Ísafold - 08.12.1927, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.12.1927, Blaðsíða 1
r Bitst jórar: Jób K^artansson Vaftýr Stafáossoa 8imi 500. ISAFOLD AfgrrfSda o« innheimta ( Ansturstrœti 8. Sítoi 500. Q jMdAgi 1. jéU Aztnmgjmhm koatar 5 krðau* DAGBLAÐ:MORGUNBLAÐIÐ 52 árg. 58. tbi. Fimtudagiítn 8. des. 1927 taafoidaryrentaadCja fc.f. Björnstjerne Björnson 1832-1910. Eftir cand. jur. Torkel Jörgensson Lövland konsul. Björnstjerne Björnson var fædd- ur þann 8. desember 1832. Eru því nú liðin 95 ár frá fæðingu hans. | Hann var fæddur í Kvikne í Aust-| 'urdal. 75 ár eru síðan hann varð. stúdent og 70 ár síðan fyrsta sveitalífssaga hans „Sigrún á Sunnhvoli'1 kom út. En 50 ár eru 'liðin síðan hann hjelt hina nafn- toguðu ræðu sína í stúdentafje- laginu um að vera sannur. Björnson var ekki eins og mörg skáld, að hann semdi skáldverk sín án þess að taka tillit til um- heimsins, og gimsteinar hans í skáldskapnum áttu ekki aðeins að vera íil prýðis. Öll kvæði hans voru vopn, tæki; en þau gátu jafn- framt verið perlur, eins og við Björnson sjötugur. vitum og Björnson hefir gert sum- ar þeirra, sem fegurstar eru í heiminum. Einföldu sveitasögurnar hans áttu verk að vinna. Þær áttu að hafa áhrif á skoðanir almennings í stjórnmálum og fjelagsmálum. Með sögum þessum ætlaði hann að vekja bændastjett Norðmanna, koma því til leiðar, að bændur nytu fullra ávaxta af stjórnmála- frelsi því, er þeir fengu með grundvallarlögunum. Sögurnar 'áttu að veita bændamenningu Norðmanna nýja lífsnæringu. Samtímis samdi hann mikilfeng-1 leg skáldverk frá fornum frægð-| artímum þjóðarinnar. Hann orti] um Sverri konung, Sigurð slembij Ólaf helga, Arnljót Gellina. Með þessu ætlaði hann að sækja dug í1 fornöldina til baráttu þeirrar, semj samtíð hans háði í Noregi. HannJ 'ætlaði að tengja í andanum nútíð og fortíð, tengja líf fornhetjanna við hið óbrotna. sveitalíf, eins og það var í Noregi á hans dögum. Og þegar hann orti um nútím- ann, var það altaf eitthvað ákveðið mál sem hann liafði í huga. — Hvert einasta kvæði hans, skáid- saga, leikrit, hvert fyrir sig var ort í einhverjum ákveðnum til- gangi. Ýmist var hann að flytja nýjan boðskap, ný sannindi, þfkk- ingu ellegar hann ætlaði að bæta úr einhverju órjettlæti, einhverj- um rangindum. Skáldskapur og framkvæmdir runnu fyrir honum í eina heilá. Honum var það aldrei nóg, að vera aðgerðalaus áhorfandi. Hann kastaði sjer ávalt út í baráttuna — og tók oftast nær forustuna sjálfur. Þannig varð hann um langt skeið aðal-forustumaðurinn á framþróunarbraut Norðmanna, víðsýnn fyrir framtíðina, og stóð jafnframt föstum fótum í fortíð vorri. Hann varð því forgöngu- maðurinn í þeim tveim þáttum sem mest kvað að í andlegu lífi voru. Hann tók upp merki Wergelands hins hugumstóra, djarfa framfara- manns, en barðist jafnframt á hin- um þjóðlega, rómantíska grund- velli. í 50 ár var hann forgöngu- maður þjóðar sinnar í barátt- unni fyrir lýðfrelsi og í sjálfstæð- isbaráttu hennar. Æfisaga hans í 50 ár, er saga 'Norðmanna. Ibsen og Björnson voru and- stæður. Björnson var fjelagslynd- ur, Ibsen fyrst og fremst einstæð- ur, ómannblendinn. Björnson var sífelt fullur samúðar með öllu, sem á vegi hans varð, Ibsen þur á manninn. Ibsen vann að sundurgreining, Björnson að samúð, samtenging. Ibseii rannsakaði í sálardjúp ein- stakra manna, en kærði sig miður um heildina. Björnson vildi sam- eina, vildi samúð, samvinnu. Yerk Ibsens miðuðu að anarkisma, Björnsons að sósíalisma. Þjóðerniskendin á ætt sína að rekja til ættrækninnar. Hjá Ibsen var ættræknin af skornum skamti, Ættræknin var meginþátturinn í skáldskap Björnsons, alt frá því hann