Ísafold - 02.05.1927, Blaðsíða 2
2
1SAF0LB
Splnarsamningarnir
Umræður um aðflutnings-
bann og Spánarsamninga.
Jón Guðnason og Ingvar
Pálmason flytja þingsálykt*
nnartillögu um að leita nýrra
samninga við Spánverja.
Hafa þeir hugsað um afleið-
ingarnar af nýrri
samningagerð?
Þingstörfum miðar seint. Fjár-
lögin eru í Efri deild í nefnd, og
þingið hefir setið á rökstólum í
hálfan þriðja mánuð. Meginið a£
deginum í gœr fór í umræður í
Sameinuðu þingi, um till. til þál.
inn
áfengisvarnir.
Eða sú er fyrirsögnin, en orðanna
hljóðan þessi:
Sameinað Alþingi ályktar að
skora á ríkisstjórnina:
1. Að verða þegar í stað við
beiðni þeirra bæjarstjórna í
kaupstöðum utan Reykjavíkur, er
óska eftir, að lögð verði niður
útsala á vínum.
2. Að leita nú þegar nýrra við-
skiftasamninga við Spánverja á
bannlagagrandvelli.
3. Að gera ráðstafanir til, að
hætt verði þegar í stað að lána
út vín eða vínanda úr áfengis-
verslun ríkisins.
4. Að birta eftir lok hvers árs-
fjórðungs í Lögbirtingablaðinu
nákvæma skýrslu um það, bve
mikið áfengi hver lyfjabúð og
læknir hefir fengið og látið úti
á undangengnum þrem mánuðum,
samkv. lyfseðlum eða á annan
hátt. Þar skal og tilgreind heild-
artala þeirra lyfseðla, er hver
læknir hefir gefið út. Um hjer-
aðslækna skal tilgreina sjerstak-
lega áfengisnotkun í hlutfalli við
mannfjölda í hjeraði þeirra.
Og flutningsmennirnir eru þeir
tveir Framsóknarm., Jón Guðna-
son og Ingvar Pálmason.
Með till. fylgir eftirfarandi
greinargerð:
Þáð er kunnUgt, að mikil óá~
nægja er ríkjandi meðal þjóð-
arinnar, og eigi að ástæðulausu,
út af því, hvernig tekist hefir til
um framkv. bannlaganna. Má
telja víst, að það sje krafa mikils
meiri hluti þjóðarinnar til þings
og stjórnar, að gerðar sjeu ráð-
stafanir til að ráða gagngerða bót
á því, sem áfátt er í þessu efni.
Till. þessi er borin fram í því
skyni að fjarl. nokkrar af þeim
orsökunum, er mestu þykja valda
um drykkjuskap í landinu.
Nánari grein verður gerð fyrir
till .þessari í framsögu. .
Greinargerðin er ekki löng,
enda þurfti miklu við að bæta.
-lón úr Dölum talaðí í tvær klst.
og var mælgin þrotlaus, en efnið
ekki að sama skapi kjammikið —
sögðu þeir, er á hlýddu. Þeir voru^
fáir.
Það er ekki ónýtt fyrir menn
eins og Jón Guðnason og Ingvar
Pálmason að sitja á þingi, krota
niður till. út í bláínn, sem hið háa
Alþingi verður síðan að taka til
umr. fyrir 3000 krónur á dag.
Góður siður er það talinn víða,
að gera sjer nokkra grein fyrir
jþví, sem menn tala um, athaga
afleiðingar gerða sinna. Ilels;
jþykir mönnum sem skyldan í því
££ni fari vaxandi þegar menn
setjast á þingbekki, og ætla ao
takast á hendur að vera meðaí
forráðamanna þjóðarinnar.
Till. sú, sem prentuð er hjer,
frá þessum tveim þingm., er
harla meinlaus í orði. — Annar
þeirra er prestur, sálusorgari í
Dölum. Hann vill „fjarlægja
nokkrar af orsökum drykkjuskap-
,arins.“ Þetta minnir mann blátt
áfram á stólræðu.
