Ísafold - 12.01.1926, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.01.1926, Blaðsíða 1
KITSTJÓRAJt: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Sími 500. Aaglýsingasími 700. ISAFOLD Árgai mnn kostar E TÓnui Gjalddag júlí Afgrei? og inrib ita í Austu íxætí Sím -of DAGBLAÐ:MORGUNBLAÐIÐ 51. ár©. 3. tbl. Þriöjudaginn 12. janúar 1926. ísafoldarprentsmiðja b ' Landbúnaðurínn 1925. Eftir Sigurð Sigurdsson búnaðarmálastjóra. Þetta ár má telja eitt með betri árum, í búnaðarlegu tilliti, er komið hafa um langt skeið. ¦— Skýrslum er eigi safnað um fram- leiðslu búnaðarafurða eða húsa- og jarðabætur, fyr en eftir á, svo eigi er hægt að dæma um, hvern- ig heildarútkoman er, nema eftir frjettum og umsögn manna úr ýmsum sveitum landsins, og sem eru að meira eða minna leyti óá- byggilegar. Bftir þessum heimild- um mun þó heildaryfirlitið þann- ig: TíSarfar. Fyrstu mánuði ársins var veðráttan hagstæð. Hitirin yf- ir meðallag, eirikum í jan. (2,1°) og mars (1,6°). Vorið var gott, nokkuð þurviðrasamt á Suður- landi, framanaf. Sumarið var ó- venju hlýtt á Norður- og Austur- landi, en úrkomur miklar fyrir sunnan. Haustveðráttan var góð um land alt. Fyrst á síðustu mán- uðum ársins brá til hríða um Norður- og Austurland. Heýafli. Spretta mun hafa ver- ið í betra lagi um land alt. — Övenju góð heyskapar tíð fyrir norðan og austan, svo heyafli mun hafa orðið þar með meira móti. Rigningar töfðu mjög hey- afla á Stiðurlandi, og verkun heyja mun hafa orðið miður góð á mörgum stöðum, en að vöxtum mun heyaflinn hafa orðið vel í meðallagi. Garðyrkja. Hún mun hafa hepn ast vel um land alt, svo uppskera af garðjurtum mun hafa orðið með meira móti. Víða leggja menn of litla stund á garðyrkju, og íara'því á mis við þann hagnað. sem af því gæti leitt. Skepnuhöld munu yfirleitt hafa Verið góð um land alt, og væn- leiki fjár að haustinu vel í með- allagi. Smjörbúin. Þau störfuðu 9 í sumar. Bitt heltist úr lestinni, af þeim, sem störfuðu í fyrra. Fram- leiðslan mun hafa verið lík og síðastl. ár. Sýning á mjólkuraf- urðum var haldin s. 1. haust í Reykjavík. Hún sýndi framför frá því í fyrra. Það, sem dregur ör starfsemi smjörbúanna, er mjóikur-, en einkum rjóma-sala til Reykjavíkur, sem eykst mjög mikið með hverju ári. Gráðaostabúin í Þingeyjarsýslu og Flateyri í Önundarfirði, störf- uðu eigi í sumar, að nokkru vegna mistaka sem urðu á framleiðsl- Hnni 1924, enda söluverð ostanna lægra en búist var við. Væntan- lega taka þessi bú aftur til starfa á næsta sumri. Leifar af góðum bingeyskum gráðaosti, frá í fyrra, ^oru seldar í haust í Reykjavík íyrir 9 kr. kg. Niðursuða á mjólk. Verksmiðj- *» á Beigalda starfaði fyrri hluta arsins, en varð að hætta um sum- armánuðina, vegna þess að tregt gékk með sðlu mjólkurinnar. 