Ísafold - 18.09.1928, Page 4
4
í S A F 0 L D
Bókamenn!
Ný bók: í leikslok eftir Axel Thorsteinsson.
UMMÆLI:
Höfundurinn innritaðist í kanadiska herinn 1918 og fylgdist með herdeild sinni til Englands, Belgíu, Frakk-
lands og Þýskalands. Gerast sögurnar í áðurnefndum löndum. Þær eru hugsnæmar og ljúfar og hlaupa upp í fangið
á lesaranum, eins og saklaus smábörn, sem hann hefir ánægju af að veffja örmum. Sumstaðar er sagt frá átakan-
legum atvikum svo sem í frásögninni af „belgisku rósinni“, sem sagði við hermennina: „Þið lifið. Við deyjum. Við að-
eins höldum áfram að deyja“. Eða frásögnin af litlu þýskurunum, horuðum og hungruðum .. ..“. — (Dagur).
„Allir hafa gott af að lesa þessar sögur og vonandi ná þær mikilli útbreiðslu. Þar er ekki lögð áhersla á
sjerkennilegan stíl eða málskrúð: Umbúðirnar eru aukaatriði, efnið er aðalatriði. Frásögnin er öll ljett, lipur og al-
þýðleg. — Allar eru sögurnar, sem vonlegt er, dökkar. Þær eru allar harmsögur, en þó bregður fyrir í þeim birtu
af nýjum degi, gleði hermannanna, kærleik þeirra til ástvinanna, þráin eftir heimilunum. Friðarþráin er sterkust.
Sögur þær er segja frá skelfingum ófriðarins, sem saklaus börnin urðu fyrir, eru harmlegastar og Axel er líka lagið
að setja þær í þann búning að tilfinningar lesandans komast við.“ — (Alþýðublaðið).
Bókin er sex arkir, prentuð á vandaðan pappír. Verð kr. 2.00. Miðuð' við orðafjölda er bókin afaródýr.
Orðaf jöldinn er álíka og í sumum Fimm króna bókum. Það er orðaf jöldinn, en ekki pappírsþykt og brot, sem er rjett-
ur mælikvarði á verði bókanna. Bókin fæst hjá öllum bóksölum.
Ljóðaþýðingar II. bindi er í prentun og verður væntanlega komið til allra bóksala fyrir jól.
Um þýðingar Steingríms er svo að orði komist í Lögrjettu (Sn. J.): Það mun tæplega verða um það deilt að>
af öllum íslenskum skáldum hefir Steingrímur verið mestur snillingur að þýða erlend ljóð. Hægt er að benda á mis-
hepnaðar þýðingar eftir hann, en þær eru nauðafáar. Hinar eru aftur á móti margar, sem eru gerðar af svo mikilli
list að þangað verður komist en ekki lengra. Tökum t. d. „Excelsior“ eftir Longfellow. Á engu máli er til fullkomn-
ari þýðing á nokkru ljóði en þýðing Steingríms á því fagra kvæði. — Talið er að enskar þýðingar á Lorelei skifti
hundruðum, en þó er víst, að engin þeirra þolir samanburð við þýðinguna sem Steingrímur gerði.“
Rökkur, V. árg. I þessum árgangi eru sex æfintýri,, sem Stgr. Th. þýddi. Ekkert þeirra hefir verið prentað
áður. Ekkert þessara æfintýra er í Æfintýrabókinni. Þá er og í þessum árgangi saga, eftir Einar Þorkelsson, nokk-
ur kvæði, eftir A. Th. og Richard Beck, og auk þess ýmsar fróðleiksgreinar með myndum. VI. árg. Rökkurs kemur
út í heilu lagi í vetur. Verð V. árg. kr. 3.00. Pantist frá afgreiðslunni eða frá bóksölum. 2. 3. og 4. árg. Rökkurs enn
fáanlegir frá afgreiðslunni fyrir kr. 3.00 allir, ef teknir allir í einu.
