómar). Er kyn- 1 legt, að svo líkt ohð skuli verða \ brúkað um svo líka stofnun í Norð j ur-Afríku, þó það geti verið af ; hendipgu. Öll lög Berba eru eld- garnlar venjur, sem eru svo sam- grónar holdi þeirra og blóði, að þó enginn stafur þeirra sje settur á bók og þær sjeu aðeins geymdar í minni og munnmælum, þá er þeim fylgt langtum betur en rit- uðum lögum. Líkt er Englending- um farið. Stjórnarskipun þeirra er ekki til á" pappírnum, en þó má hvergi út af henni bregða. Kyn- slóð eftir kynslóð rígbindur sig samt við hana. j Ætt og ættmenn standa að baki hvers einstaklings, er gert er á hluta hans. Ef kona segir skilið j við mann sinn, heimtar ætt henn- ar heimanmund hennar og miklar bætur af fje og eignum bónda, og j gengur eins ríkt eftir því og á söguöldinni. Saktal og sárabætur ■ er eins nákvæmt hjá þeim og í , Grágás eða í Gulaþingslögum. — jGjöld vaxa og þverra eftir því sem ætt stendur til; nánustu ætt- ingjar hins vegna fá mest, firn- ustu minst. Manngjöld eru sniðin eftir því, hvers virði maðurinn er. Hersar og höfðingjar eru bættir líkt og Snorri og Njáll, og mann- gjöld fyrir þá eru ekki numin við nögl. Gömul drengskaparvenja hjá þeim er, að, ef fjandmaður flýr á náðir eða á heimili manns, — þreyttur, þyrstur eða svangur, — þá er honum veittur besti beini og fylgt úr hlaði þang- að sem hann er úr allri hættu. — Sögusagnir um afrek og afreks- menn ganga mann frá manni. — Þjóðsögur þeirra bera vott um auðugt ímyndunarafl. Berba-há- ' skólinn í Babat, sem Lyautey hef- , ir stofnað, er að safna þeim. Ly- autey gaf 1914 lagaboð um, að allir Berbar skyldu halda sjálfs- forræði og hjeraðsstjórn og göml- um lögvenjum, en ekki vera háðir hinni arabisku löggjöf soldáns í Marokkó. jpessi gamli sáttmáli Berba er nú 11 ára gamall, en samt talinn órjúfanlegur. Nafnið Berbar er arabiskt orð, „óskiljanlega mæl- andi“, sjálfir kallast þeir Amazígh eða Imazirh, þ. e. frjálsir menn. Ber þetta alt að sama brunni, að þeir sverja sig í norræna víkinga- ætt og eru nauða ólíkir öðrum Norður-Afríkubúum. Atlasfjöllin hafa í þúsundir ára verið skjól og varnargarður Ber- ba. Þau eru jafnhá hæsta tindi Alpafjalla þar sem þau-eru hæst, 14—15 þús. fet, og vaxin sedrus- viði langt upp í hlíðar. Grikkir og Rómverjar hjeldu, að jötuninn Atlas bæri sjálfan himininn á herðum sjer. Herkúles kom til j hans og bað hann að finna fyrir | sig Hesperída-eplin, því enginn annar vissi hvar þau voru niður- j komin. Herkúles hjelt svo uppi himninum á öxlum sjer, meðan hinn var að leita. Nafnið Atlas er ! afbakað af Adrar, sem er fjall á Berbamáli. Það er auðsjeð að í j augum Berba ,eins og Grikkja og Rómverja er þetta fjallið allra fjalla, og þó voru Alpafjöllin rjett í nágrenni við Rómverja. — Snjór bráðnar ekki á sumrum á tindum Atlasfjalla. Frost og funi búa þar saman, því brennheitir sandar liggja skamt frá fótum jöklanna í hitanum og heiðríkj- unni. Sedrusviðurinn verður oft 120 fet á hæð fyrir neðan miðjar j hlíðar og er töluvert hærri en á j Libanon. Berbar hafa hann að ’ eiclsneyti og hann gefur góðan og sætan ilm. Þeir taka sjer bað í heitum sandinum, velta sjer í hon- j am og nudda sig með honum eða gráfa sig í hann. Þeir lælcna sig ' með honum á ýmsan hátt og hann er þeim bót margra meina. Leggja: þeir mikinn átrúnað á hann. I Berbakvæði einu eys elskhuginn brennheitum sandi með báðun lúkum yfir höfuð ástmeyjar sinn- ar eins og hann væri að vígja hana með vígðu vatni og óskar um leið að árnaðarorð sín rætist — og margfaldist eins og sandkorn- in. 1 öðru kvæði tekur Berbi svik- ult hjarta ástmeyjar sinnar og gefur það hræfuglum að bráð, og hlakkar