Ísafold - 06.03.1928, Blaðsíða 2
2
I S A F O L D
Um óttuskeið síðari Eldhúsnóttina
"var auðsjeð að þeir fjelagar Tryggvi
og Jónas voru mjög dasaðir orðnir.
peir komu varla í sæti sín, en hjeldu
sig með flokksmönnum sínum inni í
ráðherraherberginu. Rökin voru slitin,
og komin var einhver uppstytta í orða
regn dómsmálaráðherra.
peir fjelagar hálfpart flúðu af
liólmi.
petta eftir missiris stjórnartíð. —
Hvað mun síðar verða.
Varðskipamálið.
Mál þetta var, sem vænta mátti
meðal þeirra, er vakti hvassastar umr.
Jóhann Jósefsson hóf fyrstur máls
í því. Hann sagði m. a.:
Fyrir stundarkorni komst forsætis-
ráðherrann þannig að orði:
.„Hvað sem sbefnu miimi líður, verð
jeg að hlýða lögum landsins.‘‘
Jeg vildi óska að dómsmálaráðherra
gæti gert þessi orð að sínum — og
breytt eftir því.
Tvenn lög voru afgreidd frá Alþingi
f fyrra um varðskipin. Núverandi dóms
málaráðherra var þeim andvígur. Er
hann komst til valda notar hann að-
stöðu sína til að
þverbrjóta lögin.
Sagt er að skipverja skuli eigi skrá-
setja. Hann lætur skrásetja þá! Sam-
tímis er Tíminn látinn flytja þá opin-
beru tilkynningu, að
framkvæmd laganna sje „frestað.“
Ástæðu fyrir hinni svo nefndu
„frestun' ‘ segir J. J. vera þá, að hann
treysti sjer ekki til að greiða skip-
stjórum þau laun, sem hann hafði
heimild til að greiða (kr. 12.000). Og
þegar hann talar um að hann hafi
ekki viljað setja 40—50 menn í föst
embætti, og hafi því „frestað“ fram-
kvæmd laganna, þá gætir hann ekki að
því, að hvernig sem á er litið, er hjer
engin afsökun. Hann gat sett menn-
ina í embættin um stund, uns ný lög
yrðu samþykt.
pessi „krókur“ er ráðherranum of
langur, hann anar í lagaleysis-„keld-
una.“ Hann neitar að fara eftir lög-
unum.
Hann sendir skipstjórunum merki-
legt plagg, þar sem hann segir þeim,
að hann sje mótfallinn því, að þeir
hafi há laun — vegna þess að hann
vilji ekki’ að þeir hafi neina risnn
nm hönd. pað sje hættulegt fyrir starf
þeirra, ef þeir viðhafi risnu!!!
Hann sendir skipstjórunum brjef, og
segir þeim hátíðlega frá því, að hann
ætli að brjóta lögin.
1 fyrra vildi hann ekki kasta skugga
á þessa menn, skipstjórana.
Mikið var. Menn, sem bjargað hafa
tugum mannslífa. Menn, sem hafa á
hendi eitthvert vandamesta, erfiðasta
og ábyrgðarmesta starf þjóðf jelagsins,
og hafa árum saman leyst það prýði-
lega af hendi.
,ypór“ hefir tekið 86 skip að ólög-
legum veiðum.
Hvað verður úr rjettarörygginu í
landinn, þegar sjálfur dómsmálaráð-
herrann þverbrýtur lög landsins og
rjett starfsmannanna ?
Er hann að leika hjer einhvern Est-
rup eða Mussolini, með því að sýna
hjer veldi sitt?
Dómsmálaráðherrann svaraði þessari
ræðu Jóh. Jóh. með eftirtektarverðum
■orðum.
„Jeg er alveg hissa/ ‘ segir hann, j
.„hve þingmaður Vestmannaeyinga ger-
ir mikið veður úr litlu máli.“ — Og
hann heldur áfram: pað mátti heita,
að alt ætlaði að rifna hjer í haust út
af þessu máli. En nú er það alt að
dvína. Málið er tómt, útvatnað.
Um tíma var talað um Landsdóm.
Jeg sagði: Komið þið með Landsdóm.
