Tíminn - 16.03.1980, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.03.1980, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 16. mars 1980 Úr gömlum yfirsjónaannál íslendinga: I. Hallgrimur Pétursson lagöi is- lendingum margar lifsreglur, sem þeim hafa oröiö munntamar. Hitt er álitamál, hversu dyggi- lega þeir hafa fylgt þeim, ef til vill ofboölitill áhalli þar á milli kunnáttu og breytni. Séra Hall- grfmi sáluga fannst þaö tii dæmis ekki góöri lukku stýra aö leggja illt til fólks (gott minnisatriöi i forsetakosningum), og á einum staö færir hann fram þau rök, aö ekki sé ætiö einsætt, aö hverjum vegiö sé. Um þaö hefur hann þessi orö: Þú veizt ei, hvern þú hittir þar heldur en þessir Gyöingar. Tilefniö var „þjónanna spott viö Kristum” eins og einhver kann aö ráma i — þeir rötuöu i þaö, þjónarnir, aö gera hróp að herranum og bera hann brigzlum, þegar hann kom frá dómi Kaifas- ar, og slá hann og hrækja á hann. Af þvi dæmi dró Hallgrimur heit- inn, hvaöa fyrirmunun er aö vega aö ókenndum manni, ,,þó aumur sé”. A dögum hans var samt meira en stekkjarvegur frá þeim, sem betur máttu sin, niður til aums manns. Og ekki muliö undir þá, sem skikkuöust á útnára til- verunnar. Séra Hallgrimur var sá, „sem svo vel söng, aö sólin skein i gegn um dauöans göng” — fyrir þvi höfum viö orö Matthiasar okkar Jochumssonar. Og fleiri hafa lokiö upp munni á svipaöan átt. Nú kann okkur aö visu þykja á bresta, aö hann varaöi fortaks- laust viö þvi aö niöast yfirleitt á nokkrum manni, án bakþanka um þaö, hvort i honum bjó mann- kynsfrelsari eöa einhvers konar merkispersóna, og má vel vera, aö þaö hafi veriö sinni þessa mikla sálmaskálds þótt hann ein- skoröaöi sig viö hitt vegna yrkis- efnisins. En nú á dögum þykir okkur áferöarfallegra aö breiöa mjúka slæöu yfir þann manna- mun, sem viö gerum okkur. Þaö er ekki af þvi, aö viö séum oröin frábitin manngreinaráliti heldur er fágun okkar komin á svo hátt þroskastig, aö viö viljum hafa framhliöina á okkur fallega upp á aö lfta. Undir hvitu lini, sem viö berum meö reisn á báöum öxlum, réttlætishjúpnum okkar góöa og jafnréttisskikkjunni, fylgir okkur snertur af þeirri erföasynd aö vera heldur hallir undir þá, sem viö höldum mega sin betur. t>ess vegna kveinkum viö okkur ekki aö ráöi vegna misgeröa viö menn, nema seinna komi á daginn aö þær hafi bitnaö á þeim sem tiltak- anlega skömm var aö vanviröa. „Enginn lét mig vita aö telpan væri skyld honum”, er haft eftir kennslukonu i Miöbæjarskólan- um, sem baröi stelpu, er henni fannst ekki hegöa sér rétt. Og fórnaöi höndum i hryggö sinni yfir mistökunum. Þannig getur mönnum glapizt sýn. Ekki þar fyrir — þeim getur veriö vorkunn, þó aö þeir átti sig ekki á óriflegum reiöskap. Um suma er eins fariö og sæöiö, sem kastaö er á vatniö og finnst eftir mörg ár. Og sumir .eröa ekki sóma sins aönjótandi fyrr en þeir eru dauöir. Frægöin vitjar þeirra i gröfum þeirra. Þegar fólk ekur á bleiserunum sinum og bensunum um Akra- hrepp, fellur þvi enn i dag fyrir brjóst, hvaö illa var leikiö viö gamla manninn I Bólu — þetta kraftaskáld, þjófaleit gerö hjá þvi og örvasa var þaö látiö deyja i beitarhúsum. Menn voru svo nær- sýnir, aö þeir gátu ekki séö i gegn um fingur sér viö Hjálmar karl- inn, hvaö hann var viöskotaillur og nföskældinn á köflum, þaö var þó synd meö annan eins mann. Og hvaöa yfirsjón var þaö ekki, aö Reykvíkingar skyldu láta þá nafnana, Sigurös Breiöfjörö og Sigurö málara, veslast upp viö húsdyr sinar. Þó aö annar geröist sekur um tvikvæni og hinn væri andstyggilegur viö máttarstólp- ana. Viö förum ekki dult meö þaö, hvaö okkur þykir miöur, aö menn, sem liföu, þótt þeir væru dánir, skyldu hraktir I urö. Þetta er ekki af þvi, aö viö hörmum svona sárt, aö hæfileikar fóru kannski I súginn aö meira eöa minna leyti, og umkomuleysi og basl þeirra fellur okkur tæpast meira fyrir brjóst en óteljandi nafnleysingja, sem viö látum okkur engu varöa. Mergurinn málsins er sá, aö þaö heföi fariö betur i frásögnum, ef vel heföi veriö gert viö þess þegna i riki andans, úr þvi aö fyrir þeim lá aö veröa nafntogaöir. En viö, sem nú lifum, getum svo sem haft góöa samvizku, viö höfum gert okkar til þess aö bæta fyrir gamlar yfirsjónir. Viö höfum veitt þessum mönnum uppreisn æru i gröfinni rétt eins og þeir væru dauöir Kinverjar, og viöa getum viö flett upp á þvi I bókum og blööum, hve mörgum, sem siöar komu til, hefur fundizt þaö illa fariö, aö gengnar kyn- slóöir