Ísafold - 12.09.1927, Blaðsíða 4

Ísafold - 12.09.1927, Blaðsíða 4
4 í S A F 0 L D llmtan Eyjafjöllum. Úr brjefi 29. ágrist. Eim er sama veðurblíðan, sól og sumar alla daga að kalla má. tSláttur hefir gengið mjög vel yf- irleitt og grasvöxtur í meðallagi. J>eir, sem hafa sláttuvjelar hafa heyjað ágætlega, en aðrir, sem eru á ryttujörðum verða eins og að ■undanförnu við slátt fram að fjall- *ferð. Það er ólíku saman að jafna, hvað lieyfengur þeirra er dýrari •en hinna, sem hafa sláttuvjelar og vjeltæk lönd. A vjeltækum engj- um er venjuiega einn piltur við slátt, en alt annað fólk á heimil- inu við hirðingu, það er að segja þegar önnur eins blessuð blíða er og hefir verið í sumar. Nokkrir bændur hjer hafa tví- slegið tún sín með góðum árangri. < íirðingar, bætt áburðarhirðing,' nuknar áveitnr vetur og sumar, breyta ljelegum túnum, engjum og ryt.tumýrum og móum í blóm- . leg engi og vallgróin tún. Það má með tíðindum telja og er óvanalegt, að ekkert hey hefir fokið hjer undir Eyjafjöllum í sumar. Frjettir. fsafirði 10. sept. FB. Heyskapur •er langt kominn hjer vestanlands. 'Er heyfengur viðast mikill og al- 'staðar góður. Síldveiði á reknetabáta hjer fyrir nokkru Iokið. Varð afli með minsta móti.} Vjelskip hjeðan er stunduðu lierpi nótaveiði við Norðurland eru flest hætt og komin heim, hafa aflað Vel, 6000—7000 tunnur hver bá’tur,' sem allir eru minni en 30 tonns 'hver. . | Starfsfóiki sagt upp. Þykir tíðindum sæta hjer, að firmað. Nathan & Olsen hefir sagt iipp öllu föstu starfsfólki sínu hjer, en þó eru eftir 6 ár af leigu- tíma þeirra á Hæstakaupstaðar- ■eigninni. Veðrátta •ér altaf hagstæð, en atvinna hefir verið lijer mjög lítil í sumar í kaupstaðnum og er nú nær engin. Togari strandar. Um kviiklið 7. þ. m. strandaði togarinn „Austri“ á skeri á Illugagrunni á Húna- flóa, skamt vestur af Vatnsnesinu. Koinu strax þrír jíslenskir togarar honum til hjálpar, og freistuðu að uá honum út, en tókst ekki. Síðar um kvöklið og þegar fram á nótt- ina kom gerði austan drif og sjó, • og var orðið svo ilt í sjó kl. 2, að :skipsmenn hjeldust. ekki við í Austra, og tók Kári þá. TJm morg- uninn losnaði skipið af skerinu, þegar hásjávað var orðið, og rak til, lands mannlaust og þar upp í urð. Þegar það var athugað sama dag, kom í Ijós, að það var orðið mjog laskað, og fult af sjó/ Eru •engar líkur til að því verði náð út. ,Austri“ var vátrygður hjá -„Samtryggingu ísl. botnvörpunga“ fvrir 15.000 stpd. Hann hafði afl- að skipa. mest, af síld í sumar. Þýsku togararnir sem „Fylla“ tók um dftgimi voru sektaðir bver ;nui 12.500 krónur og afli og ve arfæri gerð upptæk. Báðjr áfrýj- uðu dóminum. Hvor þeirra muu hafar liaft um 100 körfur af fiski. Saga, missirisrit Þorsteins Þ. Þorstemssónar er nýkomið hing- að, (mars—ágúst, liefti). í ritinu eru margar sögur frumsamdar og þýddar, nokkrar íslenskar munn- mælasögur, ritdómar og ýmislegt smælki. Þar er og stutt grein eft- ir prófessor Valtýr Guðmundsson um kraftaskáldið Bólu-Hjálmar og þjóðfundarkvæði hans. Færeyingar hafa haft góða ver- tíð við Grænland í sumar, að því er sagt er í skeyti frá Þórshöfn þ. 25. ág. Þá var ein skiitan kom- in heim með góðan afla og 10 voru á heimleið. Aflinn 30—60 þús. á skip, eftir stærð, að því er segir í skeytinu, eftir 2 mánaða veiði. Alt veitt á handfæri. Skógar landsins. Kofoed Han sen hefir verið austanlands all- lengi í sumar, og aðallega dvalið á Eyðum til þess að athnga skóg- stæði þar, sem á að girða og friða Á Hallormsstað var hann og urn tímu. A leiðinni frá Austfjörðum kom skógræktarstjóri við í Þing- eyjarsýslu, því þar er gert, róð fyrir nýjum girðingum og frið- unarsvæðum, við Skinnastað og Reykjahlíð. Vaglaskóg skoðaði skógræktarstjóriun og telur frair.