Ísafold - 29.06.1929, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.06.1929, Blaðsíða 1
Afgreiðsla í Austurstræti 8. Árgangurinn kostar 5 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Póstbox 697. Vikublað Morgunblaðsins. 54. árg., 38. tbl. — Laugardaginn 29. júní 1929. Elsta og besta frjettablað landsins. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Sími 500. Isafoldarprentsmiðja h.f. Atök flokkanna. Sjálfstæöi lands og þegna. i. Höfuðlínurnar í stefnu stjórn- málaflokkanna smáskýrast. Kemur þá æ betur í ljós, að aðalstefnurn-' ar eru tvær, stefna Sjálfstæðis- flokksins og stefna Alþýðuflokks-' ins eða sósíalista. Þar verða átök-, in hörðust, enda andstæðurnar sltýrar og áltveðnar, þar sem þess- i ■ flokkar eigast við. Þriðji flokkurinn starfar hjer einnig undir nafninu Framsólsn.; Forkólfar þess flokks reyna að telja sjer og öðruin trú um, að j Framsókn sje stjettarflokkur sam- vinnumanna og bænda. Er hvor-1 ugt rjett. Sjest það gleggst á því, að flokkurinn hefir æfinlega, utan 1 þings og innan, svikáð málstað ^ samvinnumanna og bænda', þegar sósíalistar hafa kvatt hann til fylgis við sín stefnumál. Framsókn er því ekkert annað en afleggjari Alþýðuflokksins, sem frá upphafi var ætlað að reyna að fá bændur til fylgis við stefnu sósíalista. Framsóknarflokkurinn var stofn aður 1916, aðaliega fyrir tilverkn-1 að þáverandi foringja sósíalista, J Jónasar Jónssonar frá Hriflu. —j Þessi maður samdi drög að stefnu- j slcrá fyrir Aljþýðuflokkinn; og hann var síðan sendur út af örk- inni til þess að reyna að fá bænd- ur til fylgis við jafnaðarstefnuna. Einn af forvígismönnum sósíalista, Jón heitinn Tlioroddsen, skýrir frá þessari bænda-veiðiför Hriflu-! Jónasar í Alþýðublaðinu 1923 á þessa leið: „íslensk jafnaðarstefna er ung og hefir að mörgu leyti átt erfitt uppdráttar. Hún barst hingað með- an við áttum í deilurn við Dani og þjóðin var illa undir það biiin að skilja hana og veita henni viðtöku. Margir voru vonlitlir um, að hún mundi festa rætur nema í stærstu kauptúnum landsins. En lijer var aðallega bændaveldi, bæði* vegna þess hve margir þeir eru, en eink- um vegna þess hve kjördæmaslrip- unin er ranglát. Það varð að vinna þá til fylgis við stefnuna. Það er reynsla annara þjóða, að bændur skilja best annan þátt þjóðnýtingarinnar, samvinnuna. Greiðfærasta leiðin var því að gera þá að samvinnumönnum, byggja á., þeim grundvelli, sem lagður hefir. verið með kaupfjelögunum. Það ráð var þess vegna upp tek-' ið, að stofna Framsóknarflokkinn, ■ og valdist aðallega til þess einn af þáverandi forvígismönnum jafnað- armanna í Reykjavík, Jónas Jóns- son frá Hriflu“. í II. Öll stjórnmálastarfsemi Jónasar Jónssonar og Framsóknarflokks- ins er örugg sönnun þess, að Jón heitinn Thoroddsen hefir skýrt satt og rjett frá bændaveiðiförinni í Alþbl. 1923. Slcýrast kom sönn- unin fram eftir að Framsókn myndaði stjórn, því þá skeður það undraveroa: Það eru sósíalistar, sem fara með völdin í landinu. Flestar stjórnarframkvæmdir síð ustu tvö ár hafa miðast við vilja sósíalista. Fyrsta axarskaft stjórn- arinnar, neitunin um að fram- kvæma gildandi landslög (varð- skipalögin), var frainið vegna þess að sósíalistar voru á móti þessum lögum. Aragrúi hneyksla, er á eft- ír komu, urðu til að undirlagi eða ráði sósíalista. Á þingi kom sama í ljós. Þar rjeði hvarvetna vilji og stefna sósíalista. Þarí' ekki annað en að minna á einokunarstefnuna í síld- arlöggjöfinni, þar sem ,samvinnu‘ - flokkurinn fórnaði samvinnuhug- sjóninni á altari einokunarpostula. í þessum málum rjeði „andi og takmark“ kommúnistans Einars Olgeirssonar. Minna má og á þing- mannsránið, þar sem „bænda“- flokkuriim svifti .stjettarbræður, sína í Gullbringu- og Kjósarsýslu rjettinum til þess framvegis að mega velja tvo þingmenn, en gaf sósíalistum í Hafnarfirði