Ísafold - 03.11.1925, Blaðsíða 4

Ísafold - 03.11.1925, Blaðsíða 4
- 4 1 S A F 0 L D Okuhraði bifreiða. Tryggvi Magnússon er einn af Kinum efnilegn ungu listamönn- ■«m vorum. Hann hefir lagt fyrir sig allskonar teikningar, meira en flestir aðrir listamanna vorra. Tfndaufarnar vikur hefir Tryggvi teiknað myndir í aukablað Morg- nnblaðsins sem kemur út á sunnu- dögum, og nefnt er „Lesbók“ Morgunblaðsins. H.jer eru tvær teikningar eftir Tryggva, er tákna bifreiðaakstur- inn á götum höfuðstaðarins. Eins og nærri má geta, má ekki taka þessar teikningar alt of „bókstaf- lega.“ Hraðinn samkvæmt lögreglusamþyktinni. Oft hefir ökuhraði bifreiðanna verið gerður að umtalsefni hjer í blöðum. Sjaldan hefir verið minst á lögreglusamþyktina í því sam- brndi. Fáir þekkja ákvæði henn- ar, viðvíkjandi ökuhraðanum. — Þau voru gerð þegar bifreiðaakst- ur var hjer á bernskuskeiði, og rnönnum, fanst með öllu óþarft að iara nokkurntíma harðara en biessuð hrossin höfðu farið áður. Lögreglusamþyktin ákveður bif- reiðahraða eftir því. Fundið er að því, hve bifreiðar þeysi hart um götur bæjarins. -— En hvernig færi, ef fylgt væri lögreglusamþyktinni ? Iíefir Tryggvi Magnússon dreg- ið upp á blað, hvernig hann lítur á málið. Nú.geta menn valið um hvað þeir kjósa heldur — flýtirinn eða löghlýðnina. -0-OQO--0- f niðurjöfnunamefnd á Akur- ej'ri er nýkosinn án gagnsóknar, Einar Gunnarsson, verslunarstjóri í stað Halldórs Friðjónssonar, ritstjóra. Málsókn hótar Brynleifur templ ari Gunnlaugi Tr. Jónssyni á Ak- ureyri, út af ummælum í íslend- irgi. — Þetta er ungt og leikur sjer. Dómur í hjeraði f jell nýlega í landamerkjamáli miklu milli Galt- arholts og Svignaskarðs í Borg- arfirði. Galtarholtsbóndinn vann. Nýbýli og landnám. Á laugar- daginn kemur, verður fundur hald inn að Tryggvaskála. Þar kemur stjórn fjelagsins „Landnám“ til skrafs og ráðagerða við nefnd eina, sem Flóaáveitufjelagið hef- ir kosið til þess að athuga hvern- ig koma eigi upp nýbýlum í Fló- anum, þegar áveitan er komin í lag. — Reitingsafli er í verstöðvunum austan fjalls, þegar á sjó gefur. Sama er að frjetta frá Eyjafirði. Ungmennafjelagshús, veglegt og vandað, var vígt um fyrri helgi á Sauðárkróki. Er mikið fram- tak og dugnaður í ungmennafje- lagi því er þar starfar. Aðal-fram- kvæmdamenn í f jelaginu eru m. a. Eysteinn Bjarnason Jónssonar frá Vogi, Valgarð Blöndal, Páll Jóns- son, snikkari. Hjeraðsvötnin rifu' farveg í bakkana norðan við Vindheima- brekkur í flóðunum í sumar. Var ekkert sýnna en þau myndu ryðja sjer þar mikinn farveg, ef ekk- ert yrði gert því til varnar. En með því móti er hætt við, að þau geti gert hinn mesta usla í Hólm- inum. Nú undanfarið hafa margir menn verið í vinnu við að gera þarna fyrirhleðslu og varnargarð. Verkstjóri er þar Lúðvík Kemp. Hefir vegamálastjóri sagt fyrir um hvernig verkið skuli vinna. Hjer á dögunum fótbrotnaði þar emn verkamanna Friðrik Sigfús- son (frá Pyttagerði). Valt steinn ofan á hann. Jakob Krisitinsson og frú hans, voru meðal farþega á Botníu til utlanda í gær. Ætla þau fyrst um Leith til Lundúna, þaðan til Par- ísar, og til ítalíu. Ætlar frúin að vera í ítalíu meðan sjera Jakob fer til Egyptalands og Indlands. Ætlar hann að dvelja hálfsmán- aðartíma í Egyptalandi og sex vikna tíma í Indlandi. Landhelgisbrot. Islands Falk kom inn nýlega með þrjá tog- ara, er hann hafði hitt að ólög- legum veiðum fyrir sunnan land. Voru togararnir allir þýskir og heita: „Neufundland“, H. C. 106 frá Cuxhaven, skipstjóri Otto Taueri. Hann var kærður fyrir „hlerabrot“ nú, en dæmdur fyrir samskonar brot á Eskifirði 1907, og fjekk þess vegna 7000 kr. sekt nú. Annar togarinn hjet „Jupi- ter“, P. G. 