Ísafold - 10.03.1926, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.03.1926, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Sími 500. Auglýsingasími 700. ISAFOLD Argaiigurinn kostar 5 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Afgreiðsla og innheimta í Austurstræti 8. Sími 500. DAGBLAÐ: MORGUNBLAÐIÐ 51. árg. 14. tbl. Midvikudaginn 10. mars 1926. ísafoldarprentsmiðja h.f. Járnbrautarmálið. Grein þessi sem hjer birtist eftir fyrsta og heitasta fylgis- tnann jdrnbrautarmálsins var skrifuð fyrir ísaf. í sumar sem leið, en af vissum ástozðum hefir það dregist að birta hana. Ná þegar álit vegamdlastjóra er nýkomið út um Austur-braut- ina, er sjerlega gott tœkifœri að birta þessa grein, svo almenningi gefist kostur á að sjd álit hins fyrsta forvígismanns þessa máls. Hann skýrir og frá undirtektum þeim sem „atórmálið" fjekk á þingi fyrir 30 árum. En i greininni vakir hinn eldlieiti fram- fara-andi, sem Þorsteinn Erlingsson kvað i mdliú, með hinuþjóð- kunna kvœði sinu „Brautin". AldarafmæM járnbrauta. Um 30 ár eru nú liðin síðan umræður hófust um það mál á Islandi. — En um leið er og 100 ára afmæli járnbrauta í heiminum. Því árið 1825 komst á fyrsta járnbrautin á Englandi, og voru þar mikil hátíðahöld í tilefni af því. Því bæði þar og allsstaðar annarsstaðar, þar sem járnbrautir hafa verið lagðar, hafa þær sýnt, hvílík blessun þær hafa verið fyrir þjóðirnar, þar sem þær hafa reynst hin öflug- asta lyftistöng undir allskonar framförum og aukinni hagsæld landanna. „Skyldi það vera álög á okkur íelendingum, að við eigum altaf •að vera hálfum og heilum Öldum á eftir öðrum þjóðum? Það lítur næstum út fyrir það", skrifaði jeg 1895 (Eimr. I, 12). „En þau álög eru þó okkur sjálfum að kenna", bætti jeg við. Þessi ummæli eiga við enn. Því enn er ekki lengra komið en það, að við höfum í nær þriðjung ald- ar við og við verið að tala og *krifa um járnbrautir, en ekkert gert, nema lítilsháttar rannsóknir núna síðustu árin. „Stóra" málið 1894. Það var fyrst árið 1894, að nokkur íslendingur hugsaði svo hátt, að tiltö'k væru að leggja járnbrautir á íslandi. Þá var af þingmanna hálfu (fyrir forgöngu kapt. Sigtr. Jónassonar fráWinfli peg) borið upp á Alþingi frum- varp um að veita fjelagi (með ensku fje), sem nefndist „Hið íslenska siglinga- og járnbrauta- fjelag", leyfi til að leggja járn- brautir á íslandi, bæði norður um land til Eyjafjarðar og austur á ÍRÍgmn frá Reykjavík (austur í Rangárvatlasýslu.) Þó var ekki ráðgert að ráðast í meira fyrst* um sinn cn járnbraut ausiur að Þjórs á, með reglulegum lestaferðum að minsta kosti 6 sinnum í viku árið um kring, og skyldi landssjóður greiða fjelaginu til þessa 50,000 kr. árlegan styrk í 30 ár, í síð- asta sinn árið 1925. En jafnframt skyldi fjelagið gegn öðrum 50,- 000 fer. árlega fá leyfi til að anh- ast siglingar til útlanda (Bret- lands) og með ströndum fram, og skyldi útlandaskipið hafa 12 mílna ferð og rúm fyrfir 70 far- þega og fara 2 ferðiry á mánuði 15. apríl til 15 október, eh. að minsta kosti 1 ferð á mánuði hinn tíma ársins.Strandferðirnar skyldi fýrstu 10 árin annast annað minna skip með 10 mílna ferð (en sama farþegarúmi), er gengi stöðugt írá. Reykjavík kringum landið frá 15. i febr. til 15. nóv. Eftir 10 ár gat! íandsstjórniíi heimtað, að strand-! ferðaskipin yrðu 2. Eftir 15 ár í skyldi landsstjórnin hafa rjett til | að kaupa bæði járnbrautir og skip fjelagsins eftir óvilhallra manna mati. Það þótti íaiklum tíðindum sæta,' þegar frumvarp' þetta kom fram. Svo stórhuga höfðu menn aldrei fyr verið, enda var málið óðara skýrt „Stóra máliS." Vildu marg- ir undir eins fella það þegar við fyrstu