Ísafold - 12.03.1929, Blaðsíða 4
4
I S A F 0 L D
við blaðamann einn eftir Lugano-
fundinn.
Bftir tvo mánuði, sagði hann,
verður búið að staðfesta endan-
lega skuldasamninga við Þýska-
land, og þá förum við burt með
herinn úr Rímaríöndunum.
Þ.
-»>-—i—tm* •»».
Togari strandar.
Enski togarinn Norse, eign
Hellyers Bros, strandaði í þokunni
í fjrrrnótt við Hvalsnes, sunnan
I við Sandgerði.
Á miðvikudag urðu menn varir
við það í Sandgerði, að flugeld-
um var skotið af skipi þar suður
með ströndinni, og skilið sem neyð
armerki; enda kom það í ljós að
svo var.
Farið var á vjelbát á vettvang
og komið að enskum togara, sem
siglt hafði í strand við Hvalsnes
um nóttina. Sjór var þarna óvenju-
lega Iádauður, eftir því sem gerist
á þessum tíma árs, svo komist var
hæglega í vjelbátnum að togará
þessum.
Togarinn hjet Norse, frá Hull,
eign Hellyers Bros. Hann var ekki
einn þeirra togara frá því fjelagi,
sem hefir íslenska skipshöfn.
Þegar sími var opnaður þá um
morgun var símað úr Sandgerði
til Hafnarfjarðar, og beðið um að
send yrðu skip á vettvang, ef ske
kynni að takast mætti að ná tog-
aranum út.
Hafnarbáturinn Magni fór hjeð-
an innan skamms og togarinn
Imperialist úr Hafnarfirði nokkru
síðar. En hvorugt skipa þessara
komust neitt nálægt Norse, vegna
boða og skerja, sem voru alt um-
hverfis hið strandaða skip.
Er á daginn leið fór að koma
sjór í skipið; og er skipverjar yf-
irgáfu það, var sjór í lestarrúm-
um, vjelarrúmi og káetu, ketillinn
farinn að laskast, og í einu orði
vonlaust um, að skipinu yrði
bjargað. Magni kom hingað með
skipshöfnina á miðvikudag.
Skipið var þriggja ára gamalt.
Var á leið til Englands af veið-
um með 1200 kit fiskjar.
Refarækt Norðmanna.
Árið sem leið hafa bændur á
Sunnmæri í Noregi haft stórkost-
legan hag af refarækt. Er í norsk-
um blöðum sagt frá eiuu refarækt-
arfjelagi, „Skuset Ræveopdrætt-
eri“, sem hefir goldið hluthöfum
sínum 91% arð fyrir árið 1928.
Sama f jelagið hafði líka greitt um
90% arð tvö árin þar á undan.
til Gloueester, til að kynnast mál-
inu betur. 0g ef íslendingar vilja
fá hjá mjer frekari upplýsingar,
þá er það velkomið.
Má vera, að jeg geti komið sjálf-
ur til íslands. Mig langar til þess
að koma þangað nú í apríl og vera
þar árlangt eða svo, og skrifa
bók um landið. En enginn veit,
hvort úr því getur orðið. Engipn
ræður sínum næturstað.
Farsóttir á öllu landinu
í febrúar 1929.
Rvík Suður- land Vestur- land Norður- land Austur- land Sam- tals
Hálsbólga 158 28 22 60 4 272
Kvefsótt 211 53 39 27 21 351
Kveflungnabólga 48 27 11 0 7 93
Barnaveiki 0 0 0 0 0 0
Bamsfararsótt 0 0 0 0 0 0
Gigtsótt 4 3 8 1 1 17
Taugaveiki 0 0 2 2 0 4
Iðrakvef 41 15 10 13 5 84
Influensa 2182 768 684 215 138 3987
Mislingar 296 193 32 47 39 607
Lungnabólga (taksótt) .. 3 8 3 1 1 16
Heimakoma 0 0 3 0 0 3
Hlaupabóla 3 2 4 0 0 9
Mænusótt 1 0 0 1 0 2
1 janúar voru ekki skrásett
nema 313 tilfelli af inflúensu. En
snemma í febrúar reis ný alda og
reis mjög ört. Nú er þessi alda
sumstaðar að mestu fallin aftur
(t. d. í Rvík), sumstaðar á toppn-
um, og sumstaðar ókomin. Utan
Rvíkur bar mest á veikinni í fe-
brúar í þessum hjeruðum: Hafn-
arfjarðarh. (346), Skípaskagah.
