Ísafold - 14.06.1928, Side 2

Ísafold - 14.06.1928, Side 2
2 ISAFQLD ■en langt líður, hvers vegna þurfti leggja niður embætti bæjar- fógeta og lögreglustjóra í Rvík, þótt embættunum yrði skift. Þar voru búin til 3 embætti úr tveim- ur, og fær stjórnin að skipa menn í þau öll. Skyldi ekki koma í ljós, þegar fara á að skipa menn i embættin, að einhver hinna „lyst .arlausu“ hafi snögglega fengið lystina? Varla verður það sagt um for- ■sætisráðherra Framsóknarflokks- ins, Tryggva Þórhallsson, að hann hafi óbeit á peningum. Naumast hefði stjórnarliðið farið að hækka laun Tr. Þ. (risnu o. fl.) um 6000 kr. á ári, ef honum hefði verið mjög á móti skapi að fá 24 þús. kr. árslaun úr ríkissjóði! IV. Hjer að framan hefir verið gef- áð stutt yfirlit yfir gerðir st.jórn- arinnar í þeim málum, er lúta að •embættisrekstri fíkisins. Þetta yf- irlit ber með sjer, að hjer ætlar stjórnin að fara nýjar, óþektar leiðir. Hún ætlar að leggja kapp á að fá auðsveipa pólitíska þjóna Ferðalag ti) ])ess að gegna öllum opinber- um stöðum í landinu .Verðleikar mannanna eiga engu að ráða, þeg- ar valið er í trúnaðarstöðurnar, heldur skoðanir þeirra í stjórn- raálum. Síðan íslendingar fengu sjálfs- forráðin, hefir það aldrei þekst að nokkur stjórn hafi hagað sjer gagnvart embættisraönnum og trúnaðarmönnum ríkisins á þann hátt sem núverandi stjórn hefir gc-rt. Og slíkt athæfi þekkist yfir höfuð ekki í nokkru siðuðu landi, nema þar sem rammasta harð- stjórn ríkir, eins og í Ítalíu og á Rússlandi. Þar eru pólitískir and- stæðingar ofsóttir, þeir flæmdir úr embættum og trúnaðárstöðum, alveg á sama hátt og hjer er gert nú. — Þetta ofsóknaræði á hendur em- bættismönnum og opinberum trún- aðarmönnum, er e. t. v. lang alvarlegasta og hættulegasta fyr- irbrigðið, sem okkar stjófnarfar hefir hent. Ekkert er betur lagað til þess að skapa ónýta og svikula embættisstjett í landinu. »>■----- Snlnnnar. Or. Alexander Jóhanne*son segir frá suðurfluglnu Hreyflvjelin bilfldi i 6000 fe«a hvð yfir Snœfellsnesi vestur af Rauðamel. Dr. Alexander .Jóhannesson. í síðasta blaði er sagt frá rejmslu- ferð „Húhmnar“ til Norðurlands; ferðin norður gekk að óskum, en r.iiður suður aftur, eins og sjá má ú eftirfarandi skýrslu dr. Alex- carders Jóhannessonar: Lagt á stað frá Akureyri. Þann 5. júní var leiðinda veður é Akureyri, allhvast, rigning og dimt yfir. Var það ekki álitlegt ferðaveður fyrir okkur og bjugg- nmst við jafnvel við því að verða þar veðurteptir allan daginn. TJm miðjan dag hjelt bæjar- ■stjórn Akureyrar okkur veislu á „,Hótel Gullfoss". Jón Sveinsson bæjarstjóri mintist þessa merkis- latburðar í sögu Akureyrar, er flugvjel kæmi þangað í fyrsta skifti. Brynleifur Tobiasson hjelt ræðu á þýskn og við Walter flug- stjóri hjeldum sína ræðuna hvo'r. Var þetta hin prýðilegasta veisla og sátum við í henni fram til kl. fór að birta og lægja veðrið. — Fengum við öðru hvoru veður- frjettir frá hinum og öðrum stöð- um á þeirri leið, sem við ætluðum að fara. TJm sjöleytið fengum við þær fregnir, að í Reylcjavík væri norðan stinningsgola (5), í Stykk- ishólmi norðan stinningskaldi (6) og á Borðeyri norðan kaldi (4), en bjart. veður alstaðar á þessum slóðum. Úti fyrir var þoka. Við afrjeðum nú að leggja á stað og lyftum okkur til flugs kl. 7 og flugum út Eyjafjörð. Sáum við brátt skýjabakka mikinn úti í fjarðarmynni, jafnháan hæstu fjöllum. Hækkuðum við þá flugið, svo að við' kæmumst yfir skýin og flugum í eitthvað 4000 feta hæð fyrir mynni Ólafsf jarðar og vest- ui um Siglunes. Sáum við aðeins rofa í Sigjufjörð og kaupstaðinn. f 7500 feta hæð. Þegar við komum vestur á Skagafjörð stefndum við skáhalt inn og vestur yfir fjörðinn og flugum rjett norðán við Drangey. Haikkuðum við nú enn flugið, yfir Skaga og fórum upp í 7500 feta ' liæð. Flugum við rjett norðan við Tindastól og þar þvert yfir Skaga ti) Skagastrandar. Vár þá bjart veður og dýrlegt útsýni yfir land- ið. En úti í Húnaflóa vorn þoku- bólst.rar miklir. Rjeðum við af að í'ljúga í sömu hæð yfir þveran flóann og fljúga yfir land milli Bitrufjarðar og Gilsfjarðar. Þetta gekk nú alt eins og í sögu, en vegna þess hvað við flugum hátt mun enginn hafa tekíð eftir okkur og þess vegna hafa engar fregnir borist til Reykjavíkur um ferðalag okkar. Við flugum nú út 214. Á eftir vorum við boðnir til yfir fjörðinn, vestur fyrir Salt- Steingríms læknis Matthíassonar. hólmavík, en þar styttum við okk- Þegar kom fram undir miðaftan ur leið og flugum þvert yfir Dalasýslu yfir að Staðarfelli og þaðan þvert yfir Hvammsfjörð' yfir á móts við Skógarströnd og ætluðum síðan að lialda beina stefnu til Reykja- víkur. Höfðum við þá vindinn á eftir okkur, en urðum hans ekki varir inni í flugvjelinni. Leið hún ljett og þægilega, eins og í logni. Áttum við von á að koma til Rvík- ur kl. 9,20, eða eftir rúmlega ^ tveggja stunda ferð frá Akureyri | og vorum að sjálfsögðu mjög á- nægðir með ferðalagið. Hreyfivjelin bilar. Þegar við vorum komnir rúm- lega miðja vega yfir Snæfellsnes og vorum rjett fyrir vestan Rauða mel, heyrðum við alt í einu mjög einkennilegt hljóð í hreyfivjel- inni. Við vorum þá í 6000 fata hæð. Walter segir undir eins að vjelin sje biluð og við munum þurfa að leita nauðlendingar. Jeg ætlaði ekki að trúa því, en í sama. bili fer flugvjelin með 150 km. hraða niður á við og alt niður í 3300 feta hæð. Varð mjer þá litið' niður og sá ekkert fyrir annað en st.órgrýti og kletta. Fór mjer þá ekki að lítast á blikuna, en Símon flugmaður leit til okkar brosandi, eins og ekkert væri um að vera. Var hann ekki sjerlega smeykur. í sama bili stöðvaðist hreyfivjelin algerlega og var þá um stund eins og flugvjelin sæti icyr í loftinu. En framundan sá nú á. sjó og all-langt í burt.u sáum við kirkjuna á ökrum. RencTi Sí- mon nú flugvjelinni með þægileg- nm hraða skáhalt, í áttina þangað Settist hann á sjóinn skamt fyrir utan Akraós og tókst það prýði- lega. Komumst við alla leið upp á grynningar og fórum þar fyrir borð. Var ekki dýpra en rúmlega í mitt læri. Drógum við nú flug- vjelina inn í ósinn og suður undir rifið, þangað til hún tók niðri á sandi. Þar festum við henni við akkeri og