umræðu, og þar á meðal st j órnarf ulltrúinn, landshöf ðin gi. Andstaðan. Það væri barnaskapur að hugsa, að járnbrautir gætu þrifist á íslandi. Þó tókst að bjarga mál- inu frá bráðum dauða í sjálfri fæðinprunni og var nefnd sett í það. í þeirri nefnd varð jeg skrif- j ari og síðan framsögumaður máls- ] ins í Neðri deild. Þetta var fyrsta árið, sem jeg sat á þingi, og var það engin smáræðis raun fyrir. ungan þingmann að taka á sig aðalvörn slíks máls, þó ýmsir góð- ir drengir væru þar og til liðs og f aðstoðar. Og því meiri var raunin, j sem á móti málinu hömuðust marg-! ir hinir mestu mælskumenn þings-' ins, t. d. Benedikt Sveinsson, Guð-1 laugur Guðmundsson o. fl., sem gengu hreinasta berserksgang, fram fyrir fylkingar og bitu froðu fellandi í skjaldarrendur. Þá kom upp þessi þingvísa: \y Valtýr eimreið fer um frón, flýgur Jens í loftballón; klærnar brýna loðin ljón Laiigi, Bensi, sjera Jón. Jafnvel .Árnesingar andvígir. En þó mikils þyrfti við til að deyfa eggjar berserkjanna, mælskugarpanna, þá var hitt þó; engu minni raunin, að verjast á-j rásum þeirra eiturskrímsla, sem, upp stungu trjónuin sínum í ræð- um ýmsra annara þingmanna:: smásálarskapnum, þröngsýninni, skammsýninni og trúleysi á fram- tíð landsjns og framfaramöguleika.' Af þessum skrímslum var gerður svo mikill aðsúgur að frumvarp- inu, að jafnvel báðir þingmenn Arnesinga börðiist af kappi gegn málinu, þótt augsýnilegt væri, að engin sýsla á landinu mundi hafa annan eins hag af framgangi þess, eins og kjördæmi þeirra. Aftur voru aðrir svo staurblindir af hreppapólitík, að þeir lögðust ein- dregið á móti málinu af þeirri einni ástæðu, að ekki væri byrjað með aðjbyggja járnbraut til Norð- urlandsins, þótt þeir annars hefðu fullan skilning á, hve mikils virði járnbrautir mundu verða fyrir framtíð landsins og framfarir. Frv. dagaði uppi. Útl. leist ekki á blikuna. En þó baráttan væri hörð, fóru þó svo leikar, að frumvarpið (með ýmsum breytingum) var samþykt í Neðri deild. Og í Efri deild var það fyrir harðfylgi Hallgríms bisk ups Sveinssonar, Þorleifs Jónsson- ar (núv. póstmeistara) og Sigurð- ar prófasts Jenssonar samþykt bæði við 1. og 2. umr. En þá var þingtíminn útrunninn og málið því óútrætt. Og þar sem landsstjórnin lagðist af alefli gegn málinu, tókst henni að koma því algerlega fyrir i kattarnef. Því útlendingum þeim, I sem ætlað höfðu að leggja fje í fyrirtækið, leist þá ekki á blik-1 una, og þótti ekki óraaksins vert að koma fram méð tilboð sitt að „Eimreiðin''. Árið eftir (1895) stofnaði jeg tímaritið „Eúnreiðin," því jeg vildi láta það ásannast, sém sagt var í þingvísunni. Var það tilætl- unin, að hún skyldi meðal annars vinna að framgangi járnbrautar- málsins, enda hóf hún göngu sína með grein um „járnbrautir og ak- brautir" (Eimr. I, 4.—14). Og í sömu átt stefndi hið snjalla inn- gangs- og stefnukvæði hennar „Brautin" (I, 1—4) eftir þjóð- skáldið Þorstein Erlingsson. Þar segir meðal annars svo: Og þó að jeg komist ei hálfa leið heim, og hvað 'sem á veginum bíður, þá held jeg nú samt í 'inn hrjóstruga geim' og heilsa með fögnuði vagninum þeim, sem eitthvað í áttina Iíður. En þó að barátta Eimr. fyrir járnbrautarmálinu yrði skammæ, af því jeg sannfærðist um það, á þingi, að engin leið væri til að koma því fram þá, eftir að for- gangsmenn málsins í útlöndum höfðu kipt að sjer hendinni, þá var þó hugurinn jafnan hinn sami. Jeg sá, að við, sem barist höfðum fyrir málinu, vorum þar (eins og i mðrgum öðrum málum, t. d. stofnun eimskipaveiða og Fiski- veiðafjelags, öflugs seðlahanka o. s. frv.) langt á undan okkar tíma. en jeg huggaði mig þó við, að sæði það, sem sáð hefði verið Breska