Ísafold - 27.02.1928, Side 1
Afgreiðsla
í Ansturstræti H.
Árganguriim
kostar 5 kr.
Gjalddagi 1. júlí
I’óstbox G97.
Vikublað Morgunblaðsins.
54. árg., 14. tbl. Mánudaginn 27. febrúar 1928.
Klsta ocr hesta
frjettablað landsins.
Jón Kjartansson
Valtýr Stefánsson
ritstjórar
Sími 500.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Sambandslðgin.
Ekki er minsti vafi á því, að
íslenska þjóðin fagnaði því nærri
einróma 1918, er ísland fekk full-
veldi sitt viðurkent. Bestu menn
þjóðarinnar höfðu öldum saman
barist íýrir þessu takmarki. Þótt
menn greindi oft á um leiðirnar,
sem fara ætti til þess að ná settu
marki, voru allir sammála um það,
að ekki mætti gefast upp fyr en
markinu væri náð.
Sambandslögin frá 1918 er ávöxt-
ur langrar ba’ráttu hinna bestu
sona íslensku þjóðarinnar. —
Með þeim fekkst viðurkenning á
fullveldi íslands. Deilumálið mikla
var leitt í höfn. Takmarkinu var
náð.
En jafnframt því, sem sam-
bandslögin voru viðurkenning á
fullveldi íslands, voru þau einnig
samningur milli tveggja þjóða,
íslendinga og Dana, um einstök
mál. Pullveldisviðurkenningunni
og þessum samningi má eklii
blanda saman. Allir Islendingar
eru ánægðir yfir fullveldisviður-
kenhingunni, en ýms ákvæði samn-
ingsins eru þannig, að Islendingar
geta ekki við þau unað til fram-
tíðar. Má þar til dæmis nefna
jafnrjettisákvæðið (6. gr. sbl.) og
meðferð utanríkismála'nna (7. gr.
sbl.). Samningurinn, sem sam-
bandslögin hafa að geyma, er upp-
segjanlegur af hálfu beggja aðila
eftir vissan árafjölda. Eftir árslok
1940 má fyrst hreyfa við samn-
ingnum. Verði nýr samningur
ekki gerður innan þriggja ára
frá því að krafa um endurskoðun
kom fram, getur Alþingi og Ríltis-
þing Dana hvort fyrir sig samþykt
að samningukinn skuli úr gildi
feldur. Þarf % þingmanna ann-
aðhvort í hvorri deild Ríkisþings-
ins eða í sameinuðu Alþingi, að
hafa greitt atkvæði með ógild-
ingu samningsins, til þess að álykt-
unin sje gild. Á því næst að bera
þá ályktun undir kjósendur, og
þurfa minst % atkvæðisbærra
kjósenda að taka þátt í atkvæða-
greiðslunni, og minst % greiddra
atkvæða að vera með samnings-
slitum, til þess að uppsögn sje
gild. Á þessu sjest, að það er æði-
miklum erfiðleikum bundið að fá
samningum slitið.
Eklti þarf að efa það, að
þjóðin er fyllilega samþykk þeirri
j’firlýsingu, sem fram kom frá
stjórnmálaflokkunum á Alþingi í
fyrradag, að segja beri upp sam-
bandslagasamningnum þá er lögin
heimila. En vegna erfiðleilcanna,
sem á því eru að fá slitið samn-
iugnum, er það ánægjulegt að
stjórnmálaflokkarnir skuli standa
einhuga um þetta mal. Plokka-
dráttu'r kemst því hjer ekki að,
og er þá vel farið.
Einhverjum kynni ef til vill að
finnast sem svo, að óþarft liefði
verið að kveða upp úr um það nú
þegar, hvað vjer hefðum í hyggju
að gera eftir 1940. Nægur tími
væri til þess að taka ákvörðun,
>ar sem enn eru 12 ár þangað til
vjer getum hafist handa. En 12 ák
er ekki langur tími í lífi þjóðar,
og það er mjög áríðandi, að engin
mistök eigi sjer stað í saihbandi
við þetta mál.