Síðar í ræðunni viðurkendi J. J. að
hann hefði ekki þurft að hafa annað
fyrir því, en að skrifa nafnið sitt, til
að skipa mennina í stöður varðskip-
anna. Og ennfremur segir ráðherrann:
pví að gera veður út úr þessu máli.
Skipverjarnir voru skrásettir jeg
ljet skrásetja þá, og ekki ber á öðru en
þeir hafi haldið heilsu, sjeu fullfærir
um að vinna sitt verk.
Magnús Jónsson komst svo að orði
í þessu máli:
Álveg blöskraði mjer, er dómsmála-
Táðherrann talar um það, sem
lítið mál, er hann brýtur lögin,
og viðurkennir að hann hafi
brotið þau.
Hann kallar þetta smámál. Mjer er
spurn, hvað er þá stórmál, ef ekki það,
er yfirmaður laga og rjettar stendur
frammi fyrir þingheimi ber að lög-
brotum ?
Hann bætir gráu ofan á svart, með
að hrópa:
„Landsdóm! Komið með landsdóm.1'
Ætlar hann þar að púkka upp á
meirihluta valdið. Hann veit, að hann
hefir meirihluta þingsins með sjer í ár,
og hann veit að hann getur
notað meirihluta vald sitt til þess að
gera það, sem honum sýnist.
Hringrásin er þá orðin þessi: Al-
þingi setur lög, konungur staðfestir
þau, ráðherra brýtur þau.
Og hver er vöm hans í málinu?
Skipverjar hafa haldið heilsu, segir
hann. parmeð er vörnin á enda.
í fomöld gátu menn með ofbeldi
haldið seka menn. Eins getur þing
meirihlutinn með ofbeldi haldið seka
ráðherra.
Síðan talaði Jóhann Jósefsson og
snerist ræða hans að miklu leyti um
varðskipamálið. Sýndi hann þá með
svo ljósum rökum hve dómsmálaráðh.
hefði reynst ólöghlýðinn og óheill í því
máli, að ráðherrann áræddi ekki að
andmæla að nýju.
Um lögbrotið þarf ekki að f jölyrða.
pað hvílir um aldúr og æfi sem stimp-
ill á ráðherra þessum.
En þá er athuga aðra framkomu J.
J í landhelgismálinu.
Ráðherrann heldur því fram, að
íhaldsflokkurinn vilji ekki hlynna að
landhelgisgæslunni. Ber hann þar fyrir
sig undirtektirnar undir loftskeyta-
bannið, sem hver heilskygn maður sjer
að aldrei kæmi að notum.
En „áhugi“ ráðherrans lýsir sjer í
því, að nota varðskipin í snattferðir,
koma því svo fyrir að skipstjórarnir
verði lakast launaðir skipstjórar lands-
ins, vinna að því með lagafyrirmælum,
að eyðileggja allan aga á skipunum.
Og enn reynir hann að bregða fæti
fyrir þessa starfsemi með því, að
bera það fram, úr dómsmálaráðherra-
stól, að íslenskir togarar sjeu altaf
í landhelgi og aldrei sektaðir og sjeu
því eigi jafnir fyrir lögunum og þeir
útlendu.
1 sömu ræðu skýrði Jóhann rjett
rÖk að því, að Vestmannaeyingar
fengu árið 1926, 25 þús. kr. úr land-
helgissjóði.
Ráðherrann hafði talað svo um sem
þetta fje væri einskonar gjöf fyrver-
andi landsstjórnar til Ihaldsmanna í
Eyjum. — Um það síðar. —
En Ól. Thors benti á, að tvent hefði
J. J. aðhafst í landhelgismálinu. Unnið
að því, að eigi fengjust framvegis
bestu menn sem skipstjórar á varð-
skipin og
gert þeim erlendu stjórnmálamönnum
mjög erfitt fyTir, sem enn tækjn mál-
stað okkar, þegar erlendir lögbrjótar
ákærðu okkur.
Margt var í ræðu Ól. Thors, sem vik-
ið verður að síðar. Hann dró upp skýra
mynd af dómsmálaráðherranum — en
ráðherrann var við hendina til þess
að gera nokkra drætti ennþá skýrari,
með því að nefna 2. þingm. Gullbr.-
og Kjósarsýslu alt í senn, óvita, hala-
negra, skrælingja og götustrák.
