Ísafold - 12.01.1926, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.01.1926, Blaðsíða 2
2 ÍSAFOLD sonar „Hjeðan og handan“. Hann bætir litlu við fyrri lýsingar sín- ar á íslensku óveðri og íslenskum árstíðum, er hlutdrægur og of persónulegur í lýsingum á stjórn- 'jnálum og trúmáium, en er kjarn- yrtur og hressandi á köflum. — Saga Gunnars Benediktssonar, „Niður hjarnið“, er læsileg, en hefir ýmsa smíðagalla, og eink- um er endirinn óviðunandi. í lok ársins koma 4 sögur effir hinn unga og efnilega Guðmund Gíslason Hagalín („Y,eður öll vá- lynd“.). Ljóðlistin er óbundnust um efni, en föstust um búning; skáld- sögur eru bundnari um efni, en lausari§um búning. Þær lúta lík- um lögum og leiklist og eiga að vera hlutlausar lýsingar um orð og athafnir og tilfinningar. Hefir verið nokkur brestur á þessu í íslenskri sagnagerð á undanförn- um árum, og væri nauðsynlegt að eignast samfelda lýsing á íslensk- um sagnaskáldskap, þroskaferli hans, skapgerðarlýsingum og við- fangsefnum. Annars eðlis eru fræðiritin. A síðasta ári hafa birst m. a. Kristnisaga íslands fram að sið- bót, eftir dr. Jón Helgason bisk- up; Siðfræði (1. hefti: Forspjöll siðfræðinnar) eftir próf. Ág. H. Bjarnason; Mannamælingar próf. Guðm. Hannessonar, í Arbók Há- skólans; doktorsritgerð J óns Helgasonar: Jón Ólafsson frá ferunnavík; Sig. P. Sívértsen: Fimm höfuðjátningar evang. lút- erskrar kirkju. — Alt eru þetta vandaðar og merkar bækur, og munu þó Mannamælingar próf. G. H. vera merkasta bók ársins, og getur hann sjer vafalaust mikla frægð fyrir erlendis. Bók þessi á einnig að styrkja þjóðar- vitund íslendinga, auka sjálfs- traustið og viljann til framsókn- ar á öllum sviðum þjóðlífsins. Þessi sami höfundur reit bókina „í afturelding“, er sannfærði Is- lendinga um eigin mátt og varð til ómetanlegs gagns í sjálfstæðis- haráttu þjóðarinnar. Kristnisaga biskups bætir úr mikilli þörf, því að kirkjusaga íslands hefir hingað til aðeins verið rituð á latínu (biskupamir Finnur Jónsson og Pjetur Pjet- ursson). — Siðfræði Ág. próf. er byrjun á stóru ritverki, og hef- ir hann, eins og kunnugt er, sam- ið fjölda gagnlegra rita í sinni fræðigrein, er hafa náð mikilli útbreiðslu og vinsæld meðal þjóð- arinnar. Af öðrum merkum bókum þessa árs má einkum nefna Myndir Einars Jónssonar myndhöggvara, er íslenskur rithöfundur einn nefndi hof fyrir heiðni og kirkju fyrir kristna menn. Fylgir þess- ari bók vönduð ritgerð eftir lands bókavörð Guðm. Finnbogason. — Verður enn ljósara af þessari bók Einars, hve hann er frumlegur. sa.mgróinn íslenskri náttúru og skapandi skáld, er fylgir instu eðlishvöt sinni. Guðm. Finnboga- son bendir á aðaleinkenni Einars; en nú væri unt og æskilegt, eftir að þessi bók er komin út, að rita nákvæmlega um list Einars og skoðanir og afstöðu hans til ann- ara listasnillinga. pá má einnig minna á Þjóðsögu- safn Sigfúss Sigfússonar (þriðja bindi 1925); er þar mikill fróð- leikur saman kominn, og þótt framsetning sje sumstaðar gölluð, og komist ekki til jafns við Þjóð- sögur Jóns Árnasonar, er þjóð- sögusafn þetta stór fengur fyrir menningarsögu þjóðarinnar. — Enn má minna á Skógfræðilega lýsing Islands (með myndum) eft- ir Kofoed Hansen, merka bók og gagnlega og „íslenska lista- menn,“ er Listvinafjelagið hefir gefið út, en Matthías Þórðarson samið. Er þar lýst ítarlega æfi- ferli og list fimm íslenskra