301 frá Geestemunde, skipstjóri Hermann Heuer. Var kærður fyrir ólöglegar veiðar og dæmdur í 12500 kr. sekt. Sá þriðji hjet „Ernst 'Wittpfennkig“ P. G. 302 frá Geestemiinde, skip- stjóri Friedrich Seemund. Var hann einnig kærður fyrir ólög- legar veiðar og dæmdur í 12500 kr. sekt. Afli og veiðarfæri var gert upptækt í öllum botnvörp- ungunum. Skipstjórinn á „Neu- fundland“ áfrýjar dómi sínum til hæstarjettar, hinir ekki. „Straumhvörf í stjórnmálum Evrópu", grein Tryggva Svein- björnsson, er býrjar hjer í blað- inu í dag, hefir tafist, kom ekki hingað fyr en með Gullfossi. En þó fundurinn í Locarno sje nú um garð genginn, og aðalárangur hans sje nú kunnur hjer, mun lesend- um ísaf. kærkomið að fá þetta yfirlit Tryggva. Án efa er þessi fundur í Loearno merkasti fund- urinn, sem haldinn hefir verið síð- an vopnahlje komst á. Námsskeið heldur Búnaðarfje- lag íslands um þessar mundir fyr- ir trúnaðarmenn sína, þá er meta og mæla jarðabætur samkvæmt jarðræktarlögunum o. fl. Um leið er námsskeið fyrir eftirlitsmenn, fyrir „eftirlits- og fóðurbirgðafje- lög.“ Námsskeið þessi byrjuðu í vikunni sem leið. Nokkrir þátt- takendur koma þó ekki fyrri en með Esju í þessari viku. Þeir verða als um 30. • Kaupfjelag Reykvíkinga. — í Alþýðublaðinu hótar stjórn kaupfjelagsins þeim viðskiftavin- um sínum, og öðrum, er skulda fjelaginu, málsókn, ef eigi verði búið að greiða skuldina, eða semja um greiðslu fyrir 15. nóv. n.k. Dálaglegur verslunarmáti að tarna; fyrst að stofna til skuldaverslunar, og svo, þegar það er búið, þá ’að afhenda mál- færslumanninum allan ' skuldalist- ann, og skipa honum að inn- heimta! Hvað mundi samvinnu- skólastjórinn segja um kaupmann, sem þannig færi að? Fjárhagsáætlun ísafjarðar- kaupstaðar. ísafirði 29. okt. ’25. FB. Bæjarstjórnin afgreiddi fjár- hagsáætlun í gærkvöldi: Tekjur alls 384 þús. Útsvör 161 þúsund, í fyrra 149 þús. Af nýmælum stendur til viðgerð á vatnsveit- unni, 10 þús., til stofnunar kúa- bús á Seljalandi 5 þús. Kosning fór fram á 1 manni í niðurjöfn- unarnefnd. Ketill Guðmundsson var sjálfkjörinn af lista Alþýðu- flokksins. Vjei ernm kaupendur að fiski fullverkuðum, hálfverkuðum o® app úr salti á ðllum útskipunarhöfnum í kringum landið. GJÖRIÐ OSS TILBOÐ. Útvegnm með stuttum fyrirvara heiía kolafarma með l«g»tat verði hvert sem er á landinu. ÐræOurnir Proppé Reykjavik. Alþjóðabandalagið og Balkan- málin. Símað er frá París, að fram- kvæmdarráð Alþjóðabandalagsins hafi í hyggju að koma upp gerð- ardómstól fyrir Balkanríkin, er úr- skurði í deilumálum þeirra, er upp kunna að koma í framtíðinni. Af- skifti Alþjóðabandalagsins af grísk-búlgörsku þrætunum og hinni yfirvofandi styrjöld milli þeirra hefir stórum aukið álit Al- þjóðabandalagsins. Skothríð Frakka á Damaskus. Alt í báli. Símað er frá London, að ná- kvæmar upplýsingar hafi nú bor- ist þangað um skothríð Frakka á Damaskus. Þrjá þúsundir manna voru drepnar og fjöldi særður. — Aldagamlar byggingar eru í rúst- um eftir skothríðina. Ákafleg æs- ing meðal íbúanna. Uppreistar- hreyfingin breiðist út eins og eld- ur í sinu. Bresku og amerísku sendiherrarnir krefjast geysilegra skaðabóta. RafgeymiPy „Delco-Light“, 25 Cellur til sölu. Einstakar Sellur fást keyptar. — Rafgeymirinn er notaður, en fæst með tækifærisverði. A. S. í. vísar á. Hryðjuverkin í Bessarabíu. Rúmenar haía myrt á 3. þúsund manns án dóms og laga. Borg á sjávarbotni? Símað er frá Moswka, að versl- unarskip á leið til Persíu, hafi sjeð borg á hafsbotni í Kaspiska flóa. Götur og byggingar sáust greinilega. Óeirðir enn í Kína. Símað er frá Peking, að borg- arastyrjöld sje hafin víðsvegar um ríkið og er orsökin deilur