síðan fórum við Walter að leita bæja. Koman að ökrum. Við settumst kl. 9,05, en klukk- an mun hafa verið orðin nær 11 er við höfðum gengið frá Súlunni og fórum heim að Ökrum. Var þar alt fólk í fasta svefni, og vöktum við upp. Var okkur tekið þar ágætlega; fengum við þar undir eins kaffi og síðan sendi- mann upp að Brúarfossi með skeyti, en Helgi bóndi fór sjálfur með okkur þangað sem Súlan lá og var nú gengið svo frá henni, að hún gat ekki haggast. Síðan skildum við hana þar eftir og fór- um allir heim að Ökrum. Mim þá kl. hafa verið að ganga 2 um nótt- ina. Fengum við allir rúm og sváf um þar fram á. dag. Þá fengum við skeyti frá Reykjavík um að vjelbátu'r kæmi upp eftir kl. 3 um cTaginri að sækja okkur. Frá Ökrum til Reykjavíkur. Þegar báturinn kom, var að falla að, og komst hann hvergi í námunda við Súluna fyrst í stað, því að útfiri er þar mikiS. Gekk það í talsverðu basli fyrir okkur að koma kaðli milli bátsins og Súl- unnar, því að þótt að fjelli, var riif á milli, sem báturinn komst ekki yfir. Þó tókst það á endan- um með aðstoð Helga á Ökrum og var „Súlan“ nú dregin út úr ósnum. En ekki höfðum við langt farið, er við mættum svo mikilli kviku, að Walter leitst ekki ráð- legt að halda áfram. Snerum við þá aftur og inn í ósinn og lágum þar þangagð til klukkan 9 um kvöldið. Þá var aftur lagt á stað og farið mjög hægt. Var kvikuna nokkuð farið að lægja, en þó mátti ekki vera verra í sjó til þess að „Siilan“ þyldi það. Við vorum allir í vjelbátnum og hjeldu þeir Walter og Wind í böndin, sem liöfð voru á „Súlunni.“ Þurfti að liafa nákvæma aðgætni við það', þegar kvikurnar riðu undir hana. Stóð Walter þannig í 8 stundir samfleytt og slepti aldrei taug- inni. Komum við hingað til Rvík- ur kl. 5 og var þá komið besta veður og sljettur sjór. Dr. Alexander lirósaði mjög við- tökunum, sem þeir fjelagar fengu ■A Ökrum. Var þeiin veitt þar ágæt lega og unninn allur sá beini er hægt var, og vildi bóndi ekki þiggja borgun fýrir. Bilun hreyfivjelarinnar stafaði af því, að leki hafði komist að smurningsolíugeyminum. Er það mjög einkennilegt. og sjaldgæft til- felli og ekki unt að segja hvernig á því stendur. En á þessa vjel verður ekki treyst framar, þótt hægt sje að gera við hana. Var' hún rifin úr „Súlunni“ strax og varavjel, sem Lufthansa hafði sent, hingað, sett í hana. í staðinn. Mun Súlan halda áfram að fljúga eins og ekkert hafi í skorist, en vera má þó, að þessi reynsluför hafi sýnt forgöngumönnum flugs- ins, að heþpileglra sje að haga ferð- um nokkuð á annan hátt, en gert var ráð fyrií í fyrstu. 70 ÁRA REYNSLA og vísindalegar rannsóknir Hy&pja gæði kaffibætisins enda er hann heimsfragur og hefir 9 sinnnm hlotið gull- og silfur-medalíu vegna fram- úrskarandi gæða sinna. Hjer á landi hefir reynslan sannatS að VERO er miklu betri og drýgri en nokkur annar kaffibætir Notið að eins VERO. Það marg borgar sig. 1 heildsölu hjá HALLDÓRI EXRÍKS8TM1, Hafnarstræti 22. Raykjavík. Til flugs aftur. Strax næsta dag var viðgerð ,,Súlunnar“ lokið; var ný hreyfi- vjel sett í hana. Síðan var farið