Ísafold - 03.04.1928, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.04.1928, Blaðsíða 3
ISAFOLD Geitnalaust land. Það er ein meiriháttar land- hreinsun, sem hefir farið fram hjer á landi síðustu árin. Yjer er- uni í þahn veginn að útrýma geit- um úr landinu og.verðum von- andi fljótlega eina geitnalausa landið í heiminum! Læknafjelag íslands fann upp á þessu. Hjeraðslæknar leituðu sjúklingana uppi. Alþingi lagði mikið af fjenu til, en Gunnlaugur Claessen læknaði mest og best sjúklingana. Þetta hreif og nú er landið að verða geitnalaust. Þeg- ar smiðshöggið er lagt á verkið, ætti að draga flagg á hverja stöng! Það er svo sjaldan, sem vjer erum öðrum þjóðum hrein- asta fyrirmynd. Gunnlaugur Clessen hefii' gefið skýrslur um lækningar sínar í Læknablaðinu og það er fróðlegt að sjá, hve margt geitnafólkið hef- ir verið og hvaða hjeruð hafa lum- að á ósómanum. Er hjer því sett tala sjúklinga, sem læknaðir hafa verið og nöfn hjeraðanna. Reykjavík .... Keflavíkur .. .. Hafnarfjarðar . Ólafsvíkur .. . Stykkishólms .. Patrelvsfjarðar . Þingeyrar .. .. Hóls.......... ísafjarðar .. .. Nauteyrar .... Reykjarfjarðar Hólmavíkur .. Sauðárkróks .. Hofsós........ Siglufjarðar .. Fáskrúðsfjarðar Hornaf jarðar . . Vestmannaeyja Rangár ....... Eyrarbakka . . Grímsnes . . .. 23 sjúkl. 10 — 1 — 1 — 1 — 3 — 6 — 1 — 1 — 1 — 3 — 9 — 6 — 1 — 1 — 2 — 3 — 3 — 2 — 6 — 1 — Samtals 85 Hjer eru aðeins taldir 85 sjúkl., en í raun og veru eru þeir fleiri, því alls ha'fa 116 verið læknaðú' á Röntgenstofunni og auk þess nokkrir af hjeraðslæknum. Veikin lxefir þá verið í 21 lijer- aði svo mjer sje kunnugt, og Reykjavík stendur fremst í þessu eins og öðru. Þar átti enginn að vera þegar sjúkl. voru taldir, en 23 hafa komið í leitirnar. Strandir og Keflavíkurhjerað hafa og lagt mikið til. Það liefir verið unnið meira góð- verk en flestir hugsa með geitna- lækningunum. — Geitnasjúklingar eiga mjög bágt og þora varla upp á nokkurn mann að líta. Þeir losna við þunga byrði, þegar þeir fá fulla lækningu. En fj^rst vjer erum nú að þrífa til í landinu, — því ekki halda áfram og reyna að losna líka við kláðann og lúsina? Hvorttveggja veður hjer uppi öllum til skamm- ar og svívirðingar. Hvað skyldi sá dagur heita þegar grein má skrifa um kláðalaust land og aðra um lúsalaust land? Þá væri gaman að lifa! Jeg vildi nú helst taka pólitísku geiturnar með, sem ætla að kæfa okkur með flokkadrætti, skuldum og sköttum. En jeg er hræddur um að þingið veiti ald!rei styrk til þess. G. H. Joð nr þangi Menn geta aflað sjer talsverðra aukatekna með þangbtrenslu. Danska stjórnin er um þessar mundir að reyna að fá Pæreyinga til þess að afla sjer aukatekna með þangbrenslu og hefir utanríkis- ráðuneytið aflað upplýsinga um þessa atvinnugrein í öðrum lönd- um, sjerstaklega í Noregi, Frakk- landi, Skotlandi og Irlandi. Reynslan hefir sýnt það í þess- um löndum, að þarabrensla borgar sig tæplega. En þar sem nóg er af blöðkuþangi (Laminaria) þá borg- ar brenslan sig vel, eins og t. d. á Jaðrinum í Noregi. Þar er þang- ið ýmist tekið úr f jörunni, það sem á land rekur, eða skorið á skerj-. um. Er það svo þurkað í tvo til þrjá daga og síðan brent, en gæta verður