Tíminn - 29.05.1980, Side 5
5
Fimmtudagur 29. mai 1980.
Gister ileitarmannakofa viö Strlpalón.
Hestaíerðir á Arnarvatnsheiði
KL — Nú gefst fólki kostur á aö
fara i hesta- og veiöiferöir á Arn-
arvatnsheiöi. Er hér um aö ræöa
5-6 daga feröir, þar sem allt er
lagt feröafólkinu til, s.s. fæði,
gisting, hestar, feröa- og veiöi-
búnaður (þó ekki til veiöa á
flugu), veiöileyfi og leiösögn. Þaö
eina, sem fólk þarf aö sjá um
sjálft, er skjólgóöur og hentugur
klæðnaöur og gott feröaskap.
Veörinu stjórnar enginn frekar en
fyrri daginn.
Þaö er Arinbjörn Jóhannsson,
Brekkulæk i Miöfirði, sem rekur
þessar feröir. Hófust þær i fyrra-
sumar i smáum stil, en nú hyggst
hann hafa 11 ferðir i sumar. Þátt-
takendur, sem koma frá Reykja-
vik eöa Akureyri, geta komið meö
Noröurleiö og veröa þá sóttir aö
Laugabakka i Miðfirði, en þeir,
sem koma á eigin bil, mæta aö
Aöalbóli i Miðfirði, en þar er gist 3
nætur af 5, hinar tvær er gist i
leitarmannakofa. 1 hverri ferö
veröa mest 6 manns.
Fyrir Arinbirni vakir, aö gefa
fólki, sem ekki á hesta en hefur
gaman af hestamennsku og ein-
hver kynni af henni, kost á aö
stunda hestaferöir á gamlan
máta. Auk hans sjálfs gefur skrif-
stofa Útivistar allar frekari upp-
lýsingar um feröirnar.
Til gamans fylgja hér með orð
eins þátttakandans 1 fyrra, Arna
Björnssonar þjóöháttafræöings:
,,Ég get mælt meö þessum ferö-
um viö þá, sem vilja slappa af án
þess aö liggja i leti og hafa þó aö
mestu sina hentisemi fram i heið-
anna ró. Þótt aöbúnaöur sé frum-
stæður, er hann kjarngóöur og ör-
uggur likt og i fjárleitum. Menn
veröa einungis aö hafa meö sér
hlýjan og skjólgóöan fatnaö,
fööurland og annaö úr blessaöri
islensku ullinni. Gerviefni ætti aö
foröast næst sér og bómull i hófi”.
Fjölbrautaskóli Suðumesja:
50 LUKU NAMI í VOR
Jón ólsen formaöur Vélstjórafélags Suöurnesjaafhendir Bjarna Berg-
mann Þorsteinssyni verölaun fyrir besta námsárangur á vélastjórn-
arbraut 2. stigs, en þetta mun vera i fyrsta sinn sem vélstjórar 2. stigs
eru brautskráöir úr Fjölbrautaskóla Suöurnesja.
Fjóröa starfsári Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja lauk með skóla-
slitum i Ytri-Njarövikurkirkju
laugardaginn 24. mai.
Stein þór Júliusson, bæjarstjóri
i Keflavik, flutti ávarp af hálfu
Sambands sveitarfélaga á Suður-
nesjum. Þvi næst var samleikur á
fiölur. Flytjendur voru nemendur
skólans, Kjartan Már Kjartans-
son og Unnur Pálsdóttir.
Jón Böövarsson, skólameistari,
flutti yfirlit um starfsemi skólans
á liönu starfsári. Nemendur voru
505 á haustönn en 486 á vorönn.
Auk þess stunduöu 152 nám i
öldungadeildinni. Kennarar voru
42.
Nemendur brautskrást tvisvar
á ári — i desember og mai. 50 luku
námi aö þessu sinni: 5 vélstjórar,
3 nemar af verslunar- og skrif-
stofubraut, 17 iðnaöarmenn, þar
af 9 húsasmiðanemar, tækni-
brautarnemi, flugmaöur og 23
stúdentar.
Deildarstjórar afhentu bóka-
verðlaun fyrir námsárangur.
Bjarni Bergmann Þorsteinsson
á vélstjórnarbraut, 2. stigs,
Ölafur Atli Ólafsson, húsasmiða-
nemi og Védis Elsa Kristjáns-
dóttir, stúdent af félagsfræða-
braut hlutu verðlaun fyrir bestan
námsárangur hvert á sinu sviði.
