Ísafold - 29.06.1929, Page 4

Ísafold - 29.06.1929, Page 4
ISAFOLD Fnnðir í Rangárþingi. Framsókn boðaði til þriggja stjórnmálafunda í Rangárvalla- sýslu, að Sauðhúsvelli undir Eyja- fjöllum ]). 19. júni, að Stórólfs- hvoli þ. 21. júní og að Ægissíðu þ. 22. júní. Yoru allir fundirnir vel sóttir. Af hálfu Sjálfstæðismanna mættu á fundunum: Einar Jóns- son alþm., Jón Ólafsson alþm., Skúli Thorarensen bóndi og Árni Jónsson ritstj. (tveir hinir síð- asttöldu mættu á Hvols- og Ægis- síðufundunum). Frá Framsókn: Gunnar Sigurðsson alþm., Magn- ús Torfason alþm. og Jörundur I'.rynjólfsson alþm. (Jör. Br. mætti aðeins á tveim fundum); þá mætti og Jón Baldvinsson fj'rir Alþýðu- flokkinn á fundinum á Sauðhús- velli. Fundirnir fóru vel fram og voru friðsamir. Rangæingar hafa fram að þessu eltki verið neinir aðdá- endur stjórnarklíkunnar; þó mun stjórnin og lið hennar aldrei hafa átt eins litlum vinsældum að fagna eystra og einmitt nú. Er margt, sem veldur, eklii síst aðgerðaleysi og stefnuleysi stjórnarinnar í sam- göngumálum lijeraðsins. Á fund- nnum bar margt á góma, m. a. var töluvert rætt um bitlinga- og fjáraustur stjórnarinnar, og of- baiið öllum hugsandi mönnum sú spilling, sem þar hefir fengið að festa rætur. Sjálfstæðismenn voru tvímæla- laust í miklum meirihluta á öllum fundunum. SjúHðtryggingarfjelag islands. Aðalfundur var haldinn á skrif- stofu fjelagsins á mánudaginn var. Formaðurinn, Jes Zimsen kaupm., skýrði frá starfsemi fjelagsins og rekstri síðastliðið ár og lagði fram ársreikninginn. Afkoma ársins hef- ir yfirleitt verið góð og viðskifti fjelagsins á árinu aukist að mikl- um mun. Tekjuafgangurinn skv. ársreikningnum er ca. 33. þús. kr. eða rúm 10% af innborguðu hluta- f je og lagði stjórnin. til, að greiddur yrði 6% ársarður og var það samþykt. Þá talaði A. V. Tu- linius framkvstj., og mintist þess að fjelagið hefði nú 10 starfsár að baki sjer. Gaf hann yfirlit yfir starfsemi fjelagsins á þessu tíma- bili, og gat þess í því sambandi, að viðskiftin hefðu aukist jafnt og þjett, og að það bæri vott um vaxandi vinsældir fjelagsins og skilning manna á þýðingu þessa innlenda fyrirtækis. Fjárhags- ástæður fjelagsins nú í lok tíma- bilsins væru góðar, því fram yfir hlutafje og skuldir væru fyrir- bggjandi rúm 170 þús. kr. til vara fyrir tjónum og iðgjöldum og auk ])ess 25 þús. kr. varasjóður og tekjuafgangur síðasta árs. Síðan þakkaði fundurinn fram- kvtemdarstjóra og fjelagsstjórn góða stjórn á fjelaginu og samþ. að fela fjelagsstjórninni að votta framkvæmdarstjóra þakklæti fje- lagsins á þann hátt sem hún fyndi viðeigandi. Hræðilegt slys. Ketilsprenging verður vjel- stjóra að bana. Línuveiðarinn „Ólafur Bjarna- son“ frá Akranesi lá við Hauks- bryggju í gær og um klukkan 5 í gærkvökli fór hann að kynda undir vjelinni og ætlaði að leggja af stað austur í höfnina til að taka kol. Klukkan mun hafa verið rúm- lega fimm, er skipstjóri hringir niður í vjelarrúm og biður að