Ísafold - 03.04.1928, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.04.1928, Blaðsíða 2
2 í S A F 0 L D Drápsklyfjar. Fær þjóðin risið undir hinum þungu álögum, sem sífelt er verið á hana að leggja? Þegar fyrri Framsóknarflokks- •stjórnin skilaði af sjer, í ársbyrj- tiu 1924, voru fjármál ríkissjóðs í meiri óreiðu, en þau höfðu nokkru sinni áður verið, síðan fslending- ar fengu fjárstjórnina inn í land- ið. Ríkissjóður var kominn á helj- arþröm. Ríkisskuldirnar voru um 20 milj. kr., og veruleg upphæð vora ósamningsbundnar skuldir, þannig, að krefja mátti greiðslu þeirra fyrirvaralaust. A hábjarg- ræðistímanum, sumarið 1923, varð ríkið að stöðva verklegar fram- kvæmdir, því fje vantaði til þess að greiða verkafólkinu. Þannig var ástandið þegar fyrri Framsóknarflokksstjórnin skilaði af sjer. Það þurfti skjótra og stór- tæfcra ráðstafana, ef takast ætti að bjarga ríkinu frá fjárhagslegu hruni, gjaldþroti. Þingið 1924 sá hvað í húfi var. Það lagði þungar álögur á þjóðina til þess að grynna eitthvað á rík- isskuldunum. Þjóðin tók möglunarlaust við | þeim þungu álögum, er á hana vöru lagðar á þingi 1924. Hún sá og skildi, að hjer varð að duga eða drepast. Bf ríkið misti fjár- hagslegt traust annara ríkja, mundi stjórnarfarslegu sjálfstæði þjóðarinnar alvarleg hætta búin. Álögurnar, er þingið 1924 lagði á þjóðina, voru svo þungar, að óhugsandi var að þeim yrði haldið tií frambúðar. Atvinnuvegirnir gátu ekki til lengdar risir undir ’slíkum álögum. Því var og afdrátt- arlaust lofað af þinginu 1924, að álögum þessum skyldi ljett af jafn óðum og grynt yrði á ríkisskuld- unum og hagur ríkissjóðs batnaði. F^'rverandi Stjórn efndi í einu og öllu loforðin sem þingið 1924 gaf, um leið og það lagði á hina þungbæru skatta. Skattarnir voru látnir ganga upp í ríkisskuldirnar, og á þeim fjórum árum, sem stjórn íhaldsflokksins sat við stýrið, tókst að minka ríkisskuldirnar um nálega helming. Er slíkt þrekvirki einsdæmi í okkar sögu og líklega þótt víðar sje leitað. Þegar búið var að höggva drjúgt skarð í ríkisskuldirnar, var byrjað að Ijetta á skattabýrðinni. Þingið 1926 steig þar stærsta skrefið. Var þessari stefnu vel tekið hjá þjóð- inni, enda var hún í samræmi við áður gefin loforð. Líklega er það mesta ógæfa, er hent hefir íslensku þjóðina nú í langan tíma, hvernig kosningarnar síðastliðið sumar fóru. Sá flokkur, er farið hafði með völdin, og mark- að hina gætilegu og hollu fjár- málastefnu, sem farin var alt síð- asta kjörtímabih varð að sleppa stjórnartaumunu.m. — Við tóku eyðslusömustv flokkar þingsins, jafnaðarmenn og Framsóknar- menn. Að vísu eru til gætnir menn og ráðdeildarsamir í Framsóknai'- fíokknum, en þeim hefir aldrei verið falið forustan þar, enda gæt- i” áhrifa þe’rra að litlu eða engu innan flokksies. 011 ráðin eru í höndum jafna?armanna, sem hafa líf stjórnarinnar í hendi sjer. — Stjórnin verður að sitja og standa eins og jafnaðarmenn vilja vera láta. Hún beygir sig fyrir öllum kröfum þeirra, hversu óbilgjarnar og skaðlegar sem þær eru. Og flokksmenn stjórnarínna'r segja ekkert orð, hlýða í blindni öllu sem þeim er sagt að gera. Og nú er svo komið, vegna heimtufrekju jafnaðarmanna og vesalmensku Framsóknarmanna., að leggja á drápsklyfjar áþjóðina, til þess að hafa eitthvað upp í hina takmarkalausu eyðslu, sem stjórn- in og lið hennar beitir sjer fyrir á nálega öllum sviðum. Hækka á verðtollinn um nálega 500 þús. ]«■., vörutoll um 250 þús. kr., tekju og eignarskatt um 200 þús. kr. og stimpilgjald um 70 þús. kr. Nema allar þessar álögur yfir miljón króna! Hvílíkt gáleysi! Yfir miljón króna skatt á nú að leggja á þjóðina, sem þó kefir svo þungar byrðar fyrir að hún fær varla undir risið! Hvað eru sannnefndir blóðpen- ingar, ef ekki þetta? Og til hvers á að verja þessum blóðpeningum? Það á að byggja betrunarhús og