Ísafold - 30.09.1929, Síða 4

Ísafold - 30.09.1929, Síða 4
4 I S A F 0 L D Skipsirand á Hagauesvík. öiglufirði, FB. 28. sept. Hjer gerði í dag norðaustan bleytuhríð með roki og stórbrimi. Bátar flestir í fiskiróðri, en eru allir komnir nema tveir. Ægir fór iit um miðjan dag, til að -vera bátunum til aðstoðar. Annar þeirra, Stígandi, strandaði rálægt Haganesvík. Ægir bjarg- aði mönnum og er á leið með þá bingað, og hinn bátinn, Sleipni, sem lá á Haganesvílc með bilaða vjel, og hefði sennilega strandað, ef hjálp hefði ekki komið. Sfðustu erlendar frjettir. Khöfn, FB. 27. sept. Stjómarmyndun í Austurríki. Frá Vínarborg er símað: Scho- ber, lögreglustjóri í Vínarborg, hefir myndað stjórn með þátttöku kristilegra sósíalista, stórþýska ffokksins 'Og bændaflokksins. — Vaugoin er hermálaráðherra, Sla- gft dómsm.ráðherra, Innitzer atv,- raála, Foedermeyer landbúnað- aftmálaráðherra, Hainisch verslun- armálaráðherra og Schimy innan- rfkismálaráðherra. Schober synjaði beiðni Heim- wehrsmanna um að veita þeim sæti í stjórninni. Þingið hefir fall- isj á ráðherraiistann með 84 at- kvæðum stjórnarflokkanna gegn 6ð atkvæðum sósíalista, Vaxtahækkunin. Frá London er símað: Englands- banki hækkaði í gær forvexti ur 5Ýz% upp í 6%% vegna stöðugs úfflutnings á gulli, en gullútflutn- ingurinn hefir enn aukist síðustu dtfgana. Gullforði Englandsbanka kefir minkað um 40 miljónir ster- lifagspunda síðan um þetta leyti í fyrra. Búist er við, að forvaxtahækk- ar, hafa vildarvinir Tryggva Þór- hallssonar viljað hreinsa hann af þeiin verkum. Hafa þeir reynt að halda því fram, að þetta eða hitt m'ðingsverkið væri gert gegn vilja Tr. Þ.; og svo hafa þeir kastað ahyrgðinni á dómsmálaráðherra. En landsmenn fara nú að þekkja þenna skrípaleik. Þeir vita nú orð- ið, að Tr. Þ. er fullkomlega sam- sekur dómsmálaráðherra, og ódæð- mterkin eru unnin með hans fulla vilja og samþykki, enda þótt hann reyni að skjóta sjer undan á- byrgðinni. Ekki ósjaldan hefir sú stað- hæfing heyrst frá munni Fram- sóknarbændá, að Tr. Þ. mundi aldrei neitt gera eða láta ógert, sem hann vissi að væri á móti vilja bænda. Mætti nefna ótal dæmi til sönnunar fyrir hinu gagn stæða’; síðasta dæmið er tröðkunin á vilja kjósenda í Hörgslands- hreppi í póstafgreiðslumálinu. í gær barst hingað sú fregn, 'að póstafgreiðslumanninum í Hraun- gerði í Árnessýslu, síra Ólafi Sæ- mundssyni, hafi einnig verið sagt upp frá áramótum. Mun eiga að Hytja póstafgreiðsluna að Selfossi, en hver taki við henni þar, mun óT réðið. Hvað skyldi koma næst? unin muni auka erfiðleika bresks iðnaðar og atvinnuleysi. Frá Stokkhólmi er símað: Sænski ríkisbankinn hefir hækkað for- vexti úr 414% og upp í 5%%. Þingrof í Tjekkoslovakíu. Frá Prag er símað: Þingið í Tjekkoslovakíu hefir verið rofið vegna ósamlyndis á milli stjórnar- flokkanna. Nýjar þingkosningar fara fram 27. október. Mótor Ahrenbergs gallalaus. Kaupmannahafnarblaðið „Nati- onaltidende“ skýrir frá því, að Junker-verksmiðjumar hafi