Tíminn - 29.05.1980, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.05.1980, Blaðsíða 2
2 ^Hr'9lV99*9t99*9l9' Flmmtudagur 2*. mai 1980. Hvfldar- og hressíngar heimili að Varmalandi í Borgarfirði í sumar Kvennaskólinn aö Varmalandi i Borgarfiröi. Jón Sigurgeirsson. JSS — 1 sumar veröur starfrækt hvildar- og hressingarheimili að Varmalandi i Borgarfiröi. Veröur þaö til húsa i kvennaskólanum á staönum ogveröa forstööumenn þess þeir Jón Sigurgeirsson fyrrv. skólastjóri og Úlfur Ragnarsson yfirlæknir. Hvfldarheimiliö veröur starf- rækt á timabilinu 28. júni til 23. ágúst. Þar geta dvaliö allt aö 25 manns aö staöaldri I svo langan tima sem hverjum og einum hentar. Nú er búiö aö panta 60 pláss af 160 mögulegum, og er dvalarkostnaöur áætlaöur rúmar 100 þús. krónur á viku. Tilgangurinn meö starfrækslu sliks hvildarheimilis, er aö sögn Jóns Sigurgeirssonar, aö gefa fólki kost á aö hvilast og finna I sjálfu sér þaö jafnvægi hugans, sem styöur aö góöri heilsu til lik- ama og sálar. Dagskránni veröur þannig háttaö, aö kl. 8-8.30 veröur hug- leiðslustund, kl. 10-11 Yoga, og á kvöldin veröur helgistund meö tónlist. Þar veröa flutt erindi, upplestrar veröa á dagskrá svo og myndasýningar, hljómlist og söngur. Gestum gefst kostur á gönguferöum, sundi, nuddi og huglækningum. Allar nánari upplýsingar veitir Jón Sigurgeirsson Klapparátíg 1, Akureyri i sima 24274 frá kl. 13-14 og 18-20. Klúbburinn ÖRDGGUR AKSTUR með fund í Reykjavlk BSt — Klúbburinn ÖRUGGUR AKSTUR I Reykjavik hélt nýlega almennan umferöarmálafund fyrir fullum Súlnasal Hótel Sögu. Þar fór fram árleg afhending verölaunamerkja Samvinnu- trygginga fyrir öruggan akstur. 375 hlutu 5 ára viöurkenningu, en 171 fengu 10 ára verðlaun og 20 fengu 20 ára verölaun. Aratuga- verölaunum fylgir iðgjaldsfritt ár vegna ábyrgöartryggingar viö- komandi bifreiöar. Undanfarin 7 ár hefur Krist- mundur J. Sigurösson, aöstoðar- yfirlögregluþjónn i Rannsóknar- lögreglu rikisins, veriö formaður klúbbsins, en hann baðst nú undan endurkjöri. Nú var kosinn formaöur Gisli Björnsson lög- reglufulltrúi, og meö honum i stjórn Guömundur Höskuldsson fulltrúi og Gisli Kárason bifreiö- arstjóri. Fundurinn stóö i þrjá tima og tóku margir til máls. Fundar- stjóri var Baldvin Þ. Kristjáns- son. A fundinum voru samþykktar tvær tillögur, sú fyrri um aö skora á samgöngumálaráöherra aö beita sér fyrir þvi, aö lokiö verði lagningu áframhalds Reykjanes- brautar, frá Kaplakrika I Hafnar- firði aö Breiöholtsvegi i Reykja- vik. Seinni tillagan var um aö skora á stjórnir allra félagasam- taka i landinu, aö beina þvi til meölima sinna, aö vinna mark- visst aö fækkun umferöarslysa, og hvetja til góörar umgengni viö landiö. Grill- og pottréttir: Víðtæk kynning á réttum úr dilkakjöti HEI — A hverjum föstudegi i sumar (12. júnI-26. sept.) veröa haldin kynningarkvöld á Hótel Sögu, á landbúnaöarafuröum, is- lenskum ullartlskufatnaði og skartgripum. Boöiö veröur upp á hlaöborö meö ýmsum gómsætum heitum og köldum réttum úr lambakjöti, mjólkurréttum og miklu úrvali osta ásamt fleiru. Sérstakur kynnir mun útskýra fyrir gestum, innlendum sem er- lendum, þaö sem veröur aö sjá og neyta. Hljómsveit hússins leikur létt lög meöan á boröhaldi stend- ur en siöan danslög. Ásamt Hótel Sögu standa aö þessum kynningarkvöldum: Ala- foss, Samband Isl. Samvinnufé- laga, Sláturfélag Suöurlands og Stéttarsamband bænda. Þessi kynningarkvöld