Ísafold - 06.11.1929, Side 4
TR A POL D
4
Slys.
Skipptjórinn á dýpkunarskipinn í
Borgarnesi lendir í vindunni
og bíður bana.
Borgarnesi í gærkvöldi.
IJmn 27. september kom hingað
danskt vjelskip, sem „Ida“ heitir,
til þess að taka við af „Uffe'“ að
dýpka höfnina lijerna. Hefir það
verið hjer við það starf síðan, og
eru á því 6 menn.
í morgun, klukkan um 9, var
skipið eitthvað að færa sig til,
eins og það varð altaf að gera.
Skipstjóri var á þiljum, en af ein-
hverjum ástæðum skrikaði hon-
um fótur og fjell hann hastarlega
rjett hjá vindu sldpsins, sem var
í gangi. Lentú föt hans í tannhjóli
vindunnar og dró hún hann að
ajer af miklum krafti, og letiti
bánn inn í vindunni, áður en hún
yrði stöðvuð.
Kallað var þegar í laikni og kom
hann undir eins á vettvang, en þá
var skipstjórinn dáinn, og var all-
ur annar handleggur hans tættur
í sundur af vindunni.
í dag var smíðað utan um líkið
og er vjelbátur kominn hingað frá
Reykjavík til að sækja það, og
verður það flutt til Kaupmanna-
hafnar með „íslandi".
Maður hrapar til bana
í Svínaskarði.
Reynivöllum í gær.
Á miðvikudaginn var fór aldr-
aður maður, Eyjólfur Eyjólfsson,
frá Helgafelli í Mosfellssveit og
ætlaði upp í Kjós að sækja þang-
að hesta fyrir Níels Guðmundsson
bónda á Helgafelli. Var hann ríð-
andi á hesti, sem Níels átti, en
hafði í taumi hest, sem hann átti
sjálfur og ætlaði að koma í fóð-
ur upp í Kjós.
Veður var slæmt um daginn,
hvassviðri mikið og snjókoma á
fjöllum. I»ó voru menn e'kkert
hræddir um Eyjólf, því að hann
var leiðinni gagnkunnugur, hafði
alið allan aldur sinn í Kjósinni. En
þegar hann var ekki kominn á
laugardag, fór Níels bóndi að undr
ast um hann og símaði að Reyni-
völlum í Kjós, og bað, að grensl-
ast væri eftir, hvað Eyjólfi liði.
Var þá sent frá Reynivöllum á
næstu bæi, en enginn vissi neitt
til ferða hans. Var þá safnað sam-
an mönnum og hafin leit. Fanst
Eyjólfur liðið lík í gilinu í Svína-
skarði norðanverðu á mánudag-
inn. Hafði hann sýnilega hrapað
til bana. Ætla menn, að hann hafi
ekki getað ráðið sjer í ofviðrinu,
og hafi það hrakið hann út af veg-
inum og þar fram af í gilið. Áður
en hann hrapaði, hafði hann mist
að sje'r húfuna, en í hennar stað
hafði hann vafið ullartrefli, sem
hann hafði um hálsinn, um höfuð-
ið. Hann hafði verið á togleður-
stígvjelum og má vera, að það hafi
stuðlað að slysinu, því að slík
stígvjel eru hál og ilt að fóta sig
á þeim í ofviðri og hálku. Annað
stígvjelið hafði hann mist, og
fanst það hvergi. — Líkið var eitt-
hvað örlítið skaddað á. höfði og
ætla menn því, að Eyjólfur hafi
rotast í fallinu.
Eyjólfur heitinn var ógiftur.
Hann var frá Þorláksstöðum í
Kjós og hafði verið þar lengi og
átti nú lögheimili þar hjá bróður-
svní sínum. í sumar hafði hánn
verið á Helgafelli í Mosfellssveit
og ætlaði að vera þar í vetur.
Hann var roskinn maður — kom-
inn um sextugt — og hafði alla
æfi verið mjög vel kyntur, hvar
sem hann var.
Hestarnir fundust á mánudag-
inn niðri hjá Þverárkoti — höfðu
sniáið lieimleiðis.