rann- sakað mótorinn, sem Ahrenberg notaði á fluginu til Keykjavíkur. Ahrenberg var sjálfur viðstaddur r^insóknina sem leiddi í ljós, að olía hefir verið í benzolinu, sem Ahrenberg notaði. Hinsvegar virð- ist ekkert hafa verið að mótom- um, þegar olíulaust benzol er notað. Viðskiftafriður. Frá Genf er símað: Þingnefnd þjóðabandalagsins hefir rætt frakknesk-breska tillögu, þess efn- is, að verðtollar verði ekki aukn- ir næstu tvö árin. Er ætlast til, að þannig lagað tollahlje verði byrj- un almenns viðskiftafriðar. Nefnd- in hefir samþykt að biðja allar ríkisstjórnir að tilkynna, hvort þær vilji taka þátt í ráðstefnu um framannefnt tollahlje. Ráðsfundur þjóðabandalagsins, sem haldinn verður í janúar, tekur svörin til athugunar og ákvarðar, hvort og hvenær tollamálafundur- inn verður saman kallaður. Friettlr víðsvegar að. FB. 27. sept. Frá Siglufirði er símað: Tíð 6- stöðug og stopular gæftir; þorsk- afli þegar gefur á sjó. Talsvert af síld hefir veiðst í lagnet á Eyja- firði og dálítið hjer. Maður slasaðist á þriðjudags- morgun í fiskimjölsverksmiðjunni. Festist hægri hönd hans í þurk- aranum og marðist hún og hand- leggurinn talsvert, en köggull brotnaði í úlnliðnum. Maðurinn er á batavegi. I gær og nótt snjóaði. Er nú al- 'hvítt niður að sjó. Ægir kom í dag með enskan togára, „Kingstone", frá Hull. Iíafði hann tekið hann í landhelgi á Skjálfanda. Málið tekið fyrir í dag. ísland og þjóðabandalagið. — Kaupmannahafnarblaðið „Berlin- ske Tidende" birtir 15. þ. m. sím- skeyti. frá Genf, þar sem skýrt er frá því, að Jónas Jónsson dóms- málaráðherra sje þar staddur til þess að kynna sjer starfsemi þjóða bandalagsins, sjerstaklega með til- liti til. væntanlegrar þátttöku ís- lands í bandalaginu, sem hugsan- legt sje að verði á næsta ári. Er þess jafnframt getið, að danska stj'órnin muni vera velviljuð þessu. — Hefir Jónas auðsjáanlega þurft að ráðfæra sig við Stauning áður en hann þorði að hreyfa þessu ináli. Guðin. G. Bárðarson flutti þrjá fyrirlestra í utanferð sinni. Einn um Snæfellsjökul, annan um Reykjanesfjallgarð og hinn þriðja Fordsoiv Hin nýja endurbætta Fordson - dráttarvél hefir nú 32 hestöfl. Vegna hinnur miklu eftir- spurnar, er nauðsynlegt að fú pantanir i tíma, því búast má við, að af- greiðslutími verði nokk- uð langur fyrst um sinn. Ávalt reiðubúinn að gefa allar upplýsingar. Aðalumboðsmaður FORDSON á íslandi. Kveikjan er endurbætt, svo vélin snarkveikir. Kæling er enn þá öruggari en áður. Smurning endurbætt með oliusíu. Skifting í tvöföldum legum, sterkari og öruggari. Aurbretti fylgja með í kaupunum. Sparneytnastur, liðugastur, vandaðastur, traust- astur og best trygður að varahlutum. Heimskunn- asta dráttar- vélin og sú þektasta og vinsælasta hér á landi. um gullfund í Esjunni. Hafa þeir Trausti Ólafsson og hann rannsak- að það mál í sumar, og komist að raun um, að gull er þar, þó óvíst sje, hvort það er þar í svo ríkum mæli, að um vinslu geti orðið að ræða. Mótmæli gegn fækkun presta. Á hjeraðsfundi Kjalarnessprófasts- dæmis 17. þ. m. var samþ. svo- hljóðandi ályktanir: „Hjeraðsfundurinn ályktar, að ekki geti komið til mála, að fækka prestum í prófastsdæminu, og að sameining prestakalla í því sje ó- hugsanleg“. „Hjeraðsfundurinn telur útvarp guðsþjónusta æskilegt af ýmsum á- stæðum, en alls ekki hæft til þess að geta valdið fækkun presta.