Það, sem sjerstaklega mun liafa
ýtt undir menn einmitt nú að
kveða upp úr um framtíðarfyrir-
ætlunina, eru viðburðir þeir, sem
komu fram í dagsins ljós á síð-
astliðnu ári, þar sem sannað var,
að íslenskur stjórnmálaflokkur
jiggur stórar fjegjafir af dönsk-
um stjórnmálaflokki. Það hlýtur
öllum að vera ljóst, að sú braut,
sem Alþýðuflokkurinn hefir farið
út á, er stó'rháskaleg fyrir sjálf-
stæði íslensku þjóðarinnar. Eink-
um er þetta alvarlegt fyrir þá
sök, að Alþýðuflokkurinn hefir
tjáð sig fylgjandi jafnrjettis-
ákvæði sambandslaganna, en þetta
ákvæði er íslensku þjóðinni hættu-
legasta ákvæðið í lögunum.
Krafa íslensku þjóðarinnar verð-
ur því sú, að fá fullkomna yfir-
lýsingu um það frá Alþýðuflokkn-
um, livo'rt hann sje níi otðinn
fylgjandi því, að vjer leysum oss
undan jafnrjettisákvæði sambands-
laganna að fullu og öllu, eftir
1940? Jafnframt vei'ður að krefj-
ast þess, að Alþýðuflokkurinn
hætti að sníkja fje frá dönskum
jafnaðarmönnum, til stjórnmála-
starfa hjer á landi!
Kjðrdæmaskipnuia
09 ofbeldi bingmeirihlutans.
Það er nú sýnilegt orðið, að
stjórnarliðið á Alþingi ætlar að
nota meirihlutavald sitt til þess
að gera breyting á núverandi
kjördæmaskipun til hagsmuna öðr
um stjórnarflokknum. Gullbriugu-
og Kjósarsýslu verður skift þann-
ig, að þingsæti verðu'r tekið af
bændum sýslnanna og fengið só-
síalistum í Hafnarfirði í liendur.
Þegar mál þetta var til umræðu
í Neðri deild töluðu þingmenn
Framsóknar um rjettlætiskröfu,
sem Hafnfirðingar ættu á því að
fá sjerstakan þingmann. Þessum
mönnum liugkvæmdist ekkert í þá
átt, að framið var enn hróplegra
tanglæti gagnvart fjölmennasta
stjórnmálaflokki landsins, þegar
rjettlætiskröfu Hafnfirðinga var
fullnægt með því að gefa þeim
eitt þingsæti íhaldsflokksins.
Almennar þingkosningar fóru
fram á síðastliðnu ári. Eru því til
nýjar tölur er sýna hvar ranglæti
núverandi kj öfdæmaskipunar kem
ur harðast niður. Þessar tölur líta
þannig iit:
Að baki núverandi
stjórn (Frams.fl.m. og
sósíalistar) standa ., 16.219 atkv.
Að baki stjórnar- ;
andstæðingum (fhalds
menn og 'Prjálsl.)
standa.............. 16.437 atkv.
Stjórnarflokkarnir hlutu 21
lingsæti við síðustu kosningar, én
stjórnarandstæðingar 14 sæti (hjer
er sá þm. er bauð sig fram utan
::lokka hvergi talinn með).
Hvað finst monnum um þessar;
tölur ? Stjórnarliðið hefir 8 þing-!
sæti fram yfir andstæðingana, en|
ætti ef fullkomið rjettlæti væri j
íjer, að hafa einu sæti fæprra. Til
>ess svo að leiðrjetta(!) ranglætið
sem stjórnarandstæðingaJr verða
nú að þola, ætlar stjói'narliðið að
svifta andstæðingana einu þing-
sæti og bæta því við stjórnar-
fylkinguna!!