Sfðustu erlendur frjettir.
FB. 3. nóv.
Tardieu myndar stjórn.
Frá París er símað: Tardieu
heppnaðist að mynda stjórn í gær-
kveldi. — Ráðherralistinn verður
birtur í dag.
Þjóðaratkvæði í Þýskalandi um
Y oungsamþyktina.
Frá Berlín er símað: Rúmlega
4.9 miljón kjósendur eða 10.06%
allra kjósenda í Þýskalandi hafa
undirskrifað áðurumgetna beiðni
um að þjóðaratkvæði verði látið
skera úr því, hvort Þýskaland
skuli fallast á Youngsamþyktina.
Beiðnin, se'm er fram ltomin af
hálfu þjóðernissinna, og sem þeir
hafa imnið fyrir af miklu kappi,
hefir þannig fengið nægilega marg
ar undirskriftir, þar' eð lög á-
kveða að slíkar beiðnir skúli tekn-
ar til greina, ef að minsta kosti
10% kjósenda skrifi undir. Nokkr-
ar undirskriftir hafa enn ekki
verið taldar, en geta e'kki breytt
að neinu ráði framangreindum ár-
angri.
Flogið frá Rússlandi til New York.
Frá New York er símað: Rúss-
neska flugvjelin Sovietland kom
hingað í gær.
(Flugvjelin Sovietland lagði af
stað í Ameríkuflugið, yfir Síberíu,
í septe'mbermánuði).
FB. 5. nóvember.
Nýja stjórnin í Frakklandi.
Frá París er símað: Þessir menn
eiga sæti í Tardieu-stjórninni:
Tardieu, stjórnarforseti,
Briand, utanríkismálaráðherra,
Hubert dómsmálaráðherra,
Cheron, fjármálaráðherra,
Maginot, hermálaráðherra,
Leygues, flotamálaráðherra,
Hennessey, landbúnaðalmálaráð
herra,
Peitre, nýlendumálaráðherra,
Marraud, kenslumálaráðherrra,
Gallet, eftirlaunamálaráðheTra,
Loucheur, atvinnumálaráðherra
Pernot, samgöngumálaráðherra
Ge'rmain Martin, póstmálaráð-
herra,
Eynae, flugmálaráðherra,
Rollin, siglingamálaráðherra.
Tardieu bauð radikala flokkn-
um sex ráðherrasæti, en tilboðinu
var hafnað. Tardieu-stjórnin er
miðflokkastjórn, sem hallast að
hægri flokkunum. Hún er aðailega
mynduð með þátttöku sömu flokka
eT tóku þátt í síðustu Poincaré-
stjórninni. Miðflokkarnir hafa
flest sæti í stjórninni. Hægr'imenn
hafa og sæti í stjórninni. Þing-
fylgi hinnar riýju stjórnar virðiú
ekki ábyggilegt. Vafalaust verður
erfitt að samrýma óskir hægri-
rnanna og sáttastefnu Briands.
Auk þess má búast við mótspyrnu
gegn stjórninni frá sósíalistum og
radikala flokknum.
Stjórninni er samt tæplega
hætta búin fyr en fjárlögin eru
komin í gegnum þingið, en búist
er við, að þau verði afgreidd um
áramótin.
Habibullah líflátinn.
Frá Kabul er símað: Habibullah
og ellefu fylgismenn hans hafa
verið skotnir samkvæmt skipun
Nadirkhans.
Trúlofun ríkiserfingja Itala.
Fins og skýrt hefir verið frá i
skeytum undanfarið, dvelur ríkis-
erfingi Itala nú í Briissel. Hann
fór þangað til að opinbera trú-
lofun sína með Maria José, einka-
dóttur Alberts konungs i Belgíu
cg Elísabetar drotningar. Umberto
ríkiserfingi er hár og grannur
f
maður, hinn myndarlegasti í fram-
komu og nýtur mikillar lcve'nhylli.
Það er því ekki að furða, að marg-
ar sögur hafi farið af því, hvenær
hann ætlaði að trúlofast og hverri.