* ‘ Nýtt amarhreiður. í síðastliðn- um nóvembermánuði sáust amar- hjón með tvo unga við Skriðuvað í Vatnsdal. Hjeldu emirnir sig þar um slóðir, á svæðinu frá Skriðuvaði að Húnaós, allan vet- urinn og fram í apríl. Þá hurfu gömlu ernirnir fram í Vatnsdals- gil, því að þar hafa þeir átt hreið- ur síðastliðin tvö sumur. En ókunn ugt er, hvað hefir orðið um ung- ana. Til þeirra sást við Bjargaós í maí, en síðan hafði sögumaður ísaf. ekki spurnir af þeim. Steinþór Sigurðsson, sonur Sig- urðar Jónssonar barnaskólastjóra, tekur magisterpróf í stjörnufræði og eðlisfræði í haust. Að afloknu prófi er hann ráðinn náttúrufræði- kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri, í stað Pálma Hannes- sonar. Hvalveiðar Norðmanna. Nýlega hefir hvalveiðafjelag eitt í Tuns- berg í Noregi ákveðið að greiða 50% í arð fyrir árið sem leið. Þó að borgaður sje svona mikill arð- ur, hefir fjelágið nægilegt fje til þess að rmdirbúa hvalveiði eftir sem áður. Sýnir þetta hve hval- veiðar eru arðberandi. Rauði kross íslands. — Skýrsla stjórnarinnar fyrir árið 1928 er nú komin út. Aðalfundur fór fram 30. apríl 1928. Var sá hluti stjórnar- innar endurkosinn, sem úr gekk eftir hlutkesti. Formaður var kos- inn dr. Gunnlaugur Claessen, en framkvæmdanefnd skipuðu auk hans varaformaður próf. Guðm. Thoroddsen, ritari Björn Ólafsson kaupm., Magnús Kjaran og Þorst. Scheving Thorsteinsson. Reilcning- ar fjelagsins sýna góða afkomu. Tekjuafgangur varð á árinu rúml. 7l/2 þús. kr. og eignir fjelagsins í árslok rúmí. 20 þús. kr. Starf- semi fjelagsins hefir verið mest í Reykjavík, Sandgerði og á Akur- eyri. Hefir Kristín Thoroddsen haft á hendi hjúkrunarstarfsemi í Sandgerði, en Ingunn Jónsdóttir og Sigr. Bachmann á Akureyri. A öskudaginn voru seld merki fyrir starfsemina í Reykjavik, Hafnar- firði, Vestmannaeyjum og Sand- gerði. Varð ágóðinn á þriðja þús. kr. Loks voru haldin námskeið í hjúkrun og hjálp í viðlögum á 12 stöðum á landinú. Nutu 378 nem- endur kenslu. Kristín Thoroddsen hjúkrunarsystir hjelt námskeiðin. 142 sjúklingar voru fluttir í sjúkra ibifreið fjelagsins. Voru það h. u. b. helmingi fleiri en árið áður. Er ætlun fjelagsins að útvega 2 sjúkrabifreiðir í viðbót hið fyrsta. Fjelagið hefir sýnt nokkrar kvik- myndir í þjónustu starfsemi sinn- ar; ennfremur hefir það haldið uppi brjefasambandi við erlend Rauða kross fjelög. Undir eins og kleift verður, mun fjelagið reyna að koma upp almanna-tannlækn- ingum og fræðslu um jneðferð tanna. Skólahátíð Möðruvallaskóla. 