Tíminn - 16.03.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.03.1980, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 16. mars 1980 V. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Hitstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfuli- trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gfslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SÍÐu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldsfmar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. VerO I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr.: 4.500 á máuuói. Blaöaprent. Okkar hlutur Engum blandast hugur um það að það er i þágu okkar sjálfra að eiga sem mesta og nánasta sam- vinnu við aðrar þjóðir um menningarmál, og á það að sjálfsögðu fyrst og fremst við um frænd- þjóðir okkar og nágranna. Menning okkar auðg- ast og styrkist af slikum samskiptum og viðkynn- ingu, og hefur reynslan sýnt það og sannað frá öndverðu. En til þess að samvinna á sviði menningarmála verði árangursrik verðum við jafnframt að leggja rækt við þann arf sem við höfum þegið. Við verðum að ávaxta hann á þeim grunni sem is- lenskt þjóðlif er. Með þeim hætti einum verða er- lend áhrif og menningarstraumar islenskri menningu til góðs að frjómáttur hennar sé nægur til að aðlaga og tileinka sér það sem nýtilegt er, en visa öðru á bug. Á sama hátt verður skerfur okkar þvi aðeins metinn að við höfum sjálfir eitthvað fram að færa i alþjóðlegu samstarfi eða samvinnu við frænd- þjóðir okkar. útlendingar fara ekki að sækja hingað það sem þegar er fyrir hendi i samfélög- um þeirra og þá enn siður það sem er aðeins eftir- mynd þess sem þeim er gamalkunnugt. Fyrir þeim vakir i reynd hið sama og fyrir okkur: Að kynnast einhverju nýju og áður ókunnu. Ingvar Gislason menntamálaráðherra vék að þessum efnum i ræðu á þingi Norðurndaráðs fyrir skemmstu. Ingvar sagði i ræðu sinni m.a.: „í menningarmálum er ef til vill mikilvægasta verkefnið að leggja rækt við þjóðlegan arf. Blóm- leg þjóðmenning er forsenda raunhæfrar alþjóða- samvinnu i menningarmálum. Menning þjóðar þarfnast ræktar og aðhlynn- ingar. Það er frumskilyrði þessarar ræktunar að menning þjóðarinnar hafi burði til að aðlaga og mæta þeim áhrifum og straumum sem berast utan að og gjarnan af talsverðum þunga. Við verðum jafnan að gæta þess að engin ein- stefna verði i menningarsamstarfi Norðurland- anna. A þessu er nokkur hætta, en ég vona að við henni verði séð. Að lokum vil ég minna á, að i norrænu sam- starfi verður að taka sérstakt tillit til fámennra og afskekktra útjaðra. ísland er utan miðsvæðis i þessu samstarfi, en þrátt fyrir það er ísland menningarsamfélag, sem er megnugt þess að veita öðrum, — ekki aðeins að vera þiggjandi i samstarfi. Og ég veit að hið sama á við um aðrar útjaðraþjóðir. 1 þessum anda vona ég að ætið verði starfað að norrænni samvinnu á sviði menningarmála”. Sérhver þjóð hefur sin einkenni sem greina hana frá öðrum, jafnvel nánustu frændþjóðum. Og það er vissulega fjöldamargt sem greinir okkur i þessum efnum frá norrænum skyldmenn- um okkar, og á það ekki aðeins við um þann arf sem við höfum þegið af keltneskum áum okkar. Við höfum, ekki siður en aðrir, margt fram að færa i þessu samstarfi. En eigi skerfur okkar að vera fuilgildur og sæmandi, verðum við að leggja rækt við það sem hér hefur runnið upp og heldur áfram að streyma. JS Erlent yfirlit Kjartan Jónasson: Ný kórrétt lína í Kína Maóistar eiga nú ekki sjö dagana sæla Óvenju hljótt hefur veriö um Kinastjórn á alþjóölegum vett- vangi siöustu vikur og mánuöi, en aftur á móti dregiö til tiöinda i innanrikis- og innanflokks málum. Deng Xiaoping lét loks til skarar skriöa meö hreinsanir innan miöstjórnar kommúnista- flokksins I byrjun þessa mánaö- ar, en markmiö þeirra mun hafa veriö aö sýna Kinverjum svart á hvitu hverjir færu meö stjórn landsins. Ennfremur hafa öll loforö um aukin mann- réttindi og lýöréttindi reynst innantón og efndum á mörgurn þeirra nú formlega slegiö á frest. í Kina er aftur komin upp kórrétt lina. Þaö helst sem geröist á aöal- fundi miöstjórnar kommúnista- flokksins nú fyrir skömmu og aö undirlagi Deng var brottrekstur nokkurra yfirlýstra Maósinna, kerfisbreytingar sem viröast miöa aö þvi aö draga úr áhrifum embættis formanns flokksins og forsætisráöherra landsins en þvi gegnir nú Hua