Tíminn - 11.04.1980, Side 7
Föstudagur 11. april 1980
7
fHtttfaro
Hvaða „siðmenningu”
erum við að ánetjast?
Fyrir nokkru var sagt frá þvf i
sjónvarpsþætti hvernig all-
margir heimilisfeöur á Suður-
nesjum og i Reykjavik hafa
komiö upp hjá sér einkasjón-
varpi i heilum hverfum og fjöl-
býlishúsum og brugðiö var upp
sýnum úr sjónvarpsmyndasafni
þeirra.
— Viðtöl voru tekin við
nokkra þessarra framtakssömu
manna. Voru þeir hinir ánægð-
ustu yfir framtáki sinu og þeim
sjónvarpsauka, sem þeir höfðu
oröið sér úti um fyrir sjálfa sig,
heimili sin og börn, til afþrey-
ingar og „menningarauka” —
Það kom lika fram að ekki voru
allir jafnánægðir, sem þar áttu
hlut að máli, höfðu jafnvel verið
þvingaðir til þátttöku af húseig-
endafélögum sinum.
— A það var bent, að þessar
athafnir væru lögbannaðar. Það
lá þessum mönnum létt i rúmi
og gerðu þeir lltið úr þvi.
Ljóst var, að það fólk, sem
flækst hefur um lönd og álfur og
aðrirálika, hafi á ferðum sinum
orðið sér úti um spólur og
kasettur (eða hvað þaö nú
heitir) með myndefni, sem ekki
er talið sýningarhæft opinber-
lega og á lágu siöferðisstigi, ef
dæma má af þvi sem brugðið
var upp I þættinum til sýnis. Er
þetta ætlaö þessu fólki til
skemmtunar og afþreytingar á
siðkvöldum eftir að sjónvarp
okkar er lokað eöa myndefni
þess, ekki við hæfi þess. Mátti
skilja að jafnframt væri þetta
hugsað sem kvöldskemmtun
barna þessa fólks.
Flestum hugsandi mönnum
mun þykja nóg af hryllings- og
glæpamyndum I sjónvarpi okk-
ar svo ekki sé á það bætandi. —
Það fólk, sem stendur að þessu
einkaframtaki er bersýnilega á
annarri skoðun og vill bæta úr
þvi með þessum hætti.
— Ósjálfrátt kom manniihug
aö þetta myndaval væri i ætt við
þann kvikmyndaflokk, sem var
til sýnis fyrir fáum árum þegar
mesta uppistandið var gert útaf
einni klámmynd, sem ekki var
leyft að sýna almenningi. Eru
mönnum enn I fersku minni frá
þeim tlma, er við sjálft lá að
Thór Vilhjálmsson læsti
greipum um óharönaðan prestl-
inginn, sem ekki kunni að meta
menningargildi sliks mynd-
efnis. — Við það tækifæri fullyrti
Thor að slikar myndir og þaðan
af verri gengju milli húsa og
heldrimannaklúbba I Reykjavlk
og viöar og þættu hiö besta
skemmtiefni.
— Engin varö til að henkkja
þeirri fullyröingu, svo ég hafi
séð eða heyrt, enda kannski ekki
hægt um vik. Gaf þó sú fullyrð-
ing nokkurt tilefni til umhugs-
unar.
Þó atferli sem þetta sé bannað
með lögum þá mun erfitt að
koma I veg fyrir slikt skemmti-
efni I heimahúsum þar sem
rikur vilji er til slikra „menn-
ingariðkana”. En óhjákvæmi-
lega leiðir þetta huga manns að
þvi á hvaöa siðferöis- og
menningarstigi það fólk er, sem
velur sér slikt myndefni til
dægrastyttingar, sjálfum sér og
börnum sinum til siðrænnar
uppbyggingar. — Og manni
verður sú spurning efst I huga,
hvaö sé að gerast ef stórir hópar
heimilisfeðra leggjast svo lágt
sem þessar fréttir gefa tilefni til
að ætla.