hafa alt viðbúið. Vjelstjórar voru báðir niðri og svöruðu sem venja er og stóðu síðan saman hjá stiganum, sem liggur frá vjelarrúmi upp á þilfar. Þá verður alt í éinu „pakn- ing“-sprenging á neðra loki gufu- ketilsins. Annar vjelstjóri komst upp stigann nauðulega, en fvrsti vjelstjóri, Ingibergur Jóhannsson, varð eftir niðri og beið bana við sprenginguna. Reynt var að ná í lækni undir eins, en læknar voru þá á fundi læknaþingsins. Lög- reglan kom á vettvang rjett á eftir, og náði hún í Kjartan Ólafs- son lækni, sem kóm þegar um borð, skoðaði vjelstjórann, og var hann þá örendur. Lík hans var síðan flutt upp í farsóttahús. Ingibergur var kvæntur maður og er eftirlifandi kona hans Sig- ríður Guðmundsdóttir. Álit vjelskoðunarmanna um það hvernig slysið hefir orsakast. Þegar eftir að hið sorglega slys vildi til um borð í línuveiðagufu- skipinu „Ólafi Bjarnasyni“ í gær- kvöld, kvaddi lögreglustjóri þá Gísla Jónsson, umsjónarmann vjela og Gunnlaug Fossberg fyrverandi vjelstjóra, til þess að fara um borð og athnga af hverju slysið mundi hafa stafað. Komu þeir um borð kl. 7.40 um kvöldið. Voru þá við- staddir þar 2. vjelstjóri skipsins og skipstjórinn, og ennfremur Ól- afur T. Sveinsson vjelfræðingur, sem mætti fyrir hönd ríkisskoðun- arinnar. Hafa skoðunarmenn gefið eftirfarandi skýrslu og álit: „Þegar við komum niður í vjel- arrúmið, var eldur allur slöktur í stónum og ketillinn því sem næst tómur. Botnlok ketilsins var fyrir og hafði það ekki enn verið hreyft frá því að slysið vildi til, eftir því sem okkur var skyrt frá, þjetti- hringurinn á lokinu var sprung- inn að ofan á milli spennistykkj- anna á 12 cm. svæði, og hafði vatn og eimur ketilsins streymt þar út, svo að eigi var annað eftir af vatni, en það sem fyrir neðan sprunguna var. Stjórnborðs- spennistykki ketilloksins var mjög lítið hert að katlinum. Reyndum við sameiginlega að iierða að því, en róin gekk óeðlilega örðugt á boltanunj^ án þess að spenna til fulls á lokinu. Losuðum við því næst róna af og gekk hún þann veginn mjög liðug, enda var hún og boltinn vel hreint í skrúfunum og olíuborið. Á milli róarinnar og spennistykkisins voru fimm skíf- ur, var minsta skífan það þröng, að hún klemdist að boltanum fyrir ofan skrúfurnar, og olli því að óeðlilegt átak hefir þurft til þess að fullspenna lokið að katlinum,' en sem ekki hefir tekist að gera. Þrjár af hinum fimm skífum voru nægilega stórar til að vera livar sem var í boltanum, og þær t*vær minni hæfilega stórar til að vera fyrir framan stærri skíf- urnar, én skífurnar hafa auðsjáan- lega ruglast og ekki verið settar á í sömu röð og þær hafa áður verið. Bakborðs-spennistykkið var sæmi- lega hert, þó mátti herða þá ró um % af ummáli sínu auðveldlega. Gekk sú ró einnig mjög liðlega af. enda vel hrein og olíuborin. Hjer voru einnig fimm skífur á milli róar og spennistykkis, voru )rjár af þeim hæfilega stórar á boltann hvar sem var, en tvær þrengri líkt og á