Ísafold - 24.01.1927, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.01.1927, Blaðsíða 2
10 í g A F O L P j>ar sem tilgangur þeirra flestra var aðeins sá, ag afla sjer fjár með rán- nm og gripdeildum, þá var auðvelt, að kaupa liðsinni þeirra, gegn sæmi- legri þóknun og loforði um, að þeir mœtti fá alt það herfang, er þeir kæmist yfir. Með þessu skýrast þær sögur, sem ganga um rán, brennur og önnur hermdarverk í borgara,- styrjöldinni. Mannfall hefir orðið lítið í orustum, þótt um stórorustur væri talað. Aldrei var barist til þrautar. Sá, sem sá sitt óvænna, dró sig þegar í hlje til þess að spara menn sína og missa ekki fengið fje. Undirróður Rússa. Rússar hafa notað sjer þetta á- stand vel. Vegna Japans þorðu þeir ekki að skerast í leikinn sjálfir, en með mútugjöfum hafa þeir keypt ýinsa uppreisnarforingja og sigað öðrum saman. Br þetta einn liður- inn í því starfi þeirra, að koma á alheimsbyltingu. Þegar þeim mis- tókst það í Evrópu, sneru þeir sjer til Asíu. Wu Wei Puh gerðist þeirra rnaður og hefir þegið af þeim stór- f je. Svo gátu þeir mútað Kuo Sung Ling, aðalforingja Changs Tso Lin, til þess að svíkja hann. Varð Chang þá að hörfa alla leið til Mukden og virtist gjörsigraður. Rússar voru á- nægðir. En svo bíður Kuo ósigur hjá Mukden, er tekinn höndum, bélshöggvinn og höfuð hans fest upp á staur á aðaltorgi borgarinnar. Betur tókst Rússum með Feng Yu Hsiang. Ilann hafði sagt skilið við Wu Wei Puh 1923 og safnaði liði sjálfur, sem hann nefndi „þjóð- arher“.’Var honum þrískift. Frá Rússum fjekk Feng peninga eins og hann þurfti, herforingja og her- gögn. Ilann hafði sett sjer það mark og mið, að reka alla útlendinga úr landi og gera Kína að ráðstjórnar- ríki eftir rússneskri fyrirmynd. — Meðan þeir Chang og Wu börðust, notaði hann tækifærið til þess að leggja undir sig mörg hin norðlæg- ari hjeruð, braust inn í Chihli og i náði Peking 'á sitt vald og litlu síðar Tientsin. Hershöfðinginn þar, Lin Ching Li, varð að yfirgefa borgina og hörfa undan suður í Shantung. I ! Styrjöldin í Norður-Kína. | í stríðinu milli þeirra Wu og Chang liafði Feng veitt Wu lið og það varð til þess, að Chang fór hverja hrakförina af annari. En er í Feng gerðist all-umsvifamikill og | hafði lagt Peking undir sig, leist j hinum ekki á blikuna. Hættu þeir þá að fjandskapast og gerðu með sjer bandalag (að minsta kosti í bili) og gekk Lin hershöfðingi frá Tientsin í fjelag við þá um að klekkja á Feng. Var nú ráðist á „þj'óðarherinn‘ ‘ frá þremur hliðum í semi liaustið 1925 og stóð sú styrj- öld þangað til í haust. Þá hafði Feng mist Tientsin, Peking og alt Chihli-hjeraðið. Hörfaði hann með leifar hersins norður undir Mon- gólíu. Þar var stofnað ráðstjómar- ríki í ófriðnum mikla, og er Mon- gólía í bandalagi við Rússa. Þarna tók Feng nú að endurskapa her sinn. Fól hann það undirforingjum sín- um, en fór sjálfur til Moskva. Það- an kom hann í september eða októ- ber í haust, með fullar hendur fjár. hergögn og annað. Síðan hefir hann haldið kyrru fyrir, en það er nóg til þess, að Cháng hefir eigi getað tekið neinn þátt í orustum gegn Kanton-hernum. Styrjöldin í Suður-Kína. I Þótt Rússum hafi eigi gengið nema miðlungi vel enn sem komið er í Norður-Kína, þá er öðru máli að gegna í Suður-Kína. Þegar Sun Yat Sen dó 1925, gerðist Chang Kai Shek, yfirforingi í Kanton, for- seti hins suðræna lýðveldis. Hann er maður harður í horn að taka og hefir sett sjer það markmið, að gera Kína aftur að einu ríki og stjórna því sjálfur. Hann ætlar sjer líka að taka öll forrjettindi af útlending- Um þar í landi. Rússar hafa veitt honum öfluga hjálp til þess að koma upp miklum og vel út búnum