Ólafur ljet þess getið, að framkoma
ráðh. á fjölmörgum sviðum væri ósam-
'boðin siðaðri þjóð.
Og bendir margt til þess, að þjóð
vor sje þó a. m. k. svo siðuð, að Jónas
Jónsson geti eigi verið dómsmálaráð-
herra marga Eldhúsdaga.
Hnífsdalsmálið.
Ræða Jóns A. Jónssonar.
Eins og eðlilegt var, greip Jón A.
Jonsson tækifærið til þess að tala um
Hnífsdalsmálið. pó mikið hafi verið
um það rætt var það í fyrsta sinn, er
hann hefir haft tækifæri til að tala
um málið, síðan á fyrsta degi þingsins.
Hann mælti m. a. á þessa leið:
Vegna ýmsra nmmæla, sem dóms-
málaráðherrann hefir látið falla í
minn garð, verð jeg að skýra frá und-
irbúningi kosninganna í N. ísafj.sýslu.
Jeg skrifaði 2—3 mönnum í hverj-
um hreppi á undan kosningunum, til
þess að heyra undirtektir þeirra. Er
jeg hafði fengið þær, gekk jeg úr
skugga um, að undirbúningur innan
flokksins var óþarfur. Fylgi mitt var
svo örugt.
' En dómsmálaráðherrann hefir látið
sjeí sæma að halda því fram, að fals-
anirnar hafi verið gerðar mjer til
stuðnings.
Jeg skal játa, að jeg hjelt, að engmn
minna fylgismanna væri svo mikið flón
að vilja falsa atkvæði.
Vegna þess, hve erfitt er að fá sjer-
prentanir af' kosningalögunum, gerði
jeg ráðstafanir til þess að kjörstjórnir
fengju útdrátt úr lögunum, svo kjör-
stjórnarmenn gerðu engin formleg
axarsköft.
Hafði jeg sjerstaka ástæðu til þess
a? vera hjer á verði, vegna þess, að
það heyrðist nokkru fyrir kjördag, að
vafi gæti altaf leikið á því, að kosn-
ingin yrði tekin gild, hverni'g sem at-
kvæðin fjellu, ef aðeins fyndust á
kosninguuni formgallar.
Má geta þess nærri, að mjer brá í
brún, er jeg frjetti um atkvæðafalsanir
og að tveir menn væru teknir fastir.
pegar er þetta frjettist, var farið
að dreifa kviksögum um hjeraðið um
það, að eigi væri ástæða til þess að
sækja kjörfundi sjerlega vel, því kosn-
ingin yrði gerð ógild, hvernig sem
atkvæði fjellu.
Jeg gerði því alt, sem í mínu valdi
stóð til þess að ýta undir að rannsóka
málsins yrði hraðað.
En J. J. heldur því fram, að Ihalds-
forkólfarnir er hann nefnír svo, hafi
gert alt til þess að tefja fyrir rann-
sókn málsins.
Mjer er ekki kunnugt um, að neitt
slíkt hafi átt sjer stað.
Hann tilfærir dæmið um handtöku
Eggerts Hálfdánarsonar. Maðurinn er
brjóstveikur. Hann hafði allmikinn
hita. Hann hafði læknisvottorð um
að hann mætti ekki hreyfa.
Rannsóknardómarinn vill fá aðstoð
til þess fná þorpsbúum að klæða mann-
inn og flytja hann inn í ísafjörð. —
Dómarinn fekk engan, hvorki íhalds-
menn, jafnaðarmenn, eða aðra menn
af öðrum stjómmálaflokkum, sjer til
aðstoðar.
Ummæli J. J. um skipulagsbundinn
mótþróa íhaldsflokksins, eru gripin
iir lausu lofti.
pá hefir J. J. orðið tíðrætt um
Pjetur Oddsson, „uppreisnarforingj-
ann“, er hann nefnir svo.
Hefir J. J. gefið í skyn að Pjetur
myndi kúga alþýðu manna þar vestra.
En ef hann þekti lyndiseinkunnir N.-
ísfirðinga nokkuð, þá myndi hann vita
að þeir láta eigi svo gjarnan kúgast.
