Ísafold - 11.02.1926, Blaðsíða 4

Ísafold - 11.02.1926, Blaðsíða 4
4 ÍSAFOLD Svo var í Bíldudal. Þar dou J»rír úr lungnabólgu á einn og tjma beimili. Og svo var í Vík í Mýrdal. Þar dóu tveir (feðgini) iír lungnabólgu og einn til veikt- á því sama heimili, en lifði af. Hrekar befir ekki orðið vart við þá veiki — svona illkynjaða — kVorfki þar njc annarstaðar, svo |eg hefi til frjett. Á Vesturlandi fcéfir ekkert sjerlegt borið til tíð- i*la undanfaraa viku. Mislingamir í Eyjafirði. Jeg hefi getið um þann far- aldur að undanförnu. f fyrri vik- ■atjjii sagði hjeraðslæknir á Akur- slæðing af mislingum í bæn- og fimtíu sjúka í Kræklinga- fcÍíð. Lausafregnir hafa borist iingað um það, að mislingarnir fcsfi verið mjög mannskæðir í Hjgjafirði, margir dáið. Hjeraðslæknir á Akureyri aftbar mjer í dag (8. febr.) : „25 ■Sslingar síðustu viku. alls 6 dán- mislingum.“ Nú þykist jeg sjá, að mörg iiundruð manns hafa tekið sótt- im'a þar nyrðra, og er því alls dkki þar að ræða um illkynjaða misl- Mtga, eins og talið hefir verið. ,4 Blóðkreppusótt í Öxarfirði. Hjeraðslæknir þar símar í dag: „Blóðkreppusótt á tveimur bæj- wq í Axarfirði, fremurslæm. Fjór- »r bæir sóttkvíaðir.11 Hjer er ekki að ræða um neina útlenda aðfengna farsótt. Garna- kvef er algengur, landlægur kyilli, og' þegar verst gegnir, verða menn þungt haldnir, hægð- ir blóði blandnar, og er þá kallað Móðkreppusótt. Yfirleitt €ic heilsufarið rjett á borð við tíðarfarið: óvenjugott. 8. febrúar 1926. G. B. -------— Útvarpið. Fyrra sunnudag sendi Úlyarpsstöðin í Reykjavík út messugerð í Hafnarfirði. Messaði þar sjera Ólafur Ólafsson, frí- kirkjuprestur. í upphafi urðu smávægileg mistök á sambandinu milli frí- kirkjunnar og loftskeytastöðvar- kmar, er urðu þess valdandi, að útvarpið náði ekki m essunni fyr en prjedikunin var nýbyrjuð. En þegar þetta var komið í lag fór alt vel. Togarinn Draupn ír var t. d. 70 mílur suðaustur af Vestmannaeyjum.' Þar heyrðist það sem af var ræðunni eins vel «g alt hefði farið fram þar í skipinu. — Þá hefir og útvarp- ið frjett frá togurunum fyrir Vesturlandi, að messan hefði heyrst þangað. Og austur í Rang- árvallasýslu heyrðist vel. Og eins fjekk sjera Ólafur Ólafsson þakkir fyrir ræðuna frá ýmsum stöðum hjer í næstu sýslum. Talið er, að móttökutæki sjeu nú um 200 hjer á landi; rúmm* líelmingur þeirra hjer í Reykja- vík. Til Akureyrar hefir ekki heyrst vel frá útvarpinú. Ætlar stjórn útvarpsfjelagsins að senda mann norður, til þess að gera tilraunir xneð það, hvaða tæki sje best að aaota þar. ■ Yfirkjötmatsmennirnir sitja nú hjer á ráðstefnu. — Þeir eru 5 og eru þessir: Sigtryggur Þor- steinsson sláturhússtjóri á Akur- eyri, Páll Sigurðsson og Hálfdan Jakobsson Þingeyingar og Filipp- us Magnússon og Jón Guðmunds- son, sem báðir eru búsettir hjer í bænum. Kaupgjaldsdeilur. Á fsafirði hafa staðið kaupgjaldsdeilur um hríð. Atvinnurekendur vildu lækka dagkaup karla niður í 1 krónu, kvenna niður í 60 aura um tím- ann í dagvinnu.Verkamenn hjeldu þá fjölmennan mótmælafund og stöðvuðu vinnu við Goðafoss 1—y2 tíma til þess að mæta á fundi. Nefnd kosin til samninga. í Mjölni, fisktökuskipi, er átti að taka 600 skpd. hjá Jóhanni Eyfirðingi, var aðeins hægt að láta 140 skippund. Og fór skipið frá ísafirði við svo búið. Kolaskip er væntanlegt til Jóh. (Þorsteinssonar kaupm. innan skamms. Og verður ekkert . við það unnið, fyr en samningar eru komnir á. Verkfall þetta er hið alvarleg- asta fyrir marga atvinnurekend- ur, t. d. fiskútflytjendur, sem þurfa að koma vissum farmi í skip á ákveðnum tíma. Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hefir ákveðið að veita 15,000 kr. til end urbóta á sjúkrah. þar, fáist um- sótt 30,000 kr. fjárv. úr ríkissjóði í því skyni. Ennfremur ályktað að ráða Guðmund Ásmundsson lækni í Noregi sjúkrahúslækni, ef um semst. Síðasti fundur ákvað að senda Jóhannesi Jóhannessyni bæ.j arfógeta alúðarþökk fyrir ákvæði um Stúdentagarðsgjöf hans. vinna. nýja markaði. Þetta væri nauðsynlegt, en kostaði talsvert fje, og virtist sjer rjett að nota hluta af útflutningsgjaldinu íþess nm ákveðna tilgangi. Fiskisýningamef nd. Nefnd var kosin til þess að undirbúa fisksýníngu árið 1930 og* hlutu kosningu: Magnús Sigurðsson. Bjarni Sæmundsson. Arngrímur Bjarnason. FRÁ ALÞINGI. Fiskiþingið Forseti fjelagsins setti þingið. Gat hann þess, að þó störfin væru mörg og mikil, er lægju fyrir þingi þessu, væri engin dagskrá samin eða starfsskrá önnur en sú, sem innifeldist í fundargerðum fjórðungsþinganna, Að kosningunum loknum hjeit forseti langa og ítarlega ræðu um starfsemi fjelagsins og fjár- hag þess árið sem leið. Eru eigi tök á að greina frá henni hjer. Sumt af umtalsefn- inu var hið sama og á aðalfundin- um um daginn. Tillögu eina bar forseti fram, sem mörgum miin þykja eftirtekt- arverð, um útflutningsgjald af síld og markaðshorfur. Mintist hann á, að því hefði verið lireyft nýlega á fundi norðanlands að lækkað yrði útflutningsgjald af síld. Sagði hann það rjett vera, að gjaldið af síldinni væri tiltölu- lega hærra en af öðrum útflutn- ingsvörum, en benti jafnframt á, hvort ekki væri rjettmætt, ef eitthvað yrði hreyft við þessu gjaldi, þá að taka Norðmenn sjer til fyrirmyndar, og leggja nohk- urn hluta útflutningsgjaldsins í sjóð, sem yrði varið til þess að rýmka markað síldarinnar. pó sendir hefðu verið menn til ýmsra landa við og við, til þess að garfa í síldarsölu, þá hefði fram til þessa ékki verið unnið að því, eftir ákveðinni stefnu, að Kosning fastra nefnda. Efri deild. Fjárhagsnefnd: Björn Krist- jánsson, Jóhann Þ. Jósefsson, Gunnar Ólafsson, Jónas Jónsson og Ingvar Pálmason. Fjárveitinganefnd: Jóhannes Jó- hannesson, Ingibjörg H. Bjarna- son, Eggert Pálsson, Einar Árna- son og Guðmundur Ólafsson. Samgöngumálanefnd: Sig. Egg- erz, Einar Árnason, Jóhann Þ. Jósefsson, Ágúst Helgason og Björn Kristjánsson. Landbúnaðamefnd: Eggert Páls- son, Gunnar Ólafsson og Ágúst Helgason. Sjávarútvegsnefnd: Björn Krist- jánsson, Jóhann Þ. Jósefsson og Ingvar Pálmason. Mentamálanefnd: Ingibjörg H. Bjarnason, Jóhannes Jóhannesson og Jónas Jónsson. Allsherjarnefnd: Jóhannes Jó- hannesson, Eggert Pálsson og Guðmundur Ólafsson. Neðri deild. Áður en gengið var til kosn- inga kom fram tillaga frá Þor- leifi Jónssyni um að skipa fjár- hagsnefnd 7 mönnum að þessu sinni (samkv. þingsköpum er hún 5 manna nefnd), og var það sam- þýkt. Fjárhagsnefnd: Jón