1 ráði er að skólahátíð sú, sem halda á fyrir norðan að vori, í tilefni af því, að liðin eru 50 ár síðan Möðruvallaskóli var stofnaður, standi yfir í tvo daga. Fyrri dag- inn fari hátíðahöldin fram á Möðruvöllum, en hinn síðari á Akureyri. Allmikill viðbúnaður er nauðsynlegur undir hátíð þessa, því hún mun verða fjölsótt. Inn- an skamms verða sendar fyrir- spurnir til allra gamalla nemenda um það, hvort þeir ætli að sækja hátíð þessa, því nauðsynlegt er það fyrir undirbúningsnefndina, að geta gert sjer nokkra hugmynd um; hversu fjölsðtt hátíðin verður. Rafmagnsmál norðanlands. Mik- ill áhugi er vaknaður meðal manna í Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýsl um, á því að hefja undirbúning undir virkjun stórra fallvatna, er nægi hjeruðum þessum. Hafa Skag firðingar helst hug á að nota Reykjarfoss, en Eyjafjörður mun sennilega fá rafmagn úr Goðafossi. Arlega koma upp fleiri og fleiri smástöðvar fyrir einn eða fáa bæi. Eftir því sem þessum litlu stöðv- um fjölgvar, eftir því má búast við að erfiðara verði að fá mcnn til þess að verða samtaka í því að lyfta Grettistakinu, er um það verður að ræða, að „rafmagna" hjeruðin í heild sinni. Flugið í sumar. Samkvæmt upp- lýsingum Flugfjelagsins hafa ver- ið farin 521 flug í sumar, þar af 163 liringflug. Flogið hefir vcrið Pósthússtr. 2 Reykjavík Stmar 542,254 og 309 (fr kv.stj.) MMMM Alíslenskt fyrirtæki. Allskonar bruna- og sjó-vá- tryggingar. Hvergi betri nje áreiðanlegri viðskifti. Leitið upplýsinga hjá næsta umboðs- manni! í 400 kl.st. samtals og 56.500 km. vegalengd. 1100 manns hafa notað flugferðirnar. Vjelarnar hafa flutt 11500 kg. af flutningi og farangri,. en 1000 kg. af pósti. Undirbúningsnefnd Alþingiahá- tíðar tilkynnir: I dómnefnd til þess að dæma um lögin við hátíð- arljóðin hafa verið valdir: Sigfús Einarsson tónskáld, Haraldur Sig- urðsson píanóleikari og Carl Niel- sen tónskáld í Kaupmannahöfn. Jarðarför Gunnlaugs Briem Ein- arssonar fór fram 27. þ. m., að við- stöddu fjölmenni. Síra Þorsteimi Briem og síra Bjarni Jónsson töl- uðu í kirkjunni, en skólabrœður og vinir hins látna báru kistuna. Stúdentar gengu í heiðursfylkingu undan líkvagninum undir fána Háskólans. Var öll athöfnin hin virðulegasta, og lýsti vel þeim vmsældum, sem Gunnlaugur heit. naut meðal kunningja sinna. Stefnir, tímarit það, sem Mag- nús Jónsson alþingismaður gefur út, er nýkomið út í annað sinn. Það flytur meðal annars fram- hald af hinni fróðlegu grein Jóns Þorlákssonar „Milli fátæktar og bjargálna", grein um Alþingi 1929, frjettabrjef 0. fl. Ritið hefir þegar náð miklum vinsældum hjá almenningi, enda er efni þess fjölbreytt og skemtilegt, en frá- gangur góður. Leitin að pólförunum árangurs- laus. Frá Oslo er símað: ítölsku leið— angursmcnnirnir, sem voru að leiVað loftskipsflokknum úr No- bileleiðangrinum, á Spitzbergen- svæðinu og Novaja Semlja, erú komnir til Tromsö. Leitin varð ár- angurslaus. Þórshöfn, FB. 27. sept. Fulltrúi lögþingsins á Alþingis- liátíðinni verður E. Mitens lög- þingsforseti.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.