reynsluflug til Stykkishólms og gekk það að óskum. Reynsluflug til Vestmannaeyja. Þ. 9. júní fór Súlan til Vest- mannaeyja; var það reynsluflug og því engir farþegar með aðrir en Walter flugforingi og dr. Al- exander Jóhannesson. Lagt var af stað hjeðan kl. um 2)4 og flogið yfir Reykjanes yfir Kleifa vatn og haldin bein stefna á Eyjar. Var strax farið svo hátt í loft að Vestmannaeyjar sáust, þegar flogið hafði verið í 7 mín.; var ,,Súlan“ 48 mín. til Eyja og lenti við Eiðið og rendi síðan upp í fjöru. — Þar tók bæjarstjórn Vestm.eyja á móti flugmönnun- um og fjöldi fólks. Ávarpaði Jó- hann alþm. Jósefsson komu- menn f. h. bæjarstjórnar og bauð þá velkomna. Dr. Alexand- er þákkaði, en mannfjöldinn fagnaði með margföldu húrra- hrópi. Var flugmönnunum síðan boðið til kaffidrykkju heima hjá Jóhanni Jósefssyni. Að því loknu heimsóttu þeir bæjarfógeta og Sigurð Sigurðsson skáld. Kl. 6,20 var lagt af stað úr Eyjum aftur og kvöddu Eyja- menn flugmennina með húrra- hrópi. Var flogið upp að sönd- um og meðfram ströndinni, yfir Stokkseyri og Eyrarbakka og yf- ir Reykjanesfjallgarð hjá Kleifa vatni. Voru þeir 50 mín. á heim- leiðinni. Fyrsta farþegaflug milli Reykja- víkur og Akureyrar. Þ. 11. júní byrjaði flugfjel. á farþegaflugi. Fór Súlan hjeðan til Akureyrar og til baka aft- ur. Fjórir farþegar ætluðu að taka sjer far, ungfrú Sesselja Fjeldsted, Maggi Júl. Magnús læknir og blaðamennirnir Árni Óla og Skúli Skúlason. En er flugmennirnir ætluðu að hefja sig til flugs hjeðan af ytri höfninni, reyndist vjelin of þung, og gat ekki náð flugi. Var þá afráðið, að einn farþega yrði að hætta við ferðina og varð að samkomulagi að Maggi Magnús frestaði förinni. En mælt er, að það sje bensíni því að kenna sem flugmenn fá hjer, að snúningshraði skrúfunnar get ur ekki orðið eins mikill og þarf til þess að flugan lyftist með því fullfermi, sem henni er annars ætlað. Veðurútlit var ekki sem best á Norðurlandi þennan dag, dimmviðri og norðanátt, og var því eigi fullráðið hvort fljúga skyldi um Breiðafjörð og Húna- flóa eða til ísafjarðar og þaðan til Norðurlands. I Ferðin gekk ákjósanlega. Kl. 11 þ4 var lagt upp hjeðan af ytri höfninni. Er flugan var komin norður undir Snæfellsnes, sáu flugmenn að bjart var orðið norður yfir Húnaflóa, og ákváðu þeir þá að fara stystu leið. Yfir hálsinn milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar kom snöggvast á þá þoka, en bjart veður er á Húnaflóa kom. Var flogið yfir Skaga í 1700 metra hæð, yfir þveran Skagafjörð norður um Siglunes, inn Eyjafjörð, í góðu veðri. Kl. 3 var sest á Akureyrar- polli. Eftir rúml. 2 klst. töf á Akur- eyri, var lagt upp aftur. Ungfr. Sesselja Fjeldsted varð eftir nyrðra. Ingvar Guðjónsson tók sjer far með flugunni til Siglu- fjarðar í bakaleið, en í sæti hans kom Guðm Skarphjeðinsson frá Siglufirði og hingað. Var 14 klst. dvöl á Siglufirði. En kl. 834 var Súlan sest á Reykjavíkurhöfn. Er þetta í fyrsta sinni sem far- ið er fram og aftur á einum degi milli Suður og Norðurlands.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.