Fyrsta tilgátan var, að hann ætlaði
að trúlofast Maria Jóséýeins og nú
er orðið. Þetta var 1923. Síðan
gátu menn þess til að hin ham-
ingjusama mundi verða Beatrice
prinsessa í Spáni, því næst Ileana
í Rúmeníu og loks hjeldu sumir
því fram, að hann mundi trúlofast
Eddu, dóttur Mussclini.
Myndin að ofan sýnir Umberto
ríkiserfingja og Maria Jósé
prinsessu.
— Hvað er þetta ? Látið þjer
lestina hlaupa frá mjer — já, 10
mínútum . fyrir tímann. Og hjer
er ekkert gistihús, sem maður gæt:
verið í næturlangt.
— Fyrirgefið þjer —------en je'g
skal segja ýður, við erum aðeiris
tveir hjerna á stöðinni og okkur
vantaði þriðja mann í „l’hombre“.
Veðrðttan (sumar.
Veðurstofan gefur út mánaðar-
yfirlit yfir veðráttu o. fl. á öllu
landinu. Er nú komið út yfirlit
yfir jiinímánuð. Var veðrátta í
þessum mánuði fremur hagstæð
sunnanlands, en nokkuð köld norð-
anlands, og litil spretta fyr en
seinustu vikuna.
Hiti var 0,1 st. fyrir neðan með-
altal á öllu landinu. Hlýjast var
fyrsta dag mánaðarins og seinustu
vikuna, alt að 3 st. yfir meðallag.
Hæstur varð hitinn á Grímsstöð-
um á Hólsfjöllum, 22,1 st. hinn
28. og lægstur á sama stað — 2,9
st. hinn 4. júní.
Sjávarhiti hefir verið 1.3 st. yf-
ir meðallag við strendur landsins,
hlýjast eftir hætti við Norðurland,
í Grímsey 2,6 st. yfir meðallag, en
tillölulega kaldara við Suðurland.
Úrkoma varð í meira lagi, 17%
yfir meðallag á öllu landinu, til-
tölulega mest norður á Melrakka-
sljettu, 180% yfir meðallag. Á
Grænhól varð úrkoman mest einn
dag, 29.6 mm., þar næst í Hvera-
dölum á He'llisheiði, 27.6 mm.
Þokur voru alltíðar. Á Norður-
landi og Norðausturlandi var sum-
staðar krapi og snjókoma, og í
Möðrudal á Hólsfjöllum er snjó-
lag talið 5%, en annarsstaðar snjó-
laust.
Sólskin var í Reykjavík 228,2
stundir, en meðaltal 6 undanfar-
inna ára var 212 stundir. Á Akur-
eyri var sólskin 141.3 stundir; 13
dagar af mánuðinum voru sólskins
lausir.
FriBttir vlðsvegar að.
FB. 31. okt.
Frá Akureyri er símað: Ágætur
fiskafli á Húsavík. Trillubátar fá
á fjórða þúsund pund í róðri.
Guðmundi skáldi á Sandi barst
mikill fjöldi heillaskeyta úr öllum
áttum á sextugsafmæli sínu þ.
24. þ. m.
Marahláka í nótt. Snjór er að
me'stu horfinn. Jörð komin aftur
víðast í sveitum, en jarðlaust var
með öllu um síðustu helgi.
„Björgúlfur“, e'ign Matthíasar
Hallgrímssonar, Siglufirði, full-
fermdur möl frá Sauðárkróki til
ríkisverksmiðjunnar sökk í dag
undan Bæjarklettum á Skagafirði.
Menn björguðust.
Yfirfræðslumálastjórinn. „Dag-
ur“, annað stjórnarblaðið á Ak-
ure'yri, skýrir frá því, að Sigurður
Einarsson sje skipaður til þess að
hafa eftirlit með æðri ríkisskólum,
en jafnframt muni hann vinna
eitthvað á skrifstofu Ásgeirs Ás-
geirssonar fræðslumálastjóra. —
Bendir þessi frásögn blaðsins til
þess, að Sigurður eigi einnig að
hafa eftirlit með barnaskólum.
