Ísafold - 12.03.1929, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.03.1929, Blaðsíða 1
AfgreiCsla ( Austurstrœti 8. Árgangurinn kostar 5 kr. Ijaiddagi 1. júlí Póstbwx 697. Vikublað Morgunblaðsina. EUta og besta frjettablað landsins Jón Kjartansson Valtýr Stefánsson ritstjórar Sími 500. Isafoldarprentsmiðja h.f. Að þjóðnýlingarmarbmii. Forsprakkar jafnaðarmanna heimta rannsóknarnefnd til þess að athuga, „á hvem hátt best verði fyrir komið stjóm og eignarumráðum“ togaranna. Kemur röðin næst að býlum bændanna? I. Það væri rangt að segja þá niyrka í máli, forsprakka Alþýðu- flokksins um þessar mundir. Á landsmálafundum í liaust sögðu þeir lireint og afdráttar- laust, að stefna Alþýðuflokksins væri: að taka eignarrjettinn að jörðunmn af íslenskum bændunx. Flokkurinn hefði þetta eignarrán á stefnuskrá sinni og mundi vinna að framgangi þess. Þessi eignarránsstefna mætti harðri mótspyrnu frá bændum. — Þeir vildu ekki missa eignar- og umráðarjett býlanna sinna. Þegar samherjar jafnaðarmanna úr liði Frainsóknar urðu varir við and- stöðu þá, sem eignarránsstefnan mætti, sáu þeir þann kost vænst- an að afneita stefnunni. En forsprakkar Alþýðuflokks- ins sitja fastir við sinn keip. Á Isa- firði í vetur lýsti Haraldur Guð- mundsson því yfir, að „það væri fyrsta stefnuskráratriði Alþýðu- flokksins að þjóðnýta jarðirnar — ábýli bændanna.' ‘ !— ,Ætti sú þjóðnýting að takast. á undan þjóðnýtingn verslunar og sjávar- útvegs. Þjóðnýting verslunar og sjávarútvegs átti að koma í ann- ari röð — á eftir búum bændanna, sagði Haraldnr. II. Það er sitthvað að skrafa um hlutina og svo að framkvæma eft- ir skrafinu. Það hefir verið venja jafnaðarmanna í öllum löndum að gaspra hátt um þjóðnýtingu og eignarrán á meðan engar líkur voru til þess að úr framkvæmdnm yrði. En þa.r sem jafnaðarmenn hafa komist til valda, liafa þeir ekki þorað að nefna þjóðnýtingu á nafn. Mr. Snowden, fyrv. fjár- málaráðherra í ráðuneyti jafnað- armanna í Bretlandi sagði nýverið um þessar þjóðnýtingarkenningar: „Gamla kenningm, að stefna skyldi að þjóðnýtingu framleiðslutækja og jöfnuði á skiftingu auðsins, hún var góð og gild, meðan engar horfur voru á því, að hún kæmi til framkvæmda, en nú hefir hún ekkert gihli.“ Nú munu menn sþyrja, hvort ekki sje eins farið með forsprakka jafnaðarmanna lijer heima, að þeir meini í raun og veru ekkert með þessu þjóðnýtingargaSpri sínu? Bn svo mun þó ekki vera.Leiðtog- um Alþýðufiokksins er fylsta al- vera. Markmið þeirra er: Jarð- irnar af bændum, togarana af út- gerðarmönnum og verslunina af kaupmönnum og kaupfjelögum. Að þessu takmarki verður kept! III. Fram er komin á Alþingi þings- ályktunartillaga frá jafnaðarmönn ■ um, þar sém farið er fram á, að skipuð verði rannsóknarnefnd sam i kvæmt 35. gr. stjórnarskrárinnar. Hlutverk nefndarinnar skal vera að rannsaka hag og rekstur tog- ! araútgerðarinnar, m. a. með þetta | fyrir augum: „á hvern hátt best j verði fyrir komið stjóm og eig-n- í arumráðum þessara útgerðarfyrir- tækja, með tilliti til hagsmuna starfsfólksins alls og þjóðarheild- armnar/ ‘ Tillaga þessi hefir verið til um- ræðu á Alþingi undanfarna daga. Aðalflutiiing'smaðúr till., Haraldur Guðmundsson, fór ekki dult með það á þingi, að markmiðið væri: að banna einstökum mönnum að gera út togara. Þó að vitanlegt. sje, að finna | megi galla á rekstri togaraútgerð- arinnar, verður hinu ekki neitað, að atvinnuvegur þessi hefir orðið giftudrjúgur fyrir þjóðina. Og það eru einstaklingarnir; sem hafa skapað þenna atvinnuveg. Þeir hafa þar rutt brautir og eru sem óðast. að lagfæra það sem miður hefir farið. En þá á að taka alt af þeim! Enn verður ekkert nm það sagt, hvað stjórnin og Framsóknar- menn ætla að gera við þessa þjóð- nýtingarkröfu Jafnaðarmanna. En fari svo að bændur taki mjúkum höndum á kröfunni, þá mega þeir vara sig. Því að það geta þeir reitt sig á, að hjer verður ekki staðar nmnið. Röðin kemur næst að býlum bændanna! Skýfall í Brasilíu. Frá San Paulo í Brasilíu er símað liinn 20. febrúar, að þá hafi verið fádæma rigningar þar í landi og hafi þær skemt kaffiekrur