her. Hafa þeir ausið í hann fje, látið hann hafa hergögn, ílugmenn, flug- vjelar og hernaðarráðgjafa. Er því her hans langtum betur skipaður en herir hinna. Eftir fimm ára undirbúning þótt- ist hann loks hafa komið því skipu- lagi á her sinn, að hann gæti skor- ist í leikinn. Kanton-her grípur til vopna. | I ágústmánuði í sumar ræðst Kanton-herinn yíir Hunan-hjerað og stefnir til Yochow. Skamt frá þessari borg eru háðar stórorustur, miklu mannskæðari en áður hefir verið. Wu Wei Puh stjórnar sjálfur norðanhemum, en bíður ósigur og Yochow fellur 26. ágúst. Fregnir hermdu það, að Wu hefði særst hættulega og nokkuð er það, að síð- an hefir hans eigi heyrst, getið. Nú stefndi Kanton-herinn til Hankow, Hanyang og Wuchang, sem eru mestu verslrmarborgimar i Yangtse-dalnum. Hankow gafst eigi upp fyr en 10. október. Setu- liðið varðist hraustlega, þangað til því var mútað að gefast upp. Var þá orðið hræðilegt ástand í borg- inni og hrandu menn riiður ír hungri og harðrjetti. Sun Chuang Fang hershöfðingja í Shanghai lítst nú ekki á blikuna. Hann hefir þá yfir að ráða fylkjun- u m Anhui, Kiangsu, Chekiang, Fu- kien og Kuangtung. Hann sker nú upp herör um öll þessi fylki og seg- ir Kanton-hernum stríð á hendur 9. september. Viku seinna byrja orust- ur milli Iírinan og Kiangsi, en aðal- orustan er háð hjá Nanchang, höf- uðborginni í Kiangsi. Þa.r bíður Sun ósigur og 7. október eru her- sveitir hans hraktar inn í Chekiang- fylki. Samtímis fer önnur deild Can- ton-herains meðfram ströndinni norður yfir Fulriu og stemst ekki fyrir henni. Höfuðborgin Foochow fellur 3. desember og jafnframt seg- ii Checkiang-fylkið sig úr lögum við Sim. Litlu síðar fer enn einn hiuti Kanton-hersins inn í Anhui- fyllrið og stefnir til Nanking, sem þar er aðalborgin. Og um áramótin hafði Sun eigi meira á sínu valdi en Kiangsu-fylki og hálft Anhui-fylki. Skömmu eftir ósigurinn hjá Nan- chang fór Sim leynilega til Tientsin til þess að hitta Chang Tso Lin og Chang Tsun Chang, yfirforingja í Shantung-fylki. Það er mælt, að Sun hafi fengig loforð um liðsstyrk, 150 þús. manna. Ú tlendingahatrið. Chang Kai Shek er í rauniimi blóðrauður Bolsi og hann ætlar sjer að svifta útlendinga öllum þeim sjerrjettindum, er þeir hafa haft í Kína. Var því eigi nema. eðlilegt, að útlendingahatrið brytist út í ljósum loga undir eins og hann fór á kreik og magnaðist smám saman eftir því, sem hann vann fleiri sigra. Sjer- staklega hefir borið mikið á þessu í borginni Hankow. Þar er mikið af útlendingum og eiga Englendingar þar sjerataklega mikilla hagsmuna að gæta. Þeir settu þar sjólið á tand til að verja bo.rgarhluta sinn og herskip voru þar á ánni, en þegar lýðurinn gerði sig líklegan til þess að ráða á Englendinga, vildu þeir ekki skjóta á hann. Óttuðust þeir eftirköstin. En lýðurinn heimtaði, að hermenn Breta færu um borð í skipin og varð svo að vera. Her- menn Chang Kai Sheks tóku þá. að sér vernd borgaranna í þeim borg- arhluta, en lýðurinn reif niður öll strætisvirki, sem Bretar höfðu gert sjer. Sáu Bretar sjer þá nauðugaa einn kost að senda þangað fleiri herskip og flngvjelar. Frakkar, Jap- anar og Bandaríkjamenn hafa einn- ig sent þangað herskip og til fleiri borga í Euná til þess að vernda þegna sína. Afstaða stórveldanna. Rjett eftir jólin sendi utanríkis- ráðuneyti Breta tilkynningu til allra þeirra ríkja, er skrifuðu und- ir Washington-samþyktina (um íhlutun í Kína). Er þar farið fram á það, að samningsríkin gefi út yf- irlýsingu um það, að þau sje fús á að endurekoða samningana við Kínverja og íliuga. öll deilumálin, undir eims og komin sje á sú stjórn í Kína, sem stórveldin geti viður- kent. Hafa