1 nóv. vildi það óhapp til, að verk- smiðjan brann. Bændur hafa þó í hyggju að endurreisa hana. Verðlag á búsafurðum. Ullar- verðið fjell mjög á árinu, svo bændur munu vart fá hálft verð fyrir ullina, móts við það sem var síðastl. ár. Á öðrum búnðarafurð- um mun verðlag hafa verið nokk- uð líkt og í fyrra. Samband íslenskra samvinnu- fjelaga Ijet gera tilraunir með útflutning á frystu sauðakjöti. — Væntanlega verða þessar tilraunir til þess að nýr markaður fyrir íslenskt kjöt opnist á Englandi. Það yrði til ómetanlegs gagns íyvir búnað vorn. Kaupgjald var alment hærra en síðastl. ár. • Bændur kvarta mjög um fólksskort og há vinnu- laun í sveitunum, sem búnaðurinn eigi geti borið. Þetta málefni er mjtíg athugavert; , því fari alt yngra fólkið úr sveitunum um b.jargræðistímann, er eigi að vænta að þar verði miklar fram- kvæmdir. Aðal orsök hinna háu vinnulauna er dýrtíðin í Reykja- vík, sem seint ætlar að'linna. JarSabætur. Hve mikið, hefir verið framkvæmt af þeim, verður eigi sagt með vissu. Um það vant- ar allar skýrslur. í sveitunum virðist vera að lifna yfir fram- kvaimdunum, bæði jarða- og húsa- bótum. Af stærri framkvæmdum má benda 8 : í Eyjafirði tætti þúfnabaninn eyfirski um 75 dagsláttur fyrir bændur, — það er alt nýyrkja. Álíka mikið var unnið með þúfna bananum hjer fyrir Reykjavíkur- bæ. pað er í hinni svo nefndu Sogamýri. Þar er verið að reisa nýbýli. 60—70 ha. landspilda er ætluð til þeirra framkvæmda og er yej á veg komið. Landið er ræst, tæpur helmingur tættur, bú- ið að leggja vegi og reisa þrjú nýbvli. Hverju býli er ætluð 2—3 ha. stór spilda. Á þessu ári hafa dráttarvjelar fyrst verulega verið notaðar til jarðyrkjú. Á Korpólfsstöðum í Mosfellssveit, á búi hr. Thor. Jen- sen, var unnið með þrem dráttar- vjelnm, einkum við herfing og tilfærslu. i' Eyjafirði keypti fjelagið „Arður" dráttarvjel sumarið 1918. Með fyrstu tilraunirnar urðu mistök. Aftur var farið að nota vjelina 1922, til að herfa með henni land, sem búið var að tívta með þúfnabana. Þetta hepn- aðist vel. Síðan hefir verið unnið með þessari dráttarvjel hvert sum ar, bæði við herfing eftir þúfna- bana og á plægðu landi. í sumar voru herfaðar með henni 110 dag- sláttur. Að herfa eina dagsláttu af plægðu Jandi var selt á 36 kr. Verkafólksskorturinn knýr menn til að útvega sjer betri verkfæri en áður, til jarðyrkju og heyafla. I ár mun hafa verið útvegað meira af þessum verkfærum, — stærri og minni, — en nokkru sinni áður. Mönnum er farið að skiljast hve mikla þýðingu það hefir að hafa góð verkfæri við búskapinn; sem dæmi þess má nefna, að bóndi einn, sem á góð heyvinnutæki (fyrir hesta) heyj- aði um 3000 hesta með 6 manns á 10 vikum, og er það mikill hey- afli. Notkun tilbúins áburðar tvö- faldast nú að heita má með ári hverju. Það styður mikið að auk- inni nýyrkju. A tveim býlum hafa verið gerðar miklar umbætur síð- ustu árin, en það er á Vífilsstöð- um og Korpólfsstöðum. Á Vífils- stöðum hefir á síðastl. 9 árum verið unnin 16000 dagsverk að jarðabótum. 1916 fengust þar 63 hestar af töðu af túninu, — í sumar 1360 hestar. — Þessar jarða- og húsabætur hafa borgað sig vel. 1 sumar voru peningshús- in á Vífilsstöðum stækkuð um helming. Þar eru nú 36 kýr. Á Korpólfsstöðum byrjaði Thor Jensen jarðabætur fyrir þrem ár- um. Lítil tún voru þar þá (100 til 200 hesta heyfengur). 