(205), Keflavíkurh. (110), Pat-
reksfjarðarh. (132), Þingeyrarh.
(500). Sumstaðar í öðrum lönd-
um, t. d. Skotlandi, hefir þessi in-
flúensa valdið allmiklum mann-
dauða, svo að sumar vikurnar hef-
ir manndauði þar þrefaldast eða
ferfaldast á við það sem vant er að
vera. Hjer á landi hefir veikin orð-
ið örfáum sjúklingum að fjörtjóni.
Manndauði í Rvík í febrúar hefir
verið rjett í meðallagi.
8. mars 1929.
G. B.
Heildsfiluveið f Reykjavík
1. mars 1929 — meðaltal hjá sjö
stærstu heildsöluverslununum.
Rúgmjöl 100 kg. 32.33
Hvpiti I 41.61
---- II ---- 36.98
Hrísgrjón ---- 40.00
Hafragrjón 41.50
Sagógrjón 54.17
Kartöflumjöl --------- 43.10
Heil baunir ---------- 55.20
Hálf baunir --------- 52,50
Höggvinn sykur ------- 58.80
Strásykur i--- 51.25
Kaffi óbrent -------- 272.83
-----—-—
fieimkoma V.-ísleníljnga
1930.
Frú Thorstína Jackson Walters
segir frá
vikur hjer á landi, uns skip kemur
aftur að sælcja þá. .
— Er nokkuð ráðið um gististaði
lijer ?
— Nei, það er í óvissu ennþá.
Geir H. Zoega stendur fyrir við-
tökunum hjer. Hefir hann tekið
það að sjer samkvæmt beiðni frá
ferðafjelagi Cooks.
En Cook-fjelagið og Cunard-
línan vinna að jafnaði saman.
Meðal þeii'ra gesta, sem koma í
hóp þessum má nefna fyrst og
fremst Vilhjálm Stefánsson, Leif
Magnússon, form. í „International
Bureau of Labour“, Sveinbjörn
Jónsson prófessor í lögnm við há-
skólann í Illinois. Hánn hefir ný-
Iega skrifað tvær bækur um Is-
land, um hið forna Alþing, og lög-
gjöf íslendinga á lýðveldistíman-
um. Ennfremur meðal íslandsvina
prófessor W. Craigie, próf. Benzon
frá Yale-háskóla, sem mikið hefir
skrifað um ísland, dr. Leach,
stofnanda „Scandinavian Founda-
tion“ o. m. fl.
Hjer á: dögunum skýrði frú
Thorstína Jackson Walters Mgbl.
frá starfi sínu í þágu „sjálfboða-
nefndarinnar“ meðal Vestur-ís-
lendinga, er starfar að undirbún-
ingi heimkomunnar 1930. Er hún
hingað komin til þess að sjá fyrir
gististað handa ferðafólkinu o.
þessh.
Hún fer hjeðan aftur þ. 21.
mars áleiðis vestur.
„Sjálfboðanefnd1 ‘ Vestur-fslend-
inga starfar í sambandi við „Cun-
ard línuna“. í henni eru 19 menn,
og er Dr. B. J. Brandson forseti
nefndarinnar. Auk þess eiga þar
sæti m. a.: Hjálmar Bergmann lög-
maður, Albert Johnson ræðismað-
ur, Sig. Júl. Jóhannesson, dr. Bald-
ur Olson og Einar P. Jónsson rit-
stjóri Lögbergs.
Ferðamannahópurinn kemur
hingað með einhverju af nýjustu
og bestu skipum Cunard línimnar.