Þá kemur alvaran. Því tillagan
snertir ekki einasta drykkjuskap
j og áfengisböl — liún kemur
jóþyrmilega við lítflutning okkar
til Spánar.
Till. er þess efnis, að lands
stjórnin ónýti tollsamninga vora
við Spánverja.
Till. hljóðar um að leita nýrra
samninga .— m. ö. o. — segja nú-
verandi tollsamningi upp.
j Hvaða gildi hefir samningurinn
við Spán. Veit Jón Guðnason það?
Veit Ingvar Pálmason það?
Samkv. samningunum er tollur
á þeim fiski sem við flytjum til
Spánar 24 gullpeseta á hverjuvn
100 kg. Þjóðir, sem engan samning
hafa við Spán, verða að sætta sig
við það að liafa 96 gullpeseta í
toll á hverjum 100 kg. fiskjar.
Við flytjum nál. 30 þúsund tonn
af fiski til Spánar á ári. Tollmis-
munur á okkar fiski og þeirra í
hæsta flokki, er nál, 60 kr. á
hver 100 kg. Ef við yrðum settir
í hæsta tollflokk gilti það hvorki
meira nje minna en
18 miljónir krcna á ári.
fyrir útgerð vora.
Aðal keppinautar vorir á Spárxi
njóta líkra tollkjara og við. —
Danir verða að láta Færeyingum
í tje 400.000 kr. á ári í tollupp-
bót, svo þeir geti verslað við Spán.
Ef við mistum tollhlunnindin, yrði
skippundið að lækka um 100 kr.,
til þess að það yrði samkepnisfært
móts við þann fisk er nyti bestu
tollkjara.
Hver heilvita maður sjer, hvar
útgerðin væri þá stödd. Sjá hátt-
virtir þingm. það, flutningsmenn
tillögunnar? Þeir benda að minsta
kosti ekki á neinar leiðir sem
færar eru. Þeir benda ekki á neitt
— sjá ekki neitt, nema „nokkrar
af þeim orsökum sem mestu valda
um drykkjuskap í landinu.“
Þessir tveir flutningsmenn
„háttvirtir“ þingmenn, hafa fjöl-
mennan flokk að baki sjer. —
Menn geta gert sjer í hugarlund
hver orð falla frá Hriflumanni til
þeirra, sem voru á móti tillögunni.
Andstaða gegn till. mun hann
nefna „ást á brennivíninu“ —
„drykkjuskaparástríðu“ o. s. frv.
Menn þekkja hinar smeðjulegu
vöflur.
Ekki gátu þeir, Jón Bald. og
Iljeðirin farið að skerast ixr leik.
Þeir eru bannmenn sem um mun-
ar. Hvað munar þá um það, þó
útgerðin líði undir lok, eða verði
særð ólífissári, og sjómennimir
íslensku missi atvinnu sína.
En hvernig verður umhorfs, ef
skelt yrði 18.000.000 kr. skatti á
útgerðina ?
Þá fær ríkissjóður engan eyri
framar frá þeirri atvinnugrein. —
Þessar 10 miljónir sem ríkið þarf
á ári, kæmu þá yfir á herðar
landbúnaðarins. Skyldi ekki hýrna
yfir háttvirtum kjósendum í Döl-
um og víðar?
Geta hinir „háttvirtu“ þingm.
gert sjer grein fyrir því, hvernig
afkoma þjóðarinnar yrði, ef út-
gerðin legðist í kalda kol? Hafa
þeir hugmynd um, hve erfitt það
er, að nefna þá „háttvirta“, þegar
þeir haga sjer eins og ábyrgðar-
lausir og vankunnandi unglingar?
