Tíminn - 30.04.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.04.1980, Blaðsíða 1
UMSJÓN: Friðrik Indriðason og Friða Björnsdóttir Egilsstaðir: Óánægja með þungatak- markanir JK. Egilsstöðum — Þunga- takmörk hafa verið hér á vegum frá 1. apríl/ ýmist 5 eða 7 tonn, en þeim var létt af í dag (mánudag) á Fagradal. Þessar þunga- takmarkanir hafa valdið miklum truflunum á flutn- ingum, viða um héraðið, eins og gefur að skiija. Nokkur óánægja hefur verið með þessar þungatakmarkanir, þvi fólk á Héraði telur að Vega- gerðin hafi gengið of langt i þeim. Þannig hefur vegurinn um Fagra dal verið eins þurr og sléttur og um sumar, en þungatakmarkanir hafa verið á honum svo vikum skiptir. Það þykir hart að lokað sé svona mikilli flutningaæð milli tveggja þéttbýlissvæöa án þess aö þaö sé metið hvort þörf er á þvi eður ei. Þetta veldur ómældu tjóni, en bæta mætti úr þessu með betra skipulagi á þessum málum. Tiöin hefur verið einstaklega góö aö undanförnu og er nú snjó- laust i byggð. Menn eru bjartsýn- ir á að vorið verði gott þar sem Lagarfljótiö er autt, en það þykir góðs viti á þessum árstima. Neskaupstaöur: Ákvörðun um fjarvarma- veitii í maí FRI — Neskaupstaður hefur nú i samráði við RARIK látið gera at- hugun á hagkvæmni fjarvarma- veitu fyrir kaupstaðinn. — Niöurstöður þessarar athug- unar hljóöa upp á þaö að hægt væri að veita okkur orku á 81% af þvi verði sem nú kostar að hita með beinni rafhitun, sagði Logi Kristjánsson bæjarstjóri á Nes- kaupstað i samtali við Timann. Þetta er heldur hærra verð en komist hefur veriö að I Stykkis- hólmi og á Ólafsfirði. — Orkuþörf staðarins er núna, i kyndistöö, þegar búiö er aö taka tillit til orkutaps i dreifikerfi, um 4,5 MW. Orkan i væntanlega kyndistöð fjarvarmaveitu mundi vera 80% raforka og 20% svart- olía. — Við biðum núna eftir svari frá RARIK, en þannig mundi það verða hér sem viða annars staö- ar, að RARIK, ætti kyndistöðina og seldi okkur orkuna en við ætt- um dreifikerfiö. Þaö stendur sem sagt á þeim núna. En við leggjum máliö fyrir bæjarbúa og kynnum þeim það áður en iikvörðíin verö- ur tekin i þvi. Hins vegar býst ég fastlega við þvi að allar þessar á- kvaröanir veröi teknar nú I irfi, sagði Logi. AUSTURLAND Miðvikudagur 30. maí [ Fiskeldisstöð að rísa FB — Mikill áhugi er nú rikjandi meðal manna á Austurlandi á að koma upp fiskeldisstöð fyrir landshlutann. Liklega kemur þá ekki annar staður til greina en Egilsstaðir, þar sem talið ©r næstum óhjákvæmilegt annað en nota heitt vatn til eldis- ins, og ekki er vitað um heitt vatn eystra nema á Egilsstöðum, enn sem komið er. Sveinn Jónsson bóndi á Egils- stöðum, formaöur Veiöifélags Fljótsdalshéraðs sagði i samtali viö Tlmann, að það væri rétt, aö á döfinni væri að koma upp lax- eldistöö á Austurlandi, ef að- stæöur leyfðu og verkið reyndist ekki of fjárfrekt. Laxeldistöðin yröi þá fyrir allt Austurland. Reynt yrði að ná sambandi við sem flest sveitarfélögin I fjórð- ungnum og fá þau til að