Ísafold


Ísafold - 18.09.1928, Qupperneq 1

Ísafold - 18.09.1928, Qupperneq 1
Jdtereiðsla I Jasfeuntræti 8. JffgHDgnrúm kMtar 5 kr. ðýalddagi 1. júlí Péttbox 697. Elsta og besta frjettablaS landsins Jón Kjartansson Valtýr Stefánsson ritstjórar Sími 500. Vtlrublað Morgunblaðsins. 53. árg., 54. tbl. — Þriðjudaginn 18. september 1928. ísafoldarprentsmiðja h.f. H ugsunarliáttui f atiseans I. í 52. tbl. Tímans 1925 segir Jónas Jónsson þetta, meðal ann- ars um Ihaldsflokkinn: „Hann er þrískiftur. í einn stað er fylking stórútgerðarmanna. í annan stað eru kaupmenn landsins. 1 þriðja hópnum er meginþorri af starfsmönnum landsins í kauptún- unum og nokkuð af þeim sem í bygðunum búa. Þeir sem út úr brjótast fylkingu þessari eru að vísu mikill minni hluti. En það eru aftur á móti ýmsir helstu hæfi- leikamenn stjettanna. Þeim hefir þótt of þröngt um sig í þeim stakki sem kyrstæð stjettarpólitík skar þeim. Allar þessar þrjár meginstyttur íhaldsstefnunnar eiga sammerkt um eitt. Kyrstöðuna eða íhaldið. 1 brjósti þessara manna er engin kend eins sterk eins og værðar- þráin. — Útgerðarmaðurinn er ánægður ef hann græðir á þorsk- iuum. Kaupmaðurinn ef milliliðs- hagnaðurinn er nógu mikill. Hinn ■þröngsýni eigingjarni verkamaður landssjóðs, spyr um dýrtíðarupp- bótina. íhaldseinstaklingarnir vilja ró og frið og ró til að njóta þeirra persónuþæginda er þeir hafa trygt sjer. Engir draumórar um al- menna hagsæld raska ró þeirra. Þó að aðra menn vanti síma, vegi, skip, veltufje, holl liúsakynni, skóla, bækur sjúkrahús og læknis- hjálp, þá raskar það ekki kyr- stöðugleði íhaldsmenskunnar.' ‘ i II. Fai'isearnir voru til fyrir 2000 árum. Þeir hafa ávalt verið til og munu ávalt. verða til. Það eru mennirnir, sem eru fullir aðdáun- ar yfir því, að þeir sjeu ekki eins og aðrir menn. — Hræsnararnir, sem dæma aðra menn hart, en sjá sjálfa sig í fölsku stækkunargleri sjálfsánægjunnar. Nokkurs konar tegund af brjál- æði er þetta og fylgir oftast nær þrotlausri löngun til sjálfsupp- hefðar og yfirdrotnunar, sem hef- ir svo aftur í för með sjer ýmsa af verstu skapgerðarbrestunum, svo sem hefnigirni, rangsleitni, smjaður fyrir þeim, sem nota á, en illmælgi og öfund á þeim, sem í vegi standa fyrir draumum þeirra. 1 þessum tilvitnuðu ummælum Jónasar Jónssonar, koma öll ein- kenni hugsunarháttar faríseans fram. Einkum þess faríseans liugs- unarliáttar, sem hann um langt skeið hefir verið að reyna að berja. inn í heilan stjórnmálaflokk í landinu. Um 12—15 ára skeið hefir Jón- as Jónsson í raun og veru ekki að- hafst nema eitt og það er að telja ])eim sem Framsóknarflokkinn skipa, trú um það, að alt sem þeir aðhafast. sje numið frá drotni al- máttugum, en nákvæmlega sömu aðfarir hjá andstæðingunúm sjeu þeim innblásnar af djöflinum. Og satt að segja er honum orðið undarlega inikið ágengt í þessu efni. Ef útgerðarmaður, sem er í 1- haldsflokknum græðir fje, telur Jónas Jónsson og margir af til- berum hans, það athæfi sprottið frá djöflinum. Ef það aftur á móti er Ingvar Pálmason, sem græðir á útgerð', er