munu m.a. veraliöuriþviaöfá landann til aö meta betur og boröa meira af okkar afbragös dilkakjöti, til þess aö þurfa sem minnst aö selja af þvi til annarra landa fyrir slikk. Salan hefur hinsvegar nokkuö dregist saman i vetur frá þvi er var i fyrra, og er minni niö- urgreiöslum kennt um. I sama skyni hefur veriö ákveö- in viötæk kynning á réttum úr dilkakjöti I verslunum á höfuö- borgarsvæðinu nú á næstu vikum. Veröur þar lögö áhersla á pott- rétti og meöferö kjöts sem ætlun- in er aö grilla. FJÓRÐUNGSMOT HESTAMANNA Á VESTURLANDI verður að Kaldármelum á Snæfellsnesi dagana 3.-6. júlí n.k. Kynbótahrossasýning, gæðingakeppni, unglingakeppni, kappreiðar, kvöldvaka, dansleikir o. fl. Keppt verður í 250 m unghrossahlaupi, 250 m skeiði, 350 m og 800 m stökki og 800 m brokki. Þátttaka í kappreiðum tilkynnist fyrir 10. júní n.k. í síma 93-8371 eða 93-8137. Framkvæmdanefndin Hverjir vilja eignast og þjálfa leitar- hunda? Hjálparsveit skáta i Hafnar- firöi hefur um langt skeiö átt og notaö sporhunda, ýmist ein eöa i samvinnu viö Hjálparsveit skáta i Reykjavik. Hefur L.h.s. nú áhuga á aö útvikka þessa starfsemi, aö þvi er segir i frétt frá sambandinu, og virkja þannig einstaklinga, sem áhuga hafa á útilifi og hundaþjálfun. Vitað er um nokkra menn á landinu sem eiga hunda af þeim tegundum, sem gagnlegar eru til leitarstarfa og vonast sam- bandiö til aö fá þá til samstarfs. Þá er hugsanlegt aö það geti út- vegað nokkra hvolpa til þjálfun- ar. Mun björgunarskóli L.h.s. standa fyrir námskeiðum fyrir JSS — Landssamband hjálpar- væntanlega þjálfara og fá i þvi sveita skáta ráögerir nú að skyni hingað til lands norskan koma á fót hérlendis sveit sérfræðing i þjálfun leitar- manna, sem hefur áhuga á að hunda. eiga og þjálfa leitarhunda. Þeir sem áhuga hafa á aö afla Er þessi hugmynd sótt til Nor- sér nánari upplýsinga eru beðn- egs, en þar er starfandi um 400 ir aö hafa samband viö skrif- manna félag sem á og annast stofu L.h.s. Nóatúni 21, Reykja- leitarhunda. Hafa félagar úr vik, simi 91-26430. Skrifstofan er L.h.s. kynnt sér þessi mál þar i opin á milli klukkan 13 og 16 landi og viöar I Evrópu. mánudaga til föstudaga. --Æ Einbýlishúsin við Rauðagerði: Leyfi veitt fyr- ir aukaíbúðum Kás — Borgarráö hefur samþykkt breytingu á skilmálum fyrir ein- býlishús i Rauðageröi, en lóöum undir þau var úthlutaö fyrir skömmu. Samkvæmt henni verö- ur húsbyggjendum heimilt aö koma fyrir aukaibúö I húsunum, fari flatarmál hennar ekki yfir sextiu fermetra. Þaö er ennfrem- ur skilyröi fyrir ibúöinni aö ekki veröi gerö röskun á landi meö frágreftri af þeim sökum. Agreiningur varö um þetta mál I borgarráöi og var breytingin samþykkt meö þremur atkvæö- um gegn einu. Kristján Bene- diktsson, Birgir Isleifur Gunnars- son og Magnús L. Sveinsson, greiddu tillögunni atkvæöi sitt en Sigurjón Pétursson greiddi at- kvæöi á móti. Björgvin Guö- mundsson sat hjá. Eftir breytinguna mega ein- býlishús á þessu svæöi aö bilskúr meðtöldum ekki vera stærri en níuhundruð rúmmetrar. Frystihús á lóð úr landi Vogahafnar, Vogum, Gullbringusýslu er til sölu. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Fisk- veiðasjóðs i sima 24310 og hjá eftirlits- manni sjóðsins i sima 33954. Tilboðum i eignina þarf að skila fyrir 10. júni n.k.. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Fiskveiðasjóður ís/ands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.