- för hans mikla og góða. Ritstjóraskifti verða bráðlega, svo sem að líkindum lætur, við „Tímann“, þar sem, ritstjöri hans er nú orðin forsætisráðherra. Var símað frá Akureyri í gær, að Jóu- as Þorbergsson færi alfarinn suð- ur eftir svo sem vikutíma til þess að taka við ritstjorn ,,Tímans“. Sennilega verður Þórólfur Sig- urðsson frá Baldursheimi ritstjóri „Dags“ til áramóta að minsta kosti, hvern „gæðing“ sinn sem Framsóknarmenn setja svo til þess að draga hlassið. Úr Mýrdal. (Símtal 8. sept.) — Stöðugir óþurkar hafa verið aust,- ur í Mýrdal síðan á höfuðdag. Flestir eru alveg búnir að slá, en óhemju mikil hey eru orðin undir. Kemur ]iað sjer illa, ef ekki kem- ur þerrir bráðlega, en menn eru líálf kvíðandi yfir ]iví, að það kunni að dragast, vegna stöðugra þurka fyrripart sumarsins. , Formensku í Búnaðarfjelagi Is- ^ lands ætlar Tr. Þ. forsætis- og at- | vinnumálaráðherra að hafa með •höndum fram til þings, livort svo , 'sem sú fastheldni hans stafar af . umhyggju fyrir landbúnaðinum yfirleitt, fyrir Búnaðarf jelaginu, | eða hiin er sprottin af umhyggju fyrir honum sjálfum. Varamaður I hans er Jón bóndi Þorbergsson á Bessastöðum. Er Jón sem kunnugt | er Tryggva lítt sammála í hinu svonefnda áburðarmíili. Kristmann Guðmundsson. Fyrir stuttu var getið um Jiað hjer í blaðinu, að í haust mundi koma I út í Noregi allmikil skáldsaga eft,- I ir Kristmann Guðmundsson. Eft- ir því, sem „Tidens Tegn“ segir, I hefir hann nú fullgert hana og afhent forlagi sínu, Aschehoug, í Osló, og mun hún koma út um miÖjan næsta mánuð. Hún heitir I „Briiðarkjóllinn“. Verður fróðlegt að sjá, hvort Kristmann efnir þau loforð, sem hann gaf um rithöf- undarhæfileika sína raeð fyrstu bók sinni: „íslandsk Kærlighet": Skip vantar. Frá Siglufirði var símað nýL, að norðanlands væru menn órðnir hræddir um, að norska síldveiðaskipið „Fane-1 fjord“ hefði farist í norðangarð- inum, sem gerði um síðustu mán-1 aðamót. Voru á því 16 . eða 17, menn. Að minsta kosti hefir ekk- j ert til þess spurst síðan fyrir garð ^ inn. Norðlenskir sjómenn segja,} að ekki muni á þessum tíma árs1 hafa komið annar eins garðurl fyrir Norðurlandi í tíð núlifandi manna og þessi síðasti. Góður þorskafli er enn nyrðra, en fremur fáir bátar stunda þá veiði nú vegna síldarinnar. 8egj i frjettir að norðan, að langt sje síðan önnur eins fiskiganga hafi komið að Norðurlandi eins og nú í sumar, i Einhver gamall kennari er i „Tímanum" við og við að kreista upp úr sjer vandlætingaremjaa um málið á ísaf. Gerir gamal- mennið þetta auðsjáanlega af nöldursýki, því lítill veigur er í ásökupum hans, og er ekki á,- stæða til að eyða mörgum orðum !að því. En bera mætti það í tal við hann, hvort honum hrysi ekki hugur við, að „Tíminn“ skuli við og við bletta(H) slcjöld sinn á| því, að stela smágreinum orðrjett- um úr ísafold. — Hann ætti að snúa sjer að því næst, að lcoma í VGg fyrir það. Aðstoðarmaður í atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu hefir Gunnlaugur Briem kandidat ver ið skipaður frá 3. ]). m. Ungfrú Ólöf Sveinbjörnsson hef- ir verið skipuð nýlega ritari í a,t Vinnu- og samgöngumálaráðuneyt- inu. „Yfirúttekt á starfsmanna- kerfi landsins" segir dómsmála ráðherra að. þeir eigi að gera, sparnaðarmennirnir Björn í Grafarholti og Haraldur Guð- mundsson. peir ílyrja á ,,út- tektinni“ næstu daga. En Hann- es dýralæknir kemur ekki til skrafs og ráðagerða fyrri en eítir sláturtíð, að hann er bú- inn að stimpla kjötið. Mokstursskipið Uffe, sem var í j vor á Akureyri og í sumar í Vest-] mannaeyjum, er nú komið til Ak- ureyrar aftur, og heldur þar á- fram hafnardýpkuninni. Samn- ingnum við eigendur skipsins hef- ir nú verið breytt. Borgar Alcur- eyrarbær lcr. 4.50 danskar fyrir hvern teningsmeter, en eftir gamla samningnnm kostaði