þess, að aldrei logi upp úr og að þangið sviðni alveg til ösku. Ekki má kæfa eldinn, og varast verður að hella vatni yfir, heldur verður að bæta linþuru þangi á, ef upp úr ætlar að loga. Það er talið að Norðmenn flytji út 3000 smálestir af þangösku á ári hverju, og eru þó joðverk- smiðjur þar í landi. XJmboðsm. joð- verksmiðjanna í Skotlandi kaupa ] öskuna í Stavanger fyrir 12 aura; kg. Nemur því árlegur útflutning-; ur ösku þar í landi um 360 þús. kr. á ári og mega það eingöngu teljast aukatekjur bænda. Hjer á landi gætu bændur, sem biía við sjó, haft miklar tekjur af þangbrenslu. Má liafa mikið gagn af liðljettingum, börnum og 'gömlu fólki, við að hirða og þurka þangið, og er lítt skiljanlegt, að ínenn skuli ekki liagnýta sjer þessa atvinnugrein, sem ekki stelur tíma ! frá öðrum bústörfum. lingar. Þessi kórvilla hans er or- sök þess, að frv. þetta er fram' komið. Ráðherrann hefir í skrif-i um sínum og ræðum um þetta mál verið að benda á tvo hæsta- » rjettardóma, í máli Sambandsins gegn Birni Kristjánssyni og máli Garðars Gíslasonar gegn ritstj. i „Tímans“. Nú hlýtur J. J. að muna það,! að báðir hinir stefndu í málum; þessum fengu dóm; þeir voru sektaðir og ýms ummæli dæmd dauð og ómerk. Aftur á móti fjekk annar sóknaraðili (G. G.) tildæmdar litlar skaðabætur, en hinn ekki. Það er nú tilgangslaust, að ætla sjer að skýra fyrir J. J., hvernig á því stóð, að G. G. fjekk skaðabótakröfu sína tekna til greina að litlu leyti, en Sam- bandið ekki. J. J. skilur ekki og kann ekki að meta, hverskonar ummæli eru líkleg til þess að baka tjón; ekki heldur hvort sannanir eða líkur eru fyrir því færðar, að tjón hafi orðið. Rjettarskerðing samvinnnljelaga. s —1-- Eins og frá hefir verið skýrt hjer í blaðinu, flutti Jónas Jóns- son dómsmálaráðherra frumvarp í byrjun þingsins, er hann nefndi „Frv. til laga um vernd atvinnu- fyrirtækja gegn órjettmætum prentuðum ummælum“. Frv. er stutt, aðeins 3 greinar. í fyrstu greininni segir: „Hlutafjelög, samlagsfjelög, samvinnufjelög og önnur at- vinnufyrirtæki, þar með talin þau, er rekin eru af hálfu hins opinbera, skulu njóta sömu lagaverndar sem einstakir menn gegn órjettmætum prent- uðum ummælum, sem fallin eru til að hnekkja atvinnu- rekstri þeirra“. Dómsmálaráðherrann hefir bit ið sig fast í það, að fjelög eða stofnanir njóti að ísl. lögum ekki sömu rjettarverndar og einstak- Leitað var álits lagadeildar há- skólans um það, hvort frv. J. J. gerði nokkra breytingu á nú- gildandi lögum. Um 1. gr. frv. farast deildinni orð á þessa leið: „Deildin lítur svo á, að sam- kvæmt núgildandi lögum njóti fjelög sömu lögverndar og ein- staklingar um atvinnurekstur sinn gegn prentuðum, órjettmæt- um ummælum". Samkvæmt þessu er það ský- laust álit prófessora lagadeildar háskólans, að 1. gr. frv. geri enga breytingu á núgildandi lög- um. Fjelög njóti í þessu efni sömu lögverndar og einstakling- ar. Vafalaust eru allir lögfræð- ingar sammála um þetta -atriði, enda hafa dómstólarnir aldrei hvikað frá þessari reglu. Fyrsta greinin í frv. dómsmálaráðherr- ans er því óþörf. En svo er önnur grein frum- varpsins. Hvaða áhrif hefir hún á gildandi lög og dómvenjur? — Greinin er svohljóðandi: