Ísafold - 08.12.1925, Page 4

Ísafold - 08.12.1925, Page 4
isAPOLD Niðursuðuhús „Mjólkurfje- lagsins Mjallar“, brennur til kaldra kola. öllu lauslegu bjargað úr húsinu. Ag morgni 2. des.kl.7 kom upp eld- ur í verksmiðjuhúsi Mj(Slkurfje- lagsins Mjallar á Beigalda í Borgarfirði. Brann það til kaldra kola, nema útveggir, sem voru úr •teini. Eldurinn kom upp í bensíni, er geymt var í timburskúr, áföstum -við húsið. í honum voru geymt: kol og olía, svo eldfim efni voru þegar strax fyrir, og magnaðist eldurinn því fljótt og barst í aðal húsið. Varð ekkert við hann ráð- ið’ Húsið var 25X10 álnir að stærð og alt úr timbri, nema útveggir. Það var vátrygt fyrir um 80 þús. krónur. í því var m. a. hálfs mánaðar framleiðsla af niðursoðinni mjólk. Bjargaðist hún öll, og alt laus- legt úr húsinu. En vjelum varð ekki bjargað, og er talið að þær hafi skemst all mikið. „Cardinal“-málið. Málið er útkljáð. Pyrir skömmu var sagt frá því hjer í blaðinu, að enskur togari, „Cardinal' ‘ að nafni, sem strand- varnarskipið „Þór‘ ‘ tók að ólög- legum veiðum fyrir Norðurlandi, hefði strolcið af Akureyrarhöfn eftir að dómur var upp kveðinn, áður en honum varð fullnægt. Utanrílcisstjórnin tók málið að ejer, og hefir það nú verið útkljáð á þann hátt, að sektin, 10 þúsund gullkrónur, var greidd og fyrir afla og veiðarfæri voru greiddar nál. 5Y2 þús. krónur; er þetta rúmlega meðalverð, miðað við það sem fengist hefir fyrir sölu afla og veiðarfæra á uppboði hjer heima. Beðið var afsökunar á framferði skipstjóra, og þarmeð er málið útkljáð. Samvinnubankinn danski. Eftir afar miklar bollalegging- ar og þjark, er nú ákveðið að bankinn verði endurreistur í nýrri mjmd, og er húist við að hinn nýi banki taki til starfa innan skamms. GREINARGERÐ. Háttv. ritstj. Heimskringlu! Jeg hefi sjeð blað yðar frá 12. f.m., sem flytur grein nokkra um Miðdalsnámuna eftir „ísafold“. Af því að öllum, sem til þekkja, hlýtur að skiljast, að greinin vík- ur máli sínu að nokkru levti að mjer, bið jeg yður að flytja ör- stutta athugasemd. pað er gefið í skyn, að tafist hafi fyrir námuvinnu 1 Miðdal vegna þess að eignarheimildin muni ekki hafa verið í lagi. Til þess atriðis er því' að svara, að allar heimildir mínar eru þing- lesnar í sýslubókunum í Hafnar- firði. Ennfremur skal það tekið fram, að jeg hefi gert fyrir löngu síðan bindandi kaupsamning um eignir þær og rjettindi, sem hjer er átt við. Loks hefi jeg gefið út afsal til námufjelagsins á grund- velli þessa kaupsamnings. A hinn bóginn þurfti fjelagið, eftir ís- lenskum lögum, að leita undan- þágu til Islandsstjórnar, til þess að reka námuna, svo framarlega sem yfirtala hlutafjár væri ekki innlend. Stjórnin tók ágætlega í þetta, en Hollendingur sá, sem greinin getur um, virtist ætla, að hann gæti fengið undanþáguna fyrir fjelag, sem ekki var orðið til, en það gat stjórnin auðvitað ebki með sínum besta vilja látið í tje. Eftir því sem jeg veit best, er ekkert hollenskt fjelag myndað enn. Annars þykir mjer rjett að skýra frá því, gagnvart Isafold- argreininni, að