A. Jóns- son, Magnús Jónsson, Björn Lín- dal (af A-lista), Klemens Jónsson, Ásgeir Ásgeirsson, Halldór Stef- ánsson (af B-lista) og Jak. Möll- er (af C-lista). Fjárveitinganefnd: Þór. Jóns- son, Jón Sigurðsson, Pjetur Otte- sen (af A-lista), Þorleifur Jóns- son, Tryggvi Þórhallsson, Ingólf- ur Bjamarson (af B-lista) og Magnús Torfason (af C-lista). Yið kosningu í samgöngumála- nefnd og landbúnaðarnefnd komu fram 2 listar (A og B) og hver með 3 mönnum, svo kjósa varð um listana. Hlaut þá A-listinn 13 atkv. og kom að 3, B-listinn 12 atkv. og kom að 2, en 3 seðlar auðir. Auðu seðlarnir hafa verið frá Sjálfstæðismönnum; þó hefir einn Sjálfstæðismannanna altaf kosið með Framsókn, og ’er talið víst að það hafi verið M. Torfa- son. J. Bald. kaus einnig með Framsókn. Samgöngumálanefnd: Kákon Kristófersson, Jón Auðunn Jóns- son, Jón Kjartansson, Klemens .Tónsson og Sveinn Ólafsson. Landbúnaðamefnd: Árni Jóns- son, Hákon Kristófersson, Jón Sigurðsson, Jörundur Brynjólfs son og Halldór Stefánsson. Sjávarútvegsnefnd: Ól. Thórs, Sigurj. Jónsson, Björn Líndal (af A-lista), Sveinn Ólafsson og Jón : Bald. (af B-lista). Mentamálanefnd: Sigurj. Jóns-| son, Magnús Jónsson, Þórarinn' Jónsson (af A-lista), Ásgeir Ás- J geirsson og Bernhard Stefánsson (af B-lista). Allsherjarnefnd: 3 listar komu fram, og á þeim voru þessi nöfn: Á A-lista Jón Kjartansson, Árni Jónsson og Pjetur Ottesen; á B- lista Pjetur Þórðarson, Jón Bald. ðg Magnús Torfason, og á C- Iista Magnús Torfason. Kosning fjell svo, að A-listinn hlaut 13 at- Ikvæði og kom að öllum sínum mönnum, B-listinn 11 atkv. og kom að 2 (P. p. og J. Bald.), en C-Iistinn 4 atkv., og kom engum að, og komst M. T. því ekki að, þrátt fyrir það þótt hann væri á tveim listum. + Guðlaug Lárusdóttir Ottesen. Hún ljest á heimili sínu hjer í' bænum, Bergþórugötu 13, síðast- liðið laugardagskvöld. Hafði hún undanfarin ár verið heilsuveil, en banameinið var hjartaslag. Hún var 55 ára að aldri. Guðlaug var komin af hinuní bestu ættum. Var hún dóttir Lár- usar Ottesen á Akranesi, föður- bróður Pjeturs Ottesens alþingis- manns. Hún var fædd á Akranesi og ólst þar upp, þar til hún gift- ist manni sínum, Jósafat Jó- hannssyni söðlasmið, er ljest hjer í bæ 1917. Eftir giftinguna flutt- ust þau hjón austur á Yopna- fjörð, og voru búsett þar í 17 ár. Meðan Guðlaug var fyrir aust- an stundaði hún ljósmóðurstörf, og þótti hin hepnasta og sam- viskusamasta við það verk. Frá Vopnafirði fluttust þau hjón, Guðlaug og Jósafat, hingað til bæjarins, og hefir hún verið búsett hjer síðan með börnum sínum. En þau eru: Karl, Sigur- [ jón, Aðalsteinn, afgreiðslumaður j Morgunblaðsins, Lárus, Guðný, Jóhann og Karólína, hún ein er ófermd. Tvö börn misti hún, ann- að á unga aldri, hitt, Hjört, 18 ára, í hitteðfyrra. Guðlaug var hin mesta ágætis- kona, greind vel, svo sem hún átt* kvn til, en yfirlætislaus, og vann sitt góða og mikla starf í þágu heimilis síns og barna sinna, svo sem títt er um margar bestu kon- urnar. Seðlafölsunin í Ungverjalandi. Símað er frá Budapest, ',að Frakkar krefjist þess, að 240 menn verði handtekuir vegna aí- skifta af seðlafölsuninni. V Símað er frá Vínarborg, aí^ breskur blaðamaður á