þegar þeir slíta það sund- ur, tægju fyrir tægju, en þeim verður ílt af, því hjartað er svart að lit og banvænt. Þegar maður kynnir sjer kvæði Berba, þá er eins og ljósi bregði yfir forna skáldskapinn, sem er að drukna í málfræðisstagli, því þarna er hann lifandi hold og blóð. Uti heyri ek svan sveita, sára þorns er morgnar, — bráð vekur borginmóða, — bláfjallaðan gjalla. Það er ekki von að vjer höfum eins mikla unun og yndi og þeir af því, að Brandar hleyptu ört úr undum* ærnu blóði danskrar þjóðar. Við skiljum ekki sálarlíf þessara manna. Grimd og harðfengi Berba er svo frábær, að við öfgum ligg- ur. Eyðimörkin mikla, Sahara (áherslan á fyrsta atkvæði), er á næstu grösum við þá fyrir sunnan Marokkó. Þar búa á ýmsum frjó- um blettum hinir hreinu, ómeng- uðu Berbar, en í Marokkó er varla meír en tíundi hluti þeirra, sem ekki er arabiseraður og mælir ekbi á arabisku. Nú sverfur að þeim, en þeir hafa átt í vök að verjast áðurf þegar þeir urðu að lúta Rómverj- um. pað sýnir best að Berbar eru ódrepandi, að margir af helstu rithöfundum, skáldum og guð- fræðingum og vísindamönnum hins, kristna Rómaveldis voru Berbar frá Norður Afríku. Það hefir ætíð verið skeggöld og skálm öld hjá þeim innbyrðis, ef ekki út á við. Að verða vopndauður en ekki sóttdauður er í þeirra augum rnesta hnoss. Rauði kross Svía hefir skrifað aðalstjórn Rauða krossins í Genf um að senda Berb- um lækna og hjúkrunarkonur og meðul. Svarið var að Berbar hefðu aldrei beðið um það. Nú hafa Ev- rópumenn slegið hring utanum þá í Riff-fjöllunum, svo að enginn kemst ihn til þeirra nema fuglinn fljúgandi. Mælist þetta því afar- iila fyrir og mun það vera sjer- staklega Spánverjum að kenna, því þeir vilja ‘hefna sín fyrir ófar- ir sínar. í Atlasafjöllunum er alt með friði og spekt. Þó Lyautey, vinur Berba, sje farinn frá, þá halda Frakkar fast við alla hans stjórn- arháttu. Hann vildi gera Berbum svo hátt undir höfði, að með tím- anum fengju þeir tögl og hagldir í Marokkó á sama hátt og Búar hafa náð forráðum í hinum ensku Bandaríkjum Suður-Afríku. — Frakkar líta fram í tímann og sjá nýtt Frakkland, eða frönsku mæl- andr land rísa upp fyrir sunnan Miðjarðarhafið, bygt þessum hrausta þjóðflokk. Þeir ætla hon- um að yngja upp Frakka og taka við ljósi menningar og mentunar af þeim. Þá verður Frakkland og ekki Italía erfingi Rómaveldis, þó að Frakkar sjálfir úrkynjist og úrættist. Sven Hedin hefir tekið máli Berba og ritað skörulega um, hver óhæfa það er, að stórveldi sjeu samtaka' um að drepa konur og börn með eitri og sprengivjelum úr lofti ofan. Frakkar svara: Býsna skal til batnaðar. Ef á annað borð á að buga Berba, þá er betra að skjóta þeim svo mik- inn skelk í bringu, að þeim falli allur ketill í-.eld, en að fara að heyja langvinnan ófrið við þá. Ef Frakkar sjá um, að kjör Berba í Riff verði lik og í Atlas- fjöllunum, þá er þeim borgið. Frá Magnúsi Guðmundssyni. Símasaimiingarnir og varðskipið. Samkvæmt tilkynningu frá scndiherra Dana dags. 29. okt. — hefir Magnús Guðmundsson, at- vinnumálaráðherra skýrt tíðinda- manni frá Berlingske Tidende frá því, að komin sjeu 15 tilboð um byggingu á varðskipi, frá dönsk- um, þýskum og enskum skipa- smíðastöðvum. Ætlar hann að fá danskan verkfræðing sjer til að- stoðar, til þess að gera út um hvaða tilboði skuli taka. Um símas^mningana segir hann, að helst sje að því hallast að nota bæði» loftskeyti og sæsíma fram- vegis til skeytasendinga milli ú> lands og útlanda. Þó komið geti 11 mála að nota sæsímann eingöngu eins og hingað til, ef símagjöldia lækkuðu að miklum mun. /

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.