Belgar, Frakkar, ítalir, Japanir’og Bandaríkjamenn fallist á þetta. Síðan gerðu Bretar full- trúa sinn, Miles Lampson, á fund Chang Tso Lin með þá málamiðl- an, að Kínaveldi yrði skift í tvö ríki og skyldi Yangtse-áin skifta ríkjum. Skyldi Chang Tso Lin stjórna norðurríkinu, en Chang Kai Shek suðurríkinu. En það var ekki við það komandi. Chang Tso Lin benti Lampson á það, að það hefði aldrei komið fyrir, að Suður-Kín- verjar næði völdum í landinu, en það hefði þráfaldlega komið fyrir um Norður-Kínverja. Síðan fór Chang Tso Lin til Pek- ing til þess að mynda þar stjórn, því að stjórnin þar — sem í raun- inni hefir eigi verið nein stjóm síðari árin — hafði sagt af sjer. Er það ætlan manna, a/ð Chang inuni ætla að endurreisa keisara- dæmið, annaðhvort með því að setja einhvern af gömlu keisaraættinni í hásæti, eða að gera sjálfan sig að keisara. Hndlegar lækniagar. Eftir Steingrím Matthíasson lækni. „Ein bóla á tungu, engin á morg- un,“ 12 sinnum í einu andartaki — og helst oftar. Þetta reyndum við sem krakkar og virtist hjálpa stundum. Jeg var þó altaf trúar- daufur. Líka kom oft fyrir, að við prófuðum vörtulækninguna al- kunnu, að binda hnúta á loðband, eins marga og vörturnar, og stinga síðan bandspottanum inn í veggjar- holu eða niður í vígða mold. Stelp- ur á kotunum í kring fullvissuðu mig um, að þeim hefði gefLst þetta ágætlega. Jeg reyndi þetta en sann- færðist aldrei. Fyrir nokkuð mörgnm árum kom til mín kunningi minn, guðfræði- stiident frá Reykjavík. Hann hafði dálítið branasár á fæti, sem þurfti að binda um. Það var lítilfjörlegt og batnaði eftir nokkra daga. Ilann var þá fylg-larmaður cnskrar hefðarkonu og kom með henni sunnan Kjöl. Og það var á Ilveravöllum, sem hann hafði brent sig, við að stíga óvart niður í hver- holu. Enska konan fylgdi þeim kreddu- trúarflokki, er kaUar sig Christian Scientists (kristnir vísindamenn); og þeir trúa því, að lækna megi alla sjúkdóma með bæn og einbeitt- um huga. Iíún hafði því strax boð- ist til að lækna sár fylgdarmanns síns og gerði einhverja tilraun til þess. En nokkuð var, að það tókst ekki, enda sagði þessi kunningi iriinn, að hann hefði alls ekki trú- að því, að slíkt gæti orðið fyrir l>æn. — Dálaglegt prestsefni það! hugsaði jeg með sjálfum mjer. Síð- an þetta var, hefi jeg lesið margt um Christia.n Science og mig hefir mikið langað til að fræðast um, hve ábyggilegar væru þær mörgu undra- Ia'kningar, sem þessi trúarflokkur hrósar sjer af. Er það sannleikur, að með bæn megi fá sár til að gróa miklu fljótara en ella? — Jeg trúi því ekki, og reyndar hefi jeg eldii heldur heyrt neinn fuUyrða það. Hins vegar segja sumir, að and- legir læknar geti læknað krabba- mein fljótt og vel. Hví skyldi þá t'kki mega einnig græða sár í einu vetfangi ? Þegar jeg ferðaðist um Norður- Ameríku fyrir nokkrum árum, spurði jeg marga, sem jeg hitti, frjetta af þessum lækningum hinna kristnu vísindamanna. Sumir kunnu ýmsar sögur að segja af furðuleg- um bata ýmsra sjúklinga, en aðrir álitu hjer vera venjulega um bleltk- ing að ræða, og þar á meðal voru þeir læknar, sem jeg talaði við. Aðeins eina konu hitti jeg, sem sagði mjer, að hún fylgdi þessum tráarflokki og það vegna þess, að hún liefði sjálf fengið fulla lækn- ingu á brjósttæringu hjá einura lækningamanni flokksins. Iíún hafði þjáðst af blóðspýtingi og verið tal- in alvarlega. veik af lærðum lækn- i;m, en enga bót getað fengið hjá þeim. Eftir nokkrar bænasamkom- ur hjá lækningamanninum hafði hún orðið alheil og var nú ham- ingjusamlega gift og hafði eignast eitt barn. Jeg trúði því nú ekki meira en svo, að hún hefði verið hættulega haldin af tæringu, úr því