það sprottið af þeirri guðdómlegu tilfinningu ao vilja gera meðbræðrum sínum gott með því. Ef bóndi í íhalds- flokltnum selur vel afurðir sínar er það sprottið af auðvirðilegri auragirnd og löngun til þess að liafa fje út úr meðbræðrum sínum, en ef bóndi sem er í Framsókn- arflokknum myndar hring til þess að koma afurðum sínum í sem hæst verð, svo að hann græði þess meir, er það sprottið af fje- lagslegri umhyggju fyrir með- bræðrum hans. — Neytendunum líka, sem kaupa vörur hans. Ef embættismaður, sem er í íhaldsflokknum spyr, hvað dýrtíð- aruppbótin sje há, er liann „hinn þröngsýni, eigingjarni Verkamaður Iandssjóðs,“ en ef embættismaður- inn er í Frámsóknarflokknum er spurningin ekki runnin af eigin- girni, heldur er maðurinn að grenslast um hin lítilf jörlegu laun, sem þjóðfjelagið geldur honum fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu ættjarðarinnar. Þetta er tiílkun Jónasar Jóns- sonar á siðferðisskoðunum. Gíulari Farisei hefir aldrei fæðst af íslenskum foreldrum. ----------------- Stndeutagarðnrinn. Hvað vill byggingarnefndin? Á fundi byggingarnefndar þ. 1. þ. m. var gerð svokljóðandi sam- þylct út af uppdrætti þeim af stú- dentagarðinum er Sig. Guðmunds- son hefir gert: „Nefndin lítur þannig á, að upp- dráttur þess sje ekki æskileg lausn á því hvernig byggja skuli aust- anvert við Skólavörðutorg, og vill meirihluti nefndarinnar því ekki samþykkja framlagðan uppdrátt.“ Samþykt þessi var til umræðu á síðasta bæjarstjórnarfundi, og var þar ákveðið að fresta til næsta fundar að gera út um málið. Pjetur Halldórsson talaði m. a. Kvaðst hann vera þeirra skoðun- ar að uppdrátturinn væri góður. Benti jafnframt á, að þesskonar afgreiðsla byggingarnefndarinnar væri eigi sem best; því hvernig ættu menn þeir, sem byggja þurfa við torgið að hætta á það í það óendanlega að þeir liittu á þá lausn, sem nefndin hugsaði sjer, á meðan hún gæfi ekkert. upp um það, hvað fyrii' henni vekti. Hún yrði þá að gefa mönnum bending- ar um það fyrirfram. Rannsóknir á Ðergþórshvoli. Bergþórshvoll. Uppdráttur af rannsóknasvæðinu (A—C)k húsum, görðum o. fl. (1—9)r A Hallandi bakkar og pallar; gröfin trogmynduð, 20X18 m. efst. B—C Botninn; B um 8X13 m., C um 7,50X11 m.; B um 2,40—2,45 m. djúpt, með 3 dýpri gryfjum, alt að 2,86 m,. C 3,20 m.; miðað við svæðið sunnan við nýja húsið (1). 1 Nýja húsið. 2 Hesthús. 3 Fjós. 4 Heyhlaða. 5 Tóftir. 6 Haugstædi, 7 Brunnur. 8 Matjurtagarðar. 9 Traðir. Brunaleifasvæðið eptir sofnhúsið er nyrst i B-hluta rannsóknarsvæðisins, 2,30 m. niðri (skástrikað). — C-hlut: svæðisins var rannsakaður í sumar, grafinn 0,75 m. dýpra. Nyrst i honum voru gólfskánirnar með eldstónum og aðrar mannvistaleifar, alt að því 3,15—3,20 m. niðri, á óhreyfðri jörð. (Menn athugi áttir eftir örinni. Mælikvarði 1:600). Er Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður kom hingað til bæj- arins á dögunum að austan, hafði ísafold tal af honum, til þess að geta flutt lesendum sínum yfirlit yfir verk það, sem þegar er unnið að Bergþórshvoli, og hverjar fyrir- ætlanir