Ísafold - 30.09.1929, Page 1

Ísafold - 30.09.1929, Page 1
Afgreiðsla í Austurstræti 8. Póstbox 697. Árgangurinn kostar 5 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Vikublað Morgunblaðsins. 54. árg., 58. tbl. — Mánudaginn 30. september 1929. Elsta og besta frjettablað landsins- Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson, Sími 500. ísafoldarprentsmiðja h.f. H ekforsembœfíið Varö sá fyrir vali í rektorsembætti Mentaskólans, sem að yöar dómi hefði átt að velja? Hvernig gerið þjer grein fyrir þessu svari yðar? Byggingasýning j Kaupmannahöfn. Um þessar mundir er sýning ein mikil í Höfn í stóra salnum í „Forum“. Þar er sýnt ýmislegt,. er að nýjustu luísagerð lýtur. Á myndinni sjest lítið ódýrt hús,. sem gert er með það fyrir augum, að mörg af sömu gerð standa t röð. Neðar á myndinni sjest Aýtísku hús, sem ætlast er til, að standi við stöðnvatn, og er skýli fyrir bát (naust) næst áhorfenda- svæðinu. „lsafo!d“ hafði sent ofan- slcráðar spurningar til fastra kenn- ara við Háskólann, Stúdentaráðs Háskólans, ritstjórnar Stúdenta- blaðsins, formanns Stúdentafjelags líeykjavíkur og fyrverandi for- sætisráðherra, Jóns Þorlákssonar alþm., og óskað svars við spurn- ingunum til birtingar í blaðinu. Hafa blaðinu borist svohljóð- andi svör: Frá rektor Háskólans, Einari Arnórssyni, prófessor: Nei. Hinn setti rektor er ungur maður og allsóreyndur skólamað- tc" móts við hina umsækjend- urna, sem allir eru valinkunnir og þaulreyndir skólamenn. Frá dr. Ágúst H. Bjarnason prófessor: Nei. Maðurinn var alls óreyndur, en hinir umsækjendurnir þektir og reyndir skólamenn. Frá Guðmundi Hannessyni prófessor: Til þess að svara þessari spumingu óhikað þyrfti jeg að þekkja Pálma Hannesson, en það geri jeg ekki. — Þó sýnast mjer engin líkindi til þess að hann sje hæfastur af umsækjend- um. Þess vegna virðist mjer rangt að velja hann. Við embættaveitingar á að fara eftir „merita“, eftir afrek- uht manna. Hjer eru þau að engu höfð. Frá Magnúsi Jónssyni prófessor í guðfræði: Fyrri liðnum svara jeg hik- laust neitandi. Þetta liggur svo í augum uppi, að það er næstum því ofrausn að vera að gera grein fyrir því. Þó skal jeg taka þetta fram til dæmis: 1. í embættaveitingum verður yfirleitt að halda fast við þá reglu, 'að láta þá menn, ssm lengi hafa unnið með trúmensku í þjónustu þess opinbera, sitja fyrir hinum yngri. Þessi regla er viðurkend, ekki aðeins hjá því opinbera, heldur einnig í öUum stórfyrirtækjum, og þarf ekki að færa rök fyrir því, hve nauð- synleg hún er. Þessi regla var hjer þverbrotin, þar sem yngsti 'umsækjandinn var tekinn fram > yfir alla hina. 2. Sii regla verður að gilda, að láta þá, sem vinna við á- kveðna stofnun stofnun sitja að öðru jöfnu fyrir öðrum. Þetta er ekki nema sanngjarnt við starfsmennina og fyrir stofnun- ina er það nauðsynlegt. Þessi regla var hjer brotin svo ræki- lega, að aðkomumaðurinn var tekinn fram yfir hóp umsækj- enda úr kennaraliði skólans, þó a.ð hann kæmist hvergi nærri til jafns við þá. 3. Þegar meta skal umsækj- cndur, verður að líta á starf þeirra. Hjer var sá tekinn, sem minst starfið liggur eftir. J. Eitt er það, sem engu á að ráða um embættaveitingar, og það er stjórnmálaskoðun um- sækjandans. Hjer sýnist hún ein hafa öllu ráðið. Þetta læt jeg nægja, þó að fleira mætti nefna. Frá Níels P. Dungal dósent: Nei. Vil láta menn njóta þess, sem þeir hafa vel gert og tel háska- legt að víkja út af þeirri braut að veita embætti eftir öðru en verðleikum. Frá Jóni Þorlákssyni, fyrv. forsætisráðherra: Nei. Jeg get ekki betur sjeð en að setningin, með þeirri eftir- farandi veitingu, sem telja má ákveðna með henni, sje greini- legt brot á báðum þeim regl- imi, sem komið getur til mála að fylgja við veitingu slíks embætt- is, en þessar tvær reglur eru, sem kunnugt er: a. Veiting eftir þjónustualdri og öðrum verðleikum í starfi við stofnunina sjálfa eða aðr- ar hliðstæðar. b. Veiting til viðurkends af- burðamanns, sem sjerstak- lega þykir ástæða til að heiðra með slíkri veitingu, og sýnt hefir með löngu og góðu æfistarfi, að honum er fullkomlega fyrir starfinu trúandi — eins og t. d. þegar koni td mála að gjöra Jón