Framsókn þykist vilja sækja
gull í greipar sjávarbænda til
ræktunar. Jafnaðarmenn þykjast
vilja bæta úr atvinnuleysinu. Sam
hentir eru þeir hvenær sem færi
gefst með fljótfærni og fyrir-
hygg.juleysi — e f ekki öðru verra
— að kippa fótum undan efnalegri
afkomu þjóðarinnar.
Menn hugleiða þett.a við næstu
kosningar.
Atkvæðagreiðslan.
Atkvæðagreiðslan fór svö, að
allir liðir till. voru feldir. — 1.
liðurinn fjell með 22 : 20 atkv.
(A móti voru allir fhaldsmenn
nema EJ; ennfremur voru á móti
BSv og KIJ). 2. liðurinn, upp-
sögn Spánarsamningsins, var feld-
ur með 28:14 atkv. (Þessir sögðu
já: MT, AsgÁsg, GÓl, HV, IngB,
Ingvar, JB, JG, JJ, Jör, PÞ, SvÓl.
TrÞ og ÞorlJ). 3. liður var
feldur með jöfnum atkv. 21 : 21
(A móti till. voru fhaldsmenn
allir nema JKr; ennfr. BSv). í
sambandi við 3. lið till. er rjett
að geta þess, að fjhn. Nd. er að
undirbúa aðra till., sem fer í sömu
átt, en er aðgengilegri á allan
hátt. 4. liður þál.till. var feldur
með 23 : 19 atkv. (Á móti allir
íhaldsmenn og BSv og JakM).
Þar með er mál þetta úr sög-
unni að þessu sinni. En till. þessi
sýnir glögt hvert stefnir atvinnu-
og fjármálum vorum, ef svo ógæfu
samlega skyldi takast, að Fram-
sóknarmenn og jafnaðarmenn
fengju meiri hluti á Alþ.
Marga styrki vill hún einnig lækka
að mun.
Ekki munu allar þessar brtí.
fara orðalaust gegnum þingið.
fijeömn
í gapastakknum,
Blekkingarugl Alþ.blaðsins.
Fjárlöijin.
Fjárveitinganefnd Ed. sker
drjúgum niður.
Fjárveitingan. hefir nú skilað
brtt. sínum við fjárlagafrv. og eru
þær hvorki fáar nje smáar. Getm-
það varla heitið að hún vilji bæta
nýjum fjárveitingum við, en hún
vxll læklca útgjöldin hjer um bil
um
340 þús. krónur.
Styrsta lækkunartill. er 65 þús.
kr. til landhelgisvarna, en þó ætl-
ast nefndin ekki til þess að úr
þeim verði dregið, heldur að land-
helgissjóður greiði þessa upphæð
í viðbót við 135 þús. kr. sem hon-
um var ætlað að greiða skv. frv.
Þá vill nefndin lækka framlög
til vegagerða um 55 þús. kr.; hefir
hún klipið það nokkurn veginn
jafnt af öllum vegum. Framlög til
brúargerða vill hún lækka um 35
þús.., til síma um 26 þús., til vita
og leiðarljósa um 11 þús., til
sjúkraskýla og læknisbústaða um
15 þús., til húsagerða á prest-
setrum um 9000 krónur, til Stú-
dentagarðsins um helming, eða 25
þús. kr., til Hvanneyrarskóla um
9000 kr., útgjöld skv. jarðræktar-1
lögum um 10 þús. kr. Þá vill hún
alveg fella niður 3000 kr. styrk
til Friðriks Jónssonar pósts, 11000
til húsmæðraskóla á Laugum, 300
kr. til Færeyjafjelagsins Grímur
Kamban, 3000 kr. til fjel. Land-
nám, 2000 kr. til flugnáms, 10000
kr. bætur til Stokkseyringa út af
brunanum í vetur og 5000 kr. til
Byggingarfjelags Reykjavíkur. —
Skriffinnar Alþýðublaðsins eru víst
þeir einu, sem líta svo á, að Hjeðinn
Valdimarsson hafi farið með sæmd
út úr rógburðarherberð sinni móti
skipherranum á „Óðni“. Fer vel á
þessu, því að ekki er unt að haía
meiri vansæmd af neinu máli en þá,
er H. V. hefir hjer haft. Ha.nn er
nýlega orðinn alþingismaður, og hefir
þar af leiðandi öðlast þau rjettindi,
sem þingmenn hafa. Meðal rjettinda
þingmanna er friðhelgin, þ. e. þing-
menn verða ekki krafðir ábyrgðar
utan þings á orðum, er þeir segja á
Alþingi. En herfilega misskilur sá
þingmaður friðhelgina á Alþingi, sem
ímyndar sjer að hún sje einskonar
gróðrarstía rógs og illmælgis, að þar
sje óhætt að svala sjer á andstæð-
ingum eftir vild, bera á þá glæp-
samlegar sakir ef því er að skifta,
og ekkert þurfi að hirða um það,
hvort satt er eða logið, sem fram
er borið. Slíkir menn saurga hinn
friðhelga stað, Alþingi.
