Ísafold - 28.01.1926, Page 2
2
ÍSAFOLD
lémsflagmrim 1@31.
Stutt ágrip af fyrirlestri dr. Guðm. Firmbogasonar í Fiýja Bíó
h. 17. þ. m.
Mörgxun orðið órótt.
Ræðumaður hóf mál sitt með
því, að fleirum væri orðið órótt
en honum að ein 4 ár væru nú
þangað til upp rynni 1000 ára
afmæli löggjafarþings vors, og
um leið hins íslenska ríkis, en sá
atburður væri svo merkilegur, að
engin þjóð með lífsmarki
Ijeti slíkt ónotað.
Þögnin, sem verið hefir tim
þetta mál, bendir til þess, að
mönnum sje það ekki ljóst, hve
mikið vandamál undirbúningur-
inn er, og jafnframt hve mikið
velti á því, að afmælishátíðin
verði okkur til sóma, en ekki
til skammar. — Alþingi hefir
gert ráðstafanir til þess, að saga
þess yrði rituð. Skipuð hefir ver-
ið pingvallanefnd. — Þá er upp
talið það, sem gert hefir verið.
í Lesbók Morgunbl. hefir mál-
inu verið hreyft, og gerð þakk-
arverð tilraun til að auka eftir-
tekt á málinu. En
hjer má ekki slá vandlegri íhug-
un á frest,
flaustra undirbúningnum af, og
dæma síðan eftir á, hvernig far-
ið hefir. Hjer má enginn barna-
legur metnaður um frumkvæði
komast að.
Mest er um vert, að menn
komi sjer saman um markmiðið,
velji líðan og hafni tdlögum um
undirbúning.
Yjek ræðumaður síðan að til-
lögum þeim, er honum hefði hug-
kvæmst.
Þjóðhátíðin 1930 verður dóms-
dagur þjóðar vorrar,
hvort sem við viljum eða vilj-
um það ekki. Fulltrúar koma
hingað frá erlendum þjóðum. —
Þeir dæma sína dóma. |
En rjett er, að við notum
þetta tækifæri til þess að prófa
j?jálfa okkur, til þess að kom-1
ast að raun um, hverir við höfum
verið, og hverir við erum. Þetta1
markmið verðum við að hafa
hugfast, og getum síðan áttað
okkur á, hveraig því mar'kmiði
best verði náð.
Semja þarf
vandað rit um land og þjóð,
líkt og Norðmenn og Svíarsömdu
fyrir aldamótasýninguna í París.
Rit þetta verður að vera á erl.
máli, helst ensku. Þar þarf að
vera gagnorð og nákvæm lýsing
á náttúru landsins, veðráttu,
Jarðmyndun, dýra- og jurtalífi
fl. yfirlit yfir sögu vora, —j
lýsing á atvinnuvegum o. m. m.1
fl. — Rit þetta verða þeir menn
að semja, er við eigum hæfasta j
í hverri grein. Þarf það að vera
Ijóst yfirlit. Er augljóst, að það;
er ekkert áhlaupaverk að semja j
slíkt rit. ,
Um sumt af því, sem lýsa!
þarf í riti þessu, hefir alls ekk-
ert verið ritað áður, t. d. um!
listskurð vorn, um gull- og silf-
ursmíði um trjeskurð o. m. fl. j
1 ritinu þarf að vera f jöldi á-'
gætra mynda.
Alþingi hefir hyrjað á því að
hugsa um, að rituð yrði saga
þingsins. Það eitt er með öllu
ófullnægjandi til þess að gefa
yfirlit yfir menningu vora. Al-
þingissagan verður rituð á ís-
lensku, og verður því lesin af
fáum útlendingum.
Annað, sem gera þarf er
kvikmynd af náttúru lands vors
og þjóðlífi voru.
Verður hún að vera svo vönduð,
að hún jafnist á við bestu kvik-
myndir. (Gat ræðumaður íþessu
sambandi um kvikmynd Lofts
Guðmundssonar, er væri á marg-
an hátt gölluð, sem eðlilegt er,
með frummyndasmíði eins og
hana). Reglan sú þarf að vera
við myndatöku þessa, að sýna
aðeins
hið besta í hverri grein.