lista- manna, m. a. Ólafs Ólafssonar lektors á Kongsbergi og Þor- steins Illugasonar Hjaltalíns er var málari í Brúnsvílk á Þýska- landi. Ritgerðir þessar má líta ‘ á sem þætti úr ísl. listasögu. Ymsar góðar bækur hafa verið þýddar á árinu: Manndáð (Wagn- ers), eftir Jón Jacobson; Nonni og Manni Jóns Sveinssonar. Stór- viði, eftir norska skáldið Sv. Moren, Uppeldismál Krishnamurt- is, Heilsufræði íþróttamanna eft- ir Kn. Secher (í þýðingu land- læknis), fylgibækur Þjóðvinafje- lagsins (Máttur manna og Sókra- tes eftir Platon), Grimms æfin- týri (2. h.), Mæðrabók eftir Mon- rad, Múllersæfingar o. fl. Eru þá ótaldar ýmsar kenSlubækur og önnur rit, t. d. Setningafræði Freyst. Gunnarssonar, Kver og kirkja eftir Ásg. Ásgeirsson, Hest- ar eftir Dan. Daníelsson og Ein- ar Sæmundsson, Ferðamanningar Sveinbj. Egilssonar, (sem eru að koma út) og þó eru enn ótalin öll tímarit og blöð landsins. Þar er oft úrslitabaráttan háð um vel- ferð þjóðarinnar. Þar blika vopn- in á lofti, þar er blásið til at- lögu, þar fæðast hugsanir, er varða heill alþjóðar, og flytja hana stór skref fram á leið eða halda henni niðri um stund. Á komanda ári munu bardagamenn þjóðarinnar tala til þúsunda í einu; landið verður að einu heim- ili, er raföldur bera hljóma til instu afdala og afskektustu an- nesja. Vopnagnýrinn í þjóðlífi íslendinga mun aukast á næstu árum og er því eðlilegt að spyrja, hvort æskilegt væri ei, að blöðum og bókum fækkaði í landinu. Fegurstu hugsanir manna og þær, sem mestum byltingum valda í heiminum, fæðast venjulega á kyr látri stund í faðmi húms og næt- ur. En enginn sannleikur er svo stór, að allir viðurkenni hann. Þess vegna verður að berjast fyr- ir honum, uns andstæð öfl hníga til jarðar og brautin er frjáls framundan. Bókmentirnar eru eins og kyndill, er varpar bjarma sínum á athafnir og hvatir ein- staklinga og þjóða. Fjölbreyttar bókmentir auka andlega og efna- lega velferð hverrar þjóðar, og-á engu ríður Islendingum nú meira en að fara að læra að sjá og skilja hlutverk sitt í heiminum. Austur í Mýrdal er snjólaust enn þá; þó er fjenaður þar víðast á gjöf, sem reyndar altaf um þennan tíma árs. Horft í andlit Tryggva Þórhallssonar. 1 fyrsta tbl. Tímans þetta ár, skrifar ritstjórinn, Tryggvi, grein arkorn, er hann nefnir „Horft um öxl“. Á greinin að vera einskpnar yf- irlit yfir viðburði liðna ársins hjer a landi. En svo er nú sjónarsvið Tr. Þ. þröngt, að hann kemur ekki auga á annað en útúrsnún- inga, fullyrðingar og ósannindi sjálfs sín og þeirra Tímamanna. Alt annað virðist hulið sjónum þessa manns. Á þessu þrönga sjónarsviði sjer hann útúrsnúninga sína á skatta- frumvarpi stjórnarinnar á síð- asta þingi, sem bygðir eru á raunalega barnalegum reikningi. Reikningur er nú einusinni ekki hin sterka hlið Tr. Þ. í fyrra gat hann ekki slysa- laust deilt með tveimur — (sbr. stærri og minni helminga); í ár gleymdi hann öllum innflutningi til landsíns, er hann samdi grein- ar sínar um gengismálið. En í hinu margþvælda skattamáli held- ur'hann því fram, að þegar fjár- upphæð er deilt með þremur, og þriðjungunum haldið til haga, þá geti þeir samanlagðir eigi numið hinni upprunalegu upphæð. Þá minnir hann lesendur Tím- ans á, að hann hafi oftsinnis á ár- inu skýrt frá tekjum hinnar fyrv. tóbaks-einkasölu, án þess að minn ast á, að ríkissjóði er nú sjeð fyr- ir sömu tekjum með tollum. Hann birtir stuttorðan