H. V. hefir látið sjer sæma nð
nota þinghelgina til þess að bera
rakalausan áburð á opinberan starfs-
mann ríkisins, - sem ekki á sæti á
Alþingi. Hann kefir borið þær sakir
á skipherrann á „Óðni“, sem á að
hafa á hendi löggæsluna á sjónunx,
innan landhelginnar, að hann hafi
vanrækt að kæra til ábyrgðar um 20
íslenska sökudólga, er hann hitti að
ólöglegum veiðum í landhelgi. pótt
þessnr þnngu sakir beinist aðallega
að skipherranum á „Óðni“, snert.a
þær einnig aðra skipsmenn á varð-
skipinu, því að óhugsandi er, að
skipherrann hafi getað framkvæmt
slíka ósvinnu, án þess að fá aðra
skipsmenn í vitorð með sjer.
pegar þessi þunga ákæra kom fram
á Alþingi, var mjög ákveðið og ein-
dregið skorað á H. V., að gefa upp-
Iýsingar, svo að hægt yrði að láta
fram fara rannsókn í má.linu. Honum
var bent á, hve mikil alvara væri
hjer á ferðum, þar sem við værum
að byrja að taka landhelgisgæsluna í
okkar hendur. Sannaðist það, að
slíkar misfellur ættu sjer stað í
gæslunni, sem þær er II. V. bar á
skipherrann á „Óðni“, mundi slíkt
hafa þær afleiðingar, að aðrar þjóðir
mundu ekki framar trúa okkur fyrir
þessu ábyrgðarmikla starfi. — pær
mundu senda hingað löggæsluskip eða
herskip, til þess að líta eftir því, að
við ekki brytum á þeim lög.
En þrátt fyrir marg ítrekaðar
áskoranir til II. Y. á Alþingi,' tók
hann það ráð að þegja. Skipherrann
á „Oðni“ beindi til hans sömu
áskorun utan þings; en það fór á
sama veg. H. Y. kaus að þegja. í skjóli
þinghelginnar.
pegar svo var komið, að II. V.
neitaði að gefa upplýsingar, krafðisfc
skipherrann á „Óðni“ þess, að skips-
höfn hans yrði yfirheyrð. petta var
gert, og var H. V. gcfinn kostur á
að vera við prófin. Við prófin reynd"
ist það samhljóða vitnisburður allra
skipsmanna, yfirmanna og háseta, áð
ekki væri minsti fótur fyrir ákæru
H. V. pað beinlínis sannast, að
áburðurinn var rugl eitt.
H.
Hafi það verið vegna málefnisins
eins, að H. V. kom fram með þenna
ábui'ð á skipherrann á „Óðni‘ ‘, þá
skyldi maður ætla, að hann liefði
: tekið því með fögnuði, þegnr það
sannaðist að áburður bans var rang-
Pví ekkert gat skaðað okkar þjóð
eins og það, ef áburður H. V. hefði
re.ynst rjettur.