Guofeng. Jafnframt hlutu auövitaö fylgis- menn Deng allar mikilvægar stööur sem losnuöu. Og i þriöja lagi lét miöstjórnin þaö skiljast á sér svo ekki færi á milli mála, aö nú væri búiö meö allt mann- réttinda- og lýöréttindatal og andóf yröi ekki þolaö. Afturkall- aöar voru stjórnarskrárbætur sem tryggja áttu mál- og rit- og fundafrelsi. Aö sjálfsögöu segir I yfirlýsingu miöstjórnarinnar aö „Sósialiskt lýöræöi” sé sjálf- sagt en: „Reynslan sýnir aö ó- takmarkaö málfrelsi, fullkomiö frelsi til aö láta i ljós hvaöa skoöanir sem er, málfundir og veggspjöld eru ekki rétta leiöin til aö ná þvi marki”. Astæöur þessara aögeröa Deng, sem fela I sér afturhvarf frá flestu þvi sem hann hefur boöaö og mest hefur veriö lofaö á Vesturlöndum og meöal þjóö- félagslegra virkra Kínverja, margra hverra aö minnsta kosti, eru vonir hans um aö meö þessu móti gangi betur aö hefja Kina upp til nútimalegri fram- leiösluhátta. Iönbyltingin” hans nýja hefur látiö á sér standa og kerfiö veriö tregt til aö breyta til. Deng kennir um ótta em- bættismanna viö aö Maóistarnir eigi eftir aö kollvarpa öllu aftur og þeir, sem hafi veriö hlýönir Deng, veröi þá á einni nóttu andstæöingar kerfisins. Völd Deng og fylgismanna hans hafi sem sagt ekki þótt trygg og vafasamtaö hlýta forsjá þeirra. Ennfremur kennir Deng auknu frelsi um vaxandi andóf og þaö hafi átt sinn þátt i aö tefja fram- gang nýrrar iönbyltingar. Eflaust hefur Deng aö þessu leyti margt til sins máls en jafn- ljóst viröist aö nýja leiöin, ný Fangar I Kfna endurmenntaöir I anda nýrrar „lfnu”. Deng ræktar garöinn sinn. En segir ekki gamalt spakmæli „Eins og þér sáið, svo munuö þér og uppskera”. kórrétt lina, felur i sér aðrar hættur og kannski alvarlegri heldur en hægagangurinn viö framkvæmd hugmynd hans. Meö nýrri kórréttri linu er þeg- ar hafin kerfisbundin kúgun á Maóistum, margir hafa verið fangelsaðir og enn fleiri einfald- lega horfiö i viöfeöma hit öryggislögreglunnar. Slikar að- feröir bjóöa alltaf hættunni heim og kalla á skipulegt andóf, sem ekki miöast fyrst og fremst við aö verjast heldur við það aö ná aftur völdunum. Ýmislegt bendir og þegar til þess, aö þessar aöfarir veki aö- eins enn meiri ugg embættis- manna, sem þykjast sjá i þeim svart á hvitu hver afdrif þeirra yröu ef Maoistar næöu aftur völdum eftir brottfall Deng sem nú þegar er oröinn 75 ára. Saga sem sögö er frá héraðinu Hebei I Kina lýsir þessu nokkuö ljós- lega. Verkamenn þar fengu fyr- irskipanir um aö koma á bónus- kerfi og brugöu viö skjótt og ör- ugglega og komu sér upp jafn- réttiskerfi til aö tryggja að menn skiptust á aö fá greitt samkvæmt fyrsta, öðrum og þriöja bónusflokki. A þennan hátt vonast þeir til aö þóknast hinum nýju valdhöfum með þvi aö láta lita svo út sem fariö sé eftir reglum þeirra. Jafnfrámt þykjast þeir vissir I sinni sök um aö geta hreinsað sig af allri sök um ójafnrétti komist Maóistar afturtil valda. Tilgangur bónus- reglnanna, aukin framleiösla, varö auövitaö eftir einhvers staöar á miöri leiö eins og gefur aö skilja. Enga ábyrgö tek ég á þessari sögu úr Newsweek en hún er ekki lygilegri en margt annað og vist er aö hún er I anda hug- sjónar Maó. Stefnubreyting Kinverja I inn- anrikismálum og valdabaráttan þar hefur sjálfsagt leitt það af sér meðal annars, aö Kinverjar hafa litiö mátt vera að þvi aö sinna utanrikismálum. Hitt er þó vist aö Carter hefur ærna á- stæöu I ljósi þessa að skoöa spilin sin og vega og meta á nýj- an leik mikilvægi kinatromps- ins. Utanrikismálastefna Kin- verja gæti hæglega breytst á einni nóttu þó þar standi i vegin- um ótti Kinverja við aö Sovét- menn ásælist litt byggö lönd þeirra i Siberiu og viðar viö landamærin. En þó ekkert hafi maður fyrir sér I þvi hlýtur þaö þó að vekja til umhugsunar aö Zia ul-Hack einvaldur i Pakistan sem mest segist leggja upp úr vinfengi viö Kinverja hefur nýlega hafnaö hernaöaraöstoð frá Bandarikj- unum og þess I staö reynt aö koma til móts viö Sovétmenn meö hugmynd um- að hersveitir frá óháöum rfkjum aöstoöi viö aö koma á friöi i Afganistan og tryggi slöan hlutleysi þess. Ekk- ert bendir aö visu til þess enn sem komiö er og fremur er þaö sjálfsagt óliklegt aö Sovétmenn þekkist boöiö, en hitt er jafnvist aö þaö felur I sér tilraunir Pakistana til að bæta sambúö- ina viö Sovétrikin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.