útdrátt úr f jarstæðum þeim, er hann hefir sagt um varalögreglufrumvarpið, með þeirri nýtilkomnu viðbót, að togarahásetarnir hjer í Reykja- vík hafi haft hug á því í liaust, ,að fótumtroða landslög. Vafa- laust hefir engum dottið þetta í hug, fyrri en Tr. Þ. Hallbjörn og Olafur Friðriksson, sem báðir eru menn nasvísir á fjarstæður, hafa ekki nefnt það á nafn. pegar hugmyndaflug Tr. Þ. er komið í þessa háspennu,' — sjer hann sýnir. Sjer hann þá aftur- undan sjer, að' núverandi lands- stjórn hafi ofsótt landbúnaðinn og noti til þess m. a. atbeina allra þeirra blaða, sem eru stjórn- inni fylgjandi. Er Ræktunarsjóð- urinn einn liður í ofsókninni á hendur bændum! f Fer þá að verða skiljanleg framkoma Tr. Þ. gagn- 'vart hinum nýstofnaða sjóði, er hann reynir að gjöra stjórn hans tortryggilega, og telja menn af því, að kaupa jarðræktarbrjefin. í sannleika einkennileg framkoma hjá „bændablaðs“-ritstjóra! Nú vill svo til, að einn af rit- stjórum þeirra blaða, sem fylgja lcindsstjórninni að málum, situr í stjórn Búnaðarfjelags íslands, svo „ofsóknin“, sem Tr. Þ. sjer í of- sjónum sínum, ætti m. a. að hafa þar bækistöð. M. ö. o. Búnaðarfje- lag íslands ofsækir landbúnaðinn! Skyldi lesendum Tímans ekki finnast ritstjórinn byrja árið velf Þegar Tr. Þ. minnist á það, að núverandi landsstjórn hafi það efst ’ á stefnuskrá sinni, að losa þjóðina úr skuldunum, verður hann alveg hamslaus af gremju. Fyrir honum er það hin herfileg- asta fjarstæða, að nokkrum nú- tíma íslendingi skuli detta sú fá- sinna í hug, að vilja vinna að því, að þjóðin verði efnalega sjálfstæð. Hann grípur til hinnar alkunnu söguþekkingar sinnar og kemst m. a. þannig að orði: „pað er fyrsta árið samfelda, í 200 ár, sem þjóðinni hefir verið boðaður sá boðskapur, að með kyrstöðu, íhaldi og aftur- haldi ætti hag hennar að vera best borgið. Það er fyrsta sam- felda árið, síðan stjórnin flutt- ist aftur inn í landi, sem setið hafa í stjórnarsessi á íslandi menn, sem hafa kyrstöðu, íhald og afturhald að kjörorðum og eru studdir til valdanna af þingmeirihluta, sem hefir letr- að þessi ljótu orð á skjöld siim.“ Fyrir fáuin árum var Laufás öðruvísi setinn en nú. Þar var líka ritstjóri. Hann gaf út blað, sem hjet „Nýtt kirkjublað“. Af mörgum ástæðum mætti ætla, að núverandi Laufásbóndi gæfi því sjerstaklega mikinn gaum, er í það blað var ritað. — Svo er fyrir að þakka, að margt af því, sem þar var ritað, fjekk ítök í „Nýi Sáttmáli“. Eftirfarandi brjef hefir Jóh. Jóhannesson bæjar- fógeti skrifað Sigurði Þórðarsyni fyrv. sýslumanni í tilefni af árásum þeim, er Sigurður gerir á bæj- arfógeta í ritlingnum „Nýi sáttmáli.“ 6. janúar 1926. Hr. fv. sýslumaður Sigurður Þórðarson, r. af Dbr. Mjer hefir verið hent á það, að þjer ráðist all-geyst í nýút- komnu riti yðar, „Nýi sáttmáli", á embættisfærslu mína sem saka- máladómara í Reykjavík. Titillinn á ritinu bendir ekki til þess, að ráðist sje á embættisfærslu majana í því, og hefði því vel svo getað farið, að langt hefði liðið áður en jeg hefði fengið vitneskju um árásina, ef mjer hefði ekki verið bent á hana af öðrum og jeg því fengið mjer ritið, því ekki hafið þjer sýnt mjer þá kurteisi eða nærgætni, að senda mjer það og benda mjer á árásina, svo jeg gæti svarað henni strax, ef jeg vildi; og hefði jeg þó vænst þess af yður. Þjer hafið sem sje sent mjer áður ritling eftir yður, en í honum var ekki