Er búist við, að farþegar verði um
400, alt í alt, Vestur-lslendingar
og ameríkskir íslandsvinir. Senni-
lega verða ferðamennirnir 6—8
Sjerstakar ráðstafanlr verða
gerðar til þess, að íslenskar skemt-
anir verði haldnar í ferðamanna-
skipi Cunard línunnar, sem hing-
að kemur, ög íslenskur matur
verði þar á borðum.
Að endingu lofaði frú Thorstína
mjög hinar alúðlegu viðtökur, sem
hún hefir hjer fengið hjá Alþing-
ishátíðarnefndinni.
------------------
Bær brennnr.
ísafirði, FB. 11. maris.
í gær brann bær Þorsteins Kjar-
vals á Naustum við Skutilsfjörð.
Bærinn brann til ösku og varð ná-
lega engum húsmunum bjargað.
Talið er, að kviknað hafi iit frá
pípu.
Afli mikill sem áður.
Jörð hjer er tekin að gróa og
eru menm farnir að vinna á túnum.
Húsagerð.
Trjesmíðaverksmiðja mín selur nú glugga og útihurðir, soðið
í olíu, sem gerir trjeð margfalt endingarbetra. Innihurðir og alls-
konar húsalistar, alt fljótt ög vel af hendi leyst, úr sænskri furu.
Stór timburfarmur væntanlegur frá Norður-Svíþjóð í byrjun apríL
Verð ábyggilega hvergi lægra. Komið og skoðið og leitið tilboða-
Setbergi, 5. mars 1929.
Jóh. J. Reykdal.
Fijettir vfðsvegar að.
Fylla tekur togara. Nýlega kom
Fylla hingað með þýskan togara,
„Julius Wetterling“, sem hún
hafði tekið að veiðum í landhelgi.
skipstjóri fekk 12500 króna sekt.
Góður afli er enn í Siglufirði
þegar gefur. Hafa bátar fengið að
undanförnu 3—4000, þeir, sem
beitt hafa frystri síld, en þeir, sem
hafa fengið nýja síld frá Akureyri
hafa fengið alt að 6000 á bát.
Galdra-Loftur. Til þess að gefa
almenningi kost á að kynnast leik-
fjelagi stúdenta, gengust „Ber-
lingske Tidende“ fyrir því, að
„Galdra-Lofturí ‘ Jóhanns Sigur-
jónssonar var leikinn í Dagmar-
leikhúsinu nýverið. — Ágóðann
af sýpingunni átti Leikfjelag stú-
denta að fá að háliu leyti; hinn
helmingurinn átti að renna í sam-
skotasjóð, sem blaðið hefir stofn-
að til þess að útvega fátæklingum
eldsneyti meðan kuldárnir eru.
Úr veiðistöðvunum. Mokafli hef-
ir verið að undanförnu í Keflavík,
Njarðvíkum og Sandgerði; svo að
þurft hefir að fá menn úr Reykja-
vík og Hafnarfirði þangað suður
eftir til að gera að aflanum. — í
Grindavík (Járngerðarstaða-
hverfi) var fyrst alment róið á
fimtudag og aflaðist þá vel. Áður
hafa verið þar sífeldar ógæftir.
Á Vatnsleysuströnd og í Vogum
eru menn farnir að leggja net
í Garðsjó og hafa aflað mest 70
fiska á skip. í Garðmum hafa
trillubátar aflað talsvert í net. —
í Höfnum var ágætur afli þessa
viku, 20-40 til hlutar á dag. Hafa
menn þar fengið 300—400 til hlut-
ar síðar á nýáni.
Strandið á Hvalsnesi. Engu hef-
ir enn verið bjargað úr botnvörp-
ungnum Norse, sem strandaði á
Hvalsnesi. Skipið stendur á kletti
og er holt undir það bæði að fram-
an og aftan og því viðbúið, að það
brotni í tvent undir eins og nokk-
urn sjó gerir, og sökkvi þar nið-
ur með öllu, sem í því er.