það er af alt öðr- úm ástæðum, að hlje er sem stend úr á vinnunni í Miðdal. Fjelagið hafði sjálft sett erlendan vísinda- mann í dómarasæti um verðmæti námunnar, en út af feikna miklum auglýsingum um námuna í þýsk- um hlöðum, mun hann hafa dreg- ið að sjer hendina. Jeg vil að endingu benda á, að náman hefir verið unnin og rann- sökuð með uppgreftri og mann- virkjum um tveggja ára tíma, án þess að nokkur maður hafi mót- mælt. Þetta atriði eitt sýnir ræki- lega hæfuleysi uppspunans um brest á eignarheimildum. Fyrir þá, sem fylgjast vilja með framgangi þessa fyrirtækis, vil jeg bæta því við, að jeg hefi nýlega átt tal við verkstjórann sjálfan, sem unnið hefir að nám- unfii, og er af öllum álitinn mjög samviskusamur og rjettsýnn mað- ur, enda í miklu áliti meðal stjett- arbræðra sinna, og lýsti hann yfir fullkominni trú sinni á mikilleik og verðmæti námunnar. Jeg bið ísafold vinsamlega að taka þessa grein upp sem leið- rjetting, þegar hún berst blað- inu. New York, 25. sept. 1925. Einar Benediktsson. Aths. Til þess að koma í veg fyrir misskilning skal það tekið fram, að allar þær upplýsingar, sem Mbl. og ísafold fluttu um Miðdalsnámuna, voru eftir verk- stjóranum sem þar vann, sem að dómi hr. E. B. er maður „sam- viskusamur og rjettsýnn“. Heilsufarsfrjettir. Útbrotataugaveikin í Noregi. Engar nýjar frjettir hafa bor- ist af þeirri sótt, enda geri jeg ráð fyrir að nú sje tekið fyrir hana. 1. des. 1925. G. B. Smyglaraskipið r 1 Vestmannaeyjum. Fiskikaup. Vjer eram kaupendur að fiski fúL'verkuðnm, hálfverkuðum o© app úr salti 4 ðllum útskipunarhöfnum í kringum landið. GJÖRIÐ OSS TILBOÐ. Útvegum með stuttum fyrirvara heiia kolafarma með iægsts verði hv-ert aem er á landinu. Bræöurnir Proppé Reykjavik. Síðastl. föstudag var dómur upp kveðinn í smyglaramálinu í Véstmannaeyjum. Var skipstjór- inn, Jónas Rekdal, dæmdur í 4000 kr. sekt og 2 mán. einfalt fangelsi. Bjarni Jónss. og Kristinn Stefánss. voru dæmdir hvor um sig í 3000 ,kr. sekt. Alt áfengi og skip var gert upptækt og ákveðið eign rík- issjóðs. Er talið líklegt að mál- inu verði áfrýjað til hæstarjettar Útsvörin á ísafirði eru um 14 þús. kr. hærri en þau, sem jafnað var niður í fyrra. Alls um 180 þús. Hæst útsvar þar er 16.500 kr. — á Samein. ísl. verslunum, Dánarfregn úr Skagafirði. Sig- urður Gunnlaugsson verslunarm. á Sauðárkrók andaðist nýlega. — Fjekk hjartaslag. Fyrir skömmu dó að Bakka í Hólmi Guðlaug, ekkja Gottskálks Egilssonar. Barnaveiki í Reykjavík. 2 sjúklingar vikuna sem leið. Þar að auki talsvert um kvef og hálsbólgu. . Taugaveiki í Hafnarfirði. Tveir veikir, báðir á sama heim- ili, haldið að veikin hafi borist þangað norðan af Siglufirði, en þó engan veginn víst að svo sje. Taugaveikin á ísafirði virðist vera um garð gengin. Hef- ir engin veikst nú í hálfan mán- uð. Mænusótt á Siglufirði? Þar veiktist barn, 3 ára gam- alt, fyrir nokkrum dögum, af „máttleysisveiki". Var haldið að um mænusótt væri að ræða. En eftir síðustu frjettum að dæma, tel jeg vafasamt að svo sje. 1. des. 1925. G. B. Frjettir