T. d. í öllum vinnuhrögðum. Úr-
vals verkafólk í öllum greinum
þarf að sýna vinnubrögð þjóð-
arinnar. Gætu ungmennafjelögin
annast um það, að grenslast eft-
ir, hvar hægt væri að finna
bestu menn í hverri grein.
Sýna þarf t. d. fullkomnustu
vinnubrögð á fyrirmyndarhúum
og fyrirmyndarskipum, svo og
allskonar íþróttir o. m. m. fl.
Auk þessa þyrfti að sýna á
mynd þessari ýmislegt af því,
sem er að hverfa eða er þegar
horfið úr þjóðlífinu, svo sem ým-
islegt úr búskap í fornum stíl,
með fráfærum, grasaferðum og
þvíl., eins verbúðalífinu, eins og
það var. Sýna þarf sveitabæi,
eins og þeir eru nú þjóðlegástir,
og eins verbúðir, eins og þær
voru. Mætti t. d. reisa slíka ver-
búð fyrir myndina, í Þorláks-
höfn, eins og þeim er lýst í hinni
alkunnu Eimreiðargrein eftir Odd
Oddsson. — Mintist ræðumaður
á margt annað, sem sýna þyrfti
á mynd þessari.
En þareð myndin sýnir aðeins
úrval og fyrirmyndir í hverri
grein, á hún að verða einskonar
skóli fjuir almenning hjer á
landi í ýmsum verklegum
greinum,
au'k þess sem hún kynnir þjóð
vora út um heiminn. Mynd, sem
þessi, fæli í sjer hvöt til allra,
að vera ekki lakari en myndin
sýnir.
Kostnaðurinn við myndtökuna
ætti að fást endurgreiddur með
því, að selja sýningarrjettinn.
pá er næsta mál á dagskrá i
hin almenna sýning 1930.
Tilhögun ýmsra deilda hennar
annast ýms fjelög, t. d. Búnaðar-
fjelag íslands annast um búnað-
arsýninguna. Fiskifjelagið um
fiskisýninguna. Heimilisiðnaðar-
fjelagið annast um heimilisiðnað-
inn o. s. frv. (Lagði ræðumaður
sjerstaka áherslu á heimilisiðnað-
arsýninguna, og þann hluta sýn-
ingarinnar, sem kvenþjóðin ann-
aðist). Þar á að vera matsölu-
staður, þar sem framreiddir
verða allir íslenskir matarrjettir
meðal annars úr öllum íslenskum
grasnytjum. j
Gefa þarf út
matreiðslubók
í sambandi við sýningu þessa-og
matsölustaðinn. Sýndi ræðum.
fram á, hve afar mikla hagfræði-
lega þýðingu það hefir, að þjóð-
in eigi hentugar og praktiskar
matreiðsluhækur.
Hvar á sýningin að vera?
Ræðumaður leit svo á, að eigi
gæti verið um annan stað að
ræða en Reýkjavík, því sýning-
arhald á Þingvöllum yrði alt of
erfitt.
*
Mintist hann því næst á tillögu
þá hjer í blaðinu fyrir skömmu,
að bygðir yrðu sjerstakir sýn-
ingarskálar.
En þetta telur G. F. of íburð-
armikið, og rjett að nota það
fje, sem færi til skálagerðar til
einhv.ers annars, er nauðsynlegra
væri. Honum fórust orð á þessa
leið:
Þessi sýning okkar 1930 verð-
ur ekki annað en smákríli, sbr.
við almennar sýningar meðal er-
lendra þjóða.
Til þess að sýningin fái stór-
feldan heildarsvip, þyrfti að
byggja skála fyrir fleiri hundr-
uð þúsund kr. Vel gæti svo far-
ið, að örðugt yrði að fá vinnu-
afl til þeirra bygginga, en þær
síðan lítils virði. — Hagkvæmara
yrði að hafa sýninguna í húsum
þeim, sem til eru í bænum, —
ðarnaskólahúsunum tveim, Iðn-
skóla, Kennaraskóla, e. t- v. Stú-
dentagarði og víðar.
Ef sýningin yrði á mörgum
stöðum, og hver deild út af fyr-
ir sig, þá mundu sýningargestir
skoða hverja deild grandgæfi-
legar, en ef öllu yrði safnað sam-
an á einn stað.
Með þessu þrennu, sem getið
hefir verið um, yfirlitsritinu,
kvikmyndinni og sýningunni —
gerir þjóðin upp reikning sinn,
og eru þessi undirbúningsverk
sjálfstæð, hvernig sem fer um
sjálf hátíðahöldin.