vonina í Öðru þingsætinu. Minna má á for- lög vinnudómsins á síðasta þingi, þar sem sýnt var, að engar örugg- ar ráðstafanjr má gera til trygg- ingar vinnufriðnum í landinu, vegna þess að forkólfar sósíalista fá sína pólitísku aðalnæringu frá æsinga- og byltingagaspri í sam- bandi við kaupdeilur' og verkföll. Loks má minna á ofsóknaræði vald hafanna gegn pólitískum andstæð- ingum, samfara taumlausum bit- lingaaustri til sinna gæðinga í flokki sósíalista og Framsóknar. Alt þetta og ótal margt fleira sannar, að Framsóknarflokkurinn er ekkert annað en afleggjari Al- þýðuflokksins, og ætlað það höfuð- verkefni, að reyna að fá bændur til fylgis við jafnaðarstefnuna. III. Aðalstefnurnar í þjóðmálunum nú eru því aðeins tvær, stefna Sjálfstæðisflokksins og stefna Al- þýðuflokksins. Og þótt því sje þannig farið, að innan Framsókn- arflokksins sjeu ennþá menn, sem engan veginn geta aðhylst stefnu sósíalista, hlýtur fyr eða síðar að því að reka, að þessir menn yfir- gefi flokksviðrini þetta og hverfi í Sjálfstæðisflokkinn. Er óhugs- andi, að gætnir bændur láti til lengdar teyma sig út í þær' ógöng- ur, sem Framsókn stefnir nú. I í i IV. Sjálfstæðisflokkurinn hefir gef- ið út skýra og ákveðna stefnu- skrá í aðalmálunum, bæði þeim er snúa út á við og þeim, er inn á við snúa. Skal hvorttveggja at- hugað nánar og samanburður gerð- ur á stefnu sjálfstæðismanna í þessum málum og höfuðandstæð- inga þeirra, sósíalista. Stefnan í utanríkismálum er mörkuð skýrt og afdráttar- laust. Sjálfstæðismenn vilja vinna að því og undirbúa það, að fslend- ingar taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði lands- ins til afnota fyrir landsmenn eina, jafnskjótt og 25 ára samningstíma- bil sambandslaganna er á enda. Er aðallega tvent, sem felst í þessari yfirlýsingu Sjálfstæðis- flokksins. I fyrsta lagi það, að' flokkurinn vill taka að fullu með- ferð utanríkismálanna í hendur landsmanna sjálfra; nú fara Danir með utanríkismál íslands í umboði þess (sbr. 7. gr. sbl.). í öðru lagi vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki lialda jafnrjettisákvæði þegnanna (Dana og íslendinga), sem nú er ákveðið samkv. 6. gr. sambands- laganna. Síðan sjálfstæðisflokkurinn gaf út stefnuskrá sína í utanríkismál- um, hafa stjórnarblöðin verið að gefa í skyn, að englnn ágreiningui’ væri um þessa stefnu milli flokk- anna, og vitna í því sambandi til yfirlýsingar flokkanna á þingi ’28. Rjett er það að vísu, að fulltrúar flokltanna lýstu því yfir á þingi 1928, að þeir vildu segja sam- bandslagasamningnum upp á sín- um tíma. En það undarlega brá við, að þegar eftir að flokkarnir höfðu gefið þessa yfirlýsingu, reyndu ráðherrar Framsóknar- flokltsins hver af öðrum að gera sem minst úr yfirlýsingunni. Eink- um og sjer í lagi var þeim hug- leikið að gera lítið úr yfirlýsing- unni þegar Danir hlustuðu á. Og 1 desember síðastliðinn — á 10 ára afmæli fullveldisins — birtist ritstjórnargrein, í aðalmálgagn stjórnarinnar, Tímanum, þar* sem m. a. er komist þannig að orði: „Vel má vera, að sambaudið við Dani haldist einnig eftir 1943, svipað og hiíngað til.“ Þessi flótti stjórnarinnar og hennar flokks bendir til þess, að floltkurinn hafi í raun og veru ekkert meint með yfirlýsingunni á þingi 1928. Og um jafnrjettisákvæðið verð- ur áreiðanlega ágreiningur. Þetta ákvæði er komið inn í sambands- lögin fyrir tilverknað sósíalista, danskra og íslenskra. Þegar s@m- bandslaganefndin sat á rökstólum í Reykjavík 1918, gaf fulltrúaráð Alþýðu«ambandsins út yfirlýsingu, þar sem m. a. þetta var tekið fram: ,, Fæðingarrjetturinn sje sameig- inlegur, sem frá sjónarmiði verka'- manna verður að álíta undirstöðu- atriði undir sönnu þjóðasam- bandi“. Því var svo yfirlýst af Alþýðu- blaðinu í nóvember 1927, að það hafi verið fulltrúi danskra sósíal- ista í sambandslaganefndinni, sem