samtji „Sigrúnu á Sunnu- livoli“ 1857 og fram á æfikvöld hans, er hann ritaði „Naar den ny Vin blomstrer" (1909). Þó liann á þessum árum yrði fyrir skoðana- skiftum, var trú hans. ávalt óbif- anleg á ættartengslin og framþró- unargrundvöll þann, sem þau bera í skauti sínu. Ættrælcni og heim- ilisást var honum eitt og hið sama. Oft greip útþráin hann. Hann var í útlandinu árum saman. Hann dvaldi langövölum í París. En altaf hafði hann heimili sitt, hvar sem hann fór. Og þegar minst vonum varði kom heimþráin yfir hann. Hann þurfti að koma heim að Aulestad, ættaróðalinu, og sitja þar í mann- fagnaði. I næstum 40 ár varð Aule- stad í Gausdal skáldsetur hans. Ut. frá ættrælcni hans og heim- ilisást óx samúð hans með almenn- ingi, föðurlandsást hans og þjóð- rækni. Og hann gekk feti framar Hann varð fylgjandi norrænni samvinnu, samstarfi meðal Norður landaþjóðanna. Hann vildi sam- vinnu milli Norðurlandaþjóðanna, en var andvígur allri sambræðslu. Hann varð fylgismaður germanskr ar samvinnu; og síðast heimsborg- ari með heitri samúð með öllu mannfólki. Ekkert var Björnson óviðkom- andi. Hann tók í strenginn, þeg- ar herforingjaráð Fraklra framdi 111111« Bjömson á unga aldri. rjettarfarsbrot. Hann skrifaði um matartilbúning húsmæðra í norsk- um sveitum. Blaðagreinir hans myndu fylla helmingi stærri bók en ritsafn hans annað. Sífelt var hann í ferðalögum, sífelt talandi og ritandi um áhugamál sín í það og það skiftið. Alt líf hans var óslitin barátta. Fyrsta blaðagrein hans, í „Morg- enbladet“ 1854, var skörp árás á smekk manna, sem þá var ríkj- andi. Hann rjeðst á hinn væmna, rómantíska „draumórastíl* ‘, sem skáld vor iðkuðu á þeim dögum. Hann hæðist að hjali skálda við huldufólk, dverga og þvíumlíkt. Þá var hann aðeins 22 ára gamall, og hafði þegar fengið rjettan skilning á straumhvörfum tímans, realismanum. Honum var sam- hengið ljóst milli vísindaiðkana og listastarfsemi þeirra tíma. Hann talaði um „naturalisma* ‘ nútímans, er sýndi sig í því, „að menn skip- uðu sannleikanum í veglegra sæti I en fegurðinni.“ Þessar liugsanir sínar færði hann í nýjan skínandi i búning. ! Fram til þessa tíma liafði Wel- j haven verið liin mikla fyrirmynd i í ritlist Norðmanna. Menn reyndu | að stæla hann eftir bestu getu. | Menn lögðu álierslu á orðslcrúð. j Setningarnar urðu snúnar og I undnar og hugsunin á kafi í mælgi ! og mærð. Björnson sltrifaði blátt áfram eins og talað var. Maður heyrði talandann í ritmáli hans. Þar voru engar dúður orðskrúðs utan um 1 hugsanirnar. Þar var farið einarð- ! lega að verki. Orð hans fengu ! lireim af skapi hans og tilfinning- ] um, ýmist fossandi sem flúðir, eða þung sem undiralda. Björnstjerne Björnson veitti frá byrjun nýjum endurnærandi straumum inn yfir þjóðlíf vort og bókmentir. Hann losaði sig úr álögum huldufólks og dverga, og skýrði meistaralega frá sveitalíf- ! inu eins og það var í raun og veru. Á undan honum voru engar sveitalýsingar, nema vísindalegar ritgerðir. Sveitasögur hans voru fyrstu persónulýsingar er við fengum úr því umhverfi. Mál hans var meitlað og hreim- fagurt eins og í íslendingasögum. Og með leikritum sínum um sögu- 'leg efni, opnaði liann augu al- mennings fyrir fortíðinni. En þó hann gerðist í upphafi brautryðjandi nýrra tíma, þá er skáldskapur hans fyrstu 20 árin í nánu sambandi við hina þjóðlegu „rómantík.