Stjórnarflokkarnir tveir eru í
iraun og veru einn flokkur með
tveimur nöfnum. Aðalstefna beggja
þessara floltka er ein og sú sama:
Að umturna að meira eða minna
leyti því þjóðskipulagi, sem vjer
nú búum við, og koma' á nýju
skipulagi, er á að grundvallast á
kenningum sósíalista.
Bændum landsins er þetta ekki
fyllilega ljóst ennþá, og þingbænd|
ur Pramsóknarflokksins virðast
sjón- og heyrnarlausir fyrir öllu
sem fram fer. En foringjar flokk-
anna vita vel hvað er að gerast.
Og þeir eru tveir, sinn fyrir hvoru
flokksbrotinu, Jón Baldvinsson
fyrir því sem snýr að kaupstöðun-
um, en Jónas Jónsson fyrir því,
sem að bændum snýr. Það er ekk-
ert nýtt að þessir menn beiti sjer
fyrir svipuðu ofbeldi og ranglæti
og því, sem framið er í sambandi
við skiftingu Gullbringu- og Kjós-
arsýslu. Samskonar ofbeldi liafa
þeir fraióið áður, og munu halda
áfram að fremja á meðan Fram-
scknarbændur láta teyma sig til
slíkra verka.
Kjördæmaskipunin er ranglát
eins og hún nú er; um það verður
ekki deilt. En það er óheyrt ger-
ræði af Framsókn, að breyta kjör-
dæmaskipuninni á þann hátt sem
gert er hjer, þar sem með því er
framið enn stærra ranglæti. Sönnu
nær var liitt, að bæta við þing-
manni fyrir Hafnarfjörð, til bráða-
birgða, á meðan verið væri að end-
ufskoða kjördæmaskipunina. Þettá
vildu foringjar Pramsóknar og
sósíalista ekki. Meira að segja kom
það greinilega í ljós, að þeir vildu
ekki fá sjerstakan þingmann fyrir
Hafnarfjörð, nema þeir gætu um
leið fækkað þingmanni úr bænda-
kjördæmi. Þetta er í samræmi við
stefnu foringjanna. — Þeir vilja
auka vald sósíalista, á kostnað
bænda, uns bændur fá ekki -við
neitt ráðið. Þegar því takmarki er
náð, tjáir lítt að tala um viðreisn
landbúnaðar framar.
Björn Kristjánsson
alþingismaður
sjötugur.
j Fyrst lætur hann til sín taka á
: sviði tónlista'r. — Ritar um tónlist,
semuk lög. -
Athafnir hans á verslunarsvið-
inu alkunnar, margháttaðar og
víðtækar.
En er hann hefir komið versl-
un sinni í fastar skorður, er liún
honum eigi lengur hugleikin. Þá
tekur hann sjer fyrir hendur að
rannsaka möguleika fyrir námu-
greftri á landi hjer. Maðurinn þá
kominn á efri ár, leggur á sig
mikið erfiði við efnarannsóknir.
Hann vílar ekki fýrir sjer löng og
erfið ferðalög ár eftir ár. Hann
sjer, að atvinnuvegi landsmanna
vantar þá fjölbreytni sem iðnaður
.og námugröftur kæmi á. Hann
vinnur sífelt baki brotnu við að
rannsaka og kanna ýms svið at-
vinnulífs vors. — Og því heldur
. . hann óslitið áfram meðan kraftar
I gær átti einn af merkustu borg endasl
urum þessa bæjar sjötugsafmæli,
Björn Kristjánsson, fyrsti þing-
maður Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Er eigi ástæða til þess að rekja
hjer liinn margþætta æfiferil þessa
þjóðkunna manns. En við tíma-
mót líta menn til baka. Og þá
vaknar spurning sú í huga manns:
Hver e’ru rjett rök þess, að þessi
maður, sem ólst upp við fátækt og
litla handleiðslu skólamentimar
komst svo langt á framabrautum
þeim er hann lagði út á? Tiltölu-
lega ungur að árum var hann einn
meðal athafnamestu borgara þessa
Nú um þessar mundir, er Björn
Kristjánsson stendur á þessuni
tímamótum æfi sinnar, er sjerstök
ástæða til þess að minnast á mál
þau, sem oftast hafa verið nefnd
í sambandi við hann á síðari ár~
um.