Kaup síldarfólksins. Mælt er, að
Síldareinkasalan muni innan
skamms greiða 4 kr. á tunnu í við-
bót við þær 5 kr„ e'r hún hafði áð-
ur greitt. Kemur það sjer vel fyrir
vérkafólkið sem stundaði síldar-
vinnu í sumar, því margt af þrf
hefir lítið fengið ennþá fyrir sum-
arvinnuna.
F'skafli á öllu landinu var orð-
inn 396.555 skippund hinn 1. nóv-
ember. Er það 9.366 skippd. meira
heldur en var um miðjan októbem
Þar af kemur þriðjungur á Sunn-
lendingafjórðung og þriðjungur á
Norðlendingaf jórðung.
íslendingur hverfur í Grimsby.
Einn af háse'tum á „Belgaum‘%
Þórður Sveinsson að nafni, kom
ekki til skips í Grimsby, og varð
Belgaum að leggja á stað heimleið-
is án hans. Frekari eftirgrenslanir
um manninn hafa ekki borið ár-
angur, og eru menn hræddir um
að hann muni hafa dottið í höfn-
ina og druknað.
Markaðsfrjettir. Útlenda varan
hefir farið lækkandi. Er síðasta
Kaupmannahafnar-skráning talin
þessi pr. 100 kg.: hveiti 23 kr.r
þakaramjöl 26 ltr., AmeTíkuhveitl
30 kr„ rúgmjöl 19,50 kr„ höggsyk-
ur 32 kr„ strásykur 26 kr„ hrís-
grjón 28 kr. og hafragrjón 30 krn
(Eftir Versl.tíð., okt.-hefti).
Heiðurskross. Þann 13. sept. var-
Sigurbjörn Á. Gíslason cand. theol.
sæmdur heiðurskrossi ungverska
ríkisins. Er þessi kross ætlaður
sem heiðursmerki þeim mönnum
innlendum og útlendum, sem hafa.
gert landinu heiður eða greiða. —
Eins og kunnugt er, ritaði S. Á.
Gíslason margar greinar um Ung-
verjaland í fyrra. Voru greinar
þessar þýddar á ungversku, og
birtust þar í blöðum. Kross þessi;
er veittur í fimm flokkum, og he'f-
ir Sigiurbjörn hlotið kross úr
þriðja flokki. Þetta mun vera í
fyrsta skifti, sem Islendingur er
sæmdur heiðursmerki frá Ung-
verjalandi.
Prófessor A. G. van Hamel við
háskólann í Utrecht í Hollandi
ferðaðist hjer á íslandi síðastliðin
tvö sumur. Hefir hann nýlega rit-
að grein í hollenska tímaritið
jViagen des Tijds', er hann nefnir
„Ijslandsche Indrukken“, og be'r
hann íslendingum þar vel söguna..
Jólamerki Thorvaldsensfjelags-
ins er nú komið. — Hefir Júlí-
apa Sve'insdóttir málari gert frum-
myndina að því. Sýnir það hels-
ingjahóp á flugi og eru þeir að
kveðja landið og hverfa til hlýrri
stöðva, en á eftir hópnum horfa
tv-ær kindur, sem eiga íslenska vet-
urinn framundan, — og komast
hvergi. Með þessari merkjasölu eT
Thorvaldsensfjelagið að hjálpa
þe'im, sem bundnir eru í báða skó
og komast hvergi hjálparlaust. —
Menn hafa á undanförnum árum
talið það skyldu sina að styðja
viðleitni fjelagsins með því að
, kaupa merki þess á brjef sín fyr-
ir, um og eftir hátíðarnar og svO’
mun enn verða. Eru jólamerkin:
svo vinsæl, að mönnum þykir mik-
ið meira til þeirra brjefa koma,
sem þau eru á, heldur en annara
brjefa.
— Pabbi, hvað er eintal?
— Það er þegar mamma þín
talar við mig.
— Hvað er samtal?
— Það er þegar fólk talar sam-
an.