letigarð, risavaxið skrifstofu- bákn í Reykjavík, rándýrt strandferðaskip; það á að stofna mörg ný embætti og fá nýja menn í embætti, sem fyrir eru, en setja eldri embættismennina á biðlaun og eftirlaun; það á að leggja nið- ur bændabýli í blómlegri sveit o. s frv., o. s. frv. Eru þessar framkvæmdir svo aðkallandi og nauðsynlegar, að þeirra vegna sje óumflýjanlegt að leggja drápsklyfjar á þjóðina? Yissulega geta allar þessar framkvæmdir beðið. Og það er gersamlega óverjandi, að ætla sjer að pína yfir miljón blóðpeninga út iir þrautpíndum skattgreiðend- um til þessara framkvæmda. Kjósendur minnast þess eflaust, hverju þeim var lofað við síðustu kosningar. Þeim var lofað, að út- gjöld þjóðarbússins skyldu færð niður, svo hægt yrði að ljetta enn betnr á skattabyrðinni. Hvernig efnir Alþingi Ioforðin? Og hver ber ábyrgðina á svikun- um — Ijótustu og háskalegustu svikunum, sem framin hafa verið gagnvart kjósendum — gagnvart allri þjóðinni? Ábyrgðina ber óstjórn sú, sem nú fer með völdin í landinu. Hún á að svara til sakar í þessu máli. Hún ber ábyrgðina á blóðpening- nnum, sem krefja á skattgreiðend- ur um nú! Burt með þá stjórn, sem mis- þyrmir skattþoli þegnanna! + Úlafnr Signrðsson í Kaldaðarnesi Ijest á heimili sínu nokkru fyrir hádegi í dag. Hafði hann kent lasleika síðustu dagana en þó haft fótavist; klæddist í morg- un sem endranær til að sinna um gáfum gæddur, skýrleiks- maður og rökfastur, staðfastur í besta lagi og trúr málstað sín- um og skoðunum við hvern sem var að skifta; öruggur samherji og drenglundaður mótstöðu- maður, hinn sami upp í eyrun og á bak og langt frá því að vera eittð í dag og annað á morgun. Bústjórn á heimili for- eldra sinna í Kaldaðarnesi og búverkum, en er hann að því loknu var kominn til bæjar, hnje hann niður og var nokkru síðar örendur. Ölafur Sigurðsson. Ólafur var fæddur að Kirkju- bæjarklaustri 31. jan. 1889, sonur Sigurðar sál. Ólafssonar, er þá var sýslumaður Skaftfell- inga og konu hans, frú Sigríðar Jónsdóttur. Árið 1902 hóf hann latínuskólanám og reyndist á- gætur námsmaður, en lauk þó ekki námi þar. Hvarf að búnað- arnámi og lauk prófi á land- búnaðarskólanum í Kaup- mannahöfn árið 1909. Fór svo heim að Kaldaðarnesi og var þar bústjóri hin síðari árin. Oddviti Sandvíkurhrepps var Ólafur nú síðustu árin. Hann var ókvæntur og barnlaus. Ólafur Sigurðsson var mjög mannkostum búinn, er vel mættu rifjast upp fyrir kunn- ingjum hans þegar hann er nú horfinn sjónum. Hann var góð- sveitarstjórnarstörf í Sandvík- urhreppi leysti hann hvort- tveggja af hendi með þeirri samviskusemi og alúð, er auð- kendu yfirleitt orð hans og gerðir. Ólafur reyndist þannig hinn nýtasti maður, að áliti okkar er kyntumst honum. En margt af því besta í fari hans mun þó á vitorði þeirra einna, er stóðu honum næst, Hann var fremur fáskiftinn, ekki mannblendinn og enginn yfirborðsmaður; bjó yfir ættgengum drengskap og manndáð, sem enn mundi hafa komið betur í Ijós, hefði dauð- ann ekki borið svo brátt að. Kaldaðarnes hefir um langt skeið verið öndvegisheimili Ár- nessýslu og veit jeg að margur minnist þess nú með söknuði og hluttekningu, slíkar breytingar sem þar eru orðnar, er hinn ald- urhnigni kvenskörungur, frú Sigríður, bíður ein heima, eftir hina miklu ágjöf. 2. apríl 1928 Sveitungi- Ný bók, Njáls saga þumalirigs, eftir Selmu Lagerlöf, hefir Morg- unblaðinu verið send. Þýðandinn er Aðalsteinn Sigmundsson skóla- stjóri á Eyrarbakka, og er bókin gefin út á kostnað hans. Þetta er aðeíhs f.vri'i hluti bókarinnar. Er þetta barnasaga, upphaflega samin til þess að vera lesbók í sænskum barnaskólum. Myndir eru nokkrar í henni eftir Tryggva Magnússon- Sjórnmál Færeyinga um fjSrtiu ára skeid. I Áður en Jóannes Patursson stje á skipsfjöl, hafði Mbl. tal af hon- um, dg bað hann að gefa yfirlit yfir stjórnmál Færeyinga í 40 ár, en svo