Ísafold - 20.06.1927, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.06.1927, Blaðsíða 3
p I S A F 0 L D Sendiherra Norðmanna í Kaupmannahöfn heimsækir stjórn Islands. Sendiherra Norðmanna í Kaup- m.li. H. E. Huitfeldt og frú lians konau hingað með Lyru í gær- Lvöldi. í fylgd með þeim er Jó- hannessen skrifstofustjóri í utan- ríkisráðuneýtinu norska og Remm- ing kapteinn starfsmaður í versi- unarráðunev tinu. Sendiherra Norðmanna í Höfn hefir umboð frá stjórn sinni til konungs Danmerkur og Islands og hefir hann því ástæðu til þess að heimsækja hina íslensku stjórn. Þetta mun vera í fyrsta sinni, sem stjórnin hjer fær slíka heimsókn sem þessa. Sendiherran ætlar að vera hjer hál f smánaðartíma. Vihan sem leið. Innlent. Tíðarfar. í vikunni sem leið vr-.r veður þurt og kyrt framan af. A miðviltudag tók að hvessa af austri og á fimtud. var austan hvassviðri um alt land (rok á Suð- Urlandi). Byrjaði að rigna á fimtu daginn og hefir rignt meira eða minna síðan á Suðurl. og Aust- fjöxðum, lítið eitt á Norðurlandi, en varla teljandi á Yesturl.'.ndi. Stórstúkuþingi var slitið í vilc- Unni. Var það fjölmennara en Uokkru sinni áður. Bindindisstarf- sefflin í landinu er að eflast, og drykkjuskapur fer minltandi,' a. m. k. hjer í höfuðstaðnum. Hjer bar meira á ölvun manna, meða.n var algert vínbann, en nú er. — Fyrir menn þá, sem vilja sjá hið rjetta í þessum málum, er hjer fullgild sönnun fyrir því, að eftir því sem lögin eru strangari í þess- um efnitm, er hættara við spill- ingunni. Nú þegar stórstúkan getur glaðst vfir auknum bindindis- áhuga í landinn, er það undarlegt uð hún skuli setja bannalagaæðið jafn hátt, og hún gerir með tillögu þeirri, að framkvæmdanefnd eigi að leggja kapp á, að í stjórnar- skrána verði tekið upp ákvæði ura að á íslandi skuli vera algert áfengisbann. Því ekki að læra af reynslunni, gera nú greinarmun á bindindi og banni, og leggja eindregna al- úð við bindindisstarfsemina, en láta bannhugmyndina eiga sig. Þegar litið er til Spánarsamn- inganna, og útgerðarinnar, er það augljóst, að þeir fulltrúar s ór- stúkuþings er samþykkja þessa stjórnarskrártillögu, gera sjer ekki far um að glæða ábyrgðartilfinn- ingu sína. dæmi eru til þess, að verkafólk sem til Siglufjarðar flykkist, ber stundum sáralítið úr býtum. Það liangir þar atvinnulítið mestan liluta sumarsins, á meðan fólks- fæðin sverfur svo að í öðrnm hjer- uðum, að til vandræða horfir. ! Þetta er öfngstreymi hið me .tn. ’ Atvinnuleysi hvar og hvenær sem er, er þjóðartjón. En atvinnuleysi um hásumarið er allra verst. Við- vörun hins norðlenska samban s r r ( V I því rjettmæt — og kæmi að gagni,1 ef verkafólk sinti frekar tilboðum um kaupavinnu eða við aðra at-j vinnu fyrir vikið, heldur en að flyklcjast sem fyrri að hinu sigl-1 firska „lotteríi.