Tíminn - 30.04.1980, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.04.1980, Blaðsíða 4
AUSTURLAND Eskifjörður: 60 m viðlegu- kantur bvggður FRI — Nú er unnið að því af fullum krafti á Eskifirði að byggja nýjan viðlegukant við höfnina. Að sögn Þorbjörns Eiríks- sonar verkstjóra í hafnar- gerðinni hófust undir- búningsframkv,pemdir 5 mars s.l., en aðalfram- kvæmdirnar þann 10. mars. s.l.' Viðlegukanturinn verður 60 metra langur að f raman auktengingar í land. Núer verið að reka niður stálþil- ið og á aðeins ef tir að reka niður 15 metra af því, en Þorbjörn áætlaði að verk- inu yrði lokið um miðjan júní. Viðlegukanturinn mun aðallega., verða notaður .fyrir strandferðaskipin Hekluna og Esjúna. Egilsstaöir: Blómlegt menningarlíf á Héraði að undanf örnu JK. Egilsstöðum/FRI — Menningarlífið hefur blómstrað á Héraði og nágrannabyggðum þess að undanförnu og hefur mikið verið um að vera á þeim vettvangi. Leikfélag Fljótsdals- héraðs hefur sýnt leikrit- ið Bör Börnsson eftir sögu Johan Falkberget í leikgerð Torolf Sandö bæði á Egilsstöðum og í nágrannabyggðunum Aðalhlutverkið er í hönd- um Arnar Ragnarssonar kennaraá Eiðum, en leik- stjórn er í höndum Margrétar Ákadóttur og er leikritið með fyrstu uppfæslum hennar. Mikil aðsókn hefur verið að sýningum og góður rómur gerður að leikritinu. Leikfélag Eskifjarðar sýndi í Valaskjálf leikrit- ið Skjaldhamra eftir Jónas Árnason og Eiða- nemar færðu upp Músa- gildruna á árshátíð sinni Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir leika á tónleikum á Egilsstööum 1. mai. HURDA- HLÍFAR lelR - MESSING - STÁL Hringið og viö sendum pöntunarseðil með teikningum fyrir möltöku. BIIKKVER Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Sími: 44040. BUKKVER SELFOSS1 Hrismýri 2A - 802 Selfoss - Simi: 99-2040. og hafa sýnt hana á Egilsstöðum síðan. Staðið hefur yfir svo- kölluð Héraðsvaka á veg- um menningarsamtaka Héraðsbúa, en þessi vaka hefur verið á hverjum vetri á undanförnum ár- um. Á þessari vöku komu m.a. fram skólahljóm- sveit Kópavogs, Háskóla- kórinn og skólakór Garðabæjar. Framhaldsskólarnir á Héraði höfðu kvölddag- skrá sem hófst með kvöldvöku þar sem kynnt var í máli og myndum Jökuldalsheiðin. Vakan endaði á laugardaginn en hún hafði þá staðið yfir í um mánuð. Menningaratburðir koma ávallt í gusum á þessum tíma, í apríl, en þá virðast menn vakna til lífsins eftir veturinn. Þannig voru vortónleikar Tónlistarskólans á sunnu- dag í kirkjunni og komu þar fram 40 nemendur á ýmsum aldrei en þetta er fastur iiður í menningar- lífinu á hverju ári. 1. maí verða hér tón- leikarsem Tónlistarfélag Fljótsdalshéraðs stendur fyrirog verða þeir haldn- ir í kirkjúnni. Á þeim munu Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir leika. Orn Ragnarsson og Guðlaug ólafsdóttir f hlutverkum glnum f Bör Börnsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.