svo, að uppskeran muni rýrna að ein- nm fjórða.. Er það tekið fram í skeytinu, að önnur eins úrhelli rigning hafi ekki komið þar sein- ustu 10 árin. Páfinn blessar yfir lýðinn af svölum Pjeturslcirkjunnar, eftir að samningurinn var gerður og kirkjuríkið hafði verið endurreist. Einar Árnason f j ármálaráðherra. Áður en gengið var til dagskrár á deildafundum í þingi 7. þ. m., skýrði forsætisráðherra frá því, að konungur liefði eftir tilmælum Iians útnefnt Einar Árnason 1. þm. Eyfirðinga, sem fjármálaráð- herra. Einar Árnason er fæddur 27. nóveinber 1875 að Hömrum í Eyja- firði. Faðir hans var Árni bóndi, síðast á Eyrarlandi. Guðmundsson bónda á Jódísarstöðum, Halldórs- sonar bónda á Jódísarstöðum. — Móðir Einars var Petrea Jóns- dóttir bónda á Ytra-Laugalandí, Halldórsspnar bópda á Jódísarstöð- mn og voru foreldrar Einars því bræðraböm. Einar útskrifaðist úr Möðru- vallaskóla 1893 og hafði kenslu- störf á liendi næstu árin fram að aldamótum. Vorið 1901 kvæntist hann Margrjeti Eiríksdóttur bónda. á Hallandi á Svalbarðs- strönd, og byrjaði þá búskap á Eyrarlandi og hefir búið þar síðan. Einar bauð sig fyrst fram til þings í Eyjafjarðarsýslu 1916 og náði þá kosningu og hefir jafnan verið endurkosinn síðan. Hefir hann á öllum þingum átt sæti í stj órn Framsóknarflokksins. Veikindi og manndauði í Reykjavík vikuna 24. febr. til 2. mars. (í svigunum tölur næstu viltu á undanj . Hálsbólga 22 (27), kvefsótt 46 (46), inflúensa 261 (472), kvef- lungnabólga 1 (16), lungnabólga (taksótt) 2 (0), mislingar 23 (58), iðrakvef 20 (5), hlaupabóla 2 (0), umferðargula 3 (1), mænusótt 0 (1). - Mannalát. 6 (6). Hjer má sjá, að heilsufar í bæn- um hefir stórum batnað, kvefsótt, inflúensa, kveflungnabólga og mis- lingar — alt. miklu fátíðara en vikuna á undan. 7. mars 1929. G. B. IUt er tveim herrum að þjúna. Bændur eða jafnaðarmenn. — Kaupdeilur eða vinnnfriður. I. Ríkisstjórnin er milli steins og* sleggju um þessar mundir. Hún. veit ekki sitt rjúkandi ráð. Öðru megin eru bændur. Þeir hafa megn asta viðbjóð á framferði jafnaðar- manna í atvinnumálum þjóðarinn- ar. Þeir hata verkföll og óeirðir,. sem af þeim stafa. Þeir heimta vinnufrið. En ,svo eru leiðtogar jafnaðar- manna hinumegin. Þeirra póli- tíska tilvera byggist á sundrung og hatri milli einstaklinga og stjetta þjóðfjelagsins. Kaupdeilur og verkföll eru tilvalin meðul til þess að koma æsingum af stað. •— Þess vegna hata leiðtogarnir vinnu friðinn. Stjórnin hefir í tvö horn að líta. Hún vill ekki styggja foringja jafnaðarmanna, því þá á hún 4 liættu að verða steypt úr valda- stóli. En nún verður einnig að gefa bændunum auga, því að fram- tíð Framsóknarflokksins byggist á því, að honum. takist að halda saman nokkrum hluta bænda. Til þess að jafna síðustu kaitp- deilur greip stjórnin það ráð. að láta ríkissjóð „borga brúsann“. f. kaupdeilunni við Eimskip greiddi stjórnin úr ríkissjóði 11 þús. kr„. sem á vantaði til þéss að sjómenn, fengju sínar kröfur í gegn. í kaup- deilunni á togurum hafði stjórnin ekki annað úrræði en að gera slíkt lnð sama. Ríkissjóðnr var látinn verða af tekjustofni, sem í ár hefði gefið um 500 þús. kr. tekjur- Með þessu hefir stjórnin hugs- að sjer að stýra bil beggja. En henni hefir sjest yfir, að kanp- hækkun sú, sem nú varð á togur- um, keniur einnig niður á bænd- uin. Kauphækkun þessi hlýtur að verða til þess að kaupgjaldið í sveitum hækkar að sama skapi. Eru hændur við því búnir, að taka á sig 15% kauphækkun? En verst er þó hitt, að lausn stjórnarinnar á kaupdeilunni er engin framtíðarlausn á málinn. Kaupsamningar þeir, sem gerð- ir hafa. verið, gilda aðeins fyrir eitt ár. Ilvað tekur við að árinu liðnu ? Ný kaupdeila — nýtt verk- fall — eða livað? Óhugsandi er, að stjórnin hugsi sjer að leysa deiluna áfram á þann hátt, sem hún nú gerði, að láta ríkissjóð blæða. Sú stefna. er háska leg og getur haft hinar alvarleg- ustu afleiðingar. Og síst er stefna stjómarinnar til þess fallin að koma á varanlegum vinnufriði í landinu. Hún beinlínis býður ó- frifðnum heinx. i

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.