stjórnborðsbolt- anum, en hjer var skífunum rjett niðurraðað og komu þrengri sltíf- urnar því eigi að sök. Þjettifletir á loki og lcatli voru í ágætu lagi og við lokið sjálft var ekkert að athuga. Þjettið var auðsjáanlega nýtt og af mjög góðri tegund, en' >að bar það með sjer, að það var ekki fullhert, og hefir það því sprungið út er eimþrýstingurinn jókst. Að rannsökuðu máli er það okk- ar álit, að slysið hafi orsakast af vanspentu botnloki ketilsins vegna mótstöðu skífunnar, sem sett hefir verið á rangan stað.“ Bólusetning við bamaveiki. Á síðustu árum hefir barnaveiki gert -talsvert vart við sig erlendis og reynst ekki sjaldan illkynjuð, svo blóðvatn hefir ekki hrifið, jafnvel í stórskömtum. Hefir þetta leitt til þess, að bólusetning gegn veikinni hefir víða verið reynd. Venjulega er bóluefninu dælt þris- var sinnum inn í líkamann með nokkrum millibilum, svo fyrir- hafnarsöm er þessi bólusetning, og aðrir en læknar geta ekki bólusett. Ekki var lieldur laust við, að hún væri hættuleg, en nú hefir þó tek- ist að ráða bót á því. Eru nú flest- ir sammála um það, að bólusetning þessi sje mikil vörn og hættulaus, þegar allrar varúðar er gætt. — Þannig hefir bæði enska, frakk- neska og þýska heilbrigðisstjórn- in mælt með bólusetningunni, þó ekki sje hún enn lögboðin. 1 fyrra voru þannig bólusett í Parísarborg yfir 50.000 börn á 3 mánuðum. Engn barnanna varð meint af bólu setningunni og ekkert þeirra hefir til skamms tíma sýkst af bama- veiki, þó víða hafi hún ltomið upp í borginni, og börn dáið úr henni. Barnaveiki hefir verið ljett hjer á Iandi undanfarin ár en var áður hættuleg drepsótt. Blóðvatnslækn- ingin hefir verið mikill bjargvætt- ur, en gott er þó til þess að vita, að nú skuli og annað ráð vera fundið, sem grípa má til, ef veilc- in færist í aukana eða gerist mann- skæð. Finnnr Jónsson gerður að heiðursdoktor við háskólann í Kiel. Khöfn, FB. 17. júní. Frá Kiel er símað: Á þýsk-nor- ræna mótinu í gær var prófessor Finnur Jónsson og fjórir aðrir Norðurlandabúar, einn frá hverju ríki, útnefndir heiðursdoktorar við Kielarháskóla. Því næst töluðu fulltrúar Norðurlanda. Ágúst H. Bjarnason mintist þýðingar Þýska- lands fyrir Islendinga. Vo Varpið í Grímsey. Norðanblöðin skýra frá því, áð varpið í Grímsey hafi algerlega brugðist að þessu sinni, og er ástæðan sú, að sögn Grímseyinga, að fuglinn hefir drep ist í vetur í stórhópum. Ilefir sára- lítið verið af fugli við Grímsey í vor, og búast eyjarslgíggjar við, að þetta lagist ekki fyr en eftir nolckurra ára skeið. Hafa Gríms- eyingar undanfarin ár selt Akur- eyringum mjög mikið af eggjum, en að þessu sinni fengu Akureyr- ingar ekki neitt. Ljósmæðraskólamun var sagt upp 26. jiiní. 