‘ ‘ Pyrir reykvíkska jafnaðaimanna. forkólfa er aðvörunin eftirbrevtn- j isverð, því þeir leggja sem kunn-( ugt er enga stund á, að hafa. vit, fyrir fólki, að koma ekki hingað til bæjarins nema það hafi von um atvinnu. „Leiðtogum“ Alþbl. svíð- ur ekki atvinnuleysið hjer. Þeir gráta sem kunnugt er „þurrum tárum“ þó atvinnuleysi dynji hjer yfir. Þegar eymd þjaltar verka- fólki, eiga „leiðtogarnir“ hægra með en ella að sá fræjtim sund- rungar og stjettarígs. öðrum verkefnum en þeim, sem bíða á hinni fólksmörgu embætta- braut, verður stúdentafjöldinn þjóðarböl. A nýafstöðnn kennaraþingi mint- ist Asgeir Asgeirsson á þetta mál. Sagði hann hvergi meiri aðsókn að stiidentaprófi en í Vestur- heimi. Þar væru menn ánægðir yfir stúdentafjöldanum, því þar skiftust stúdentarnir að aflokr.u prófi inn á öll svið atvinnuveg- anna. Aðstreymi fólks til Siglufjarðar var gert, að umtalsefni í Alþýðu- blaðinu í vikunni sem leið. Þar var ávarp frá verkalýðssambandi Nórðurlands þess efuis, að vara verkafólk við því, að þyrpast um of til Siguf jarðar. • f ávarpinu er sagt, að atvinnu- rekendur þar nyrðra ætli að nota sjer af því, hve margt fólk flykk- ist þangað, og knýja fram kaup- lækkun vegna þe.ss, hve margir verða um liituná. Þetta er vitan- lega ekki annað en rugl og heila- spuni. En hugsunin sem liggnr á bak við aðvörun þessa frá verkalýðs- sambandi Norðurlands er samt eftirtektarverð. Það er alkunnugt, að mörg mun síðar sagt frá afdrifum þeirra «og annara Iiertekinna manna. Rán eystra. 5. júlí komu tvö tyrknesk her- skip crá Algier til Hv dsness í Lóni. Fóru Tyrkir þar á land og ræntu öllu fjemætu, en alt, f5)1: var í seli. Um morguninn sáust þau frá Papey og sigldu inn á Berufjörð. Þar á firðinum hittu J>au 4 menn danska á báti og her- 'ióku þá. Hjá Berunesi vörpuðu skipin akkernm. Voru þá þegar sendir bátar að Djúpavogi. Tóku Jieir kaupskipið og slógu hring nm búðirnar meðan allir voru í svefni, «og hertóku þar 14 Daiþ og 1 fs- lending og komst enginn undan. Hftir það fóru Tyrkír „svo sem grenjandi ljón“ heim að Búlands- nesi. Þar tóku þeir Qutcorin Halls- son, bónda, þrjár kerlingar, eina stúlku og unglingspilt Jón Ás- bjarriarson að nafni (aðrir nefna hann Þorbjörn), sex vergangs- menn og hjón þar í hjáleigunni. Var fólkið rekið til Djúpavogs, •eins og fjenaður, og flutt um borð. Nú hjeldu Tyrkir heim að prestsetrinu Hálsi. Voru þar allir í seli, en þeir leituðu uppi selið og tóku þar prestshjónin, Jón Þor- varð'sson og Katrínu Þorláksdottur og 9 nienn aðra. Ráku þeir það folk á undan sjer inn að Berufirði. Þar voru allir flúnir upp í Breiðdal. Stúdentspróf stendur nú yfir i Mentaskólanum. Undir það ■ nú 56. Er angljóst að liorfir til lireinna vandræða, ef stúdentar vorir halda uppteknum hætti og lirúgast inn á embættabrautina. Hjer er ekki hægt að þverfóta fyrir lögfræðingum og í lækna- cleild voru um 60 nem. í vetur. Iljeraðslæknar á landinu alls 48. Auðsjeð, að frá sjónarmiði almenn- ings er betnr varið fje í margt annað en að halda við svo fjöl mennri læknadeild sem nii. Hjer er stndentafjöldinn mörg- um áhyggjuefni. Er það fljótt á litið hrein bábilja, að amast við því, að sem flestir get.i fengið hina, almennu mentun stúdents- prófs. En ef eigi tekst að beina