— Er siðferðismat fjölda
fólks ekki á hærra stigi en
þetta? — Hefur siðgæðishugsjón
og dómgreind mikils hluta
þjóðarinnar beðið skipbrot,
þrátt fyrir yfirgripsmikla
menntun og skólagöngu um
fjölda ára og áratuga á barns-
og uppvaxtarárum þess, að
mestu á kostnað samfélagsins?
— Eða eru fjölmiölarnir, ferð-
lögin um viða veröld og vel-
megunin aö skapa hér skríl I
stórum stll, sem finnur sér þaö
helst viö hæfi aö velta sér upp úr
þvi, sem saurugast og siölaus-
ast finnst I máli og myndum um
vlða veröld? — Spyr sá er ekki
veit.
Breyttir tímar
— breytt
viðhorf
Okkur sem erum orðin aldin
að árum, verður hugsað til okk-
ar barns- og unglingsára, og
jafnvel þó styttra sé farið aftur I
timann og við finnum hvað allt
er orðið umbreytt. Viö minn-
umst þess, aö foreldrar og
heimilisfeður lögðu áherslu á aö
allir á heimilunum byggju sig
undir komandi nótt (og dag)
meö góöu hugarfari, lestri hug-
verkju og kvöldbæna. Börnum
Guömundur
P. Valgeirsson:
j
og unglingum var kennt að
beina hug slnum til þess æðsta
og fegursta, sem hugurinn vissi,
I bæn og tilbeiðslu áður en
gengiö var á vit draums og
nætur. Það var siögæðisinnræt-
ing þeirra tima.
— Vera má aö einhverjir geri
litiö úr þeirri iöju og geti bent á
misjafnan árangur hennar. En
ég er sannfærður um að þetta
bar árangur i hugarfari og
breytni alls almennings þeirrar
tiðar og stuðlaði að andlegu
jafnvægi þess fólks og var I
heild heilladrýgri en öll félags-
ráögjöf og sálfræöiþjónusta sér-
fræðinga nútímans, sem fjöldi
fólks á öllum aldri viröist vera I
sárri þörf fyrir.
Nú er komið sjónvarp á
næstum hvert heimili I landinu
með fjölbreyttu efni mönnum til
uppbyggingar. Til þess er varið
ógrynni fjár og mannafla, en
þykir þó aldrei nóg. Ýmislegt
gott má um þaö segja — en
einnig illt. — Nær daglega
höfum viö þar fyrir augum alls-
kyns hryllings- og glæpamynd-
ir, sem ekki er mönnum bjóð-
andi að horfa á, og þó sist börn-
um, en það er erfitt að varast. —
Það er mikill skilsmunur á þvi
að sýna slikar myndir I kvik-
myndahúsum eða færa þær I
öndvegi heimilanna þar sem
þær vera óhjákvæmilega fyrir
augum og eyrum ungra sem
fullorðinna.
— Jafnvel fréttir eru ekki
sagðar án þess birtar séu
myndir af æpandi skrll, úr öll-
um heimshornum, meö reidda
hnefa, öskrandi allskyns ógn-
anir og vlgorð. Allt það athæfi er
svo ógeðfellt, að yfir það ná
engin orö og maður fyllist reiöi
og viöbjóöi yfir þessum fjöl-
miðli, sem leiddur hefur veriö
til öndvegis á hverju heimili, og
óskar oft aö hann væri kominn
út I hafsauga.
• — En þvi fólki, sem um-
ræddur sjónvarpsþáttur sagði
frá, þykir sjónvarpið ekki gera
nóg aö sýningu slikra mynd. Þvi
hefur það á ferðalögum sinum
orðiö sér úti um tækni og auka-
forða af enn siðlausara mynda-
safni, sér og börnum þess til
andlegrar uppbyggingar áöur
en það gengur til náöa. — í þvi
sambandi kemur i hug gamall
málsháttur: „Uxinn fór til Eng-
lands, en kom aftur naut.”