En hvað gerir H. V.?
Hann lætur flokksblað sitt „Al-
þýðublaðið“, vefa einn samanhang-
andi ósanninda- og blekkingavef
utan um málið frá því fvrsta til
hins síðasta.
Hjer verður, að þessu sinni, ekki
mikið farið út í þetta ritbull „Al-
þýðublaðsins.“ pví er skift í fjóra
kai'la. í fyrsta kaflanum fárast blaðið
mjög yfir því, að H. V. hafi viljað
„tala bátt“ í þessu máli, en fyrir
það hafi hann fengið ofan í gjöf frá
Mbl. Heyr á endemi! H. V. flytur
innan þinghdginnar á Alþingi raka-
lausar dylg.jur og áburð á skipherr-
ann á „Óðni“, en þegar á hann er
skorað að tala kreint út, smeygir
hann sjer undir þinghelgina — og
þegir. Nei, livorki Mbl. nje nokkur
armar hefir varnað H. V. að „tala
bátt“. pvert á móti lxefir margoft
verið á hann skorað að „tala hátt“.
En hann hefir kosið að þegja. — Og
enn gefst H. V. kostur á að „tala
hátt“, og getur hann fengið til þess
rúm í Mbl. ef hann skyldi óttæst
að skriffinnar Alþbl. verði sturlaðir
af hávaðanum, þegar haun loks tek-
vir til máls.
Annar og þriðji kaflinn í ritbulli
Alþbl. eiga að fjalla nm rjettarhaldið
í „Óðni“. f fyrstu kemur frani
gremja blaðsius út af því, að það skuti
hafa verið «ki[)htTrann á „Óðni“, sem
bað um rannsókn, en ekki ríkisstjórn-
in. Er blaðið þá auðsjáanlega búið að
gleyma ítrekaðri ákorun stjórnarinnar
til Hjeðins á Alþingi, um það, að
gefa npplýsingar, svo að unt væri
að láta fram fara opinbera rannsókn?
Pá er mikil þvæla um færslu dag-
bókai- „Óðins“, og þar gefið í skyn,
að hún sje injög illa og ónákvæmlega
færð, jafnvel fölsuð. Er þetta ný
aðdróttnn til yfirmanna varðskipsins.
En þar sem hún er fram komiu utan
þings, ætti að vera hægt að gefá
skriffinnnm blaðsins kost á að „tala.
hát.t“, og sanna áburð sinn.
Yfir tekur ósvífni blaðsins, þar
stm það (í þriðja kafla) talar urn
jirófin yfir hásetunum á „Óðni“. —
Gefur blaðið í skyn, að hásetarnir
geti ekkert vitað um það, sem þeir
nndir eiðstilboð eru að bera fyrir
rjettá! Og hversvegna er ekkert mavk
takandi á framburði hásetanna? Jú,
það er vegna þess, að þeirra atliug-
amr eru gerðar „með skilningarvitur*-
um‘ ‘ einum !!
Hvaða „vit“ skyldu þeir nota,
Hallbjörn, Guðbrandur og Guðmundur
úr Grindavíkinni, þegar þeir skynja
einhvern atlmrð? Pað ern ekki skiln-
ingarvitin! Ekki er að furða þó margt
afkáralegt sjáist í Alþýðublaðinu, þeg
ar svona er ástatt. En hvað segja
hásetarnir á „Óðni' ‘ um þessar að-
dróttanir Alþýðublaðsins í þeirra
garð ‘1
í Næst.a broslegt er að lesa skril:
Alþbl. um skilningarvifc hásetarxna á
„Óðni“, og bera þau saman við nið-
urlag þessa sama kafla, þar sem beni
er á, að nú þurfi að yfirbeyra sjó-
menn á togurunum. Skyldi vera öðru
vísi varið með skilningarvit háset-
anna á tognrnnum heldur en háset-
anna á „Óðni?“