Má marka það m. a. af málunum þar
vestra árin 1895—96.
Pjetur er af öllum talinn meðal
bestu manna, stórgjöfull og höfðingi í
lund, og hjálpsamur við hvern sem er.
Mál Pjeturs er undir rannsókn. —
Skilst mjer, að allmjög sje brotið út
af reglunni „fair play“, þegar dóms-
málaráðherra ræðst að manni, meðan
mál hans er eigi rannsakað til hlítar.
Um Bolvíkinga segir J. J. nú síðast,
að það hafi verið samantekin rláð
þeirra, að hrekja rannsóknardómarann
út, á öídubrjótinn, og láta hann dúsa
þar um nóttina.
Jeg spyr: Er þetta sannað?
Ef svo er eigi, er það harla ósvífið
af ráðherra, að svívirða Bolvíkinga
með getsökum; þessum.
Kæra er fram komin sem kunnugt
er á hendur Halldóri .Júlíussyni. Hvað
um hana?
Og enn. Rjett að rifja upp sögu af
ísafirði í sambandi við mál Pjeturs
Oddssonar.
Á Isafirði var verkfall fyrir nokkru.
Y erkf allsmenn öftruðu verkfúsum
mönnum frá vinnu. Pað stóð á útskip-
un á fiski. Bæjarfógeti var kallaður
á vettvang. Hann hafði flokk með sjer,
til þess að halda óróaseggjum í skefj-
um. Einn óróamanna þrífur liðsmann
bæjarfógeta og skellir ho'num.
.. pessi maður, er sýndi bæjarfógeta
mótþróa með ofbeldi fekk minnispen-
ing að launum.
Hvað segir æðsti lagavörður landsins
um það?
Jeg hirði eigi um að tína til og
hrekja svigurmæli frá öðrum þingm.
en dómsmálaráðherra.
Jeg verð að segja, að það er fyrst
nú, sem jeg heyri, að eitthvað muni
hafa verið hogið við kosninguna í N.-
Isafj.sýslu 1923.
pegar atkv. voru talin í Vatnsfirði
það ár, og úrslitin voru kunn orðin,
óskaði keppinautur minn mjer til ham-
ingju. Hann sagðist aldrei hafa þekt
drengilegri framkomu en þar á fund-
um við kosninguna. Eru þau ummæli
nægileg fyrir mig.
En ef á að athuga hvort eigi sjeu
formgallar á kosningum, þá veit jeg
sem er, að
víða er pottur brotinn.
Við heimakosninguna á Isafirði 1923
höfðu kosningasmalar jafnaðarmanna
útfylt vottorð læknis um heilsulas-
leika, er átti að sýna, að kjósendur
kæmust ekki á kjörstað. pó læknir
hefði ekki sjeð kjósendurna vikum
saman, nema e. t. v. á götu, var nafn
hans þarna vottandi að viðkomandi
yrði ekki ferðafær á kjördegi. '
Var sumt af þessu fólki jafnaðar-
manna ekki heilsuveilla en það, að ein
kona var tekin frá þvottabalanum og
önnur af fiskireitnum.
I Strandasýslu gerði formaður kjör-
stjórnar kjörskrá, sem meðnefndar-
maður hans sá aldrei fyrri en á kjör-
degi, og í S.-pingeyjarsýslu hefir kom-
ið fyrir, að hreppstjóri einn kom með
þrjá atkvæðaseðla í vasanum frá kjós-
endum er vildu heldur „kjósa úti.“
A einum stað í ræðum sínum gerir
hv. dómsmálaráðh. tilraun til að sak-
fella mig hjer í þinginu.
Honum hefir sýnilega komið það
illa að samherjar hans lýstu yfir að
þeir hefðu enga ástæðu til þess að
drótta því að mjer, að jeg væri við-
riðinn þessi fölsunarmál.
Ráðherrann (J. J.) segir:
„pað sem jeg tel sanna sektarfuila
aðs|öðu J. A. J. í þessu er aðallega
þrent:
1 fyrsta Iagi að kosningasvikin eru
framin J. A. J. í vil.