verða hluthafar i fyrirtækinu, og aö sjálfsögöu yrði þá Veiöifélag Fljótsdalshéraðs eignaraöili, Vonandi yrði hægt að hefjast handa i sumar. Timinn hafði samband við Teit Arnlaugsson fiskifræöing -hjá Veiöimálstofnuninni. Hann sagði, að árið 1977 hefði veriö gerð frumathugun á vatnasvæöi Lagarfljóts. Sagði hann, að samkvæmt þeirri könnun hefði komið fram, að vatniö væri allt mjög kalt á þessum slóðum, og nálægt neðri mörkum, sem lif- vænleg eru fyrir lax, svo vöxtur verður mjög hægur. Teitur itrekaði þó, að hér væri aöeins um frumkönnun að ræða. Meginhluti vatnakerfisins er fyrir ofan Lagarfoss. Þangað er aðeins smáspotti fiskgengur, en neöst I Lagarfljóti er laxastofn, þótt hann sé ekki stór að vöxt- um, enda árkaflinn ekki langur. Það eitt bendir til aö vel kunni að leynast möguleikar á laxeldi á þessum slóðum. Teitur sagöi, að ekki væri rekstrargrundvöllur fyrir eldis- stöðvar, nema þær hefðu að- gang að heitu vatni. Vöxtur yrði svo hægur að það tæki seiðin 2-3 árum lengi tima en ella að ná göngustærð. Þess vegna byggð- ist hugmyndin um stööina á Austurlandi á jaröhitanum, og hefðu jaröfræöingar vist sagt, að öruggt væri, að þarna fyndist heitt vatn. I I I I I I I I I I I I I — mun þjóna Bakkahverfi I I I I I I I FRI — I dag opnar Kaup- félagið Fram á Neskaup- stað glæsilega matvöru- verslun i Bökkum, sem er nýtt íbúðahverfi utarlega í bænum. — Bygging verslunarinnar hófst i ágúst 1979, en áður hafði það veriö samþykkt á aðalfundi kaupfélagsins 1977 að reisa þarna verslun svo fljótt sem kostur var, sagði Gisli Haralds- son kaupfélagsstjóri á Neskaup- stað i samtali viö Timann. Ástæðan var að i þetta hverfi eru nú komnar hátt á annaö hundrað fjölskyldur, en aðal- búðin okkar er komin dálitið á skjön við byggðina. — Verslunin nýja er 226 fm að stærö og bygging hennar hefur gengið mjög vel. i tilefni af opn- uninni verður þar i dag kynning á Goöa-kjötréttum og er það Jenný Siguröardóttir sem ann- ast hana. Verslunin er teiknuö af Gunn- ari Guðnasyni hjá teiknistofu SIS en byggingarverktaki var Hjálmar ólafsson Neskaupstað. Deildarstjóri i hinni nýju versl- un verður Olga Jónsdóttir. Hjá kaupfélaginu Fram vinna 42 fastráðnir starfsmenn, en á launaskrá yfir árið eru um 70-80 manns vegna sláturtiðar o.fl. Kaupfélagið rekur nú fjórar matvöruverslanir, en bærinn er það stór aö töluverð vegalengd er milli búða, auk þess rekur það byggingarvöruverslun, vefnaðarvöruverslun, tviskipta, og fiskbúð, auk mjólkurstöðvar og sláturhúss. Eskifjörður: Fjarvarma FRI — Nú er í athugun á Eskifirði að koma þar á fót f jarvarmaveitu, en engar ákvarðanir hafa enn verið teknar í mál- inu. Að sögn Askels Jónssonar bæjarstjóra hefur þetta aðallega — f athugun verið athugað með tilliti til sorpbrennslunnar og afgangsvarma frá bræðslustöðinni. Um 60% húsa á Eski-. firði eru nú kynt með olíu en Askell sagði að 30% af orkuþörfinni mætti fá úr sorpbrennsl- unni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.