hug hinna ungu mentamanna að Það er til marks um hve felmtr- aðir menn hafa verið, að Bjarni bóndi í Berunesi sendi tvo menn j^f'tornðí, Þjóðbúningur karla. Nokkrir þjóðræknir menn hjer í bæ, hafa gengist fyrir því, að karlmenn tælti upp þjóðbúning, í líkingu við búning fornmanna. Ætla þeir að berjast fvrir því, að sem flestir verði í slíkum búningum á Alþing- ishátíðinni 1930. Um 20 menn hjcr í bæ liafa nú fengið sjer þessa búninga og sýndu þeir sig í þeim í fyrsta skifti hinn 17. júní. Varð mönnum starsýnt á þá og þóttu búningarnir fallegir. Þeir eru að vísu ekki alveg eins og búningur fornmanna var, en sá biiningur er þó lagður til grundvallar, en lion- um breytt eins og listamenn ímynda sjer að kröfur tímans mundu hafa breytt lionum, ef hann liefði aldrei lagst niður. Fornmannabúningur var t. d. fleginn í hálsinn, en þessi búningur er með standkraga og má hann vera baldýraður. Klæðnaðir þeir, sem gerðir hafa verið, kosta frá 1-30—300 krónur. Liggur verð- munurinn að mestu leyti í því, livað menn vilja hafa þá skraut- lega, hve dýrar spennur og belti menn kaupa.Flesta búningana lief- ir Kristinn Jónsson klæðskeri saumað, en Björn Björnsson gull- smiður og' Finnur Jónsson hafa gert sylgjurnar og beltisskildi. — Flestir búningarnir eru gerðir úr klæði en nokkrir úr íslenskum dúktun. -—• Marg-ir hafa þegar pantað sjer búninga, eða eigi færri en hinir, sem þegar liafa fengið þá. Og utari af landi, sjer- staklega frá Vestmannaeyjum, jiafa borist fyrirspnrnir um það hvað búningarnir kosti og kve jfljótt muni hægt að fullgera þá. jAnnars ætti það að vera leikandi hægt að sauma búningana heima, þegar snið er fengið af þeim, og ætti það að vera högum yngis- | meyjum metnaðarsök að skreyta búningana, aðallega kraga, belti og liúfur, á sem fegurstan liátt með baldýringum, eins og liefðar- meyjar gerðu í fornöld. i Landspítalinn. Hingað eru komn- ar 12 hjúkrunarkonur frá Noregi, Danmörlt, Svíþjóð og Finnlandi á árlegt sambandsþing- norrænna hjúkrunarkvenna. Á fundunum hefir Landspítalamálið verið rætt, meðal annars. Er það vilji stjórnar sambandsiris, að hjúkrunarkenslu verði komið á fót í sambandi við spítalann og taki hjúkrunarnámið þrjú ár, eins og í hinum öðrum Norðurlöndum.Ennfremnr að sjer- stök yfirhjúkrunarkona verði skip ' uð áður en spítalinn tekur til starfa. Á hún að sigla til þess að kynna sjer sem best starf yfiv- hjúkrunarkvenna og hefir sam- bandið boðist til að liðsinna henni á allan hátt, jafnvel með ferða- styrlt. — í gær hjeldu konur hjer í bæ og víðar um land hátíðlegau ÍLandspítalasjóðsdaginn, og söfnuðu fje til spítalans. Vantar nú ekki nema herslumuninn, að spitalinn verði fullgerður, þrátt fyrir það þótt, „Framsókn“ berðist á móti jhonuin með hnúum og hnefum á síðasta þingi. „Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna' ‘ og stjórn Land- spítal.asjóðsins hafa í sameiningn sent út kröftugt áskorunarskjal til kjósenda út um alt land, uu ’ að fá ákveðnar yfirlýsingar þing- i mannaefna um afstöðu þeirra tii Landspítalamálsins, og a.