kosningar, að lá við áflogum og grjótkasti á sumum fundunum. Patursson fjell. Jóannes Patursson fekk aðeins }/?, atkvæða. Sambandsmaðurinn Oliver Effersöe komst að. Nú fer Effersöe til Danmerkur. Tekur hann þar að segja Dönum frá þessum sjálfstæðismönnum Fær eyinga, er vildu skilnað við Dani. Var honum lítill gaumur gefinn í fyrstu. Sumarið 1907 kemur Friðrik kon- hngur VIII til Færeyja, á leið lungað til lands. Er tekið var á móti honum í Þórshöfn hjelt Pat- hrsson djarfmannlega ræðu um hiálefni Fatreyinga. Hafði Paturs- Sf>n haft persónuleg kynni af kon- hngi áður. Líkaði konungi ræðan vel, en Effersöe og þeir samband.s- njnenn urðu fokvondir, og svo fór að upp frá því fekk Effersöe flest- ''tlla Dani á sitt hand. Færeyingar fá ekki áheyrn. Sjálfstæðismenn vilja fá skýrt fl‘á stefnuskrá sinni í dönskum klöðum, en því er neitað. Þeir fá eif?i birtan staf þar. Danskur blaðamaður kom eitt Slhn til Færeyja á þeim árum. — ^iálfstæðismenn fylkjast um hann og skýra honum grandgæfilega frá málefnirm sínum. Hann snýr heim og ætlar að koma því í blöðin. En öll sund eru lokuð. Ekkert af því fær að þoma á prent. Og þannig liðu 10—12 ár, að sjálfstæðismenn fengu eklci birt orð í dönskum blöðum. Patursson í Landsþinginu. Árið 1917 voru 11 sjálfstæðis- menn, en 9 sambandsmenn í Lög- þinginu. Þá var Patursson kosinn sem fulltrvii Færeyinga í Landsþing Dana. Samuelsen sambandsmaður var í Fólksþinginu. Samuelsen bar það þá fram, að meirihluti sjálfstæðismanna í Lög- þinginu væri falskur, því kosn- ingalögin voru þannig í Færeyj- um, að sjálfstæðismönnum veitti betur, enda þótt þeir vavri í minni- hluta meðal þjóðarinnar. 1918 bar Patursson fram þær til- lögur í Landsþinginu: 1) að færeysk tunga yrði skóla- mál í Færeyjum, 2) að engin lög giltu í Færeyj- um neina þau væru samþ. á Lög- þinginu, 3) Færeyingar fengju umráð yfir skattamálum sínum, */ 4) Færeyingar fengju umráða- rjett yfir hvalaveiðum við eyj- arnar, 5) þeir fengju stýrimannaskóla. Þessi mál neitaði stjórnin að leggja fram. Patursson lagði þau þá fyi-ir þingið, en þau sofnuðu í þingnefnd. Þá sat Zahlestjórnin að völdum. Zahle var Færeyingum mjög vin- veittur. Var það notað í kosninga- baráttunni miklu 1920, þá var t. d. letrað á klæði sem hjekk yfir þvera Austurgötu í Höfn: „Ned med Zahle. Husk Færöerne.“ Siglingavandræði ófriðaráranna. Leitað til fslands. Á ófriðarárunum steðjuðu vand- ræði mikil að Færeyingum, vegna siglingateppu. Flutningar teptust um hríð með öllu milli Danmerk- ur og eyjanna. Frjett.ist þá um Ameríkuferðir íslensku skipanna. Færeyingar fengu þá sem kumíugt er vörur hjeðan. En þetta gekk ekki orðalaust. Skip sem sigldu milli Færeyja og Islands áttu það á hættu, að ensk skip skipuðu þeim að fara til Kirkwall. Vildu Færeyingar fá undanþágu frá þeirri kvöð, með skip sem flytti nauðsynjavörur hjer á milli. Var Rytter amtmaður beðinn að sækja um þetta leyfi til ensku stjórnarinnar. En Rytter neitaði því. Hann vildi að Færeyingar hjeldu sjer aðeins við flutningasambandið við Danmörku, enda þótt það á þeim tímum væri ófært. Símaði Lögþingið síðan til danska sendiherrans í London, og- bað hann að útvega sjer leyfi þetta. Það fjekst. Og