milli landstjóranna. Frá því var skýrt í blaðaskeytum hjer fyrir nokkru síðan, að Rú- menar hefðu á þessu ári,gert sig seká í ægilegum hryðjuverkum. Sögusagnir þessar eru hafðar eftir tiðindamanni „Daliy Chronicle“, sem er í Berlín. Honum segist þannig frá: Tildrög þessara hryðjuverka byrjuðu fyrir ári síðan. í bæ einum fámennum í Bessara- bíu, sem heitir Nikolajevo, bar það til í fyrrahaust, að hermenn nokkrir drápu bónda einn. Vildi bóndinn eigi láta hermönnunum í tje matvæli endurgjaldslaust. — Höfðu hermenn engin umyrði um þetta, en skutu hann til bana. Morð þetta vakti mikla eftir- tekt og æsingar meðal almennings þar' í hjeraðinu. En í stað þess að yfirvöldin tækju morðingjana höndum, tóku þau málstað þeirra. Óánægja almennings vegna morðs- ins skoðuðu yfirvöldin sem upp- reisnaranda, sem beint væri gegn sjer. Brátt fór að bera á margs- konar óeirðum. Þegar þær tóku að magnast, ákvað stjórnin að „taka föstum tökum“ á málmu. Afskifti yfirvaldanna urðu meðal annars þau, að bærinn Nikolajeva var skotinn í rúst, svo og tveir aðrir bæir í nágrenni hans. 200 bæjarbúar fjellu í þeim bardög- um, en 89 manns, sem flúðu í ki’rkju, voru dregnir út úr kirkj- unni og höggnir. Að því búnu var send út frjett um það, að stjórnin hefði unnið sigur á uppreisnarmönnum. par var frá því sagt, að 2000 uppreisn- armenn væru þegar líflátnir. — Kunnugir segja, að yfirvöldin hafi tekið upp margskonar siði mið- aldaharðstjóra; margir „uppreisn- Er þvegið úr Persil víðar en á íslandi? Verksmiðjur Henkel & Co., Diiseldorf, sem búa til Persil, nol a tii þess 8 potta eða katla. Hvert þessara íláta tekur 8 járnbrautar- vagna, en hver vagn tekur 15 ton, eða til saman 960 tonn. Þetta er framleitt á hverjum degi af þess- ari einu vörutegun. Það samsvar- ar 300 förmum í Gullfoss á ári. Enda er Persil eina þvottaefnið, sem not'að er um allan heim. Dettur nú nokkrum^í hug, að þetta sje tilviljun ein, eða verk auglýsinganna, ef varan væri ekki annað eins ágæti og Persil er. Það er ekki einungis, að Persil spari tíma og erfiði, heldur sparar það fataslit að miklum mun og sótthreinsar þvottinn að auki. — Efnarannsóknarstofur allra ríkja, þar sem Persil er selt, votta, að Persil sje algjörlega skaðlaust fyr- ir tauið. Ótal eftirlíkingar eru gerðar af Persil, en þær eru eins og eftir- líkingar eru yanar að vera, — um- biiðir og nafn er auðvelt að stæla. Persi er ekki Persil, athugið það. Notið ekki önnur þvottaefni á milli bg kennið svo Persil um, er þvotturinn gulnar eða slitnar. Persil inniheldur ekkert klór. Persil er ekki sápuduft og getui' aldrei orðið selt eins ódýrt og þau. Ef þjer viljið þvo úr sápudufti, þá er „Dixin“ ágætt. En það er ekki sjálfvinnandi þvottaefni, fremur en önnur sápuduft, þótt þau sjeu seld sem slík. Notið það besta,' það verður alt- af ódýrast. Á íslandi er notað árlega um 200.000 pakkar af Persil, en það mun tvöfaldast á næstu árum. Biðjið Persil og þjer fáið það rjetta, hvar sem þjer verslið. Inc. armenn“ hafi verið píndir og líkin skorin í parta og sett almenningi til sýnis. Svo magnaðir voru bardagarnir, að mælt er að 60 ferkílómetrar af blómlegum bygðum hafi gersam- lega eyðst. Um síðustu mánaðamót sat hátt á 5. hundrað manns í fangelsum í bænum Kisjinev. Voru þeir á- kærðir fyrir hluttöku í „uppreisn- inni“ og biðu dóms. Alt útlit var á því, eftir því sem tíðindamaður „Daily Chronicle" sagði frá, að dómur sá, sem þessir menn fengju, væri fyrirfram ákveðinn, því í dómnum áttu sæti nokkrir ill- ræmdir hermenn, sem höfðu það í huga, og myndu eigi svífast þess, að stytta þeim öllum aldur, sem þar biðu varnarlausir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.