ð kjósa - ekki aðra en þá, sem ern því fylg.j andi að spítalinn komist sem fyrst |UPP' _ í fyrradag, á afmæli Jóns Sig- urðssonar forseta, liófst hjer í Reykjavílc Afreksmerkjamót í. S. Tyrkir skildu þar eftir prests- hjónin og fleiri, sem uppgefnir voru, en hinir voru reknir til Beru ness. Þangað höfðu aðrir víking- ar farið, en flest heimafólk gat flúið. Skiftust nú víkingar; fórvx sumir inn með firði, en aðrir upp til fjalla. frá sjer að njósna og voni þeir á gæðingum. Var þoka ofan í miðjar hlíðar. Er sendimenn koma fram úr þokunni, sá þeir fara 8 menn, er þeir hugðu íslenska flóttamenn, en er nær kom, sán þeir blika á vopn. Var þarna einn Tyrki með 7 bandingja, Magnús þórðarson úr Berufirði og syni hans, sem teknir voru utan heimilis. LTrðu sendi- menn þá svo hræddir, að þeir flýðu. Tyrkinn elti þá um hríð, en náði þeim þó ekki. En þeir flýðu norður í Breiðdal. Víkingar, er inn eftir sveit fóru, tóku 3 menn á Þiljuvöllum, 9 í Gautavík, 10 frá Skála og 8 frá Kelduskógum. Frá lvjáleigunni á Karlsstöðnm tóku þeir bóndann og 3 börn (eitt í vöggu). Á Krossi tókn þeir bónda og 2 vinnumenn, vír Gerði hjónin og barn, frá Krossgerði hjónin * og pilt, einn mann frá Borg, hjónin frá Sjáv- arborg og tvo pilta úr Papey. Alt þetta fólk var flutt til skips 6. júlí og þá var sjera Jón sóttur og fólk hans, en aðrir rændu bygðina á meðan. Um nóttina fóru 35 Tyrkir alt að þeim bæ, sem að Hömrum heit- ir og er hálf þingmannaleið frá Djúpavogi.Bóndi hafði borgið öllu sínvx undan og sett tvo menn á vörð, en þeir sofnuðu í skála og vöknviðu ekki fyr en Tyrkir tóku hús á þeim. Vorvi 12 herteknir þar og reknir til skips. 7. júlí rjeðust Tyrkir yfir i Breiðdal og voru ekki fleiri en 8 sarnan. Á Ósi tóku þeir 3 karl- menn. IJrðu þtvr tveir éftir af víkingum að gæta þeiiTa, en aðrir fóru yfir á að elta menn, sem þeir sáu þar; en það voru húskárlar sjera Höskixldar Einarssonar frá Eydölum og, vorn að bjarga vind- an kistum, fullum af ýmsurn grip- urn. Náðu ræningjar kistunum, en heim til Eydala fóru þeir eigi. Er mælt, að sjera Einar, faðir 'Hösk- uldar, þá blindur og kominn á grafarbakkann, hafi látið leiða sig út og benda sjer í áttina til Tvrkja. Hóf hann þá að kveða kvæði, er svo vilti Tyrkjnm sýn, að þeim sýndist, bærinn í Eydöl- um vera klettar og hurfu aftur. En það er að segja frá þeim á Ósi, að þar bar að búanda frá Streiti, er Jón hjet, ásamt heimafólki hans, er alt var á flótta. ViSsi Jón ekki til Tyrkja þar. þegar Tyrkir sáu fólkið koma, þorðu þeir ekki að brða. en hlupu upp í fjall. Jón á Streiti fór heim á bæinn og leysti bandingjana þar og flýðu svo allir inn í Breiðdál og kom- ust undan. Næsti dagur var summdagur. Fóru Tyrkir þá enn inn í Breið- dal. Sjera Höskuldur hafði þá sett njósnarmenn. Voru þeir átta sam- an. Ráknst 8 Tyrkir á þá og eltu þá. Voru Lslendingar ríðandi. — Samt hlupu Tyrkir einn uppi, en |hinir komust undan. Sáu Tyrkir þá mann á ferð með trjáviðar-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.