teningsmet- erinn 7 kr. Forsætisráðherra ei' nú á góð- um batavegi, eftir hinn langa sjúkdóm sinn, að því er læknar segja. Hefir verið gerð á honum geislarannsókn til þess að komast fyrir hvernig sjúkdómi hans er Varið. — Eftir áliti læknanna að rannsólcninni lokinni mun eigi ivera talin þörf á því að gera á Iionum holskurð. Talið að innvort- issár það sem hann hafði muni gróa, ef hann fari varlega með sig. Skipskaðamir nyrðra. Ekkert hefir enn spurst til norska skips- ins „Thorbjörn" frá Álasundi, sem tménri óttast að farist hafi á Gríms- eyjarsundi í ofviðrinu um helgina. íþröttakensla. í haust byrja jeg á nýrri kensluaðferð í líkamsæfingum, sem allir geta tekið þátt í, hvar sem þeir eru á landinu. Aðferð þessi er í því fólgin, að fyrsta hvers mánaðar, meðan námsskeiðið stendur ýfir, sendi jeg nemendum mínum nákvæma lýs- ingu á æfingum þeim, sem jeg kenni, ásamt fjölda mörgum myndum. Mun jeg reyna að hafa hæði lýsingar og myndir svo skýrar, að ekki geti verið um það að ræða, að fólk geri æfingarnar rangt. Fyrsta leikfimisnámsskeiðið með þessu fyrirlcomulagi liefst 1. okt„ eðe 1. nóv., ef nemendur óska þess heldur, og( stendur yfir í 7 mánuði. Námsskeiðið er aðeins fyrir hraust fóllc, en bæði fyrir konur og karla á hvaða aldri sem er. Nemendum skifti jeg í deildir eft.ir aldri, er gjaldið fyrir lcensluna. frá kr. 2.50 til lcr. 6.00 á mánuði. — Fóllc, sem ætlar sjer að taka. þátt. í námsslceiðinu, ætti' að senda um- sóknir eða fyrirspurnir til mín hið ajlra fyrsta. Jón Mulle rsslcolinn. frá Hofsstöðum. Reykjavik. Sími 738. utvaris vtðtæki er hlutur, sem vandi er iyrir kaupanda, að velja. Slæmt viðtælci verð- nr notenda einungis til leiðinda, en gott taöci verður hverjum manni til gagns og ánægju —- Margra ára reynsla hefir sýnt. og sannað, að TELEFUNKEN-tæki niunu vera þau heppilegustu þar sem aðstað- an til útvarps-móttöku er svo slæiu, sem hjer á landi. Telefunlcenfje- lagið er brautryðjandi á sviði útvarpsins. — Leitið tilboða hjá um- boðsmönnum Telefunkeu á íslandi. HJalti Reykjavík. & Co. Sími 720. Hlaltöl Bajeraktöl Pilsner. Best. - Odýrast. Innlent. Frá Uestur- íslendingum. ! ------------------ FB 1. ágútrt. Steingrímur Arason kennari og frú hans voru stödcl r Winrii’- ,peg um síðustu mánaðamót og j flutti Steingrímur þar fyrirlestrá i icð slcuggamyndum um íslensk efni. Þau hjón hafai verið á ýms- um stöðum þar sem íslendingar eru á Kyrrahafsströndinni í vetur og hefir Steingrímur víða haldið fyrirlestra um ísland og jafnframr kynt sjer skólamál. Ekkjufrú Sveinbjörnsson 1 kom til Winnipeg síðari hluta júlímánaðar, en hafði þar skamma viðdvöl. Fór hún vestur til Cal-S garv en þar í grend eru börn hennar búsett, frú Helen Lloyd og Þórður Sveinbjörnsson, læknir. Dykkerarbeide. Dyklcer önsker at lcomme í forbindelse med entreprenör eller privatmand for utförelse av ar- beide i dvlckerfaget. Attester for alle sorter arbeide kan forevises. Billet mrlc.: „DYKKEIU1, sendes Bergens Annonce-Expedition, Bergen, Norge. Ókeypis og bnrðargjaldsfrítt sendum vjer hinn haglcvæma, myndauðga verð- lista vorn yfir gúinmi, hreinlætis og gamanvörur, ásamt úrum, bók- m og póstkortum. Samariten, Afd. 68. Köbenhavn K. Kaupendur ísafoldar, sem ekki hafa .nn greitt andvirði blaðsins fyrir yfirstand- andi ár, eru hjer með ámintir um að gera skil sem fyrst. Til hægðarauka fyrir kaupend- ur, verður andvirði blaðsins inn- heimt með póstkröfu, hjá þeim, sem ekki hafa þegar greitt það, en brýnt skal það fyrir mönnum, að innl. kröfumar í tæka tíð, eða innan hálfs mánáðar frá því þær koma á ákvörðunarpósthúsið. Blöð í Austur-Canada flytja nú öðru hvoru greinar um ísland. Mun hvatamaður þess vera herra Böggild, fyrv. sendiliemi. Trjer.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.