Móttaka gesta.
Gert er ráð fyrir, að fleiri
ferðamenn komi hingað 1930 en
nokkru sinni áður. Von er á, að
bygt verði hjer veglegt gistihús
fyrir þennan tíma, án styrks frá
hinu opinbera. En húsrúm gisti-
liúsa mun hrökkva skamt. Búast
má við, að allir húsráðendur í
bænum verði að þrengja að sjer.
Innlendir gestir sjá sjer að sjálf-
sögðu fyrir verustað, og eins
munu Vestur-íslendingar, erhing
að koma, geta fengið sjer hjer
húsrúm hjá vinum og vanda-
mönnum. Þá má og búast við, að
farþegaskip hafi hjer viðdvöl,
meðan á aðal hátíðahöldunum
stendur, og gestir geti bjargast
við að hafa næturstað á skipum
úti.
Á Þingvöllum.
má búast við að verði 10—20
þús. manns saman komnir. Hinir
útlendu gestir, sem verða hjer
sem fulltrúar erlendra þjóða,
verða að hafa þar húsrúm á op-
inberu gistihúsi. En sjá verður
þeim útlendingum fyrir tjöldum,
sem eigi fá þar húsrúm.
Allir innlendir gestir eiga að
sjá sjer fyrir verustað á Þing-,
völlum. Værf heppilegast, að
hver sýsla og kaupstaður fengju
þar sitt afmarkaða svæði til þess
að reisa þar tjöld eða búðir.
Og hefðu þeir umsjónarmenn, er
sæju um að halda reglu, hver á
sínu svæði.
Annars er of snemt að ákveða
um tilhögun sjálfra hátíðahald-
anna. Að sjálfsögðu þarf ljóð að
yrkja, söngflokka að æfa og því-
uml., og er nauðsynlegt að veita
þeim styrk til þess, er geta gefið
sig við slíkum undirbúningi. —
Ef þjóðleikhús verður komið
hjer upp 1930 þarf að sýna þar
nýjan söguleik o. m. m. fl. kem-
ur hjer til greina. Ollum mun
koma saman um, að þegar um
hátíðahöld er að ræða, sem þessi,
verður eingöngu að velja menn
eftir hæfileikum þeirra í hverri
grein.
Ræðumaður skifti þessu alþing-
ishátíðarmáli í 3 flokka.
1 1. floklki er Alþingissagan,
ritið um land og þjóð, kvikmynd
in og sýningin.
í 2. flokki byggingarnar. TJm
þær sjer Þingvallanefnd, sú, sem
skipuð er.
1 3. flokki eru hátíðahöldin
sjálf.
Ræðum. leggur til, að skipuð
verði nefnd 3 manna, er tæki 1.
flokk að sjer. Yrði nefndin þrí-
skift, einn tæki að sjer að
sjá um ritið um land og þjóð,
annar tæki kvikmyndina að
sjer, og þriðji umsjón með undir-
búningi sýningarinnar.
pingvallanefndin sæi um þau
mannvirki, er gera þyrfti.
pá yrði og skipuð sjerstök
nefnd til þess að undirbúa og
hafa umsjón með hátíðahöldun-
um, en allar þessar þrjár nefndir
ynnu saman, — væru raunar ein
þrískift nefnd.
Taldi ræðum. ekkert fráleitara
en það, að alþingishátíðin 1930
yrði innihaldslaust veislu-
glingur, og munu allir lands-
menn ljúka upp einum munni
um, að slíkt væri hin mesta ó-
hæfa.
Að endingu sýndj ræðumaður
fram á, hve mikla þýðingu það
hefði fyrií þjóðina, að hún gengi
hjer að verki með samstiltum
kröftum, til drengilegrar afl-
raunar, til þess að sýna alt hið
besta, sem þjóðin gæti. Þá sæist
og í hverju okkur væri helst á-
fátt.
Þó mikið væri aðhat'st með
þjóð vorri, þá vantaði tilfinnan- j
lega vinnugleðina, en hún kæmi,!
þegar kraftar sameinuðast í því
að ná hinu setta marki, að gera
alþingisafmælið sem veglegast
Frá Akureyri.
Akureyri 21. jan. FB.