“ í aðalatriðum var hann á því hinu sama sviði. Hafði sama dálæti og þeir samtíðarmenn hans á barnseðlinu, sama álit á bændamenningu landsins, og hafði sömu tröllatrú og hinir á Mutverk'i norrænnar menningar í heiminum. Hann var hrifinn af fomsögun- um, og lifði undir áhrifum frá þeim. Og trúmaður var hann á skáldavísu. En svo komu nýir straumar yfir Noreg 1870, straumar utan úr h eimi, straumar heimsmenningar- innar Og Björnson varð fyrir miklum áhrifum hinna nýju tíma. 1 Þá rann upp umbrotatímabil. — Margt gamalt fór forgörðum og nýtt feklc fótfestu. Þá rann upp öld efasemda fyrir þá, sem áður voru sannkristnir og bókstafstrú- ar, en gagnrýning heilagrar ritn- ingar ruddi sjer til rúms. Smátt og smátt breyttist lífsskoðun Björnsons. Er liann losnaði úr viðjum „ró- mantíkurinnar“, þótti honum hið tilbreytingaríka borgarlíf meira aðlaðandi en sveitalíf og söguöld. Frá því um 1875 varð líf og’ þjóðfjelagsmál nútímans viðfangs- efnið í skáldskap Björnsons. Fyrst samdi hann ,Ritstjórann.‘ En öll lians skáldverk frá þeim tíma og alt til hins síðasta fjölluðu um nútímaefni, sumpart um þjóo- fjelagsmál, eða um trúmál, stjórn- mál eða siðferðismál frá nýja tímanum. Flestir andans menn hafa upp- lifað samskonar tímamót og Björn- son kringum 1870. Margir hafa gersamlega týnt trú sinni, orðið bölsýnismenn og fundist lífið fá- nýtt með öllu. En Björnson tapaði ekki trúnni á lífið, lífsþróunina, mennina. Hann var sannfærður um, að alt, liversu aumt sem það væri, stæði til bóta. Því gekk hann í miðja fyllcingu í baráttunni fyrir því, að leiða þjóð sína til bjartari hæða. Hann átti svo mikið andans fjör sem aldrei sloknaði. Fjör huns lijelst óbilað alt til elli. Er Björn- son tók við Nobelsverðlaununum í Stokkhólmi 1903, sagði hann m. a.: „Victor Hugo, er minn maður.“ Hið glæsta hugmyndalíf hans fær svip af trú hans á mátt lífsins. Margir tala um galla hans. En jeg fyrir mitt leyti eygi ekki gall- ana, þeir hverfa fyrir fjöri hans og lífsþrótt.“ Þessi orð Björnsons um Vietor Hugo, geta átt við Björnson sjálf- ann. Hann hafði líka sína galla. En gallarnir hverfa allir fyri» hinu mikla lífsafli hans, þrótt lians, er rann frá öllum bestu lífs- lindum hins norska þjóðlífs og menningar. Enn hljóma fyrir eyrum Norð- manna orð Hamsun á 70 ára af- mæli Björnsons. I. Altid lyder allevegne rösfen fra hans bryst. Mange stridsbluss liar han tændtos, mange gleder har han sendt os; naar han tier er det tyst. Han er tolken födt og báren for vor nöd og lyst. H. Ingens arm som hans at före ingens ord sem hans at röre. Nár han tier er det tyst. Sá en kvæld vil stumhet ruge langs vor lange kyst. Fjeldet stár og lytter, lier — ingen svarer, Landet tier. Nár han tier blir det tyst. Ofanritaðan fyrirlestur hjelt Lövland konsúll nýlega í Norð- mannafjelaginu hjer í bænum. —> Birtist hann hjer í lauslegri þýð- ingu. Dánarfregn. Hinn 3. okt. síðastl. dó í Skora- vík á Fellsströnd í Dalasýslu i-húsfrú Svanhildur Ólafsdóttir, nál. 81 árs gömul. Hún var fædd í Höfðakoti í Eyrarsveit í Snæ- fellsnessýslu 26. nóv. 1846. Þar bjuggu þá foreldrar hennar Ólaf- ur og Halldóra. Faðir hennar Ólafur var af hinni svokölluðu Kleifaætt, sem margir mætir menn og merkir eru af komnir* svo sem sr. Sveinn Níelsson á Staðarstað og niðjar hans. Árið 1883 giftist hún Gunnari Þórðar- syni hreppstjóra í Skoravík. — Hafa þau búið þar samfleytt í 39 ár, en alls mun Svanhildur hafa átt þar heima í 46 ár. Þau eignuðust alls 7 börn, en af iþeim eru nú aðeins 3 á lífi: Tryggvi bóndi á Hellu á Fells- strönd og Valborg og Kristín ó- giftar í föðurgarði. Svanhildur sál. var framúrskarandi mikil fríðleikskona og góðkvendi hið mesta, heimilisrækin og fáskift- in. Mikið ástríki var milli þeirra lijóna alla tíð og er því sár harmur kveðinn að Gunnari við fráfall hennar. Hennar er sárt saknað af börnum hennar og öðrum vandamönnum hennar og vinum. x

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.