víðsvegar að. Klæðaverksmiðjan Gefjun á Ak- ureyri hefir hæst útsvar þar í sveit, samkv. nýútkominni niður- jöfnun, kr. 6000. Kvenfjelagið Framtíðin á Akur- eyri hefir forgöngu í því máli að koma þar upp Elliheimili. Forstofuþjófnaðir. Undanfarnar vikur hefir á því borið að stolið hefir verið yfirhöfnum og öðru lauslegu úr forstofum á Akureyri. Ebkert hefir komist upp um það hver væri valdur að þessum þjófn aði. Dánarfregn. Sigurður Árnason bóndi að Steinmóðarbæ í V.-Eyja- fjallahreppi andaðist þ. 29. f. m. Hann var 89 ára gamall. Hafði búið í 60 ár, mestan eða allan tímann þarna á sömu jörðinni. f Garðsjó veiddist á þriðja hundrað af þorski í 7 net á föstu- daginn var. Þar hefir verið reit- ingur á' lóð undanfarið. fþróttanámsskeið hefir staðið yfir síðastliðna viku á Eyrar- bakka. Hafa tekið þátt' í því 40 nemendur, 16 stúlkur og 24 karl- menn. Kennari er Sigurður Greipsson. Þessa viku kennar hann í Ölvesinu. Reitingsafli hefir verið á Eyr- arbakka undanfárið, þegar farið hefir verið á sjó, en það hefir verið mjög sjaldan. Aðalvertíð byrjar þar ekki fyr en í febrúar- lok. En þó fara nokkrir bátar til Sandgerðis á hverjum vetri þeg- ar vertíð hefst þar, en síðan heim, er vertíð byrjar eystra. Dálítill afli hefir verið á Stokks eyri undanfarið, en sjósókn er lítið stúnduð þar, enn sem komið er. Þorlákur Helgason, sonur Helga Sveinssonar, var í fyrra mánuði kosinn formaður stúdentafjelags- ins í Þrándheimi; að því er norsk blöð skýra frá. Hann stundar verkfræðisnám. Afli við Djúpið. Ágætur afli er í ísafjarðardjúpi, að því er símað var. Þar veiðist altaf síld til báta. Aukning togaraflotans. Hann eykst að minsta kosti um 5 skip nú næstu mánuði. Belgaum-fje- lagið fær einn togara, er heitir Jupiter. Er hann lagður á stað frá Englandi. Þá fær iitgerðarfje- lagið Geir & Th. Th. einn togara í stað Leifs hepna. Heitir hann Eu-íkur rauði. Sleipnisf jelagið fær tvo nýja togara. Er annar keypt- ur í Hollandi, og mun verða til- búinn eftir nokkurn tíma, eða í vortíðarbyrjun, en hinn er bygður að nýju, og mun ekki verða til- búinn fyr en eftir nokkra mán- uði. Loks fær Alliance einn tog- ara. Heyrst hefir að von sje á fieiri togurum nýjum. En Isaf. er ókunnugt um sönnun á því. Fullveldisdagsins 1. des. var niinst með hátíðahöldum, er stú- dentar gengust fyrir. Stúdentar gengu í skrúðgöngu að háskólan- um; þar hjelt Sveinn Björnsson fyrv. sendiherra ræðu. Síðar um daginn var skemtun haldin í Iðnó. Hjelt Árni Pálsson bókav., þar eftirtektarverða ræðu. Stúdenta- blaðið var selt á götum bæjarins allan daginn. Kaupdeilunni lokið. Þann 2. þ. mán. náðist samkomulag í kaup- aéilunni milli útgerðarmanna og háseta, og var samninprur gerður til þriggja ára. Á búreikningavísi- tala hagstofunnar að ráða kaup- inu, og auk þess fengu sjómenn nokkrar ívilnanjr : sumarfrí, 'leyst- ir undan þeirri kvöð að standa vörð um borð, meðan verið er að búa skipið í næstu veiðiför. Frambjóðendur í Gullbr.