skyldu ekki bera þá á hönd- um sér. Viö höfum þvegiö hendur okkar i vaskafati réttlætisins. Viö hinu er bágt aö gera, aö enn ber viö af og til, aö menn missjá sig á náunganum, einnig á skáld- um, ekki sizt ef hinir beztu menn telja sig eiga einhvers aö hefna á þeim. Máski þeirrar höfuösyndar aö vera dónalegir viö drottinvald, sem góöir menn játast undir möglunarlaust, til þjónustu reiöu- búnir. II. Nú er aö ööru aö vikja. Fyrir fáum vikum stóö snöggklippt og grannvaxin kona á miöjum aldri á sviöinu I Háskólablói, og þaö var ofurlitill blómsveigur isaum- aöur á vinstri hlýrann á kjólnum hennar. Hún var komin þarna I húsakynni háskólans okkar til þess aö taka viö bókmenntaverö- launum Noröurlandaráös úr hendi Matthiasar Mathiesens, ráösformanns. Og hét Sara Lidman. Eins og lög gera ráö fyrir steig hún svo I pontuna og ávarpaöi þingheim. Þetta fór allt hiö bezta fram. Samt er ekki grunlaust um, aö i leynihólfum nokkurra hjartna hafi gamlir púkar legiö i felum og grett sig litiö eitt. Svo óheppilega vildi til, aö þetta var ekki i fyrsta skipti, sem Sara Lidman kom til tslands. Og af þvi sumir mundu þá ekki nógu glöggt heilræöi séra Hallgrims Péturssonar, og þaöan af siöur aö þá óraöi fyrir þeirri stund, aö hún yröi til sérstaks vegs hafin, meö lokaþætti undir þaki háskóla tslands, höföu þeir ekki beinlinis breitt faöminn á móti henni I þaö skipti: Þaö er svo I þessari veröld, aö hvaö eitt biöur sins tima. En úr þessu glappaskoti hefur verið gert gott meö þvi aö hafa hljótt um þaö. Þá er eins og þaö hafi aldrei gerzt. Þögnin er mild, veröi hún bara ekki svo djúp, aö hún fari aö tala. En seinna — seinna, þegar dauöinn hefur sagt þá kynslóð úr sökum, sem nú er upp, þá má fara um þaö oröuip, að þetta hafi veriö dálitiö slysa- legt atvik. Þaö gæti oröiö um svipaö leyti og viröulegum mönn- um kann aö þykja timabært aö ýja aö þvi, aö ekki hafi veriö meö öllu vanviröulaust aö ætla aö koma fram hefndum á Halldór Laxness fyrir Atómstööina hér á árunum meö þvi aö hengja hann upp eöa setja hann i eins konar gapastokk fyrir skattsvik, og kosta þar til ærinni fyrirhöfn i mörgum stjórnarskrifstofum og sendiráöum eins og skjöl hafa nú sannað aö gert var. Hvort sem þaö hafa Islenzkir framtaks- menn, sem föluöu bandariskar stofnanir til þess arna, eöa bandariskirlegátar, sem brúkuöu þá islenzku. Samt er ómögulegt aö sjá, aö fáein orö nú um fyrri komu Söru Lidmans til Islands geti oröiö neinum aö aldurtila eöa valdiö meinlegum hugarhræringum og sálartöpum. Þess vegna verður hætt á eins konar fréttaauka úr fylgsnum fyrri ára um islands- ævintýri þessarar konu. En þaö er gert i trausti þess, hve öll ill- kvittni og meinfýsni er fjarri Is- lendingum, svo sem við vitum og sjáum daglega, til dæmis af les- endabréfunum, sem „húsmóöir- in” og „konan úr vesturbænum” fá annaö veifiö birt i blöðunum. Þetta er meö öörum oröum fróö- leiksspjall, sem enginn má leggja út á vondan veg. Kvikni einhvers staðar vafa- söm hugsun I seyröum barmi, þá skyldi sá hinn sami minnast þess, að Sara þessi kom hingaö i þaö skipti i striösham, og ekki til þess aö tala máli þeirra, sem höföu valdiö og vopnin og frétta- myllurnar og yfirleitt öll heims- ins herlegheit sin megin, heldur þeirra, sem fóru huldu höföi I skógum, földust 1 brunnum og skriöu um i jaröfylgsnum, og sýndust ekki þesslegir aö geta staöizt heimsveldi snúning. Þaö var I stuttu máli sagt ekki á nokkurs manns færi aö geta sér til um, aö Söru Lidman yröi lagður lárviðarsveigur á höfuð I þessu kalda landi aö nokkrum tima liönum. III. Sara Lidman kom til tslands I fyrra skiptiö undir lok októ- bermánaöar 1966, fyrir sem næst hálfu fjórtánda ári. Hún haföi þá veriö I Suöur-Afriku og Vietnam, þar sem fólk var þá steikt i ben- sinhlaupi og hakkaö meö stálflisasprengjum, sem flug- vélar fluttu þvi i nafni frelsis og lýöræöis. Samt þraukaöi Viet Kong og lét ekki bilbug á sér finna, og Diem og Ky eöa hvaö „Gaman væri, ef Sara Lidman i ræðustóli i Háskólabiói árið 1980. Fyrir tæpum fjórtán árum voru henni meinuð húsa- kynni háskólans og þá var ekki heldur leyft, "f^tólk safnaðist saman á háskólalóðinni til þess að hlýða á hana. Orsökin liklega sú i 1 - hlýðilegt, að ^AóiMUJL^ti'im^R^n^íaiÍmðert ásjÉk- um stað. V M ^^®himamyrith Rólert hún gerði hingað aðra ferð, að...,, Fyrir fjórtán árum var Sara Lidman kölluð „kvensnipt” og „frænka Göbbels” á íslandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.