ráðist á mig, og var því. síður ástæða til þess þá. En þetta eru nú smámunir. Jeg veit hvernig þjer hefðuð farið að, ef það hefði verið jeg, sem ráðist hefði í opinberu riti á embættisrekstur yðar, meðan þjer gegnduð sýslumannsembættinu í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. — Þjer hefðuð heimtað sakamáls- sókn á handur mjer, til refs- ingar fyrir brot gegn ákvæðum 22. og 12. kapítula hegningarlag- anna, og ef það hefði ekki dugað, þá hefðuð þjer höfðað meiðyrða- mál á hendur mjer. Þetta getur hver sá sannfært sig um, sem vill lesa dóm þann, sem prentaður er á bls. 133 o. s. frv. í 10. bindi Landsyfirrjettardómanna. Jeg ætla nú hinsvegar ekki að fara þessa leið, af því fyrst og fremst, að jeg býst ekk[ við, að árás yðar verði svo hættuleg áliti mínu sem embættismanns. Hún nær aðeins til eins flokks hinna morgu embættisstarfa, sem jeg hefi' á hendi. Og svo er hitt, að svo vel vill til, að það eru fleiri en þjer, sem leggja dóma á em- bættisfærslu mína í þessum sömu greinum, t. a. m. Hæstirjettur og Dómsmálaráðuneytið, og dómar þeirra hafa hingað til ekki farið í sömu átt og yðar dómur, og þjer verðið að virða- mjer það í til vorkunnar, að jeg met þá dóma fult eins mikið og yðar dóm. Svo er hitt, að það væri mjer engin hugfróun og ekki nein upphefð fyrir xnig, þótt þjer, sjötugur, lasburða, uppgjafa em- bættismaðurinn, yrðuð fyrir ein- hverri refsingu. Jeg ætla heldur ekki að leggja út í neinar ritstælur við yður, — | til þess hefi jeg enga löngun og engan tíma. Hins vegar vil jeg láta bækur embættis míns bera það með sjer, að árás yðar á embættisfærslu mína var eigi með öllp látið ó- svarað af mjer, þótt stutt verði svarið og í flaustri ritað. Þess vegna er það, að jeg sendi yður þetta brjefkorn. Hugsast getur og, að jeg láti birta svarið á prenti. En um það verður ákvörð- un síðar tekin. Árás yðar á sakamálsstarfsemi mína skiftist í tvent: 1. Gagnrýni á rannsókninni út af hvarfi Guðjóns sál. Finnssonar frá Melum, og 2. Dylgjur um, að jeg stingi undir stól kærum yfir refsíverðu athæfi. | 1: Þjer viljið endilega, hvað sem tautar gjöra drukknun Guð- jóns sáluga að stórmáli. pjer kall- ið það „Morðmálið“ (á bls. 131 í ritinu), stórmál (bls. 108), og segið: „að það hafi frá upphafi jöll einkenni morðmáls“ (bls. 129) o. s. frv. j Við skulum nú athuga með ró- semi hvað er skeð, og það er þetta: Mjög drukkinn utanbæjar- maður lendir hjer niður í höfnina á koldimmu haustkvöldi og drukknar. Finst yóhugsandi að svona hafi getað farið, ef ekki hafa verið morðmgjar eða aðrir ill- virkjar með í spilinu? Mjer finst það ekki. Jeg veit ekki betur en að það hafi því miður komið fyr- ir oftar en einusinni, að innan- bæjarmenn hafi dottið í höfnina og drukknað, og það jafnvel ó- drukknir menn. Hvar eru sannan- irnar fyrir því, að Guðjór/ sál. hafi verið myrtur, eða fyrir því, að nokkurt glæpsamlegt athæfi hafi staðið í sambandi við dauða hans? Jeg verð að játa, að jeg finn þær ekki í því, sem þjer prentið upp úr rannsókninni í riti yðar, og eru þar þó öll sönn- unargögn til tínd, og jeg býst við, að þeir verði fleiri en jeg, sem lesa rit yðar, sem þykir bresta á sönnur fyrir því, að dauði Guðjóns sál. hafi stafað af glæpsamlegu atferli annara. En hvar eru þá líkumar? Ef þær eru sterkar og margar, eins og þjer virðist álíta, hafa þ*r

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.