Greifinn frá Monte Christo. Því miður hefir útgáfu þessarar sögu seinkað. Það varð að koma II. bindi
Ljóðaþýðinganna út fyrst. Eru menn beðnir velvirðingar á drættinum. Nýtt hefti af Greifanum kemur að forfalla-
lausu í vetur og síðan verður útgáfunni haldið áfram eins hratt og með nokkru móti er unt.
Bókamenn eru beðnir að minnast þess að hin sjerstöku vildarkjör um bókakaup, sem áður hafa verið aug-
lýst í ísafold gilda enn. Menn geta sem sje fengið allar útgáfubækur undirritaðs burðargjaldsfrítt fyrir einar tólf
krónur, ef þeir panta þær beint frá útgefandanum. Þessar eru bækurnar: Ljóðaþýðingar I. bindi, Sakúntala, Savitri,
Æfintýrabókin, Æfintýri íslendings, Rökkur, fimm árgangar, Útlagaljóð, Greifinn frá Monte Christo 2. Hefti, Redd-
Hannesarríma. Auk þess Sunnudagsblaðið II. og III. meðan endist. Bækur þær sem útkoma hjá mjer frá 1. jan 1928
ekki meðtaldar og verða þær undir engum kringumstæðum seldar á sama hátt, þar eð verð þeirra er þegar í byrjun
haft svo lágt og með nokkru móti er unt. Bókamenn, sem ætla sjer að eignast ofannefndar bækur ættu því að panta
þær allar í einu. Með því fá þeir þær fyrir neðan hálfvirði. — Tilboð þetta’gildir til áramóta aðeins. Eftir þann tíma
aðóins með bókhlöðuverði. Athugið því, að pöntun yðar berist undirrituðum í seinasta lagi fyrir áramót.
Axel Thorsteinsson
II -
Sellandsstfg 20.
Pósthólf 956. — Reykjavík.
Garðar Gíslason
6 Humber Place, Hull,
annast innkaup á erlendum vörum.
og afllu Islenekra afurða.
ráða í þessu efni, enda ekki við
að búast þar sem forsætisráðherra
vor hefir auglýst það um öll Norð-
urlönd, að íslendingar væru stað-
ráðnir í að stýfa gjaldeyri sinn.
Pierre S. Dupont, amerískur auð
maður, lagði nýlega 50.000 dollara í
kosningarsjóð demokrata í Banda-
ríkjunum. Mr. Dupont er republik-
ani, en ákvað að styðja Albert
Smith vegna afstöðu hans til bann
málsins. — (F'B).
Forvextir hækka.
Frá Stokkhólmi er símað: Ríkis-
bankinn hefir hækkað forvexti frá
fjórum upp í hálfan fimta prócent.
Nobelverðlaunin hækka.
Sænsk blöð skýra frá því, að
Nobelverðlaunin verði framvegis
kr. 156,938; er það 25 þús. kr.
meira en verið hefir undanfarið.
Stafar hækkun þessi af skatta-
ívilnun.
Frá sjómannastarfinu. Forstöðu-
maður sjómannastofunnar á Siglu-
firði 2 undanfarin sumur, hr. A.
Norheim frá Haugasundi, kom
hingað með Islandi að norðan. Með
an hann býður hjer eftir Lyru til
Noregs ætlar hann að flytja nokk-
ur kristileg erindi hjer í bænum
og í Hafnarfirði. Fyrsta erindið
var 16. þ. m. í húsi K. F. TJ. M.
Hr. Norheim var 20 ár í siglingum
áð'ur en hann fór að starfa að trú-
málum. Árin 1911 til 1917 var
hann 1. vjelstjóri á stóru norsku
skipi, sem flutti vörur til Frakk-
lands og Englands stríðsárin og
komst þá oft í krappan dans.
Haustið 1914 t. d.. bjargaði skip
lians 48 Englendingum, sem sátu
naktir á bát úti á regin hafi.