Útvarps-móttökutæki eru nýlega
komin á Skagaströnd, Blönduós,
Haukagil, Hvammstanga, Stapa og
ef til vill víðar í Húnavatnssýslu.
Hafa menn á þessum stöðum hið
mesta yndi af útvarpinu og gagn
af ýmsu, sem út er varpað, svo
sem veðurskeytum.
Búnaðarnámskeið hófst á Blöndu-
ósi 23. febrúar. Sótti þangað all-
mikið af ungu fólki.
Verslunarjöfnuðurinn 1928. 1
skýrslu gengísnefndar um útflutn-
ing og innflutning 1928, var þess
getið, að 'búast mætti við að inn-
flutningur hafi verið talsvert meiri
en skýrslan sýndi. Þar var hann
talinn 54 miljónir, en útflutningur
74 miljónir. 1 nýkomnum Hagtíð-
indum er frá því sagt, að samkv.
nýjum skýrslum sje innflutningur
ársins 1928 nú talinn rúmlega 58
miljónir króna.
Hagtíðindi, febrúarblað, nýkom-
in út. Verðvísitala smásöluverðs í
Reykjavík í byrjun febrúar 213,
eða 2% lækkun frá því mánuðinn
á undan. „Hafa því nær allir liðir
Haupum hæsta verði:
vel verkaðan steinbít (þvei-skorinn,.
roðrífinn og barinn) og herta ýsm
Wiamidi,
Aðalstræti 10, Reykjavík,
Sími 2190.
Til rafurkustöðva.
Vjer seljum vatnsþrýstirör úr
járni fyrir rafmagnsstöðvar stórar
og smáar. Sjerstaklega ódýr rör-
fyrir sveitabæja-rafveitur. Enn-
fremur vatnsleiðslupípur með til-
lieyrandi, auk þess ýmsar vjelaií
og verkfæri.
Leitið tilboða.
A.s. Wilh. Sonesson & Co.
Kristiansgade 22.
Kaupmannahöfn K.
lækkað eða staðið í stað,“ segir
í skýrslunni.
Dómur var uppkveðinn í Hæsta-
rjetti nýl. í máli Magnúsar Jóns-
sonar alþm. gegn stjórn Lands-
bankans. Eins og áður hefir verið
skýrt frá, höfðaði Magnús mál
þetta til þess að fá úr því skorið,.
hvort stjórnarliðar á þingi í fj -ra
hefðu haft heimild til þess að ger-
breyta yfirstjórn bankáns, þi átt
fyrir það þótt búið hafi verið að
ráða menn í stöðurnar til nokkra
ára. Hæstirjettur gat ekki fallist
á kröfu M. J. og sýknaði 1 snds-
bankann.
Mikill afli. Bátur nokkur í Bíldu
dal reri um daginn til reynslu og
lagði nokkrar lóðir slcamt utan við
Kóp. Er ekki venjulegt að fisk-
ur sje þar um þetta leyti ár's og
hafði engum dottið í liug að róa..
En þegar þáturinn vitjaði um lín-
una, var svo mikill fiskur á henni,
að eigi hlóð hann aðeins, heldur
varð að afhausa og kasta öllum
fiski nema þorski.
Þrír fangar hafa verið sendir á
letigarðinn á Eyrarbakka hjeðan
frá Reykjavík — tveir Danir og
einn íslendingur.
Nýjar Kvöldvökur, 1. og 2.
liefti 22. árg. er nú nýkomið hing-
að. Flytur það m. a. nýja sögu
eftir G. G. Hagalín, sem heitir
„Steinninn“ og ýmislegt fleira.
Ritstjóri þeirra er nú Friðrik A.
Brekkan rithöfundur, en afgr.-
maður hjer í bæ frá síðastl. ára-
mótum er Sveinbj. Oddson prent-
ari, Vitastíg 9.
Prófi í lögum luku hjer við Há-
skólann á laugardaginn Sveinn
Ingvarsson og Friðrik Magnússon,.
báðir með góðri fyrstn einkunn.