heimleið til London, eftir að hafa gert til- raun til þess að afla upplýsinga um seðlafölsunarmálið, í þeim til- gangi, að skrifa blaðagreinar um það, hafi sagt, að það sje alger- lega ómögulegt að fá fulla vitn- eskju um hið sanna í málinu, þar eð svo mikill fjöldi hátt settra embættismanna sjeu riðnir við málið og haldi þeir hlífiskildi hver yfir öðrum. Símað er frá Budapest, að álitið sje, að seðlafalsararnir hafi einn- ig búið til ítalska seðla. Musso- lini hefir sent ungvers'ku stjórn- inni afar harðort brjef. Símað er frá Budapest, að sendi- menn Frakka sjeu afSkaplega óá- nægðir yfir rannsóknunum í föls- unarmálinu. Finst þeim þær ófull- komnar. Málið verður flóknara og flóknara. Símað er frá Budapest, að rann- sóknarnefndin hafi fullsannað, að forsætisráðherrann hafi vitað um seðláfölsunina, en þagað yfir henni. Andstæðingar hans krefj- ast þess, að kann fari frá, én hann þverneitar. Símað er frá Budapest, að prent- vjelin, sem notuð var af peninga- fölsurunum, sje fundin. Hún er af þýskri gerð, búiu til í Leipzig. Gorgeir í Mussolini. Símað er frá Rómaborg, að utn ræður hafi orðið um breytingar á fyrirkomulagi hersins og hafl Mussolini sagt frá því í því sam- bandi, að vissulega aðhyltist hann Locarnosamþýktina; — en samt sem áður væri vígbúnaður eina tryggingin. Símað er frá Rómaborg, aí Mussolini hafi sagt, að þessi öld: muni verða kölluð ítalska öldin. — Hefir hann skipað sjerstaka nefnd til þess að rannsa'ka hvað heppilegast sje að gera til þess að styrkja afstöðu Ítalíu út 4- við og hvernig hægt verði að ná yfirráðum yfir landsvæðum f Asíu og Afríku. Símað er frá Rómaborg, að það hafi verið opinberlega tilkynt, að allir ítalíufarar verði að fá farar- leyfi hjá ítölskum ræðismanni og segja honum liver tilgangur þeirra sje með förinni. Mussolini hefir haldið þrumandi ræðu í þinginu um fjelagskap Suður-Þýskalands og Austurríkis er starfar að því, að útiloka ítalsk- ar vörur. Sagði Mussolini, að takí Þýskaland á sig ábvrgð þessaræ fjelaga og styðji íbúana í Suður- Tyrol í baráttu þeirra gegn Fas- cismanum, muni Italir gera nauð- synlegar ráðstafanir í Brenner- skarði og færa síðar landamærin heldur norður á bóginn en hitt. Símað er frá Berlín, að ölt blöðin geri ræðu Mussolini að umtalsefni. Er talsverð æsing og biturleiki gegn lionum út af hótunum hans. Spánskir flugmenn koma til íslands. Símað er frá Madrid, að tveir spanskir flugmenn hafi lagt af stað nýlega í Ameríkuflug, og hafi komist heilu og höldnu til austurstrandar Suður-Ameríku. — Þeir voru hjerumbil 18 tíma leiðinni. Símað er frá París, að spönsku flugmennirnir haldi áfram til TSo | de Janerio og haldi svo norður a bóginn, til Newfoundlands, \Grænlands og íslands, og þaðan* ^ieimleiðis nm England. letulið bandamanna yfirgefur Kölnarhjerað. íímað er frá Köln, að siðustu setuniðsmennirnir hafi farið frá Kölinarsvæðinu í gær. Brottför þeirrk vakti afskaplegan fögnuð í borjgirjni. Síriyað er frá Köln, að fögnuð- urinnl yfir frelsi Rínarhjeraðanna sje awskaplega mfkill. Guðsþjón- ustur 1 eru haldnar og þúsundir mannaV safnast saman víðsvegar og sy|)gja ættjarðarljóð undir berrun Jhimni. /

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.