10. námskonur luku prófi: Anna Sigurjónsdóttir, frá Ási í Þelamörk. Elísabet Halldórsdóttir, frá Miklabæ í Óslandshlíð. Guðmunda Ingibjörg Einarsdótt- ir, frá Litlu Hámundarstöðum á Árskógarströnd. Helga Björnsdóttir, frá Brunn- um í Suðursveit. Hildur Björnsdóttir, frá Hóli í Lundarreykjadal. Kristlaug Tryggvadóttir, frá Halldórsstöðum í Bárðardal. Pálína Rebekka Halldórsdóttir, frá Svínanesi í Múlasveit. Salbjörg Jóhannsdóttir, frá Un- aðsdal í Snæfjallahreppi. Sigríður Jonína Jóhannesdóttir, Frá Flateyri. Sigríður Jónsdóttir, frá Sútara- biiðnm í Grunnavík. Á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, sem er víðkunnur fyrir frábæra náttúrufegurð, liefir verið reist allstórt. gistihús, og er þar tekið á móti gestum og greiði seldur og hestar Ieigðir til ferðalaga um dal- inn. Þótt húsið rúmi allmikla tölu gesta, er ráðlegt, ef menn ætla að hafa þar langa viðdvöl, að sltrifa á undan sjer eða síma (næsta símastöð er Ásar). Bílar frá Bif- reiðastöð Kristins og Gunnars fara þangað fastaferðir á mánu- dögum og laugardögum, og auk þess fer að líkindum þangað um miðja viku vörubíll (hálfkassi) með góðum sætum fyrir 6—7 manns. Afgreiðsla þess bíls er á rull, Hverfisgötu 50 (hjá Ingvari Páls- syni kaupmanni). Ingigerður Jónasson, frá Jaðri í Hnausabygð, Man., liefir . lokiS hjúkrunarprófi í Winnipeg og fengið heiðurspening úr gulli fyrir gcða liæfileika og frammistöðu. — Ingigerður er dóttir Jóhannesar Jónassonar frá Harastöðum í Mið- döluin, og konu lians, Höllu Jóns- dóttur, ættaðri úr Þverárhlíð. (FB). Clifford Paul Hjaltalín heitir piltur í Winnipeg, sem nýlega lauk prófi í rafmagnsfræði við háskól- ann í Manitoba. Hlaut hann ágæt- is einkunn. Clifford er sonur Guð- jóns H. Hjaltalín og konu hansr Vigdísar Jónsdóttur, frá Núpi í Dýrafirði. (FB). Bílar yfir Mýrdalssand. í vor og sumar, alt til þessa tíma, hafa bílar farið daglega óhindrað yfir Mýrdalssand. Hefir enginn vöxtur komið í árnar ennþá, en aðalfarar- tálminn á þessari leið er Múla- kvísl, og verður hún ófær fyrir bíla strax og eitthvað vex í henni. Úr Dýrafirði er skrifað 27. júní r „Síra Þórður Ólafsson prófastur og frú hans, María ísaksdóttir1, eni að flytja hjeðan. Hefir hann stundað prestskap lijer alla sína embættistíð; fyrst í Mýrahreppi, en nú seinni árin í Sandaþingum. Hafa þau hjónin unnið hjer allra hylli. Hefir prófastur einkum unn- io göfugt starf með unglingum og börnum hjer í kauptúninu. — Fyrir nokkru var þeim hjónum haldið veglegt samsæti á Þingeyri. Var þeim færð peningagjöf. Enn- fremur færði K. F. U. M. prófast- inum vandaðan göngustaf og kven fjelágið „Von“ gaf frúnni blóm- vasa úr silfri. Eru gjafir þessar ofurlítill þakklætisvottur til þeirra hjóna frá samsveitungum þeirra fyrir margra ára göfugt starf hjer í firðinum. Nú eru þau á förum til Reykjavíkur. Þar eru börn þeirra búsett. Hugheilar ósk- ir fylgja þeim hjónum hjeðan, og óska allir hjer, að guð launi þeim vel unnið starf í þessum firði“. hreina og óhreina k»,upir Heildverslnc Garðars Bislasonar. Gorn Flakes er sá rjetti morgnnmatnr! Reynið einn pakka í dag. F»st i hverri verslnn. aaílSS**— Frjettir wfðsvegar að.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.