hans eru í þeim efnum. Jafnframt hefir hann góðfús- lega látið blaðinu í tje þær tvær myndir er birtast með grein þess- ari. Á uppdrættinum er gerð glögg grein fyrir húsaskipun allri eins og nú er á Bergþórshvoli, svo og rannsóknagryfjum v þeim, sem grafnar eru. (Sjá skýringu þá er uppdrættinum fylgir). En af uppdrættinum einum verð ur eigi sjeð hvernig landslagi er þarna hagað. En í því efni geta lesendur glöggvað sig, með því að athuga meðfylgjandi ljósmynd. V Bergþórshvoll aðeins lítill hólrani. Altítt er það með þá, sem aðeins þekkja Bergþórshvol frá lestri sagnanna og af afspurn, að' þeir halda, að bærinn standi upp í fjallshlíð. Og þó þeir viti að Berg- þórshvoll er á miðri flatneskju Landeyjanna, þá finst þeim að hvöllinn hljóti að vera hávaði mik- ill eða hæð, sem gnæfi yfir um- hverfið. Staðurinn stendur í þeim dýrðarljóma í meðvitund manna, að þeir sem eigi eru kunnugir stað háttum iitbúa liann þannig fyrir hugskotssjónum sínum. En Bergþórshvollinn er lágur hólrani áþekkur öðrum lágum hóla hnjótum, sem fjölmargir bæjanna standa á í Landeyjum. Liggur hól- rani þessi frá austri til vesturs, og Bergþórshvoll. eru á honum austanverðum, þar sem hann er hæstur tveir hólakoll- ar. Kallast sá vestari nú venjulega Keimahóllinn, en liinn austari Flosalióll. Eftir því sem menn best vita, hefir bærinn altaf staðið' á vestari og lægri hluta þessa hólrana. Aust- ast á honum var nýja húsið reist í hitteðfyrra, austanvið gömlu bæj- artóftirnar. Húsið sjest greinilega á ljósmyndinni. Myndin ér tekin sunnan við bæinn, og sjer maður því sunnan á bæinn og bæjarhól- ana. Yestan við húsið, (til vinstri á myndinni) sjást garðlög þau sem einnig eru dregin á uppdráttinn, og eru rannsóknagryfjurnar þar bak við. En til liægri á myndinni ber hátt á heyhlöðu og fjósi á Heimahólnum. Er sá hóll um 8 metrum liærri en mýrarnar í kring, Og Bæjarhóllinn er tæplega 6 metra hár. Heimahóllinn og Flosahóll eru i rauninni tungur eða kollar á stórum hól. Á milli þeirra er dálítil lægð í hvolinn, og virðist Sigurður Vigfússon liafa litið in tekín 1927. svo á, að þarna væri sá dalur í hválinum, sem getið er í Njálu. Var sú ályktun rjettmæt, enda er þetta eini dalurinn sem nú er í „hválinum1 ‘. En að 100 menn og 200 hestar geti, þar leynst er á hinn bóginn ómögulegt, enda herma munnmæli sveitarinnar að þeir Flosi og brennumenn hafi stigið af baki fyrir suðaustan hól- inn, þar sem nú kallast Flosalág, og sje hjer mishermt í sögunni. Affallið mun hafa. brotið sjer farveg suð'ur eftir Landeyjum fyr- ir hjer um bil 250 árum. Það renn- ur rjett austan við BergþórshvoL Við austurenda hvolsins er lítil laut í árbakkann. Haft er eftir gömlum mönnum að Affallið hafi brotið þarna niður allmikið svæði, og hafi laut þessi verið mikið lengri og stærri og jafnan heitið Flosalág. En frá bænum sjeð hef- ir laut þessi öll verið í hvarfi við Flosahól. * Rannsóknimar. Því , hefir verið fleygt, • segir Matthías Þórðarson, að bær Njáls kunni að liafa staðið á Heima-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.