1 sumar fengust, af túninu á Korpólfsstöð- um um 2400 hestar. Að jarðabót- um hafa verið unnin um 11000 dagsverk, og er nú byrjað að byggja þar hina veglegustu bygg- ingu, er gerð hefir verið á sveita- býli hjer. Byggingarnar eru í ganila bæjarstílnum. Þar er íbúð, : f jós fyrir 120 kýr, tilsvarandi hlöður, súrheysgryfjur, áburðar- hús o. fl. Væntanlega verður þessi ;bygging langt komin á næsta ári. Aveitur. Miklavatnsmýrar- og Skeiða-áveitan voru starfræktar í sumar. Vatn fjekst nóg til áveit- | anna, en framræsla hefir reynst ónóg á báðum stöðunum. Spretta : sæmileg. Að Flóa-áveitunni var unnið í alt sumar. Flóðgáttin við Hvítá er nú fullgérð, og stóri skurður- inn langt á veg kominn. Menn | gera sjer vonir um, að næsta sumar verði hægt að ná vatni yfir áveitusvæðið, að minsta kosti nokkurn hluta þess. Þing-áveitan ] reyndist vel í sumar; góð spretta þar. Sjóvarnargarðarnir á Stokks- ! eyri, Eyrarbakka og Selvogi, fjellu í stóra sjávarflóðinu í fyrrahaust, er olli mikluih skemd- Ute, Á tveim hinum fyrnefndu s'töðum eru þeir endurbygðir að fullu, og að nokkru í Selvogi. — i Ríkissjóður veitti styrk til end- j urbyggingar garðanna. Sandgræðslan hefir hepnast vel ; þetta ár. Sjerstaklega er mjög jgóður árangur að sandgirðingun- | um á Klofaflötum og Stóruvöll- ' um, er byrjað var á fyrir þrem . árum síðan. Innan þessara girð- inga voru í sumar góðar harð- vellisengjar (1000 — 1200 hesta honum hafa bændur fengið sjálf- slægja.)Þar var lítill gróður áður stæða peningastofnun, sem ætti en girt var. að gera mörinum hægra um vik Ræktunarsjóður tók til starfa með framkvæmdir jarða- og húsa- síðastl. haust, samkvæmt lögum bóta. þeim, er Alþingi samþykti. Með Á gamlársdag 1925. ------------------O----OQO-----O----------------- Islenskar bókmentir 1925. Eftir Dr. Alexander Jöhannesson. Bókmentafræðingum væri æski- legt að geta farið gandreið yfir láð og lög — og tíma. Þeir myndu fara á skömmum tíma yfir helstu menningarlönd heimsins, staldra við á hverjum stað og líta á gróð- urinn og lífsskilyrðin, þroskaferil undanfarinna alda, andlega og líkamlega atgervi, sem kyngöfgi og menning hafa mótað. Þeir myndu verða varir við lík fyrir- brigði og líkar hugsanir í flest- um löndum, en ræktun máls og mynda, ættarkend og föðurlands- ást, varpar sjerstökum ljóma á athafnir og hugsanir einstaklinga og þjóða. Eftir vígaferli og mannjtífnuð stórþjóðanna ríkir nú andi friðar og einingar í heimin- um og alstaðar virðist stefnt að því að græða meinin og skapa nýjar hugsjónir, þar sem samræmi og samvinna skipar einstaklingum og þjóðum í bræðraf jelag til full- komnara lífs í andlegum og lík- amlegum efnum. Bjarmi nýrra tíma varpar geislum sínum yfir londin. Stjórnmálaspekingar og fjár- inálamenn reyna að ráða fram úr vandræðum þjóðanna, en fjar- lægðir allar milli landa og þjó^ða Eera stórum minkandi. Ná fara menn á nokkrum klukkutímum um mikinn hluta Evrópu og tal- ast við úr járnbrautum á