þirtgið sett. Hinn 2. febrúar var breska þingið sett með venjulegri við- höfn, sem bygð er á æfagamalli hefð. Er sú viðhöfn eitthvað annað en viðhafnarleysi það, sem gildir við þingsetningu hjer. — Konungur heldur þá hásætisræðu sína og er það yfirlit gerða stjórnarinnar og hvað hún ætlast fyrir. Fara ííðan fram umrseður ki« þau málefni, se*i drepið er í í hásastisræðunni. Að þessu sinai veittust andstæðingar stjórnar- innar, Lloyd George og Haldan* lávarður, að henni fyrir það, að hún hefði sýnt Itölum alt ©1 mikla vægð í samningum um skuldagreiðslur. baiði í umræðunum á þingi og í Eimr., mundi einhverntíma vaxa upp og bera ávexti. Jeg læt mig því einu gilda, þó einhverjir yrðu til að brosa að strandi okkar, eins og líka segir í Eimr. (I, 3) : . Og þó að þú hlæir þeim heimskingjum að, sem hjer munu í ógöngum lenda, þá skaltu ekki að eilífu efast um það, að aftur mun þar verða haldið af stað, uns brautin er brotin til enda. Málinu eykst fylgi. Þetta hefir og á sannast. „Stóra uiálið" vakti á mörgum sviðum umrót í hugum manna, svo menn fcru að hugsa stærra og hærra. Og járnbrautarhugmyndin þrosk- aðist og dafnaði svo í brjóstum hinnar uppvaxandi kynslóðar, að sýnilegt var, að fræin höfðu borið ávöxt. Enda hafa nú nýir menu með betri skilyrðum, en við höfð- um, tekið við forustunni og hlúð að þeim, og hinn öflugasti forkólf- ur þeirra nú í ráðherrasessi, þar sem áður landsstjórnin sjálf var hinn versti Þrándur í götu máls- ins. Og vart mundu Árnesingar nú þola þingmönnum sínum að leggjast af alefli á móti járnbraut þangað, nje heldur Reykvíkingar þingmönnum sínum. Því nú sjá jsfnt blindir sem óblindir, hve ómissandi austurbrautin er. Og þó er sannleikurinn sá, að norður- brautin er í rauninni margfalt nauðsynlegri. LandbúnaSarframfarir smastígar. Þegar jeg árið 192i var að semja yfirlit yfir framfarir Is- lands 20 fyrstu árin af 20. öld- inni fyrir stærstu alfræðibók heimsins „Encyclopædia Britann- ica," þá vkrð jeg, er jeg hafði safnað öllum gögnum, alveg for- viða af að sjá, hve miklar fram- farir hefðu orðið á þessu tímabili á því nær öllum sviðum, að tiltöla meiri en í nokkru landi öðru. En þar var ein undantekning: land- búnaðurinn. Hann hafði að kalla má alveg staðið í stað. Engar verulegar framfarir. Og jeg spurði sjálfan mig: Hvað veldur? Og mjer fanst svarið liggja nokkurn veginn opið fyrir: járnbrautar- leysið. Það eru ekki kaupstaðirnir eða kaupstaðafólkið, sem mestan haginn fá af járnbrautunum (nema þá máske Rvík talsvert), heldur bændurnir. Fyrir þá er járnbrautin lífsnauðsyn, eigi þeir nokkurntíma að komast úr kútn- um. Járnbrautarmálið ætti því að vera nr. 1 á stefnuskrá bænda- flokksins. Því járnbrautin er lífæð landbúnaðarins og skilyrði fyrir öllum verulegum framförum í hon um. Ránbúskapurinn á að hverfa úr sögunni og menn að læra að lifa af ræktuðu Iandi, sem aldrei getur algerlega brugðist, jafnvel í verstu ísárum. Menn eiga að koma upp stórum kúabúum (jafnvel með 100—200 kúm, eins og í fornöld) og smjörbúum og jafnvel svína- rækt. En þetta getur því aðeins borgað sig, að menn hafi greiðan aðgang að markaði fyrir afurðir sínar, bæði fljótan, vissan og ó- dýran. Því annars gleypir flutn- ingskostnaðurinn allan arðinn, og í ísaárum verða vörurnar fyrir stórskemdum áður en þær kom- ast 'á markað, ef þær þá nokk- urntíma komast það. Það væri því ekkert vit í að leggja mikið fje í stórbú, ef þessi s'kilyrði vantar. En úr því öllu bætir járn- brautin. Og á það ekki síst við norðurbrautina. — Borgarfjörður, Húnavatns, Skagaf jarðar og Ey'Ja- fjarðarsýsla er ágætis hjeruð fyr- 1 i

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.