Ennfremur að það er sannað að á
Isafirði, Hnífsdal, Bolungarvík, og
Reykjavík er af fylgifiskum hans og
samherjum yfirleitt alt gert sem hægt
er, beitt ósannindum, rógi, hótunum
og blaðaskömmum af íhaldsmönnum
til þess að hindra rannsókn málsins,
og síðast en ekki síst að frambjóðand-
inn J. A. J. gerir beinlínis uppreisn
gegn rannsóknardómaranum þegar
hann er kallaður til þess að bera vitni
í málinu.“
Og inn í ræðuna hefir ráðh. (J. J.)
bætt eftir að skrifarar þingsins hafa
gengið frá henni. „Jón Auðunn kemnr
fram í rjettinum eins og sekur of-
stopamaður.1 ‘
pegar þess er gætt, að það er dóms-
málráðh. sjálfur sem viðhefur framan-
taldar aðdróttanir að mjer og önnur
ósönn ummæli um kjósendur í Norður-
ísafj.sýslu — jeg undanskil hjer þá
sem sekir kunna að reynast — þá
finst mjer jeg geti á engan hátt svarað
bv. dómsmrh. fyrir sjálfan mig og
kjósendur í N.-ísaf.ssýlu með öðru en
þessu:
„Jeg býð hjermeð dómsmrh. — eða
öllu heldur heimta af honum, ef það
ekki álítst of freklega að orði komist
við hæstv. dómsmálaráðherra — að
hann láti fram fara opinbera rannsókn
á því hvern þátt jeg hefi átt í kosn-
ingafölsunarmáli því, viðkomandi kosn
ingunni í Norður-ísafjarðarsýsln, sem
um hríð hefir verið undir rannsókn.
Rannsóknardómara ráði ráðherrann
sjálfur og sjeu rjettarhöldin opinber
og almenningi heimiluð nærvera þar.
Jeg borga allan kostnað sem af
rannsókn þessari leiðir ef jeg af dóm-
stólunum finst sekur við kosningalög-
in eða hegningarlögin, ella borgi ráð-
herrann sjálfur allan þann kostnað.
Eins og gefur að skilja legg jeg niðnr
þingmensku ef jeg reynist sekur, en
ráðherrann leggi niður þingstarf ef jeg
ekki reynist sekur.
petta kalla jeg „fair play.“
Er J. A. J. hafði lokið ræðu sinni
var Jónas dómsmálráðh. sýnilega bál-
vondur. Hann hrópaði yfir salinn til
Jóns m. a. þessum orðum:
„Ætli þjófarnir ættu ekki að fara
að ráða í landinu.“
Varð ys í salnum. En forseti ákvað
fundarhlje. Mun það hafa komið ráð-
herranum vel.
petta var fyrir kvöldmatartíma
fyrra kvöldið.
Skömmu eftir miðnætti sama dag
hóf dómsmálaráðh. sína 2% klst. ræðu.
Vjek hann þar m. a. að ræðu J. A.
J. og Hnífsdnlsmálinu yfirleitt. Talaði,
um málið á víð og dreif, eins og hans'
er vandi, en lítið sem ekkert var í
ræðu hans annað en endurtekningar úr
Tímanum.
Nýtt var það, að komin væru ákveð-
in svör frá „Seotland Yard“ um skrift
ar-sýnishornin.
Annars marg endurtekur ráðherrann
hin fyrri ummæli sín um það, að
kosningasvikin í Hnífsdal vörpuðu
skugga á alla íhaldsmenn, í Norður-
Isafjarðarsýslu, á Isafirði í Reykjavík,
um land alt. pessu heldur ráðherrann
fram, þó allur landslýður sjái' og hafi
fyrir löngu sjeð, en þó best eftir frá-
sögn J. A. J. að falsanirnar þar vestra
gátu aldrei komið öðru til leiðar, en að
gera kosningu J. A. J. erfiðari.
I svari sínu til J. A. J. kom ráðh.
að ýmsu leyti fram í sinni rjettustu
mynd. 1 honum var embættishroki af
fyrstu skúffu. Hann talaði til þingm.
N.-tsfirðinga, J. A. J. eins og hann
væri viðriðinn glæpi. pannig talaði
dómsmálaráðherrann ofan í allar dylg-
jurnar.