- og Kjósarsýslu eru ákveðnir: Ólafur Thórs framkv.stj. af hálfu íhalds- flokksins, og' af hálfu jafnaðar- manna Haraldur Guðmundsson | frá Gufudal. Sig. Eggerz hefir |við .og við verið að hlaupa úr bankanum og, gá til veðurs, en honum hefir sýnst .hann blikaður. Myndaverk Einars Jónssonar. Bók með myndum af helstu lista- verkum Einars Jónssonar hefir verið prentuð í Höfn, og er henn- ar von í bókaverslanirnar næstu daga. Er prentun og frágangur allur mjög vandaður. — Fontenay sendiherra hefir ný- lega í „Geografisk Selskab“ í Höfn, haldið fyrirlestur (með myndasýningu) um Vatnajökuls- f?rð sína síðastl. sumar. Smásöluverð i Reykjavík. Hag- stofan birtir í síðustu Hagtíðind- um yfirlit yfir smásöluverð í Reykjavík í október og nóvember þessa árs. Ef verðið á öllum þeim vörum, sem yfirlitið tilgreinir, er talið 100 í júlímánuði 1924, þá hefir það verið 460 í október 1920, 312 í okt. 1924, 292 í júlí 1925, 279 í okt. 1925 og 273 í nóvbr. 1925. I síðastliðinum októbermán- uði var verðið því að meðaltali rúml. 4% lægra heldur en í júlí- mánuði, og rúmlega 11% lægra. heldur en í okt. í fyrra, en 179% hærrá en rjett fyrir stríðið. Hagstofan getur þess, að við þennan útreikning sje það að at- huga, að tekið hafi verið meðaltal af verðhækkun allra varanna, án þess, að gerður sje nokkur grein- armnuur á því, hvort þær eru inikið notaðar eða lítið. Aðsóknin að togurunum. Ensk- ur ferðamaður, er skrifar um ís- land' og lýsir bæði sveitalífi og kaupstaða, segir frá því og undr- ast yfir, að svo fast sæki íslensk- ir bændasynir að komast á togara, að þeir gangi hiklaust í þjónustu útlendinga, ef þeir fái ékki at- vínnu á íslensku togurunum. Tryggvi Þórhallsson hefir feng- ið nóg af hundavaðs-öslinu í þing- tíðindin á dögunum. Hann hefir nú gefist upp, og er hættur bull- inu um varalögregluna. Um leið og hann leggur frá sjer pennann, kemst hann svo að orði um sjálf- an sig: „Er engin yon til að svo sauðheimskur maður geti botnað í varalögreglunni“. En þessi af- aökun Tr. Þ. er of seint fram komin, og leysir hann ekki undan því að verða stimplaður opinber ósannindamaður frammi fyrir al- þjóð, fyrir skrif hans um málið. Sumarbústaðir í sveiitum. Nú birtir yfir búskaparhugmyndum Hriflumanns. Hugsjónir hans eru að nota sveitirnar til sumardvalar banda kaupstaðamönnum (sbr. 54. tbl. Tímans). í Laufási. Þegar Tryggvi Þór- hallsson gefur mönnum að borða, lætur hann þá skrifa langar þakk- lætisgreinar til sín í Tímann. Prestskosning í Bolungarvík. — Við talningu atkvæða reynd- ist sjera Páll Sigurðsson prestur í Norður-Dakota löglega kosinn með 208 atkvæðum. Sjera Böðvar á Rafnseyri fjekk 137: 380 voru á kjörs'krá. Prestskosning í Vallanesi. Þar er löglega kosinn sjera Sigurður Þórðarson, settur prestur í Valla- nesi, með 115 atkVæðum. Sjera Þorvarður þormar í Hofteigí fjekk 10. Alls voru 191 á kjör- skrá. Verðpóstpokinn, er saknað var í Esju, kom fram litlu síðar. •— Hafði hann verið skakt merktur á Húsavík: Raufarhöfn, í stað Reykjavík. Pokinn var á Þórs- höfn. Um þjófnað var því ekkí að ræða, sem betur fór. 4

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.