Ísafold - 14.06.1926, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.06.1926, Blaðsíða 1
Ritetjórai. Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Sími 500. ISAFOLD DAGBLAÐ: MORGUNBLAÐIÐ Árgangurinn kostar 5 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Afgreiðsla og innheimta í Austurstræti 8. Sími 500. 51. ái»g. 31. tbL Ménudaginn 14. júni 1926. Isafoldarprentsmiðja hJE. Á laugardaginn óskaði íslenska þjóðin koriung sinn og drotningu, ásamt syni þeirra, Knúti prins, vel- komin til lan&sins. Enn eru þjóðinni í fern.sku niinni viðburðir ársins 1874, — 'kin fyrsta konungsheimsókn til ís'lands. — Minnisstæð er hin alúðlega framfkoma Kristjáns IX, og umönnun hans fyrir framförum vorum og þjóðarhög- um. Árið 1874 verður ávalt talið eitt hið merkasta í sögu þjóðar vorrar, og eru viðburðir þess tengdir við endurmimiingu konung*heim,sóknarinnar á hinn ljúf- asta hátt. — Hin núlifandi ,kyuslóð geymir og hug- þekkar endurminningar frá árinu 1907, þegar Friðrik VIII. Bxeimsótti island, ásamt fylgdarliði og 40 þing- mönnum. Aldrei höfðu frelsisvonir þjóðarinnar fengið sterkari byr undir vængi, en við heimsókn þessa. Mestur verður þó Ijóminu, er sagan geymir, yfir árinu 1918, þegar ísleudingar fengu fullveldi sitt. En þau tímamót, sem bundin eru við árið 1918, ert SVí nærri, að sagan hefir eigi mótað af þeim fasta i_J _.'. í hugskoti þjóðarinnar. Enn fljettast atburðir ársins 1918 inn í dagskrármálin, og viðburði líðandi tíma. í\jóu yor er þess enn eigi megnug að nota og njóta þeirra fríðiiula i'yllilega, er henni fjellu þá í skaut. En svo mi/líið er vist, að sagan mun geyma t»l komandi kynslóða, margskonar vitnisburði þess, hvern styrk vjer íslendingar áttum til heppilegrar xírlausnar á málefnum vorum, þar sem var konungur vor, Krist- ján hinn X. Er það skylda núlifandi kynslóðar, skylda, sem Ijúl't verður að inna af hendi, að votta konungi vorum þakklæti fyrir þær aðgerðir, ætíð, þegar tæki- færi gefst. Sú var tíðin, að íslenskir bændasynir umgengust oftlega kouunga og hina tignustu og ágætustu menn nieðal nágrannaþjóðanna. Eru í fornsögum vorum margar og ítarlegar frásagnir, er sýna, hvernig Is- lendingar iiugsuðu til konunga á blómaöld íslenskrar menningar. Til konunga og konungshirða fluttu ís- lenskir bændur og bændasynir sínar dýrustu gersem- ar, og iyrir konungum fluttu þeir gimsteina orðlistar sinnar, og þágu þar alskonar fríðindi að launum. Hirðir nágrannaþjóðanna urðu þá einskonar menta- stofnanir fyrir fræknustu og bestu syni þjóðar vorrar. Tímarnir breyttust. Framtak þjóðar vorrar dofn- aði. Einangrun og innanlands sundurþy'kkja varpaði skuggum miðaldamyrkurs yfir þjóðina. Konungsnafn- ið fjekk annan hljómblæ í eyrum þjóðarinnar. Kon- ungur varð í augum alþjóðar landsfaðirinn, sem bar< velferð þegna sinna fyrir brjósti, en megnaði eigi aS vernda alm,enning gegn utanaðkomandi ásælni annars- vegar og óblíðu náttúrunnar hins yegar. (Frh. á 2.s.)

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.