Stjórnmálaandstæðingar hans
hafa geft mjög eindregnar til-
raunir, til þess að gera hann tor-
tryggilegan vegna nta hans um
verslunarmálin, reynt að telja
fólki trú um, að andstaða hans
gegh ótakmarkaðri ábyrgð versl-
unarskulda væri blátt áfram sprott
bæjar, þmgmaður, fjarmalamaður, gf andúð ge„n bændum og land.
sem æðstu menn landsins leituðu bdnagj
ráða til? Hver er sá þáttur í lífi• ,T- , - i,- ■ c
1 Nu e'r í þmgmu frumvarp nm
hans og skapgerð er lyftr honum rekstrarlán banda bændumj þar
til æðstu lalda, |sem fram kemur hinn rjetti skiln-
Björn Kristjánsson er að 1)V‘ ^ ingur og afstaða Björns til þess-
leyti eins og fornmenn í skapi.' ara m^ja Hann vill takmarka
Hann hefir trú á eigin kraft, eig- s]injdbindingar manna við hóp-
ið starf, eigin möguleika. Hann er þejrra manna, er hafa innbyrðis
sjálfsbjargarmaður. Hann hefir perS0nulega viðlcynningu. Hann
fengið að effðum þann þátt ís- vm gera sveitirnar, bændurna sjálf
lenskra lundar er lýsir sjer í við- bjarga, láta bændur sem aðra feta
laginu gamla, sig áfram í sjálfsbjargarbrautinni.
Slíkt hollráð hefir honum reynst
best í lífinu. Og hann telur að
eins fari fyrir öðrum.
Björn Kristjánsson e'r fyrst og
fremst sjálfstæði maðurinn og
hann á enga heitari ósk til landa
sinna, en að sjálfsbjargarhvötin,:
sjálfstæðiþráin verði þær heilla-
dísir, er lengst og best fylgi þjóð-
inni um ókomin ár.
„trúðu þínum förunaut — en
sjálfum þjer best.“
Þessi skapgerð hefir mótað líf
hans og starf, stefnu hans og af-
skifti af opinberum málum þjóð-
arinnar. Og fyrir þenna þátt lund-
ar sinnar, hefi'r hann fengið marga
svarna andstæðinga á tímum ráð-
leysis og fyrirliyggjuleysis, þegar
uppgjafa pólitík erlends sósíalisma
flæðir yfir landið, og prjedikað
er hæstum tónum, að hugsa mest
um það, að koma ábyrgð gerða
sinna yfir á aðra. I þessum straum
hvörfum stenduk B. Kr. eins og
klettur úr liafinu.
Og þetta er ákaflega skiljanlegt
Honum hefir tekist mætavel með
það sem hann hefir lijálparlaust
tekið sjer fyrir hendur. Því mað-
Björn er fæddur 26. febrúar
1858 á Hreiðurborg í Sandvíkur-
lireppi. Foreldrar hans voru hjón-
in Kristján Vernharðsson og Þót-
unn Halldórsdóttir, sem bjuggu á
Hreiðurborg, og ólst hann upp hjá
þeim til 6 ára aldurs. Þá fór hann
til föðurmóður sinnar, Sigríðar í
Garðbæ á Eyra'rbakka, og dvald-
ist með henni uns hann var fermd-
ur og 14 ára gamall. Síðan var
urinn er að eðlisfari fádæma fjöl- bann 3 £r vinnmnaður í Búrfells-
hæfur. koti í Grímsnesi. Þaðan fór hann.