Þingmálafundur
var haldinn hjer í gærkvöldi. Á
dagskrá voru átta mál. pingmað-
urin hjelt hálfs annars tíma inn-
gangsræðu um landsmál yfirleitt.
IJrðu miklar umræður á eftir og
urðu aðeins 3 mál afgreidd, fjár-
hagsmál, gengismál og seðlaútgáf-
an. Framhaldsfundur í kvöld. —
Tillaga í fjárhagsmálinu var svo
hljóðandi:
Fundurinn lýsir ánægju sinni
yfir því, áð fjárhag ríkisins má
nú telja komið í gott horf og
skorar jafnframt á þing og stjórn.
að gæta framvegis eins og und-1
anfarið fylstu varúðar í fjár-
málastjórn ríkisins. Hinsvegar lítur
fundurinn svo á, að áhættulaust sje
að ljetta nú þegar álögum af þjóð j
iSmi að einhverju leyti og telur |
þá rjett að byrja á því, að afnema
gengisviðaukann og að lækka út-'
flutningsgjald á síld.
Akureyri, 22. jan. FB.
Tillögur stórstúkunnar í bann-
málinu samþyktar með tveim
þriðju atkvæða.
Síldarútvegurinn.
Tvær tillögur, snertandi sjáv-
arútveginn, voru samþyktar svo
hljóðandi:
1. Fundurinn vill vekja at-
hygli þings og stjórnar á því,
að hann telur íslenska sjávarút-
veginum stafa mikil fjárhagsleg
liætta af síldveiðum danskra
þegna hjer við land, eins þröng-
ur og markaðurinn fyrir ísl. síld
reynist vera. Telur hann fulla
sanngirniskröfu gagnvart Dön-
um, að þeir aðstoði íslendinga
með fjárframlögum eða á annan
hátt, til þess að breiða út og
auka markað fyrir íslenska síld,
og jafnframt krefst fundurinn
þess, að stjórnir beggja land-
anna hafi strangt eftirlit með
því að gæta fullkomlega allra
þeirra skilyrða, sem til þess eru
sett með lögum, að skip hafi
rjett til þess að veiða í íslenskri
landhelgi.
2. Fundurinn telur óviðeig-
andi, að síld sú, sem veidd er
hjer við land, án þess gætt sje
fyrirmæla íslenskra laga, sje
boðin út á erlendum markaði
sem 1. flokks ísl. síld. í sambandi
við þetta leggur fundurinn til,
að bannað sje með lögum að
salta síld á skipum utan hafna,
ei- rjett hafa til þess að veiða í
landhelgi.
1000 ára afmæli Alþingis.
Svo hljóðandi tillaga var sam-
þykt viðvíkjandi 1000 ára af-
mæli Alþingis:
„Fundurinn telur það nauð-
syn, að þegar á þessu þingi verði
gerðar ráðstafanir, svo hægt sje
þegar á þessu ári að hefja undir-
búning undir 1000 ára afmæli
Alþingis á Þingvelli árið 1930,
þannig, að hátíð þessi megi verða
sem eftirminnilegust í þjóðlífi
íslendinga' ‘.
Alls 9 mál til meðferðar. —
Fundurinn vel sóttur og yfirleitt
friðsamur.
Aflafrjettir o. fl.
Stúdentafjelagið heldur Þorra-
blót annað kvöld.
Fiskafli ágætur á Skjálfanda
og sæmilegur í útfirðinum, þegar
gæftir eru.
Pollurinn aflalaus.
—;-------<S#»------
Frá Vestfjörðum.'
Önundarfirði, 11. janúar.
Tíðarfar og aflabrögð.
Yeðrátta umhleypingasöm síð-
an um miðjan desember. Frem-
ur tregur afli, þegar gefur á sjó.
Fje alment tekið á gjöf um miðj-
an desember. Snjólítið um alla
Vestfirði. Menn að týgja sig til
sjóróðra suður.
Heilsufar og heyverð.
Heilsufar allgott hjer um slóð-
ir. — Hjeðan úr Önundarfirði
er selt mikið hey, einkum til
ísafjarðar. Verðið mun vera 10
aura pundið á útheyi, en 15 aura
taðan.
Slysfarir,
Fyrir nokkrum dögum Ikom
togarinn Apríl hingað inn með
lík Eiríks sál. Jóhannessonar. —