bar jafnrjettisákvæðið fram til sig- urs. Játaði þáverandi ritstjóri blaðsins, að tilgangur fulltrúaráðs Alþýðusambandsins — að heimta sameiginlegan fæðingarrjett fyrir íslendinga og Dani, — hafi verið sá, að framkvæma jafnrjettis- og sameignarhugmynd jafnaðarstefn- unnar. Ofan á þetta bætist það, sem vitanlegt er, að danski sósíalista- flokkurinn leggur mikið upp úr að fá að halda jafnrjettisákvæð- inu. Þessi flokkur fer nú með völd í Danmörku, og var hans fyrsta verk eftir stjórnarskiftin, að mynda nýtt ráðuneyti fyrir sigl- ingar og fiskiveiðar, vafalaust með það fyrir augum m. a., að fá Dani til þess að hagnýta sjer þann rjett, er þeir eiga hjer samkvæmt sambandslögunum. — Þessi sami stjórnmálaflokkur leggur stórfje til starfsemi Alþýðuflokksins ís- lenska, og má öllum vera ljóst, að slíkar fjárgjafir eiga sjer ekki stað nema eitthvað fáist á móti. Af þessu er ljóst, að allir sannir Islendingar, sem vilja að ísland sje fyrir íslendinga eina, verða nú þegar að taka höndum saman og fylkja sjer undir merki Bjálf- stæðismanna. Stefnan í innanlandsmálum. Þar er stefna Sjálfstæðisflokks- ins ekki síður skýr og fortaks- laus. Flokkurinn vill vinna að víð- sýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklings-frelsis og atvinnufrelsis, með hagsmuni allra stjetta fyrir augum. Höfuðágreiningurinn milli Sjálf- stæðismanna og sósíalista í innan- landsmálum, kemur greinilega fram í stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins. Aðalstefna sósíalista er: 1. Að afnema eignarrjett ein- staklinga að öllum helstu fram- leiðslutækjum, svo sem jarðeign- um, skipum o, s. frv. 2. Að ríkið starfræki alla fram- leiðslu til lands og sjávar. 3. Að allir þegnar landsins verði daglaunamenn ríkisins. Þetta er svokölluð þjóðnýtingar- stefna, sem er höfuðboðorð sósíal- ista. Þeir vilja umturna þjóðskipu- laginu og byggja nýtt á grundvelli þ j óðnýtingarstef nunnar. 011 stai’fsemi og stefna sósíalista á Alþingi liefir mótast af þessu boðorði — þjóðnýtingimni. Þarf ekki annað en minna á þann saig einokunarfrimivarpa, er þeir flytja á hverju þingi. Einoka á steinolíu, ltol, salt, saltfisk, tóbak, korn- vöru, síld o. s. frv. Framsókn lætur smám saman undan kröfum sósíalista í þessu sem öðru. Þannig verður síldarút- vegur landsmanna fyrir tilverknað I' ramsóknar framvegis rekinn sam- kvæmt „anda og takmarki1 ‘ kom- múnista. Mun og þegar ákveðið að fjötra aðrar atvinnugreinir á ein- okunarklafann. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur af alefli gegn kúgunar- og ófrelsis- stefnu sósjalista. Hann vill vemda niiverandi þjóðskipulag, er grund- vallast á sjálfstæði einstakling- anna. Hann vill vernda atvinnu- frelsi einstaklinganna og persónu- frelsi gegn margskonar kúgunar- valdi sósíalista. Þjóðin hefir nú að velja á milli þessara tveggja stjórnmálaflokka, Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, því að Framsóknarflokk urinn er aðeins grímuklæddur af- leggjari sósíalista. Og bændur verða framar öllu að varast að láta teyma sig út á villigötur í stjórn- málum, því með því geta þeir óaf- vitandi afsalað óðul sín í hendur öfgafullra byltingamanna, er lifa 4 erlendu sníkjufje. Allir sannir Islendingar skipa sjer þess vegna í fylkingu undir merki Sjálfstæðismanna. Með því toy&gja þeir í senn: Sjálfstæði lands og þegna. Flng ,Gnla fnglsins' Flugmennirnir Assolant, Lefévre og Lotti lögðu af stað frá Old Or- chard , föstudaginn 14. júní að René Lefévre. morgni, á flugvjelinni „Guli fugl- inn“. Veðurútlit var gott og bjugg ust flugmennirnir við að verða komnir til Parísar á laugardags- kvöld. Um miðjan dag frjettist það frá Atlantshafsskipi einu, að þeir hefðu orðið að stefna á Azor- eyjar og Pvreneaskaga, vegna 'aúk- innar bensíneyðslu. Ekki vissu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.