— Þarf nokkurn að undra þó
vlða finnist brotalöm i siðgæöi
ýmissa manna? — Og maöur
spyr enn: Hvað vakir fyrir
þessu fólki? — Hvert er
menningarskyn þess? — Þess-
ara og annarra spurning mun
margur spyrja i sambandi við
þær upplýsingar, sem veittar
voru I þessum þætti Kastljóss I
sjónvarpinu, sem ég hefi hér
farið nokkrum orðum um.
Dátas j ónvarp
1 kjölfar þeirra upplýsinga,
sem hér hefur verið fariö
nokkrum orðum um, kemur svo
frétt um aö hafin sé undir-
skriftasöfnun undir áskorun til
stjórnvalda um að láta opna
fyrir útsendingar dátasjón-
varpsins á Miðnesheiði. Lltur
þvl út fyrir aðhér sé um sam-
ræmdar aðgerðir að ræða, allar
I ómenningarátt. Þeir sem sitja
með sárt ennið og geta ekki
komiö sér upp „einkasjón-
varpi” á sama hátt og Keflvík-
ingar og aðrir hugsa sér að bæta
þann mismun upp meö afnotum
af dátasjónvarpinu.
Þegar dátasjónvarpinu var
loks lokað eftir harða baráttu
þeirra manna, sem ekki vildu
þola þann smánarblett I menn-
ingarlifi mikils hluta þjóöarinn-
ar, sem það sjónvarp var, hófst
upp mikið ramakvein alls konar
fólks yfir þeim missi slnum.
Færðu sumir það til, að baga-
legt væri að missa af þvl vegna
barna sinna. Það heföi veriö svo
gott fyrir þau að una sér við þaö
þegar foreldrarnir þurftu að
skreppa frá heimilum slnum sér
til skemmtunar. Nú er þess
krafist, að það blessað fólk fái
aftur þessa „barnagælu” slna,
ásamt öðru.
Ég ætla ekki að fara mörgum
orðum um þessa bænaskrá. Hún
er glöggt dæmi um þá þjóðlegu
reisn, sem þessi hópur manna
hefur til að bera. — 1 henni lýsir
hin andlega mengun sér greini-
lega.
Doktor Hallgrlmur Helgason
hefur skrifað athyglisverða og
merka grein, sem birtist I Tlm-
anum þann 29. febrúar, undir
fyrirsögninni: „Sjálfstæði og
sjónvarp”. Þar segir hann frá
ummælum forstöðumanns
Keflavikursjónvarpsins um
„gæðhþess sjónvarps og undrun
hans á þvl, aö Islendingar skuli
sækjast eftir að horfa á slikt
sjónvarpsefni. Dr. Hallgrímur
færir glögg rök að þvl hver
hætta felist I þvl fyrir menningu
okkar og þjóðernistilfinningu að
ánetjast sllku sjónvarpi og var-
ar viö þeim hættum, sem það
hafi i för meö sér fyrir þjóð sem
vill halda sjálfstæði sínu og
siömenningu. — Og hann finnur
sig ekki geta borið kinnroöa-
laust, hönd fyrir höfuð þjóðar,
sem leggst svo lágt að gera sér
aö andlegu fóðri slikt sorp. —
Það er full ástæða til þess að
hvetja menn til að lesa þá grein
• — og lesa hana vel.
Jón Ólafsson sagöist, i íslend-
ingabrag sinum, ekki þekkja
djöfullegra dáðlaust þing, en
danskan Islending. — Það þóttu
haröyrði á þeirri tlð og þess
varð hann aö gjalda. En sá
kjarni, sem i þeim fólst geröi
sitt gagn I vakningu þjóðarinnar
á þeirri tið.