Sigurðsson forseta að rektor. Fyrri reglan er hin algenga, svo sem kunnugt er; hina síðari má fremur kalla rjettmæta und- antelmingu en reglu. Hvoruqri hefir verið fylgt. Frá dr. Alexander Jóhannessyni dósent: Nei. Annars vegar úrval þaul- reyndra skólamanna og ágætra kennara, hins vegar ungur og óreyndur maður. Frá Stúdentaráði Háskólans: Stúdentaráðið hefir á fundi i dag tekið til athugunar brjef yðar dagsett 25. sept. þ. á. Var felt með jöfnum atkvæðum (3:3) að svara spumingu þeirri, sem þjer berið upp í brjefinu, með þeim forsendum þeirra, er í móti mæltu, að það mdl, er þar um ræðir, lægi utan verksviðs ráðsins. 27. sept. 1929, Þorgr. V. Sigurðsson. Bjarni Benediktsson. Frá formanni Stúdentafje- lags Reykjavíkur, Thor Thors, lögfræðingi: Því fer fjarri. Þaulreyndum afburðakennara, stjómsömum en víðsýnum, er helgað hafði skólanum starfs- krafta sína um langt skeið, bar að öllu óbrjáluðu embætti þetta. Frá ritstjórn Stúdenta- blaðsins: Að vorum dómi varð sá mað- ur fyrir vali í rektorsembætti Mentaskólans, sem síst allra um- sækjanda var til þess hæfur. — Fyrst og fremst hefir hann þeirrot. lang-minsta æfingu og reynslu sem kennari og hefir ekki svo að kunnugt sje sýnt neina sjerstaka hæfileika til þess að stjóma og umgangast nem- endur á hinum stutta kennara- ferli sínum. í öðru lagi mun hann ekki geta kent neina af aðal-námsgreinum lærdóms- deildar, en af því leiðir, að hann getur ekki haft það samneyti við nemendur þeirrar deildar, sem nauðsynlegt mætti þykja stjómanda skólans. Loks hlýt- ur skipun hans að vekja megna óánægjú kennara skólans, sem munu að vonum kunna því illa að vera settir undir yfirráð læri- sveins síns og yngraog óreyndara manns. Af því leiðir, að vart mun hægt að vænta trúrrar og g 'ðrar samvinnu milli rektors >:i kennara, eins og verið hefir cð undanfömu, en það er gam- all sannleikur og nýr, að hvert það ríki, sem er sjálfu sjer sund- urþykt, fær ekki staðist. Á stjórn skólans og nemenduma Mýtur þetta að hafa skaðvænleg áhrif. Það ætti að vera óbrigðanleg regla, þegar velja á menn í vandamestu stöður þjóðfjelags- ins, að láta hina hæfustu sitja í fymrrúmi. Með veitingu rek- torsembættisins teljum vjer, að í egla þessi hafi verið brotin svo ótvírætt, að naumast verði lengra komist í því efni, sjálfsagðar venjur um embættaveitingar að vettugi virtar og verðleikar um- sækjanda að engu hafðir. Mætti það vera lýðum Ijóst, að slík aðferð hlýtur að leiða til al- mennrar sðispillingar með því að framavon manna virðist nú oi'ki lengur bundin við hæfileika og góðan orðstír. Af þessum ástæðum teljum vjer, að stú- dentar hljóti að mótmæla allir þeirri aðferð, sem beitt hefir verið í þessu máli. Kristján Guðlaugsson, Guðni Jónsson. Færeysk sýning I Hitin. í byrjun nóvember verðnr opmið færeysk syning í Höfn. Verðnr sýning- in haldin í Frímúrarabygeinaunni i Kletkegade. Verður lögð aðalahersla á að sýna þar færeyskar afurðir. Á sýn- Ingin að vera fyiirboði þess og utidir- búningur undir að færeyskar afurðir verði að staðaldri á boðstólum í Höfn. í sambandi við sýningnna á að sýna lifandi myndir, auk þess sem þar á að vera dans og gleðskapur. Refasýning í Oslo. Um mánaðamótin okt. og nóv- verður haldin í Oslo sýning á silf- urrefum. Verða þangað sendir ref- ir frá öllum þeim löndum í Ev- rópu, þar sem silfurrefarækt er stunduð. í Noregi er nú talið áð sjeu um 30 þúsund silfurrefir, og er verð þeirra talið að vera um. 15 miljónir ltróna. Hún: Ef þjer dirfist að taka ut- an um mittið á mjer, þá .... Hann: Verðið þjer þá ákaflega reiðar við mig? Hún: Já, jeg verð afskaplega reið við yður, ef þjer haldið utan um mig lengur en svo sem fimm mínútur. Fiskveiðar við Færeyjar. .1 færeyska blaðinu „Dimmalætt- ing“ er skýrt frá því, að í enskum og skoskum hagfræðiskýrslum sje talið, að ensk fiskiskip veiði um 53 þús. tonn af fiski við Færeyjar á ári og sje verð aflans um 23 milj. kr. Bætir blaðið því við, að öhætt sje að áætla, að togarar ann- ara þjóða og línuveiðarar veiði þat* um 7 þús. tonn á ári og muni verð þess afla, sem útlendingar veiða við Færeyjar, því verða um 33 milj. kr.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.