Þýskt tundurskeyti hafði grandað
skipinu, sem þeir voru á, og af
590 mönnum, komust þessir einir
af, þeir höfðu varpað af sjer klæð-
um og synt að bátnum, og setið
í honum tímum saman áður en
þeim var bjargað. Hr. Norheim á
silfurbikar frá ensku stjórninni,
sem björguoarlaun frá þeim degi.
Það furðuðu sig sumir á því að
hann skyldi sleppa vjelstjórastöð-
unni og gjörast prjedikari við ekki
einu sinni hálf laun á móts við það
sem hann hafð áður, en hann er
sannfærður um að það er guðs
vilji. — Sem sagt hann hefir frá
mörgu að segja, og ekkert kostar
það nema „ómakið" til fundar-
salsins. — S. Á. Gíslason.
„Nætur-fluga?“ Ólafur Gíslason
framkvæmdarstjóri í Yiðey, er enn
í dag sannfærður um að hann og
samferðamaður hans á dögunum,
hafi sjeð flugvjel á sveimi lijer
yfir Flóanum. Nú er komin af
stað önnur fregn um dularfulla
flugvjel, er á að hafa sjest á
sveimi hátt á lofti hjer yfir bæn-
um kl. 12% aðfaranótt þriðjudags.
Á hún að hafa verið með tveim
skærúm Ijósum.
Mrnda-útvarp.
Á loftskeytasýningu sem haldin
var í Berlín um síðustu mánaða-
mót, voru sýnd mörg allra nýjustu
tæki á þessu sviði. Þar voru m. a.
sýnd hin undraverðu verkfæri er
senda og taka á móti myndum úr
loftinu.
Ein aðferð til þess er kend við
dr. Karolus. Er hún all margbrot-
in. Einfaldari aðferð er kend við
Ungverjann Mikalys. Báðar að-
ferðirnar eru þó sagðar að standa
til bóta, gallar m. a. þeir að mynd-
irnar eru ekki sem skýrastar er
þær koma frá móttökuáhaldinu —
og titra talsvert.
Maður, sem var á sýningu þess-
ari í Berlín fullyrti að innan fárra
ára myndu móttökuáhöld mynda
vera jafn algeng og móttökuáhöld
þau sem nú eru notuð við útvarp
og ná hljóði og hljómum úr loft-
inu.
Hægt er með þessum nýjustu
áhöldum að varpa út myndum af
atburðum jafnóðum og þeir ske,
t. d. hægt að' varpa út myndum af
leikendum á leiksviði, af íþrótta-
sýningum og hverju sem er'.
Æsingar út af Nobile.
í borginni Reval í Estlandi kom
nýverið fyrir atburður, er mjög
hneykslaði menn. Aðalblaðið í
borginni hafði birt greinar um
norðurför Nobile og fór allþung-
um orðum um framkonu hans.
Þetta mislíkaði sendiherra Itala
þar í borginni svo, að hann hringdi
til' aðalritstjóra blaðsins og skamm
aði hann cbótaskömmum fyrir að
birta greinar þessar. .Jafnframt
krafðist sendiherrann ])ess; að
hann fengi þegar í stað að þreyta
'„Drsebende Kys11'
er bók, sem fjallar am atærsta böl
mannkynsins.
“JEgteskabsbogen11
er hin eina bók, sem til er, er skýr-
ir til fnllnustn frá takmörkun barn-
eigna samkvæmt kenningam þeirra:
Dr. Malachowaki Dr. Harris og Dr.
Lesser’s. Báðar eru bækur þessar
með mörgam myndam. Sendar
bnrðargjaldsfritt fyrir kr. 1.25 hvor,
ef andvirðið, i ial. frimerkjnm, er
sent með pöntnn eða gegn póst-
kröfu að viðbættu burðargjaldi.
Nyhedsmagasinet Afd. 21 Kbhv. 0.
einvígi við ákveðinn starfsmann
blaðsins. — Þessi framkoma sendi-
herra þótti svo hneykslanleg, að
iTtanríkisstjórnin fann ástæðu til
að kvarta til ítölsku stjórnarinnar