vörur náðust hjeðan, er björguðu Færeyinguin úr yfirvofandi voða. Þegar ófriðurinn endaði og sam- göngur komust í vanalegt horf, var nefnd sett í Landsþingi Dana, td þess að athuga þetta bjafgráð Færeyinga í flutningamálunum. Ellefu menn voru í nefnd þess- ari. Hún sat á rökstólum í eitt ár. Var látið í veðri vaka, að Fær- eyingar þeir, sem hefðu gengist fyrir flutningum þessum, án þess að fá leyfi hjá stjórninni t.il þess, væru í raun og veru landráða- menn. Rannsóknanefnd þessi sendi ofð til Færeyja, og vildi fá Færey- inga nokkra til Hafnar til yfi;r- „Nú telur einhver þeirra að- ilja, sem getur í 1. gr„ sjer fjárhagslegt tjón gert með slík- um ummælum og skulu þá bætur þær, er honum kunna að verða gerðar, miðast við tjón það, er hann færir sönnur á, að ummælin hafi bakað hon- um áður en hann hóf máls- sóknina." Lagadeild háskólans sagði álit sitt um það, hvernig háttað væri með skaðabætur fyrir atvinnu- tjón samkv. gildandi lögum. Á- lit deildarinnar er á þessa leið: „Samkvæmt núgildandi lögum á jafnt að bæta ólögmætt og saknæmt atvinnutjón fjelaga sem einstaklinga. Atvinnutjón fjelaga sem einstaklinga er mjög oft ó- beint, þ. e. fólgið í því, að hlut- aðeigandi verður af viðskiftum,- sem hann annars væntanlega hefði notið. Fulla sönnun á það, að slíkt tjón hafi orðið, er sjald- an hægt að færa.“ Telur deildin það vera reglu gildandi íslenskra laga að: „Heimta ekki fulla sönnun á tjónið, en dæma bætur, ef líkur eru færðar á, að tjón hafi orðið“. Samkvæmt þessu áliti laga- deildar háskólans, sem bygt er á gildandi ísl. lögum og dómvenju,. er reglan viðvíkjandi skaðabót- um fyrir ólögmætt, saknæmt at- vinnutjón þessi: I 1) Fjelög hafa sama rjett til skaðabóta og einstaklingar, og 2) Ekki er heimtuð föll sönn- un fyrir tjóninu, heldur látið nægja ef líkur eru færðar fyrir því, að tjón hafi orðið. Samkv. 2. gr. frumvarps dóms- málaráðherra, er hann kallar „vernd atvinnufyrirtækja gegn órjettmætum prentuðum ummæl- um,“ er svo fyrir mælt, að hlutafjelög, samlagsfjelög, sam- vinnufjelög og ríkisstofnanir, geti ekki fengið tildæmdar skaða- bætur fyrir atvinnutjón, er beð- ið er vegna órjettmætra ummæla, nema færðar sjeu sönnur á, að ummælin hafi bakað fyrirtækinu tjón áður en málsókn er hafin.. heyrslu í þessu máli. Bn þeir svör- uðu eigi öðru en þyí: Ufcanstefnur viljum vjer engar hafa. Ef nefndarmenn vildu hafa tal af þeim, þá gætu þeir komið til Fær- eja. Málið fjell síðan niður. Noregsmálið. Næsti atburður í viðskiftnm: Færeyinga við Dani, voru í sam- bandi við hið svonefnda Noregs- mál. Snemma á árinu 1923 fer Paturs- son til Noregs. Var hatm beðimx að koma þangað t.il þess að halda fyrirlestra um dansinn. Fyrir 25 árum var Hulda Gar- borg í Færeyjum, til þess að kynn- ast færeyska dansinum. Vann hún. síðan að því, að koma dansinuni upp í Noregi. Hefir því verki ver- ið haldið áfram síðan. Um það leyti sem Patursson fer til Noregs, skrifar Gelsvik prófess- or um það í norsk blöð, að Færeyingar vilji í raun og vepu komast í samband við Norðmenn. Oliver Effersöe var í Höfn, er þetta gerðist. Hann svarar þessu þannig, að staðhæfingar Norð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.