Ingólfur Halldórsson, aðstoðar-
skólameistari, ávarpaöi Óskar
Jónsson kennara, sem nú lætur af
föstu starfi vegna aldurs. Óskar
hefur frá stofnun skólans veriö
aöalkennari á vélstjórnarbraut
og hefur af miklum dugnaöi unnið
aö skipulagningu og uppbyggingu
verknámsaðstööunnar þar.
Asgeir Margeirsson, nýstúdent,
flutti ávarp af hálfu nema. Loks
ávarpaöi skólameistari nemend-
ur og sleit skólanum.
Neytendasamtökin á Akureyri:
Oftast kvartað vegna fatnaðar og álnavöru
HEI — „Brýnasta framfaramál
NAN er söfnun fleiri félaga”, seg-
ir i frétt af aöalfundi Neytenda-
samtakanna á Akureyri, en þau
voru aö ljúka 1. starfsári sinu.
Sagt er aö töluvert hafi borið á
misskilningi á hlutverki neyt-
endasamtaka. Sumir vilja lita á
þau sem yfirdóm i miskliðarmál-
um. Hlutverk þeirra séhins vegar
oftast málamiölun, enda sé eng-
inn neytendadómstóll til á Is-
landi.
Aö vinna aö bættum upplýsing-
um til neytenda er sagt eitt af
framtiðarverkefnum NAN. En
flest kvörtunarmála sem borist
hafi, séu vegna ónógra eöa vill-
andi meöferöarupplýsinga á fatn-
aöi og álnavöru. I lögum frá
Alþingi 1979 séu geröar kröfur um
slikar upplýsingar, en þau séu
neytendum gagnslaus þar sem
þau hafi ekki tekið gildi.
tltgáfa NAN-frétta er sögö hafa
legiö niöri um skeiö vegna fjár-
hagsástæöna. Akveöiö hafi veriö
aö dreifa blaöinu i hvert hús á
Akureyri fyrsta áriö, en framveg-
is veröi dreifingin aöeins til fé-
lagsmanna.
NAN rekur skrifstofu á Skipa-
götu 18 á Akureyri, sem opin er
kl. 4-6 þriöjud. og miövikudaga.
Þar liggja frammi erlend neyt-
endablöð fólki til upplýsinga og
einnig er þar sinnt kvartanaþjón-
ustu fyrir félaga samtakanna.
HURDA-
HLÍFAR
EIR - MESSING - STÁL
Hringið og við sendum pöntunarseðil með teikningum
fyrir máltöku.
BUKKVER
Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Sími: 44040.
BLIKKVER
SELFOSSI
Hrísmýri 2A - 802Selfoss - Sími: 99-2040.
kastdreifarar
Stærð: 800
Tveggja hóifa
með itveimur
þeytispjoldum
og tveimur þvælurum.^
AMAZONE
^ ÁRMÚLA11
(Jf Útboð
Tilboð óskast I lóðargerö viö Fjölbrautarskólann I Breiö-
holti.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3,
Reykjavik, gegn 15 þúsund króna skilatryggingu.
Tilboöin veröa opnuð á sama stað miövikudaginn 11. júni
1980 kl. 14 e.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Útboð
Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð-
um i 1 stk. rafskautsketil (4MW) ásamt
fylgihlutum.
Útboðsgögn fást keypt á skrifstofu okkar
Laugavegi 118 og kosta 5000 kr., hvert ein-
tak.
Tilboðin verða opnuð mánudaginn 30. júni
kl. 11.00, og þurfa þvi að hafa borist fyrir
þann tima.
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
innkaupadeild
Maður og kona óskast
Maður vanur sveitavinnu óskast á
hænsna- og svinabú við Reykjavik.
tbúð fylgir.
Einnig óskast reglusöm kona til að taka að
sér litið heimili. Allt heimilisfólk fullorðið.
Húsnæði fylgir.
Upplýsingar i sima 41484 eftir kl. 5 á dag-
inn.
Skákmót
Skákmót milli Kópavogs og Hafnarfjarðar
i tilefni af 25 ára afmæli Kópavogs verður
haldið sunnudaginn 1. júní 1980 i Vighóla-
skóla og hefst kl. 14.00.
Allir sem áhuga hafa á að taka þátt i
keppni þessari láti skrá sig hjá Birgi
Karlssyni í sima 45014 eftir kl. 20.00,
fimmtudaginn 29. maí og föstudaginn 30.
mai n.k.
Taflfélag Kópavogs
Bæjarstjórn Kópavogs