lengi hefir Patursson tekið þátt í stjórnmálum eyjanna. Eftir frásögn hans er ritað eft- irfarandi yfirlit. Fyrir fjörutxu árum var alt með kyrð og spekt í Færeyjum, engin hrevfing, enginn framfarahngnr, engin tilbreytingargimi. Færey- ingar voru fjötraðir í bönd vanans og sáu engar leiðir til þess að varpa fjötrum þeim af sjeír. Eu árið 1889 var stofnað Færeyingafjelag í Færeyjnm. Það er einkennilegt til frásagnar, en nafnið eitt segir mönnnm langa sögu, varpar ljósi yfir a. m. k. þjóðlíf Færeyja á þeim dögnm. Færeyingafjelag í Færeyjtun! Hvemig myndi vera nmhorfs hjer í Reykjavík, ef hjer væri stofnað „lslendinga-fjelag?“ Stefnuskrá þessa nýstofnaða fje- lags var í stuttu máli að gera Fær- eyinga sjálfbjarga í öllum grein- Jóannes Patnrsðon. um, og koma því til leiðar, að færeysk tunga fengi að njóta sín. Þeir bræður .Tóannes og Sigurð- ur úr Kirkjubæ voru helstu for- göngumennirnir, svo og Rasmus Effersöe er síðar varð ritstjóri að fyrsta blaði á færeyska tungu. Hinir dönsku embættismenn í eyjunum risn andvígir gegn fje- lagskap þessum. Þá var aðeins eitt blnð þar, ,,'Dimmalætting“ ritað á dönsku og var það á þeirra bandi. Árið 1890 var stofnað nýtt blað „Færeyingatíðindi“, og ritstjórinn Effersöe. Bar nú lítið til tíðinda um hríð. Stefnu Færeyingafjelags óx fylgi, þó langt væri til verulegs sigurs. En árið 1901 kom að því, að Jó- annes Patursson var kosinn full- trúi Færeyja á Fólksþing Dana. Hann var á Ríkisþingi Dana árin 1901—1906. Bar hann þá iðnglega fram áhugamál sín við þing og stjóm, einkum þau er að því lutu, að Fær eyingar gætu orðið fjárhagslega sjálfstæðir. Þetta, var sem kunnugt er á þeim árum, er sjálfstæðisbarátta okkar fslendinga stóð sem hæst og var Jóannes Patnrsson oft í fs- lendingahóF í Höfn á þeim árum. Árið 1903 gaf hann út bók sína „Stjóramál Færejúnga.“ Þarmark aði hann þá stefnu, að engin lög skyldu gilda fyrig Fær- eyjar nema þau hefðu öðlast samþykki Lögþingsins. Færeyingar ættu að fá fjárveit- ingavald, og leyfi til þess að velja um, nvort þeir vildu bera upp mál sín fyrir stjórn eða þingi Dana, og vera lausir við að hafa fulltrúa á Ríkisþinginu. í upphafi var tillögum þessum tekið vel í Færeyjum. Missiri eftir að bókin kom út, var Jóannes Patursson endurkosinn. En embættismennirnir voru til- lögum þessum mjög andvígir, og skrifuðu um það í ,Dimmalætting‘ að það yrði Færeyingum hið mesta ólán, ef tillögur Paturssons næðu fram að ganga. En veturinn 1905—06 urðu veðrabrigði í stjéfrnmálunum þar, Þá var enginn sími til Færeyja. Patursson sat á þingi í Höfn, og vissi lítið hvað skeði heima fvrir. Nokkrir óvildarmenn hans tóku sjer þá fyrir hendur, að stofna til samblásturs mikils gegn honum, er hann kæmi heim. Hann kom þá með ýms ný til- boð frá Danastjórn, m. a. um þa.ðr að Færeyingar skyldu fá nokkur umráð yfir skattamálum sínum, ög- allmikil fjárráð yfirleitt, svo þeim yrði t. d. kleift af eigin rammleik. að leggja vegi og gera hafnir. — Færeyingar áttu þó að fá árlegt tillag frá Dönum. En andstæðingar Paturssons tóku það ráð að gera almenning í Færeyjum hræddan við tillögur hans. Líking Sambandsmanna í kosningabardaganum 1906 var á þá leið, að Danmörk væri sem stórt skip á siglingu, en F’æreyjar kæna er væri í eftirdragi. Nú vildi Pat- ursson höggva á strenginn, svo kænan flyti fyrir straumi og stormi, eins og reiðalaust rekald, Pi' ,vrði brátt „hákörlum“ að bráð. Um þetta leyti var símamálið á döfinni. Amtmaðurinn, sem þá var í Þórshöfn, Færeyingurinn Behr- ens, var hlyntur símanum, eins og Patursson. Ilánn fór til Danmerk- ur í þeim erindum, að fá fje til símans. Gekk sú saga um eyjarn- ar, að nú ætluðu þessir forgöngu- menn símans, að veðsetja allar eyj- arnar fyrir fje því, er gengi til þeirra framkvæmda. Svo voru æsingar miklar við þær

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.