— Það sem hér er að gerast
nú er fullkomin hliðstæða við
það sem þar er lýst. Svipuð
brýning á þvi fullan rétt á sér
enn, þó færst hafi milli þjóöa um
óæskileg áhrif. — Nú og ávallt
þarf þjóðin að halda vöku sinni.
— Þar má enginn undan lita.
Af
bókum
Þörf
endurútgáfa
t Uppnámi. íslenskt skákrit I.-
II. árg. 1901-1902.
Ritstjórar Willard Fiske og
Halldór Hermannsson.
Endurútgáfa á Þorranum 1980.
Umsjónarmaður éndurútgáfu
Hólmsteinn Steingrlmsson.
I upphafi þessarar aldar hóf
Islandsvinurinn Daniel Willard
Fiske útgáfu Islensks skáktlma-
rits suður i Flórens á Itallu. Þar
með hófst útgáfa skákbók-
mennta'á Islenska tungu og var
ritið gefið út fyrir Taflfélag
Reykjavikur. Fiske mun aldrei
hafa ætlaö sér aö gefa ritið út
lengur en þessi tvö ár. Hug-
mynd hans var sú, aö þetta
timarit yröi upphafið, slðan
gætu Islendingar, og þá væntan-
lega Taflfélag Reykjavlkur
tekið við og haldiö útgáfunni
áfram. Þarna hefur Fiske karl-
inn treystum of á framtakssemi
mörlandans. Reyndin varð sú,
að 23 ár liðu uns Islenskt skák-
timarit sá aftur dagsins ljós og
þá norður á Akureyri.
I Uppnámi var mjög vandað
skáktimarit og mér er mjög til
efs að vandaðra rit hafi nokkurn
tima verið gefiö út um skák á is-
lensku. Það var afar fjölbreytt
að efni, flutti skákfréttir,
skákir, mikiö af skákþrautum
og dæmum, þætti um sögu skák-
listarinnar, bæði hér heima og
erlendis, og Fiske gekk jafnvel
svo langt að semja skáldsögur,
sem birtust i ritinu. Sem eins-
konar fylgirit með timaritinu
gaf Fiske svo út kort með skák-
dæmum og þrautum og mun
hann hafa ætlast til að T.R. gæti
haft nokkrar tekjur af sölu
þeirra.
Efni þessa fyrsta islenska
skáktimarits verður ekki tiund-
að hér, enda mörgum kunnugt.
Þó vil ég ekki láta hjá llða að
benda á mjög fróðlegar greinar
um skáktafl I Grimsey, skák-
félag Islendinga I Kaupmanna-
höfn og greinar um sögu skák-
taflsins. Loks skal getið
greinarinnar,” Karl XII I
Bender”, sem kalla má einstak-
lega skemmtilegan skáksjón-
leik.
1 Uppnámi hefur lengi veriö
nær ófáanlegt nema við ofur-
verði og þvi var þessi útgáfa
bæði þörf og timabær. Skák-
áhugamenn skipta hundruðum,
ef ekki þúsundum, á Islandi og
marga fýsir vafalaust að eiga
þetta merka rit.
Taflfélag Reykjavikur og
Skáksamband Islands standa
sameiginlega að endurútgáf-
unni, en Hólmsteinn Stein-
grímsson fyrrverandi formaður
T.R. hefur annast hana. Um út-
gáfuna þarf ekki að hafa mörg
orð. Hún er ljósprentuö og mjög
vel unnin á allan hátt, skák-
hreyfingunni til mikils sóma.
Hið eina, sem ég sakna, er sögu-
og bókfræðileg ritgerö um Fiske
og upphaf íslenskrar skákút-
gáfu. Tilvalið hefði veriö aö
birta sllka ritgerö I upphafi
þessarar útgáfu. Um það þýðir
þó ekki að sakast, en útgefend-
um skulu færðar heilar þakkir
fyrir þarft og gott verk.
Jón Þ. Þór.