En að hann ljeti rannsókn fara
fram á því, hvort nokkurt samband
væri milli Jóns og falsananna, fanst
ráðherranum fjarstæða ein. Að J. A.
J. fengi skýlaus svör, fengi rannsókn,
fengi ráðherrann til þess að reyna að
standa við orð sín.
Nei. Jónas Jónsson dómsmálaráðh.
tók það ekki í mál. pað var rjett eins
og hann segði: Mitt er að bera fram
dylgjur, svívirðingar, fúkyrði, fullyrð-
ingar á einstaka menn, á þingmenn,
á heil hjeruð, á fjölmennasta stjórn-
málaflokk landsins.
„En jeg er dómsmálaráðherra,“ seg-
ir J. J. með valdsmannssvip og geri það
sem mjer sýnist og upp úr því vaxinn
að fara í mál, því það gera ekki nema
smámenni.
I síðari ræðu sinni gat J. A. J. þess
að þar sem dómsmrh. virðist ant um
að halda þingm. og ráðh.störfum
skyldi hann nú lina á kröfum sínum
svo að ráðh. þýrfti engu fyrir að týna
nema peningunum til rannsóknarinnar.
pá kvaðst J. A. J. vera sjerlega á-
nægður yfir þeirri yfirlýsingu sem
ráðh. hafði gefið, að hann ráðh. hefði
stjórnað rannsókninni í Hnífsdalsmál-
inu, þetta hefði suma grunað en gott
að fá nú vissu.
Vítti hann ráðh. enn á ný fyrir ásak
anir hans á hendur P. Oddssyni og
taldi þaS óvenjulegan óþokkaskap a8
dæma í máli, sem væri undir rannsókn,
en útyfir tæki, þegar slíkir menn sætn
í dómsmrh. sæti.
Út af því að ráðh. hefði talið að
fyrri rannsóknir í Hnífsdalsmálinu
hefði verið einskis virði, benti hann á
að rannsóknardómarinn sjálfur hefði
litið svo á, nm það leyti sem hann hóf
rannsóknina, að hann (ranns.d) gæti
dæmt án frekari rannsóknar.
Skoraði hann enn á ný á dómsrh.
að skýra ákveðið frá hvort hann ætlaði
að verða við kröfu um rannsókn á
framkomu rannsóknard. í rjettarhöld-
unum yfir hreppst. í Hólshr. og benti
á nokkur atriði í kærunni, sem virtust
svo alvarleg að rannsókn væri sjálf-
sögð. pað væri auðsjeð hatrið og hlut-
drægnin í öllum tillögum og ákvörð-
unum ráðh. í þessu máli.
pá benti hann ráðh. á að þótt ráðh.
teldi þá menn lítilmenni sem færu í
meiðyrðamál þá væri þetta hálmstrá
hins seka manns. Skúli Thoroddsen,
Bj. Jónsson o. fl. hefðu látið sjer
sæma slíkt en dómsmrh. yrði aldrei
settur á bekk með þeim.
Enn eru ótalin ýms mál er þarna
bar á góma; svo sem gengismálið,
utanríkismálin og snúningur stjórnar-
innar, og þá samgöngumál, Titan,
fjölgun starfsmanna, og þá mál þau
sem Jónas ráðh. ætlaði að gera sjer
mat úr, svo sem Vestmannaeyjagjöfin,
„herskipaliöfnin“ í Skerjafirði, olíu-
málið og Oddfellowreglan. Fullyrti J.
J. að Oddfellowar hefðu gert sig seka.
í fjárdrætti.
Eru lesendur blaðsins beðnir afsök-
unar á því, að alt þetta efni kemst
eigi út í einu.
Er þess að gæta, að hjer er um
einstakan Eldhúsdag að ræða. Stóð
síðari fundurinn til kl. rúmlega 8 í
gærmorgun.
3. mars.
Siðari kafli.
Hvað líður Titan-leyfinu
og jám'brautinni.
1 fjárlagaræðu Magnúsar Kristjáns-
sonar í þingbyrjun gat hann þess, að
ríkissjóður þyrfti að hafa handbært
fje ef til þyrfti að taka .til járnbraut-
arinnar.