fleygi- ferð og afskektir sveitabæir tengjast orðsins og hljómsins böndum við miðstöðvar menning- arinnar í öðrum löndum. Ihald og jafnaðarmenska keppa nú víðast um vtíld, þeir gætnu, er vilja byggja á reynslu liðinna álda, og hugsjónamenn, er vilja kollvarpa ríkjandi þjóðskipulagi með bylt- ingu eða sigrast á andstæðingun- iiin á hösluðum velli. Frjálslyndir nefnast þeir, er fara vilja bil beggja og leita styrks hjá æsku- lýð þjóðanna. Hver býr að sínu, og Islending- ar reyna, eins og- aðrar þjóðir, að skilja sjálfa sig, samtíð sína og hlutverk í ljóðum, sögum og öðr- um listum. Ljóðagerðin er ríkust í eðli íslendinga og á sjer lengsta sögu. Hún hefir tekið miklum framförum um brag og hrynjanda á síðustu ái-um, en hrifning og andagift farið aftur. Þess vegna lifa góðskáld liðimia tíma enn hjá þjóðinni, þótt hætt sje að kveða. (1925 komu út Ljóðmæli Steingríms Thorsteinssonar í 4. útgáfu, Kvæði Hannesar Haf- steins í 3. útgáfu, Eiður Þorst. Erlingssonar í 2. útg.) Af nýjum kvæðasöfnum má geta kvæða Guðm. Friðjónssonar, er sýna ríka málkend og bragar. Dýrir hættir og frumlegar hugs- anir vekja fögnuð þeirra, er unná fornri braglist Islendinga, en kvæði þessi eru eins og haglega gerd smíð, þar sem reynt er að fága hvern flöt og draga hverja^ línu með list; en þeirrar ljóðrænu lindar, er rennur fram eins og tært bergvatn, munu margir* sakna hjá höfundi þessum. — „Bláskógar" Jóns Mangússonar, Ljóðmæli Guðmundar Björnsson- ar sýslumanns, Ljóð Guðlaugs Guðmundssonar, Uppsprettur Hall dórs Helgasonar, bera vott um mikla ljóðást þessara manna, og hefir Guðmundur sýslumaður gert margar góðar lausavísur, en hinir einnig kveðið margt laglega, en ^tórfeld eru þessi söfn ekki. Þau em eins og mildur aftaneld- ur, þar sem stöku sinnum bregð- ur fyrir leiftrandi blossum. — Lausavísum hefir Margeir Jónsson safnað (Stuðlamál I), eftir ýms alþýðuskáld, og eru í safni því margar prýðilegar vísur, höfund- unum til sóma og þjóðinni til á- nægju; en þar eru einnig margar vísur, sem flestir íslendirigar myndu hafa getað kveðið, og eiga það sammerkt að hafa lifn- að til þess að deyja. Bautasteinar Þorsteins Björnssonar frá Bæ- minna á verksmiðjniðnað. Af sögum eru „Gestir" Krist- ínar Sigfúsdóttur merkasta bókin. Hún er aðdáunarverð, vegna að- stöðu höfundar, og miklum mun betri en fyrri bækur hennar. 1 smásögum sínum lýsti hún ýms- um atvikum úr sveitalífi því, er hiin þekkir gjör'la, en í bók þess- ari reynir hún að lýsa sálarlífj háifroskinnar stúlku, með ástar- þrá, eins og falinn eld í hjarta sínu og kvenlega umhyggjusemi, er brýst hvorttveggja út og breið- ir út blöðin, eins og blóm í sólar- dögg, er hún fær hlutverk að vinna; en kýmnifrásögnin um Ijillu og vinnumanninn eykur and stæðurnar og skiftir ljósi og skugga í lífi og athöfnum sveita- heimilisins. ,Sögur' Helga Hjörvar eru rit- aðar á prýðilegu máli og hlut- lausar í framsetning, eins og .vera ber; en sama verður ekki ,sagt um sögur Guðm. Friðjóns-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.