hún gat fengið svona skjótan bata og enn síður trúði jeg því, ef um alVarlega tæringu hefir verið að ræða, að hún þá í rauninni væri orðin albata, því algengt er, að tæring getur snögglega skánað og blóðspýtingur hætt án þess veikin sje þó að fidlu bætt; og algengt, að eftir skemmri eða lengri tíma kann alt að taka sig upp á ný. Það er nú líka þetta, sem jeg hvað eftir annað les um í læknaritum, þar sem minst er á lækningar Christian scientista og annara andlegra lækna. Sjúklingum batnar oft furðulega vel í bili. Það eru ekki síst taugabilaðir sjúkling- ar og geðveiklingar, sem geta feng- ið langan og máske fullan bata fyrir bænalækningar og dulhrif. Hins vegar er venjan sú, þegar um líkamleg mein er að ræða, þá er um blekking að ræða. Sjúklingnum finst hann vera orðinn góður, en sjúkdómurinn fer sínu fram eigi að síður og sjúklingnum versnar þá og þegar aftur. Þetta segja nú læknarnir. En mikill þorri alþýðumanna situr við sinn keip og þykist vita betur. Þess vegna hefir Chr. Science- hliðstæður Christian Science og flokkurinn ár frá ári magnast sv.,. fæst við lækningar á svipaðan hátt. að nú telur hann 1 y2 miljón áhang- Báðir þessir flokkar, sem nú voru enda í Bandaríkjunum einum, er, nefndir, eru í raun og veru sprottn- sjálfsagt á hann ítök víðsvegar um ir upp af víðtækri, andlegri hreyf- heirn. Og í Bandaríkjunum cru nú ingu, sein breiðst, hefir út um 7220 lækningamenn af þessum Norður-Ameríku frá því kringum flokki og nýlega hafa flokksmenn 1830, og kallast sú hreyfing New stofnað heilsuhæli, þar sem 1600 Thougt (hin nýja hugsunarstefna). sjúklingar voru til lækninga í fyrra. Þessi hreyfing á uppruna sinn að Stofnandi flokksins, Mary Baker rekja til ágætrimannanna Emersons EdcLy — gömul, trúuð kona, — skálds og Chanmngs þess, er mest myndaði fyrsta vísi hans 1870 og barðist fyrir frelsi þrælanna forð- skrifaði bók um sínar trúarskoð- um. Hreyfingin er skyld hinni anir, og síðan hefir það rit verið austrænu Yopo-heimspeki, en lrenn- skoðað sem ný hiblía, þ. e. heilagt, ingarnar hafa smámsaman verið og innblásið rit, sem ætíð er um klæddar í aðgengilegri búning og hönd haft við guðsþjónustur og litast af ýmsum kristnum sjertrúar- lækningasamkomur flokksmanna. jkreddum og heimspeki vesturlanda. Aðalkenningin er þessi: Öllu böli Aðalkenningin er þessi: Til er ein má bœgja burtu mcð bœn og trúar- . eilíf, andl-eg tilverg, alvöld, alvitur trausti. Alt efni er ímyndun. Ekk-! og alstaðar nálœg. Aðeins ein. Ef crt er verulegt nem.a guð og hug-,vjer erum sjúkir og sorgmœddir sjón hans. Ilig illa er hugarvilla.' erum vjer i ósamrcemi við þessa Sjúkdómur er villa. weru. Þá er heillaráðið að komast Lækningamenn þurfa engan skóla aftur í samrœmi. Þaff má takast annan en að lesa rit Mrs. Eddy. nieiJ rjettri hugarbeitingu og hug— Og lækningin cr fólgin í ])ví, að arslökun. ímyndaðu þjer alt gott, kenna sjúklngnum að hugsa burt neitaðu öllu iUu og ásettu þjer að alla mllu, sleppa öllum ótta og van— verða heilbrigður! trausti, komast t samband við guðs, New Thougt-menn nota sjer til hug og undir stjórn guðs hugar, hjálpar ýmsar einkennilegar að- hugsa um bjarta og gleðilega við- ferðir; t. d. þessa: Stilla skal upp burði, og reyna að gera sig undir- 3 kertaljósum í þríhyrning fyrir gefna og nœrna fyrir valdi alvisk- framan sig. Inni í þríhyrningnum vntuir með innilegri bœn. brennur reykelsi og framan við það Jewish Scienee (gyðingíeg vís- liggur krystallsgler, sem ljósin indi) heitir kredduflokkur meðal brotna í. Nú sest maður I Buddhcv- Gyðinga vestan hafs, sem er alvcg stellingu, þannig, að handleggjum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.